Ferill 302. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 523 – 302. mál.Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 92 24. maí 1994, um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund frá sjávarútvegsráðuneyti Árna Kol beinsson, Kristínu Haraldsdóttur og Snorra Rúnar Pálmason, Örn Pálsson kom frá Lands sambandi smábátaeigenda, frá Þróunarsjóði sjávarútvegsins kom Hinrik Greipsson, frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna komu Kristján Ragnarsson og Sveinn Hj. Hjartarson, frá Vélstjórafélagi Íslands komu Helgi Laxdal og Friðrik Hermannsson, frá Farmanna- og fiskimannasambandinu komu Guðjón A. Kristjánsson og Benedikt Valsson og Sævar Gunn arsson kom frá Sjómannasambandi Íslands.
    Meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins með svofelldum

BREYTINGUM:


    Við 1. gr.
     a.      Í stað orðanna „gildistöku laga þessara“ í 1. málsl. efnismálsgreinar komi: gildistöku bráðabirgðaákvæðis þessa.
     b.      Á eftir orðunum „7. og 8. gr.“ í 3. málsl. efnismálsgreinar komi: laga nr. 92/1994.
     c.      Í stað orðanna „staðfestingardegi laganna“ í lokamálslið efnismálsgreinar komi: gildistökudegi bráðabirgðaákvæðis þessa.

    Hér er lagt til að gengisútreikningur samkvæmt ákvæðinu verði miðaður við gengisskrán ingu Seðlabanka Íslands á gildistökudegi bráðabirgðaákvæðisins í stað staðfestingardegi laganna og að í 1. málsl. efnismálsgreinar 1. gr. verði miðað við gildistöku bráðabirgða ákvæðisins í stað gildistöku laganna.

Alþingi, 13. des. 1997.Árni R. Árnason,


frsm.


Stefán Guðmundsson.Einar Oddur Kristjánsson.
Hjálmar Árnason.Guðmundur Hallvarðsson.Vilhjálmur Egilsson.Prentað upp.