Ferill 329. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 515 – 329. mál.Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.         Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bergþór Magnússon og Hermann Jónasson frá fjármálaráðuneyti.
    Í frumvarpinu eru lagðar til tvær breytingar. Annars vegar er lagt til að vörugjald af dráttar bifreiðum og vélknúnum ökutækjum til sérstakra nota, að heildarþyngd yfir 5 tonn, lækki úr 30% í 15% og hins vegar að ökutæki sem knúin eru mengunarlausum orkugjafa verði undan þegin gjaldskyldu.
    Nefndin ræddi sérstaklega hvort breyta ætti skilgreiningu 2. gr. frumvarpsins og er niður staða nefndarinnar að miða þar við að ökutæki sem hafa í för með sér hverfandi mengun og eru knúin óhefðbundnum orkugjafa, svo sem rafhreyfli eða vetni, skuli undanþegin gjaldskyldu, í stað þess að tala um ökutæki sem eingöngu eru knúin mengunarlausum orkugjafa.
    Þá ræddi nefndin einnig vörugjald á hópferðabifreiðar, þ.e. ökutæki sem aðallega eru ætluð til fólksflutninga, sem skráðar eru fyrir 18 farþega eða fleiri að meðtöldum ökumanni, en vörugjaldið nemur 5% nú. Með hliðsjón af samkeppnisstöðu þessara aðila og fyrri breytingum mælir nefndin með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali.
    

Alþingi, 17. des. 1997.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.Gunnlaugur M. Sigmundsson.Sólveig Pétursdóttir.Einar Oddur Kristjánsson.Valgerður Sverrisdóttir.
Jón Baldvin Hannibalsson.Pétur H. Blöndal.Steingrímur J. Sigfússon.


Prentað upp.