Ferill 327. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 535 – 327. mál.Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 50/1984, um lífeyrissjóð bænda, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 13. des.)1. gr.

    1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
    Sjóðfélagar skulu vera allir bændur og makar þeirra. Ef maki bónda er ekki aðili að bú rekstri og á sjálfsagða fulla aðild að öðrum lífeyrissjóði er sjóðstjórn heimilt að veita undan þágu frá sjóðsaðild að Lífeyrissjóði bænda. Bóndi í þessu sambandi, þar með talinn aðili að félagsbúi, einkahlutafélagi eða öðru lögformlegu búrekstrarformi, telst sá er stundar búskap á lögbýli þar sem hann á lögheimili, og búrekstur fellur undir atvinnugreinanúmer 01 og 02 í atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands, sbr. ÍSAT 95, þó ekki starfsemi í undirflokkum 01.4, 01.5 og 02.02, enda hafi hann náð 16 ára aldri á næsta almanaksári á undan. Búi bóndi í óvígðri sambúð skulu bæði vera sjóðfélagar ef þau eiga sameiginlegt lögheimili og sam búðin hefur skriflega verið tilkynnt Hagstofu Íslands eða sjóðstjórn, sbr. 2. málsl.

2. gr.

    Á 5. gr. laganna verða eftirtaldar breytingar:
a.    2. mgr. orðast svo:
          Heimilt er sjóðstjórn að veita lán til sjóðfélaga gegn veði í fasteign.
b.    4. mgr. fellur brott.

3. gr.

    2. mgr. 6. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

    7. gr. laganna orðast svo:
    Iðgjaldsstofn vegna bænda og maka þeirra, sem starfa að búrekstri, skal vera reiknuð laun þeirra í landbúnaði samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt og eignarskatt. Með búrekstri í þessu sambandi er átt við búrekstur samkvæmt atvinnugreinanúmerum 01 og 02 í atvinnu greinaflokkun Hagstofu Íslands, sbr. ÍSAT 95, þó ekki starfsemi í undirflokkum 01.4, 01.5 og 02.02. Iðgjald þeirra bænda og maka þeirra, sem reikna sér ekki laun heldur þiggja laun frá einkahlutafélagi eða öðrum lögaðila, sem rekur bú, sbr. 1. mgr. 2. gr., skal reiknað af heildarfjárhæð greiddra launa.
    Iðgjald sjóðfélaga skv. 1. mgr. 2. gr. skal vera 4% af iðgjaldsstofni skv. 1. mgr. þessarar greinar. Á móti iðgjaldi sjóðfélaga skal greitt mótframlag sem skal vera 50% hærra en ið gjald skv. 1. málsl. Mótframlag skal greitt af sjóðfélaga sé ekki samið um greiðslu þess úr ríkissjóði í búvörusamningi eða með öðrum sambærilegum hætti.
    Á greiðsludögum beingreiðslna samkvæmt búvörulögum skal halda eftir af þeim hjá sjóð félögum, sem beingreiðslna njóta, iðgjaldi þessara sjóðfélaga fyrir það tímabil og skila því til sjóðsins. Nú nýtur bóndi ekki beingreiðslna og skal þá iðgjald innheimt samtímis og með búnaðargjaldi. Stofn til greiðslu upp í iðgjald skal vera reiknuð laun eða heildarlaun á næst liðnu tekjuári, enda liggi ekki fyrir upplýsingar um reiknuð laun eða laun yfirstandandi árs. Iðgjöldum, sem innheimt eru skv. 1. og 2. málsl., skal skilað til sjóðsins eigi síðar en 30 dög um eftir að þau eru greidd og skulu þau sundurliðuð eftir sjóðfélögum.
    Greiðsla upp í iðgjald skv. 2. málsl. 3. mgr. skal fara fram með fimm jöfnum mánaðar legum greiðslum, mánuðina ágúst til desember á tekjuárinu. Gjalddagar iðgjaldagreiðslu skulu vera fyrsti dagur mánaðanna ágúst til og með desember.
    Heimilt er sjóðfélaga að sækja um breytingu á iðgjaldagreiðslu vegna breytinga á reikn uðum launum eða greiddum launum sem eiga sér stað á árinu. Slíka umsókn skal senda sjóðnum sem úrskurðar um breytingu greiðsluskyldunnar. Skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn nema fyrirsjáanlegt sé að iðgjald breytist sem nemur 25%, þó að lágmarki 10.000 kr., á milli ára.
    Frá greiðsluskyldu iðgjaldi skv. 2. mgr. skal draga þá fjárhæð sem greidd hefur verið upp í iðgjald skv. 3., sbr. 4. mgr. Ef iðgjald er hærra en greiðsla upp í iðgjald skal því sem á vantar haldið eftir af beingreiðslu eða innheimt samhliða búnaðargjaldi, eftir því sem við á, á næsta gjalddaga eftir álagningu. Sé iðgjaldið lægra en greitt hefur verið upp í iðgjald skulu vextir reiknaðir á endurgreiðslu samkvæmt vaxtalögum.
    Nú hefur sjóðfélagi sem greiðir iðgjald skv. 1. mgr. atvinnutekjur af öðru en búrekstri og þessi störf veita ekki sjálfsagða aðild að öðrum lífeyrissjóði og er honum þá heimilt að greiða iðgjöld af slíkum tekjum til þessa sjóðs. Iðgjöld skulu vera 10% af tryggðum tekjum og teljast 4% vera iðgjöld sjóðfélaga en 6% framlag vinnuveitanda.
    Iðgjöld launþega sem eru sjóðfélagar skv. 2. mgr. 2. gr. skulu vera 10% af launum. Teljast 4% vera iðgjald sjóðfélaga en 6% framlag vinnuveitanda. Reki lögaðili búskap skal þó ið gjald skv. 2. mgr., meðan til hrekkur, teljast mótframlag vegna forstöðumanns búsins og maka hans, sambúðarkonu eða sambúðarmanns.
    Gjalddagi iðgjalda og framlaga hvers mánaðar skv. 7. og 8. mgr. er tíundi dagur næsta mánaðar. Sé um að ræða sumarfólk, sem einungis starfar á tímabilinu maí–september, er þó heimilt að gera skil í einu lagi fyrir sumarið, með gjalddaga 10. október.
    Greiði sjóðfélagi ekki greiðslu upp í iðgjald innan 30 daga frá gjalddaga skv. 4. mgr. eða sé hún vangreidd skulu reiknast hæstu leyfilegu dráttarvextir samkvæmt auglýsingu Seðla banka Íslands á þá fjárhæð sem vangoldin er frá gjalddaga, sbr. 4. mgr. Verði vanskil á greiðslu iðgjalda og framlaga skv. 7. og 8. mgr. lengur en 30 daga fram yfir gjalddaga skulu reiknast hæstu leyfilegu dráttarvextir samkvæmt auglýsingu Seðlabanka Íslands á þá fjárhæð sem vangoldin er frá gjalddaga, sbr. 9. mgr.
    Enginn greiðir iðgjöld til sjóðsins lengur en til loka þess almanaksárs er hann nær 69 ára aldri eða eftir að taka ellilífeyris hefst, sbr. 6. mgr. 8. gr.
    Sjóðfélagar bera eigi ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins með öðru en iðgjöldum sínum.
    Fjármálaráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari reglur um iðgjaldagreiðslur, innheimtu, innheimtuþóknun, dráttarvexti og annað er varðar framkvæmd þessarar greinar.

5. gr.

    2. málsl. 2. mgr. 8. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

    Lög þessi taka gildi 1. janúar 1998.