Ferill 303. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 554 – 303. mál.Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá minni hluta sjávarútvegsnefndar    Frumvarp þetta felur í sér þriðju tilraun Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar á þessu kjörtímabili til að taka á vandamálum tengdum fisk veiðistjórn smábáta.
    Sú fyrsta var gerð með lagabreytingum í júní 1995 og var því þá þegar spáð af stjórnar andstöðunni að þær breytingar mundu reynast hálfkák og kalla á upptöku málsins á nýjan leik. Það sannaðist því að ári síðar, á vordögum 1996, voru aftur á ferðinni breytingar í formi lagafrumvarps frá ríkisstjórn sem að stofni til var grundvallað á samkomulagi við Landssam band smábátaeigenda frá því á útmánuðum sama ár. Því frumvarpi fylgdi reyndar einnig af nám svonefndrar línutvöföldunar sem framkvæmd var á afar umdeildan hátt, en það er önnur saga. Rétt eins og vorið 1995 var því spáð vorið 1996 af minni hluta sjávarútvegsnefndar og stjórnarandstöðunni að ekki væri verið að ganga frá málum með trúverðugum hætti til fram búðar. Aðeins sá hluti krókabátaflotans sem hafði á viðmiðunarárum áunnið sér álitlega afla reynslu og sá sér hag í að velja svonefnt þorskaflahámark fékk úrlausn með lagabreytingun um vorið 1996. Ljóst var að þeir sem eftir yrðu í handfæra- og handfæra- og línuhópnum mundu sprengja kerfið og við blasa mjög mikil fækkun róðrardaga strax að afloknu fiskveiði árinu 1996–97. Enn fremur var á það bent að stjórnkerfi smábáta væri með breytingunum vorið 1996 orðið óheyrilega flókið, eða fjórfalt.
    Allt hefur þetta gengið eftir og með þessu frumvarpi sjávarútvegsráðherra er nú verið að fara enn einn hring í málinu. Eins og við blasti fór afli handfæra- og handfæra- og línubáta langt fram úr viðmiðun miðað við þá 84 daga sem þeir máttu róa á fiskveiðiárunum 1996–97. Kom þar til bæði það kapphlaup sem allar aðstæður ýttu mönnum út í, en einnig óvenjumikil og góð aflabrögð. Við blasti fækkun róðrardaga niður í 26 fyrir handfærabáta og 20 fyrir handfæra- og línubáta.
    Nú hefur náðst sá árangur í viðræðum milli Landssambands smábátaeigenda og ráðuneytis að lagt er til í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I að róðrardagar verði á fiskveiðiárinu 1997/1998 40 og 32. Er það nokkur bót fyrir þá sem í hlut eiga en hrekkur efalaust skammt til að tryggja afkomu fjölmargra sem við þetta starfa.
    Einnig er hér enn einu sinni aðeins tjaldað til einnar nætur og það reyndar svo að þegar eru liðnir hátt í fjórir mánuðir af því fiskveiðiári sem breytingarnar taka til. Ljóst er að full komin óvissa ríkir um stöðu þeirra sem verða að halda áfram að sækja á grundvelli róðrar daga, hvað við tekur 1. september næstkomandi.

Helstu breytingar samkvæmt frumvarpinu.

    Ef farið er yfir helstu breytingar samkvæmt frumvarpinu koma fyrst til skoðunar ákvæði 1. gr. Þar eru aðalefnisbreytingarnar þær að opnaðar eru bæði framsals- og takmarkaðar leiguheimildir innan þess hóps smábátaútgerðarinnar sem sækir samkvæmt svokölluðu þorskaflahámarki.
    Minni hlutinn hefur miklar efasemdir um þá braut sem hér er verið að leggja út á. Eitt helsta gagnrýnisatriðið á aflamarkskerfið sjálft hefur verið framsal veiðiheimilda og þó ekki síður leigan og ýmislegt sem henni tengist.
    Að öðru leyti eru ákvæði 1. gr. orðalagslagfæringar og breytingar á hlutdeild krókaveiði flotans í heild í kjölfar flutnings á 320 tonna jöfnunarpotti yfir til smábáta á aflamarki.
    Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða I er krókabátum sem sóttu á árinu 1996–97 heimilt að velja á nýjan leik hvort þeir vilja færast yfir í þorskaflahámarkshópinn. Er þar enn einu sinni verið að setja upp forsendur fyrir þvinguðu vali milli tveggja kosta í mikilli óvissu. Ekki er ólíklegt að nokkur hluti þeirra sem sóttu á grundvelli handfæra- eða handfæra- og línuveiði reglna á síðasta ári færi sig yfir ef þeir hafa svolitla aflareynslu og þá einnig í voninni um að geta bjargað sér með kaupum eða leigu þorskaflahámarks í viðbót. Þarf ekki að fara frek ari orðum um hversu geðfellt allt umhverfi þessa vals og væntanlegra viðskipta er.
    Loks eru í frumvarpinu í ákvæði til bráðabirgða II færð yfir í varanlega úthlutun þau 500 tonn sem Byggðastofnun hefur úthlutað til þorskaflahámarksbáta í byggðarlögum sem afger andi eru háð smábátaútgerð. Pottinum er ráðstafað þannig að 180 tonn fara í þorskaflahá marksbáta í viðkomandi byggðarlögum en 320 tonn fara til smábáta á aflamarki. Er sú ráð stöfun í ætt við samþykktir sem Landssamband smábátaeigenda hefur gert um að koma til móts við eigendur aflamarksbáta sem orðið hafa að sæta mikilli skerðingu. Minni hlutinn gerir ekki athugasemdir við þessa ráðstöfun en hefur fyrirvara á þeirri aðferð sem notuð er við skiptinguna.
    Loks ber að nefna að í tengslum við þessar aðgerðir hefur verið ákveðið að gera breyting ar á lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegsins (sbr. mál 302) og bjóða eigendum krókabáta á handfærum og handfærum og línu að úrelda báta sína á sambærilegum kjörum og í boði voru eftir lagabreytingar vorið 1996. Allt bendir því til að enn muni fækka í þeim hópi smábáta flotans sem sækir á grundvelli róðrardaga.
    Minni hlutinn treystir sér ekki til að standa að þessum breytingum eins og allt er í pottinn búið, ekki frekar nú en vorið 1996 eða árið 1995. Margt verður að telja ámælisvert í meðferð þessara mála sl. tvö og hálft ár og sér ekki enn fyrir endann á þeim ósköpum, sbr. það sem áður var sagt. Minni hlutinn mun styðja þær breytingar sem eru til bóta en sitja að öðru leyti hjá við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. des. 1997.Steingrímur J. Sigfússon,


form., frsm.


Lúðvík Bergvinsson.Sighvatur Björgvinsson.