Ferill 332. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 465 – 332. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóra í umhverfisráðuneytinu, og Hjörleif Kvaran frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Í frumvarpinu eru lagðar til minni háttar breytingar á skipulags- og byggingarlögum sem samþykkt voru á 121. löggjafarþingi. Lúta þær að lagfæringum á ákvæðum laganna sem taka eiga gildi 1. janúar 1998.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem gerð er grein fyrir í sérstöku þingskjali. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
1.      Í fyrsta lagi er um að ræða orðalagsbreytingar sem lagðar eru til við 3., 6. og 7. gr. frumvarpsins.
2.      Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á 27. gr. laganna um framkvæmdaleyfi. Lúta þær annars vegar að því að lagt er til að ákvæðið nái aðeins til meiri háttar framkvæmda sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess, en ekki allra framkvæmda sem hafa áhrif á umhverfið. Hins vegar er lagt til að felld verði úr ákvæðinu vísun í skógrækt og land græðslu og verði ákvæðinu einkum ætlað að ná til breytinga á landi með t.d. jarðvegi eða efnistöku. Loks er lagt til að nýrri málsgrein verði bætt við ákvæðið þess efnis að land græðslu- og skógræktaráætlanir skuli vera í samræmi við skipulagsáætlanir.
3.      Loks er lögð til breyting á 12. gr. frumvarpsins þess efnis að nýjar skipulags- og byggingarreglugerðir verði settar á grundvelli laganna í síðasta lagi 1. júlí 1998, en ljóst er að mikilvægt er að slíkar reglugerðir verði settar sem fyrst eftir gildistöku laganna.
    Hjörleifur Guttormsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 10. des. 1997.


                                  

Gísli S. Einarsson,


varaform., frsm.


Árni M. Mathiesen.



Ísólfur Gylfi Pálmason.




Tómas Ingi Olrich.



Kristín Halldórsdóttir.



Kristján Pálsson.




Vigdís Hauksdóttir.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.