Ferill 330. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 581 – 330. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 1/1997, um Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, og lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Indriða Þorláksson frá fjármálaráðu neyti.
    Efni frumvarpsins er tvíþætt. Annars vegar er tilgangur þess að gera launagreiðendum sem tryggja starfsmenn sína í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræð inga kleift að gera upp skuldbindingar sínar við sjóðina með því að greiða áfallnar skuld bindingar með skuldabréfum og greiða viðbótariðgjöld til lúkningar á þeim skuldbindingum sem falla til ár hvert. Hins vegar er tilgangurinn að ryðja því braut að ríkisstofnanir greiði iðgjöld til B-deildar LSR og LH sem nálgast það að vera hin sömu og greidd væru af launum þeirra sem tryggðir eru í A-deild LSR.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lagt er til að við frumvarpið bætist ný grein, 1. gr., er breyti 1. mgr. 13. gr. laga nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Breytingin felur það í sér að stofn til ið gjalds til A-deildar sjóðsins verði hinn sami og gert er ráð fyrir í lögum um skyldutrygg ingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
     2.      Lögð er til sú breyting á 1. gr. frumvarpsins, er verði 2. gr., og 3. gr., er verði 4. gr., að launagreiðendum, sem tryggja starfsmenn sína í sjóðnum, verði gert kleift að gera upp skuldbindingar sínar með skuldabréfum. Þessi möguleiki hefur hingað til eingöngu verið til staðar fyrir aðra en ríkið og ríkisstofnanir. Er þetta sérstaklega æskileg breyting vegna ríkisstofnana með sjálfstæðan fjárhag sem að öllu eða mestu leyti eru reknar fyrir sjálfsaflafé. Enn fremur verður þessum aðilum gert mögulegt að greiða fast iðgjald frá því að uppgjör fer fram þannig að ekki verði um frekari uppsöfnun skuldbindinga að ræða. Yrði iðgjald þetta miðað við tryggingafræðilegar forsendur með sama hætti og uppgjör á skuldbindingunum. Þessi breyting hefur engin áhrif á þá ábyrgð sem ríkissjóð ur ber á greiðslu lífeyris skv. 32. gr. laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og bak ábyrgð ríkissjóðs og annarra launagreiðenda skv. 18. gr. laga um Lífeyrissjóð hjúkrun arfræðinga.
                  Þá er lögð til sú breyting að þeim launagreiðendum sem óska eftir að greiða reglu bundið og mánaðarlega hærra framlag til B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga upp í þær kröfur sem myndast vegna uppbóta á líf eyri verði gert kleift að gera það með því að greiða sama iðgjald vegna þeirra sem eru í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins eða í Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga og þeirra sem eru í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Með því verður aðild að þessum deildum hlutlaus að því er varðar greiðslur og greiðsluáætlanir vegna launa og launatengdra gjalda.

Alþingi, 16. des. 1997.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Sólveig Pétursdóttir.


Valgerður Sverrisdóttir.


Jón Baldvin Hannibalsson.



Einar Oddur Kristjánsson.



Steingrímur J. Sigfússon.