Ferill 364. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 579 – 364. mál.



Fyrirspurn



til samgönguráðherra um greiðslu bóta til leigubílstjóra.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hversu margir leigubílstjórar fengu greiddar bætur frá ríkinu þegar þeir misstu atvinnuleyfið við gildistöku laga nr. 77/1989, um leigubifreiðar?
     2.      Á hvaða forsendum voru bótagreiðslur ákveðnar?
     3.      Hverjir fengu bætur og um hvaða upphæðir var að ræða í hverju tilviki?
     4.      Hvaða heimildir voru til greiðslu þessara bóta?


Skriflegt svar óskast.