Ferill 314. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 586 – 314. mál.



Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um breytingar á vasapeningagreiðslum til lífeyrisþega.

     1.      Hvernig hafa reglur um vasapeninga lífeyrisþega á stofnunum og upphæðir þeirra breyst sl. fimm ár?
    Reglur um vasapeninga hafa verið óbreyttar sl. fimm ár og þeir eru tekjutengdir.
    Tekjur bótaþega skerða vasapeninga um 65% þeirra tekna sem eru umfram frítekjumark.
    Óskertir vasapeningar hafa hækkað sl. fimm ár eins og sést í eftirfarandi töflu sem sýnir einnig breytingar á frítekjumarki (fjárhæðir í kr.).


Tímabil
Óskertir
vasapeningar
á mánuði

Frítekjumark,
árstekjur
Vasapeningar
falla niður við
árstekjur
01.01.93–28.02.95 10.170 36.000 223.754
01.03.95–31.08.96 10.658 36.000 232.763
01.09.96–31.12.96 10.658 36.612 233.375
01.01.97–28.02.97 10.871 36.612 237.308
01.03.97–31.07.97 11.306 36.612 245.338
01.08.97–31.08.97 11.589 36.612 250.563
01.09.97–31.12.97 11.589 38.443 252.394

     2.      Hversu margir
            a.      ellilífeyrisþegar og
            b.      öryrkjar
         á stofnunum hafa fengið vasapeninga greidda hvert undanfarinna fimm ára?

Fjöldi
í des.
1993
Fjöldi
í des.
1994
Fjöldi
í des.
1995
Fjöldi
í des.
1996
Fjöldi
í des.
1997
Ellilífeyrisþegar á sjúkrastofnunum 1.008 1.063 1.047 992 1.006
Örorkulífeyrisþegar á sjúkrastofnunum 402 358 331 296 286
Ellilífeyrisþegar á vistheimilum 747 707 707 661 665
Örorkulífeyrisþegar á vistheimilum 22 19 19 20 25

     3.      Hversu margir
            a.      ellilífeyrisþegar og
            b.      öryrkjar
         utan stofnana hafa fengið greidda vasapeninga hvert undanfarinna fimm ára?

    Vasapeningar eru mjög sjaldan greiddir utan stofnana.
    Greiddir eru svonefndir „heim um helgar“ vasapeningar, en þeir sárafáu lífeyrisþegar sem fá þá eru taldir með í töflunni hér á undan, enda eru þeir fyrst og fremst vistmenn stofnana.