Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 553, 122. löggjafarþing 339. mál: veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (skilgreining togveiðisvæða).
Lög nr. 127 22. desember 1997.

Lög um breytingu á lögum nr. 79 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.


1. gr.

     Á 5. gr. laganna verða eftirgreindar breytingar:
  1. Fjórði töluliður 1. mgr. orðast svo: Siglunes (grp. 3) 66°11'9 N–18°49'9 V.
  2. Í stað orðanna „austur frá Hvítingum (vms. 19)“ í síðari málsgrein liðar C.5 kemur: suður frá Stokksnesi (vms. 20).
  3. Á eftir orðinu „Geirfugladrangi“ í lið D.2 kemur: (63°40'7 N–23°17'1 V).
  4. Í stað orðanna „réttvísandi suður frá Reykjanesaukavita (vms. 34)“ í lið D.5 kemur: réttvísandi suðvestur frá Reykjanesaukavita (vms. 34).
  5. Síðari málsgrein liðar D.6 fellur brott.
  6. Liður E.1 orðast svo: Allt árið úr punkti í 5 sjómílna fjarlægð réttvísandi suður frá Geirfugladrangi og utan línu í 5 sjómílna fjarlægð frá Geirfugladrangi í punkt 64°43'70 N–24°12'00 V.
  7. Í stað orðanna „réttvísandi frá Malarrifi“ í lið F.3 kemur: réttvísandi vestur frá Malarrifi.
  8. Á undan orðunum „Allt árið“ í lið G. Vestfirðir kemur: G.1.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 1998.

Samþykkt á Alþingi 15. desember 1997.