Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 552, 122. löggjafarþing 331. mál: spilliefnagjald (hámark gjalds o.fl.).
Lög nr. 134 23. desember 1997.

Lög um breytingu á lögum nr. 56/1996, um spilliefnagjald.


1. gr.

     Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Ráðherra ákveður þóknun nefndarmanna fyrir setu í nefndinni.

2. gr.

     Við 1. mgr. 5. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Þá er spilliefnanefnd heimilt að greiða förgun úrgangsefna sem blandast hafa vörum sem greitt hefur verið af skv. 6. gr., enda sé blöndunin hluti af eðlilegri notkun vörunnar.

3. gr.

     2. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
     Spilliefnagjald skal lagt á neðangreinda vöruflokka:
  1. Olíuvörur:
    1. svartolía, allt að 0,1 kr. á hvert kg,
    2. önnur olía en brennsluolía, allt að 20,0 kr. á hvert kg.
  2. Lífræn leysiefni, klórbundin efnasambönd o.fl.:
    1. lífræn leysiefni, allt að 3,0 kr. á hvert kg,
    2. halógeneruð efnasambönd, allt að 900 kr. á hvert kg,
    3. ósoneyðandi efni, allt að 900 kr. á hvert kg,
    4. ísósyanöt, allt að 10,0 kr. á hvert kg.
  3. Málning og litarefni, allt að 16,0 kr. á hvert kg.
  4. Rafhlöður og rafgeymar:
    1. rafhlöður, allt að 200 kr. á hvert kg, eða hámarksstykkjagjald á rafhlöður, allt að 200 kr. á hvert stykki,
    2. rafgeymar, allt að 60 kr. á hvert kg.
  5. Ljósmyndavörur: framköllunarvökvar og fixerar, allt að 300 kr. á hvert kg.
  6. Vörur sem innihalda kvikasilfur, allt að 900 kr. á hvert kg.
  7. Ýmsar aðrar efnavörur (kemískar vörur), allt að 5,0 kr. á hvert kg.


4. gr.

     Í stað orðanna „einn mánuður“ í 2. tölul. 7. gr. laganna kemur: þrír mánuðir.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. desember 1997.