Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 571 – 290. mál.Breytingartillögurvið frv. til l. um húsaleigubætur.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar (KÁ, EKG, SF, KPál, MS, ArnbS).     1.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:

Greiðsla ríkis til sveitarfélaga vegna húsaleigubóta.

                  Ríkissjóður greiðir árlega 280 millj. kr. í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem renna til sveitarfélaga vegna greiðslna húsaleigubóta. Fjárhæð þessi miðast við verðlag í janúar 1998 og breytist 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs.
     2.      Við 14. gr., sem verður 15. gr. 5. mgr. orðist svo:
                  Félagsmálanefnd sveitarfélags er heimilt að fella niður greiðslur bóta, stöðva bóta greiðslur eða greiða bætur beint til leigusala, og þá með samþykki leigjanda, ef nefndin fær vitneskju um veruleg leiguvanskil leigjanda.
     3.      Við 20. gr., sem verður 21. gr., bætist: auk ákvæða um upplýsingagjöf sveitarfélaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og um úthlutun úr sjóðnum.
Prentað upp.