Ferill 327. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 475 – 327. mál.Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 50/1984, um Lífeyrissjóð bænda, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


                             
    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið á sinn fund Indriða Þorláksson og Áslaugu Guðjónsdóttur frá fjármálaráðuneyti og Sigurbjörgu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Líf eyrissjóðs bænda.
    Í frumvarpinu er lagðar til breytingar á lögum um Lífeyrissjóð bænda. Breytingarnar fela m.a. í sér að iðgjaldsstofn sjóðsins er endurskilgreindur, en stofninn, þ.e. verð til framleið enda búvöru, hefur smátt og smátt orðið óraunhæfur þar sem launaliðir framleiðslugreinanna eru misjafnir. Í samræmi við ný lög um búnaðargjald, nr. 84/1997, flyst innheimta allra gjalda sem Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur innheimt af bændum til innheimtumanna. Framleiðsluráð sem hefur séð um innheimtu iðgjalda fyrir Lífeyrissjóð bænda hefur nú sagt upp innheimtusamningi við sjóðinn og því eru í frumvarpinu einnig lagðar til breytingar á fyrirkomulagi innheimtunnar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lögð er til sú breyting á 1. gr. að mökum bænda, sem ekki eru formlega talir aðilar að búrekstri en stunda þó ekki aðra vinnu og greiða því ekki í annan lífeyrissjóð, er tryggð aðild að Lífeyrissjóði bænda. Jafnframt er þeim mökum bænda sem nú stunda aðra vinnu og eru í öðrum lífeyrisjóðum tryggð undanþága frá aðild að sjóðnum.
     2.      Lagt er til að felld verði brott ákvæði 2. mgr. 6. gr. laganna en þar segir að ef árlegar tekjur Lífeyrissjóðs bænda hrökkva ekki fyrir ársútgjöldum hans sé Stofnlánadeild land búnaðarins skylt að leggja fram óafturkræft fé fyrir því sem vantar, þar til úr verður bætt samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 6. gr. Ákvæðið er talið úrelt.
     3.      Lagðar eru til tvær breytingar á 3. gr. Annars vegar er lagt til að ákvæði um hámarksiðgjöld sjóðfélaga ár hvert verði fellt brott. Hins vegar er lagt til að þeim sjóðfélögum sem greiða iðgjöld af búrekstri til sjóðsins sé heimilt, en ekki skylt, að greiða iðgjöld til sjóðsins af öðrum atvinnutekjum vegna starfa sem ekki veita sjálfsagða aðild að öðrum lífeyrissjóði. Breytingin er lögð til þar sem óeðlilegt þykir að skylda menn til greiðslu iðgjalda til sjóðsins með þessum hætti.
    Jón Baldvin Hannibalsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 11. des. 1997.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson,


með fyrirvara.


Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.Sólveig Pétursdóttir.


Einar Oddur Kristjánsson.


Valgerður Sverrisdóttir.Pétur H. Blöndal.


Gunnlaugur M. Sigmundsson.