Ferill 149. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 514 – 149. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um rafræna eignarskráningu verðbréfa.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 2. gr. 2. efnisl. orðist svo: eignarskráning: útgáfa á rafbréfum í verðbréfamiðstöð og skráning eignarréttinda yfir þeim.
     2.      Við 7. gr. 2. mgr. falli brott.
     3.      Við 8. gr. Í stað orðanna „Stjórn, endurskoðendum og framkvæmdastjóra, svo og öðrum starfsmönnum verðbréfamiðstöðvarinnar“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: Stjórn, framkvæmdastjóra og öðrum starfsmönnum verðbréfamiðstöðinnar, svo og endurskoðendum.
     4.      Við 9. gr. Á eftir orðunum „verði ekki áritaðir“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: án fyrirvara.
     5.      Við 10. gr.
       a.      Á eftir 1. tölul. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Lánasýsla ríkisins.
       b.      Orðin „sem hafa heimildir til fjárvörslu“ í 3. tölul. (er verði 4. tölul.) falli brott.
     6.      Við 11. gr. Síðari málsliður 3. mgr. orðist svo: Hið sama gildir um aðgang verðbréfasjóða að upplýsingum um eigendur hlutdeildarskírteina í viðkomandi verðbréfasjóði.
     7.      Við 12. gr. Í stað orðanna „til gjaldtöku“ í 3. tölul. 1. mgr. komi: til að ákvarða fyrirkomulag gjaldtöku.
     8.      Við 14. gr. Í stað orðanna „Jafnframt er verðbréfamiðstöð“ í 2. mgr. komi: Verðbréfamiðstöð er.
     9.      Við 15. gr.
       a.      Orðið „(nettun)“ í fyrri málslið 1. mgr. falli brott.
       b.      2. mgr. orðist svo:
                   Skipa skal samráðsnefnd verðbréfamiðstöðva, Verðbréfaþings Íslands og Seðla banka Íslands. Seðlabanki Íslands skipar einn fulltrúa í nefndina, verðbréfamiðstöðv ar sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum þessum einn fulltrúa og Verðbréfaþing Íslands einn fulltrúa. Seðlabanki Íslands fer með formennsku í nefndinni. Hlutverk samráðsnefndar er að fjalla um samskipti verðbréfamiðstöðva, Verðbréfaþings Íslands og Seðlabankans í tengslum við frágang viðskipta.
     10.      Við 16. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Eignarskráning rafbréfs í verðbréfamiðstöð, að undangenginni lokafærslu verð bréfamiðstöðvar, veitir skráðum eiganda hennar lögformlega heimild fyrir þeim rétt indum sem hann er skáður eigandi að og skal gagnvart útgefanda jafngilda skilríki um eignarrétt að rafbréfinu.
     11.      Við 20. gr.
       a.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Verðbréfamiðstöð hefur heimild til milligöngu um millifærslu fjármuna og réttinda fyrir hönd útgefanda rafbréfs, að ósk hans, til þess sem hefur rétt til að taka við greiðslu samkvæmt skráningu í miðstöðinni.
       b.      Í stað orðanna „fölsun eða meiri háttar nauðung“ í 3. málsl. 2. mgr. komi: meiri háttar nauðung eða fölsun.
       c.      Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                   Lokafærsla verðbréfamiðstöðvar á greiðslu afborgunar og vaxta inn á reikning til eignarskráðs rétthafa hefur sama gildi gagnvart skuldara og áritun á skuldabréf.
     12.      Við 22. gr. Í stað orðsins „verðbréfamiðstöðinni“ í fyrri málslið komi: verðbréfamiðstöð.
     13.      Við 25. gr.
       a.      Í stað orðsins „verðbréfamiðstöðvar“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: verðbréfamiðstöðva.
       b.      Síðari málsliður 6. mgr. falli brott.
     12.      Við 27. gr. Í stað orðsins „uppkveðinn“ í 1. mgr. komi: tilkynntur aðilum máls.
     13.      Við 29. gr. Í stað orðanna „Reikningsstofnun er skaðabótaskyld fyrir því tjóni sem rakið verður til mistaka af hennar hálfu“ í 1. mgr. komi: Reikningsstofnun ber skaðabótaábyrgð vegna þess tjóns sem rakið verður til starfsemi hennar.
     14.      Við 30. gr. Við greinina bætist ný málsgrein er verði 1. mgr., svohljóðandi:
                  Þegar tjón má rekja til starfsemi verðbréfamiðstöðvar eða reikningsstofnunar, sbr. 28. og 29. gr., en ekki liggur ljóst fyrir hvor aðilanna ber ábyrgð á tjóninu, er heimilt að stefna þeim sameiginlega (in solidum) til greiðslu skaðabóta. Um endurkröfu milli stefndu fer samkvæmt almennum reglum.
     15.      Við 31. gr. Við 2. málsl. bætist: vegna eftirlits samkvæmt lögum þessum.
     16.      Við 32. gr. Í stað orðanna „ekki eðlileg, traust eða heilbrigð“ komi: óeðlileg, óheilbrigð eða ótraust.
     17.      Við 34. gr. Greinin falli brott.
     18.      Á eftir orðunum „skal stefna að“ í ákvæði til bráðabirgða I komi: því að gefa útgefanda og eiganda kost á.
     19.      Fyrri málsliður ákvæðis til bráðabirgða II orðist svo: Ef eignarréttindi yfir verðbréfi eru eignarskráð í verðbréfamiðstöð skal ógilda hið áþreifanlega verðbréf.