Ferill 357. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 557 – 357. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um innlenda metangasframleiðslu.

Flm.: Kristján Pálsson, Einar K. Guðfinnsson, Ísólfur Gylfi Pálmason,


Össur Skarphéðinsson, Siv Friðleifsdóttir.


    Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að undirbúa breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt og á tollalögum sem heimili að fella niður eða lækka aðflutningsgjöld og skatta á innlenda metangasframleiðslu úr lífrænum úrgangi, svo sem safnhaugum, sorphaug um og seyru. Slík heimild nái einnig til farartækja sem nýta metangas í stað innfluttra orku gjafa.

Greinargerð.


    Í sorphaugunum á Álfsnesi er þegar hafin söfnun metangass. Þar streyma sem svarar 0,2 megawöttum af gasi úr söfnunarpípum og er brennt. Innan fárra mánaða mun gasframleiðslan nema um 1 megawatti og með virkjun Gufuneshauganna má virkja a.m.k. 2 megawött til við bótar. Árleg framleiðsla eftir árið 2010, þegar rotnun er lokið í Gufuneshaugunum, gæti numið um 2 megawöttum árlega og þá einvörðungu úr Álfsnesi.
    Þar sem umhverfisvernd er öflug erlendis og stefnt er að sem mestri sjálfbærri þróun hafa tilraunir sýnt að 20 þús. manna íbúðarbyggð getur með söfnun metangass úr sorphaugum sín um fullnægt allri eldsneytisþörf almenningsvagna og farartækja stofnana á vegum sveit arfélagsins. Á Íslandi mætti heimfæra þetta á höfuðborgarsvæðið, Suðurnes, Árnessýslu og Eyjafjörð svo dæmi séu tekin. Það samsvarar því að Strætisvagnar Reykjavíkur og Hag vagnar, sorpbílar og aðrir bílar sveitarfélaganna á þessum svæðum notuðu einungis metangas sem eldsneyti.
    Samkvæmt heimildum frá umhverfisráðuneyti hafa bæði bein og óbein gróðurhúsaáhrif metangass verið metin á alþjóðavísu. Bein áhrif miðað við 100 ára tímabil eru 11-föld áhrif koltvíoxíðs (CO 2) en ef óbein áhrif metans eru vegin með eru áhrif þess u.þ.b. 21-föld áhrif koltvíoxíðs. Í útreikningum Sameinuðu þjóðanna fyrir rammasamninginn í Kyoto er reiknað með stuðlinum 11 fyrir metan og því aðeins tekið tillit til beinna áhrifa þess sem gróðurhúsa lofttegundar. Það er gert vegna mikillar óvissu um óbein áhrif metans á andrúmsloftið og gæti stuðullinn því breyst síðar.
    Ekki hefur verið gerð opinber rannsókn á heildarlosun metans frá urðunarstöðum á land inu öllu en lauslega áætluð er hún 2.600 tonn árið 1997 og verður í nánustu framtíð 4.300 tonn samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðuneytinu. Orkuinnihald hreins metans er um 45.000 MJ/t. Árið 1998 er áætlað að safna um 750 tonnum af metangasi í Álfsnesi. Orku innihald 1 kg af gasi samsvarar orkuinnihaldi 1 lítra af dísilolíu.
    Kostnaðarsamt er að endurnýja eða breyta bílum svo notast megi við metangasið sem orkugjafa. Svíar hafa farið þá leið að mæta auknum kostnaði með lækkun tolla og skatta á eldsneytið og farartækin sem nýta metangas. Það er réttlætt með því að umhverfisvernd sé dýr en í þessu tilfelli er um lágar fjárhæðir að ræða miðað við aðrar aðgerðir sem grípa þarf til svo það markmið náist að halda í horfinu eða minnka mengandi lofttegundir í andrúmsloft inu.
    Samanlagt samsvara bein og óbein jákvæð áhrif minnkandi mengunar með brennslu met angassins í stað þess að því sé hleypt út í andrúmsloftið og minni mengunar af bílaumferð um 2/ 3af koltvíoxíði frá væntanlegu álveri á Grundartanga eða 60 þús. tonnum á ári.
    Þar sem vindar eru hér stöðugir og fjarlægð frá meginlöndum mikil hefur enn ekki hvarfl að að Íslendingum að „verðleggja“ umhverfið. Það er þó að koma betur og betur í ljós að við erum ekki betur sett en margar aðrar þjóðir hvað losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúms loftið varðar. Við hljótum að mega búast við miklum kostnaði á allra næstu árum til að standa við alþjóðasamþykktir um umhverfisvernd. Þær aðgerðir sem hér eru lagðar til eru því mjög hagkvæmar og réttlætanlegar á meðan ekki er lagður á sérstakur umhverfisskattur sem nýta mætti í aðgerðir sem þessar.
    Sjálfbær þróun er umhverfissinnuðum þjóðum kappsmál og nýtur vinsælda og skilnings almennings. Íslendingar hafa þegar stigið fyrstu skrefin, m.a. með flokkun sorps og endur vinnslu. Að frumkvæði stjórnar Sorpu var farið að safna metangasi úr safnhaugum (sorp haugum) stöðvarinnar en um slík mál hafa íslensk stjórnvöld engar reglur sett enn sem komið er. Verðmætt frumkvöðlastarf stjórnenda Sorpu hefur alla burði til að verða fyrsta rekstrar formið sem skilar okkur á veg til sjálfbærrar þróunar vistvænnar þjóðar.