Ferill 304. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 590 – 304. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88 31. desember 1991, sbr. lög nr. 1/1992, lög nr. 50/1994 og lög nr. 140/1995.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingibjörgu Þorsteinsdóttur og Mar gréti Gunnlaugsdóttur frá fjármálaráðuneyti. Þá barst nefndinni umsögn um málið frá Sam bandi veitinga- og gistihúsa.
    Í frumvarpinu eru lagðar til þrenns konar breytingar. Í fyrsta lagi er lögð til hækkun á dómsmálagjöldum og ýmsum gjöldum sem snerta dómsmálaráðuneytið. Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á ákvæðum er varða leyfi fyrir verðbréfafyrirtæki og leyfi fyrir áfengisveit ingastaði. Loks er lagt til að við lögin bætist nýr kafli um gjöld fyrir staðfestingu skipulags skráa og birtingu reglugerða lífeyrissjóða.
    Meiri hlutinn mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali. Annars vegar er um að ræða orðalagsbreytingu á 3. gr. Hins vegar er lagt til að ákvæði e-liðar 9. gr. verði fellt brott, en þar er lögð til hækkun á leyfi fyrir áfeng isveitingastaði. Nefnd, sem starfar að endurskoðun áfengislaga, hefur ekki lokið störfum og því er ekki talið tímabært að breyta þessu ákvæði að svo stöddu.

Alþingi, 16. des. 1997.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Sólveig Pétursdóttir.


Einar Oddur Kristjánsson.


Pétur H. Blöndal.















Prentað upp.