Ferill 302. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 595 – 302. mál.



Frumvarp til laga



um breytingar á lögum nr. 92 24. maí 1994, um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 17. des.)



1. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. skal greiða styrk til úreldingar krókabáta á sóknardögum frá gildistöku bráðabirgðaákvæðis þessa og til 1. apríl 1998. Skal úreldingarstyrkur nema allt að 80% af húftryggingarverðmæti. Gilda ákvæði 7. og 8. gr. laga nr. 92/1994, sem og ákvæði til bráðabirgða II, sbr. lög nr. 89/1995, að öðru leyti um styrkveitingu þessa. Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt á árinu 1998 að taka að láni og endurlána Þróunarsjóði sjávarútvegsins allt að 200 millj. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands á gildistökudegi bráðabirgðaákvæðis þessa.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.