Ferill 368. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 599 – 368. mál.



Frumvarp til búnaðarlaga.



(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



I. KAFLI
Almenn ákvæði.
1. gr.
Skilgreiningar.

     1.      Jarðabætur eru hvers konar framkvæmdir og umbætur á jörð sem stuðla að framförum í búrekstri, þar með talin ræktun og aðrar landbætur, endurheimt landgæða og gerð rekstrarbygginga og endurbætur á þeim.
     2.      Búfjárrækt er starfsemi sem með skipulegu kynbótastarfi og bættri fóðrun stuðlar að framförum í búfjárframleiðslu.
     3.      Leiðbeiningarmiðstöð er miðstöð á vegum eins búnaðarsambands eða fleiri þar sem starfa sérfróðir menn á ýmsum sviðum landbúnaðar við leiðbeiningar og önnur verkefni tengd framkvæmd laga þessara.
     4.      Búnaðarfélag er félag bænda á ákveðnu svæði, oftast í einum hreppi, óháð þeim búrekstri sem þeir stunda.
     5.      Búgreinafélag er félag bænda á ákveðnu svæði sem stunda sömu búgrein.
     6.      Búnaðarsamband er svæðisbundið samband búnaðarfélaga, búgreinafélaga og/eða einstakra bænda.
     7.      Búgreinasamband er landssamband búgreinafélaga eða einstakra bænda sem stunda sömu búgrein.
     8.      Ræktunarstöð er sæðingarstöð, uppeldisstöð fyrir kynbótagripi af innlendum eða erlendum stofni, eða stofnverndarbú til ræktunar búfjárstofna vegna sameiginlegs ræktunar starfs búgreinar.
     9.      Fagráð er nefnd sem mótar stefnu í kynbótum, rannsóknum, fræðslumálum og þróunarstarfi búgreinar. Fagráð getur starfað á fagsviði, t.d. hagfræði.
     10.      Landsráðunautur er ráðunautur sem hefur allt landið sem starfssvæði og hefur yfirumsjón með leiðbeiningum á sínu sviði.
    

2. gr.
    Markmið laganna.

    Markmið laganna er að stuðla að framförum í íslenskri búvöruframleiðslu og auka samkeppnishæfni landbúnaðar. Fjárframlög ríkisins samkvæmt lögum þessum stuðli að þróun nýrra framleiðsluhátta og nýrra greina innan landbúnaðarins og í tengslum við hann og miðist við að bændur hér á landi hafi ekki lakari starfsskilyrði en almennt gerist í nágrannalöndunum.

3. gr.
Yfirstjórn og fjárframlög ríkisins.

    Landbúnaðarráðherra hefur á hendi yfirstjórn þeirra mála sem lög þessi taka til. Hann skal gera samning við Bændasamtök Íslands til fimm ára í senn um verkefni samkvæmt lögum þessum og framlög til þeirra, þar sem m.a. skal kveðið á um framlög til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins vegna atvinnuuppbyggingar í sveitum og verkefna sem stuðla að aukinni framleiðni í íslenskum landbúnaði. Samningurinn skal endurskoðaður og framlengdur annað hvert ár. Búnaðarþing skal gera tillögu til fimm ára um verkefni og fjármögnun þeirra. Skal hún lögð til grundvallar viðræðna um samning milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands samkvæmt lögum þessum.
    Ríkissjóður veitir árlega framlög til verkefna á sviði jarðabóta, búfjárræktar og leiðbein ingarstarfsemi samkvæmt lögum þessum, þar á meðal til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins skv. 1. mgr.
    Bændasamtök Íslands hafa á hendi faglega og fjárhagslega umsjón þeirra verkefna sem svo er samið um skv. 1. mgr. og fjárveiting heimilar, og annast framkvæmd þeirra nema öðruvísi sé um samið enda sé skipulag þeirra og starfsreglur í samræmi við ákvæði laganna. Bænda samtök Íslands og önnur þau samtök sem fara með verkefni samkvæmt lögum þessum geta tekið gjald fyrir þjónustu sína samkvæmt gjaldskrá sem landbúnaðarráðherra staðfestir.

4. gr.
Fagráð.

    Fagráð skulu starfa fyrir hverja búgrein og á einstökum fagsviðum. Fagráð móta stefnu í kynbótum og þróunarstarfi viðkomandi búgreinar, skilgreina ræktunarmarkmið og setja reglur um framkvæmd meginþátta ræktunarstarfsins. Enn fremur móta þau tillögur um stefnu í fræðslumálum og rannsóknum búgreinarinnar og fjalla um önnur mál er vísað er þangað til umsagnar og afgreiðslu. Í fagráðum skulu sitja menn úr hópi starfandi bænda og einn ráðu nautur í hlutaðeigandi búgrein eða fagsviði. Með fagráðum starfa sérfróðir aðilar er vinna að kynbótum, rannsóknum, leiðbeiningum og kennslu á viðkomandi búgrein eða fagsviði. Fagráð skulu hljóta staðfestingu landbúnaðarráðherra að fenginni umsögn Bændasamtaka Íslands.

5. gr.
Um félagsaðild bænda.

    Hver sá sem stundar búrekstur í atvinnuskyni á rétt á aðild að búnaðarsambandi síns héraðs gegnum búnaðarfélag, búgreinafélag eða með beinni aðild eftir samþykktum viðkomandi búnaðarsambands. Sama búnaðarsamband getur náð yfir fleiri héruð og sýslur.


II. KAFLI
Jarðabætur.
6. gr.
Markmið.

    Jarðabætur sem hér um ræðir skulu miða að því að bæta aðstöðu til búskapar á viðkomandi býlum og stuðla með því að framförum í landbúnaði og auka samkeppnishæfni hans. Þær skulu auk þess stuðla að sjálfbærri landnýtingu og verndun vistkerfa, taka mið af skuldbindingum Íslendinga um varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni, markmiðum þjóðarinnar um verndun umhverfis og sjálfbæra þróun og stuðla að framþróun vistrænna og lífrænna búskaparhátta.


7. gr.
Framkvæmd.

    Skilyrði þess að jarðabætur njóti framlags samkvæmt lögum þessum eru að um þær hafi verið samið eins og lýst er í 3. gr. laga þessara, að um það hafi verið sótt og með því mælt af viðkomandi búnaðarsambandi eða leiðbeiningarmiðstöð. Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um skilyrði fyrir framlögum til jarðabóta, fresti til umsókna og til högun greiðslna.
    Framlög til jarðabóta geta náð til allra jarðeigna sem teljast lögbýli samkvæmt skilgrein ingu ábúðarlaga, að undanskildum þeim jörðum og jarðarhlutum sem liggja innan svæða sveit arfélaga og ætluð eru til annars en landbúnaðar. Ákvæði þessi ná einnig til garðyrkjustöðva, þótt ekki séu á lögbýlum.


8. gr.
Eftirlit.

    Leiðbeiningarmiðstöðvar annast eftirlit með að jarðabætur séu unnar í samræmi við fyrirliggjandi áætlun og aðrar reglur sem gilda um slíkar framkvæmdir og annast úttekt þegar fram kvæmd er lokið.


III. KAFLI
Búfjárrækt.
9. gr.
Markmið.

    Markmið búfjárræktar er að tryggja framfarir í ræktun búfjár í landinu í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni íslensks búfjár og búfjárafurða. Búfjárræktin skal taka mið af skuld bindingum Íslendinga um varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni.

10. gr.
Skýrsluhald.

    Bændasamtök Íslands skulu sjá um kynbótaskýrsluhald fyrir hverja búgrein og móta um það reglur ásamt fagráðum og bera ábyrgð á kynbótamati á grundvelli þess.


11. gr.
Ræktunarstöðvar.

    Hlutverk ræktunarstöðva fyrir búfé er að framrækta með úrvali eða innflutningi erfðaefnis þá eiginleika sem taldir eru eftirsóknarverðir. Ríkissjóður tekur þátt í stofnun og rekstri rækt unarstöðva samkvæmt samningi við Bændasamtök Íslands, sbr. 3. gr. laga þessara.

12. gr.
Búfjársæðingar.

    Búnaðarsamböndum eða öðrum félagasamtökum bænda sem viðurkennd eru af Bændasamtökum Íslands er heimilt að innheimta hjá mjólkurframleiðendum gjald af allri innveginni mjólk í afurðastöð vegna sæðinga mjólkurkúa. Gjaldið skal nema 1,5% af afurðastöðvarverði mjólkur eins og það er á hverjum tíma. Afurðastöðvum er skylt að halda gjaldi þessu eftir af mjólkurverðinu og standa búnaðarsamböndunum skil á því mánaðarlega.


13. gr.
Búfjársýningar og búfjármat.

    Fagráð hverrar búgreinar skal meta þörf fyrir kynbótadóma og sýningar búfjár í viðkomandi búgrein og gera tillögur til Bændasamtaka Íslands og viðkomandi aðildarfélaga um dóm störf og sýningarhald.
    Sláturleyfishöfum er skylt að láta í té aðstöðu til þess að framkvæma nauðsynlegar athug anir á föllum gripa, enda sé þeim gert viðvart um þær við gerð áætlana um slátrun í viðkom andi húsi.


14. gr.
Útflutningur búfjár.

    Útflutningur búfjár er heimill án sérstakra leyfa nema þegar um er að ræða úrvalskynbótagripi. Landbúnaðarráðherra skal með reglugerð setja nánari reglur þar um, að fenginni umsögn viðkomandi fagráðs, m.a. um forkaupsrétt innlendra aðila. Þá getur hann sett skilyrði um ástand og meðferð búfjárins.

    
15. gr.
Stofnverndarsjóður.

    Starfrækja skal sérstakan sjóð, stofnverndarsjóð, til þess að veita lán eða styrki til kaupa á sérstökum úrvalskynbótagripum sem annars kynnu að verða fluttir úr landi. Jafnframt má veita úr sjóðnum fé til þróunarverkefna í viðkomandi búgreinum. Sjóðnum skal skipt í deildir eftir búfjártegundum og fer fagráð með stjórn hlutaðeigandi deildar.

    
16. gr.
Erfðanefnd búfjár.

    Landbúnaðarráðherra skipar fimm menn og jafnmarga til vara í erfðanefnd búfjár að fengnum tilnefningum Bændasamtaka Íslands, búvísindadeildar Bændaskólans á Hvanneyri, Rann sóknastofnunar landbúnaðarins, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Veiðimálastofnunar. Nefndin skal skipuð til þriggja ára í senn.
    Helstu verkefni nefndarinnar skulu vera:
     a.      að fylgjast með og halda skrá um erfðabreytileika og þróun hans í helstu búfjárstofnum, villtum landdýrum og ferskvatnsfiskum,
     b.      að gera tillögur til landbúnaðarráðherra um sérstakar ráðstafanir til verndunar þeirra tegunda, stofna og eiginleika sem eru í útrýmingarhættu að mati nefndarinnar.
    Landbúnaðarráðherra er heimilt með reglugerð að grípa til sérstakra ráðstafana sem nauð synlegar eru við framkvæmd á ákvæðum þessarar greinar.

IV. KAFLI
Um leiðbeiningarstarfsemi.
17. gr.
Markmið.

    Markmið leiðbeiningarþjónustu samkvæmt lögum þessum er að miðla upplýsingum til bænda og stuðla með því að bættum búskaparháttum og framförum í búskap, til hagsbóta og bættra lífskjara fyrir bændur og neytendur búvara. Hún skal á hverjum tíma afla og miðla bestu þekkingu og reynslu um alla þætti búreksturs sem bændur leggja stund á, eftir því sem við verður komið.
    Hlutverk leiðbeiningarþjónustunnar er að:
     1.      miðla líffræðilegri, tæknilegri og hagfræðilegri þekkingu til allra búgreina,
     2.      þróa hagfræðileg og búfræðileg hjálpartæki fyrir leiðbeiningastarfsemi og fyrir einstaka bændur, svo sem með gerð hentugra tölvuforrita,
     3.      kynna fyrir bændum og öðrum viðkomandi stefnumörkun stjórnvalda í málefnum landbúnaðarins og á öðrum þeim sviðum er hann snerta, svo sem í landverndar- og umhverfis málum,
     4.      vera stjórnvöldum til aðstoðar við framkvæmd löggjafar eftir því sem við getur átt og um semst milli aðila,
     5.      stuðla bæði faglega og félagslega að þróun nýrra búgreina og fylgjast með árangri frumherja á því sviði,
     6.      stuðla að sjálfbærri þróun við nýtingu auðlinda,
     7.      vinna að eflingu byggðar í sveitum og viðhalds menningararfs sveitanna.
    Leiðbeiningarþjónustan skal stuðla að því, eftir því sem hún hefur tök á, að búskapur þróist í samræmi við þá stefnu sem mörkuð er með samningum samtaka bænda við ríkisvaldið.

18. gr.
    Leiðbeiningarmiðstöðvar — ráðunautar.

    Á leiðbeiningarmiðstöðvum skulu starfa ráðunautar sem sinna faglegum leiðbeiningum fyrir bændur á ákveðnum svæðum eða landinu öllu undir faglegri umsjón Bændasamtaka Íslands. Þeir annast eftirlit með ræktunarframkvæmdum og öðrum jarðabótum, búfjárrækt og kynbótum, hver á sínu starfssvæði, í þeim greinum sem lög þessi taka til og annast úttekt jarðabóta. Þeir skulu árlega skila skýrslu um störf sín til þeirra búnaðarsambanda er þeir starfa fyrir.
     Ráðunautar skulu hafa lokið kandídatsprófi (BS-prófi) í búvísindum eða öðrum fræði greinum eftir því sem við getur átt.
    Landsráðunautar skulu starfa í einstökum búgreinum eða fagsviðum eftir því sem um er samið skv. 1. mgr. 3. gr. og fjárveiting heimilar. Landsráðunautar hafa yfirumsjón með leið beiningum, kynbótum og ræktun í viðkomandi búgrein. Landsráðunautar sitja í fagráðum og eru þeim til ráðuneytis við mótun ræktunarstefnu. Landsráðunautar skulu hafa lokið kandí datsprófi í búfræðum og hafa lokið sérnámi á starfssviði sínu eða hafa menntun og starfs reynslu sem stjórn Bændasamtaka Íslands metur jafngilda.

V. KAFLI
Ýmis ákvæði.
19. gr.
Reglur um framkvæmd laganna.

    Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari fyrirmæli um framkvæmd laga þessara.


20. gr.
Gildistaka.

    Með lögum þessum, sem taka gildi 1. janúar 1998, falla úr gildi lög nr. 84/1989, um búfjárrækt, ásamt síðari breytingum, og jarðræktarlög, nr. 56/1987, ásamt síðari breytingum, svo og búfjárræktarlög, nr. 31/1973.


Ákvæði til bráðabirgða.

    Landbúnaðarráðherra er heimilt að leita eftir samningum við bændur um greiðslur á sérstökum framlögum vegna framkvæmda á lögbýlum sem teknar voru út og samþykktar af héraðsráðunautum á árunum 1992–97, enda verði fylgt eftirfarandi reglum:
     a.      Semja skal um greiðslu ákveðins hlutfalls af reiknuðu framlagi samkvæmt reglugerð nr. 417/1991. Heimilt er að greiða mishátt hlutfall eftir eðli framkvæmda, samkvæmt nánari ákvörðun landbúnaðarráðherra.
     b.      Skýrt verði kveðið á um í samningum þessum að um sé að ræða fullnaðaruppgjör vegna framkvæmda sem gátu notið framlags samkvæmt lögum nr. 56/1987, með síðari breytingum, sbr. einnig reglugerð nr. 417/1991.
    Ríkissjóður mun verja 50 millj. kr. hvert ár á fjárlögum áranna 1998, 1999 og 2000 til efnda á samningum landbúnaðarráðherra.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að sett verði ný lög sem leysi af hólmi jarðræktarlög, nr. 56/1987, og lög um búfjárrækt, nr. 48/1989. Ákvæði jarðræktarlaga eru undirstaða þess skipulags sem gilt hefur hér á landi á meginhluta þessarar aldar um stuðning ríkisins við jarða- og húsabætur í sveitum. Á sama hátt eru búfjárræktarlögin undirstaða þeirra framfara í búfjárrækt sem orðið hafa hér á landi síðustu áratugina. Þessi tvenn lög eru einnig meginundir staða þeirrar ráðunautaþjónustu sem rekin hefur verið á vegum landbúnaðarins og þar er að finna ákvæði um stuðning ríkisvaldsins við þá starfsemi. Loks hafa lögin að geyma ákvæði sem verið hafa lagalegur grunnur þess félagsskipulags sem Búnaðarfélag Íslands, nú Bænda samtök Íslands, byggist á, en þessi samtök eru meðal elstu félagasamtaka í landinu og rekja sögu sína til ársins 1837. Á þessum ákvæðum byggist sú þjónusta sem búnaðarfélög og búnaðarsambönd hafa sinnt fyrir ríkisvaldið alla þessa öld og ofanverða síðustu öld við fram kvæmd lagaákvæða sem snerta jarðrækt og búfjárrækt.

Jarðræktarlögin.
    Þegar Alþingi fékk löggjafarvald veitti það á sínum fyrstu fjárlögum, fyrir árin 1876 og 1877, 2.400 kr. styrk til jarðabóta. Framhald varð á styrkjum til jarðabóta í ýmsu formi næstu áratugina en árið 1923 voru samþykkt jarðræktarlög sem í grundvallaratriðum hafa gilt allt til þessa dags þó að löggjöfinni hafi oft verið breytt í samræmi við breytta tíma. Meðal styrkhæfra framkvæmda samkvæmt þessum fyrstu jarðræktarlögum voru áburðarhús og safnþrær, túnyrkja (þar undir ræktun, girðingar og framræsla), garðyrkja, votheyshlöður og þurrheyshlöður. Því má með réttu segja að strax í þessum fyrstu lögum hafi sú stefna verið mörkuð sem verið hefur undirstaða þeirra miklu framfara og framkvæmda sem orðið hafa í íslenskum landbúnaði á þessari öld.
     Með gildandi jarðræktarlögum er Bændasamtökum Íslands falin framkvæmd jarðræktar mála. Í lögunum eru bindandi ákvæði um verkefni á sviði jarðabóta sem framlags geta notið og bindandi ákvæði um ríkisframlög til einstakra verkefna á sviði jarðabóta. Þá eru lögin grundvöllur ráðunautaþjónustu í jarðrækt. Þar eru ákvæði um fjölda ráðunauta og þátttöku ríkisins í greiðslu launa þeirra og ferðakostnaðar, svo og ákvæði um menntunarkröfur sem gerðar eru til þeirra sem ráðnir eru til slíkra starfa.

Búfjárræktarlögin.
    Fyrstu heildarlögin þar sem fjallað var um búfjárkynbætur voru búfjárræktarlögin sem sett voru 1931. Fram til þess höfðu afskipti Alþingis af búfjárræktinni verið lítil og verulega minni en af jarðræktarmálum. Með búfjárræktarlögunum var Búnaðarfélagi Íslands falið annað af meginverkefnum þeim sem löggjafinn hefur trúað því fyrir. Eftir þessum lögum starfa búfjárræktarráðunautar þess og héraðsráðunautar sem sinna búfjárræktinni. Árið 1948 voru lögin endurskoðuð í heild og aftur árin 1957, 1965, 1973 og loks 1989 þegar núgildandi lög voru samþykkt.
    Í lögunum er Bændasamtökum Íslands falin framkvæmd búfjárræktarmála. Þau hafa yfir umsjón með leiðbeiningarþjónustu í búfjárrækt sem styrkt er af opinberu fé, samhæfa hana og móta heildarstefnu í ræktun hverrar búfjártegundar. Í lögunum eru m.a. ákvæði um að ríkissjóður taki þátt í stofnun og rekstri ræktunarstöðva fyrir búfé og kosti sóttvarnarstöðvar vegna innflutnings búfjár og ákvæði eru um búfjársæðingar. Ákvæði eru um verndun erfða eiginleika í íslensku búfé sem fela m.a. í sér takmarkanir á útflutningi verðmætra kynbótagripa og um stofnverndarsjóð sem hefur það hlutverk að veita styrki og lán til að kaupa kynbótagripi sem ella kynnu að verða seldir úr landi. Loks eru í lögunum ákvæði um erfðanefnd búfjár sem hefur það hlutverk að fylgjast með og halda skrá um erfðabreytileika og þróun hans í helstu búfjárstofnum, villtum landdýrum og ferskvatnsfiskum og gera tillögur til landbúnaðarráðherra um sérstakar ráðstafanir til verndunar þeirra tegunda, stofna og eigin leika sem eru í útrýmingarhættu að mati nefndarinnar.

Breyttar aðstæður.
    Hafa þarf í huga að þegar sú löggjöf sem að framan er lýst var í mótun ríkti hér á landi skortur á öllum helstu búvörum og mikið var flutt inn af þeim flest árin, bæði af kjöti og mjólk urvörum. Markmið þessarar löggjafar var að efla íslenskan landbúnað og gera hann færan um að fullnægja þörfum þjóðarinnar fyrir helstu búvörur á viðráðanlegu verði. Segja má að þessu marki hafi verið náð um 1960, en kjöt var síðast flutt inn árið 1957 og mjólkurvörur voru síðast fluttar inn árið 1959. (Hér er átt við stöðuna fyrir gildistöku núverandi GATT-samnings). Þrátt fyrir að því marki væri náð að fullnægja þörfum þjóðarinnar fyrir helstu búvörur var ekki að sama skapi dregið úr framlögum til jarðræktar og búfjárræktar og á 7. og 8. áratugnum voru hér umfangsmestu framkvæmdir á sviði jarðræktar, búfjárræktar og annarra framkvæmda í sveitum sem nokkru sinni hafa orðið. Á þessu tímabili voru uppi ráða gerðir um umfangsmikla framleiðslu til útflutnings, enda var útflutningur búvara tiltölulega hagstæður allt fram yfir 1970 miðað við það sem síðar varð. Um það leyti fór hins vegar að þyngjast róðurinn í útflutningsmálunum og ljóst varð að í verulega offjárfestingu og offramleiðslu stefndi innan landbúnaðarins. Árið 1979 voru samþykkt lög sem heimiluðu að gripið yrði til framleiðslutakmarkana í landbúnaðinum og í framhaldi af því var dregið úr lánveitingum og styrkveitingum til framkvæmda. Þá var áherslum, að því er varðar framlög til jarðræktarframkvæmda og byggingar útihúsa, breytt en í gildandi lögum sem samþykkt voru árið 1987 er þó enn að finna ákvæði um að ríkið greiði 60% af kostnaði við vélgrafna skurði og styrki til túnræktar en þó var miðað við að fyrst og fremst væri styrkt viðhald framleiðslu og endurræktun túna enda var þörf fyrir þessar jarðræktarframkvæmdir orðin stór um minni en áður vegna fækkunar búfjár og samdráttar í framleiðslu. Þess ber að geta að við síðustu endurskoðun á þessum lagabálkum voru framlög enn verulega takmörkuð og til sumra hluta voru þau felld niður.
    Hafa þarf í huga að styrkir til landbúnaðar voru ekki síður en nú mjög miklir á 8. og 9. áratugnum í helstu nágrannalöndum okkar og ekki talið raunhæft að Íslendingar skæru sig þar úr. Einnig er rétt að benda á að framlög til jarðræktar komu til frádráttar fjárfestingarkostnaði við útreikning á verði búvara og voru því ígildi niðurgreiðslna á þeim kostnaðarlið sem leiddi til lækkunar á búvöruverði til neytenda.
    Í lok sjöunda áratugarins heyrðust raddir um að draga bæri úr framlögum ríkisins til jarða bóta og efldist þessi umræða mjög þegar við blasti að stefndi í offramleiðslu og eftir að skipulega var farið að draga úr framleiðslu í lok 8. áratugarins. Einkum var gagnrýnt það sem kallað var sjálfvirkni í styrkjum til jarðræktar og til framkvæmda við byggingar útihúsa og hve lítill sveigjanleiki var í kerfinu. Einnig var gagnrýnt að ríkisvaldið hefði mjög takmarkaða möguleika til þess að hafa áhrif á ráðstöfun þeirra fjármuna sem varið væri til jarðræktar og búfjárræktar eins og styrkjakerfið væri upp byggt.
    Segja má að með breytingu á lögunum um Framleiðsluráð landbúnaðarins sem Alþingi samþykkti árið 1979 hafi sú stefna verið mörkuð að miða skyldi framleiðslu mjólkur og kinda kjöts við ríkjandi markaðsaðstæður á hverjum tíma og að dregið skyldi úr framlögum til landbúnaðarins. Þessi stefna var síðan áréttuð með búvörulögunum árið 1985 þar sem sam þykkt voru ákvæði um beina samninga milli ríkisins og bænda um framleiðslu mjólkur og kindakjöts. Enda þótt nokkuð væri dregið úr framlögum til jarðræktarframkvæmda við síðustu endurskoðun jarðræktarlaganna varð ekki samstaða um stefnubreytingu til samræmis við breytta stefnu í framleiðslumálum og þá breytingu á rekstrarumhverfi landbúnaðarins sem fyrirsjáanleg var í kjölfar þess að viðræður hófust um nýjan GATT-samning í lok síðasta ára tugar. Leiddi þetta til þess að lögin hafa að miklu leyti verið óvirk síðustu árin þar sem ekki hefur verið veitt fé á fjárlögum til jarðabóta samkvæmt ákvæðum þeirra og umtalsvert hefur verið dregið úr framlögum til búfjárræktar.

Ný lög.
    Í frumvarpinu sem hér er flutt er gert ráð fyrir að samþykkt verði ný lög sem leysi af hólmi gildandi lög um jarðrækt og búfjárrækt. Frumvarpið er samið af nefnd sem í áttu sæti fulltrúar frá landbúnaðarráðuneyti, fjármálaráðuneyti og Bændasamtökum Íslands. Nefnd sú sem frumvarpið samdi sendi Búnaðarþingi 1997 drög að frumvarpinu til umsagnar. Í ályktun Búnaðarþings kemur fram að þingið telji „að samþykkt fyrirliggjandi frumvarpsdraga til „Búnaðarlaga“ sé í aðalatriðum æskilegur gjörningur“.
     Um er að ræða rammalög sem gera ráð fyrir samningum milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands um verkefni á sviði jarðabóta, búfjárræktar, leiðbeininga og hagræðingar sem notið geti fjárstuðnings ríkisvaldsins. Hvorki þykir raunhæft né skynsamlegt frá þjóðhagslegu sjón armiði að íslenskur landbúnaður fremur en landbúnaður nálægra landa geti haldið hlut sínum í breyttu rekstrarumhverfi sem fyrirsjáanlegt er að skapist við aukna samkeppni í kjölfar opnari viðskiptahátta með búvörur án áframhaldandi stuðnings ríkisvaldsins við þau verkefni sem að framan greinir. Með því fyrirkomulagi sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu er bændum og stjórnvöldum hins vegar tryggður möguleiki til þess að hafa á það áhrif frá einum tíma til annars hvaða áherslur eru settar varðandi verkefni á þessu sviði og jafnframt til að móta áherslur varðandi framlög til þeirra.
     Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlög ríkisins miðist fyrst og fremst við að um sé að ræða stuðning við þróunarverkefni og verkefni sem stuðla að framförum í íslenskri búvörufram leiðslu og aukinni hagkvæmni í búrekstri með það að markmiði að styrkja samkeppnishæfni landbúnaðar og efla hag bænda. Meðal annars verði unnið að því með því að leggja áherslu á aukna afurðasemi, innlenda fóðuröflun og fóðurnýtingu, verndun umhverfis og bætta nýtingu landgæða, aukin gæði framleiðslunnar, betra starfsumhverfi bænda og velferð dýra, en ekki með aðgerðum sem stuðla að aukinni framleiðslu. Þetta er í samræmi við þá stefnumörkun sem rutt hefur sér til rúms á undanförnum árum á alþjóðavettvangi og liggur m.a. til grundvallar landbúnaðarhluta nýgerðs GATT-samnings. Með tilkomu samninga eins og hér er gert ráð fyrir hefur öll sú stefnumörkun sem mestu máli skiptir varðandi landbúnaðarframleiðsluna verið felld undir beina samninga milli ríkisins og samtaka bænda. Þar er í fyrsta lagi um að ræða búvörusamninga um framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða samkvæmt búvörulögum og í öðru lagi samninga um framlög og verkefni á sviði jarðabóta, búfjárræktar, leiðbein ingarstarfsemi, nýsköpunar og framleiðniaukandi verkefna samkvæmt ákvæðum frumvarps þessa. Benda má á að slíkt fyrirkomulag um heildarstefnumörkun á sviði landbúnaðar hefur um árabil tíðkast í nágrannalöndunum.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.

    Í greininni eru skilgreind ýmis hugtök sem fyrir koma í texta laganna og ýmist eru nýmæli í lögum eða þarfnast frekari skilgreiningar.
     Hugtakið jarðabætur er skilgreint sem hvers konar framkvæmdir á bújörð sem stuðla að framförum í búrekstri. Getur það bæði átt við framkvæmdir við jarðrækt og rekstrarbyggingar eða einstaka hluta þeirra.
    Leiðbeiningarmiðstöð er nýtt hugtak í þessu samhengi en gert er ráð fyrir að samtök bænda í tilteknum landshluta sameinist um faglegar leiðbeiningar fyrir bændur á svæðinu.
    Í 4.–7. lið eru skilgreiningar á grunneiningum félagskerfis bænda eins og það er eftir sam einingu Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags Íslands í ein heildarsamtök bænda 1. janúar 1995.

Um 2. gr.

    Í greininni eru rakin markmið frumvarpsins sem lúta að því að skapa landbúnaðinum að stöðu til að starfa í því opna viðskiptaumhverfi sem hann nú býr við og að sem mest jafnræði sé milli bænda hér á landi og bænda í nálægum löndum að því er rekstrarskilyrði varðar. Í þessu sambandi þarf að hafa í huga að breytt framleiðslustefna, opnara viðskiptaumhverfi og aukin samkeppni hafa ekki dregið úr þörfinni fyrir þróunaraðgerðir í landbúnaði og hefur stuðningur við landbúnað í nálægum löndum mjög færst í þann farveg á síðustu árum.

Um 3. gr.     

    Í greininni er kveðið á um samninga milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands um verkefni á sviði jarðabóta, búfjárræktar, leiðbeiningarstarfsemi og atvinnuuppbyggingar í sveitum og aukinar framleiðni. Gert er ráð fyrir að gerður sé samningur til fimm ára um verkefni og fram lög til þeirra og skal hann endurskoðaður og framlengdur annað hvert ár. Frá árinu 1985 hefur ríkisvaldið gert samninga við samtök bænda um framleiðslu mjólkur og kindakjöts og um stuðning við þá framleiðslu, m.a. með niðurgreiðslum og síðar beinum greiðslum til bænda.
    Framlög ríkisins til framkvæmdar á ákvæðum búfjárræktarlaga og ákvæðum jarðræktar laga um leiðbeiningarstarfsemi á árinu 1996 námu samtals 200,8 millj. kr. og skiptast þannig:
          Til Bændasamtaka Íslands vegna kostnaðar við störf landsráðunauta, rekstur tölvudeildar og annarrar fagstarfsemi 77,7 millj. kr.
          Til héraðsbúnaðarsambanda til greiðslu á hluta af launum og ferðakostnaði héraðsráðunauta 45,8 millj. kr.
          Framlög til kynbótastöðva 34,8 millj. kr.
          Framlög til búfjárræktar 42,5 millj. kr.
    Framlag ríkisins til Bændasamtaka Íslands nam 77,7 millj. kr. á árinu 1996. Heildarkostn aður vegna faglegrar starfsemi á vegum samtakanna nam hins vegar 104,8 millj. kr. og skiptist þannig samkvæmt ársreikningi:


Millj. kr.
Ráðunautar, laun og ferðakostnaður      56,8
Skýrsluhald og fræðsla      23,8
Húsnæðiskostnaður      7,3
Stjórnar- og skrifstofukostnaður      16,9
Samtals      104,8

    Þessi kostnaður var fjármagnaður á eftirfarandi hátt:

Millj. kr.
Starfsfé samkvæmt fjárlögum
77,7
Framlög ríkisins samkvæmt búfjárræktarlögum
6,8
Þróunarstyrkir og erlent starfsfé
5,8
Aðrar sértekjur
10,7
Halli greiddur af öðrum tekjum BÍ
3,8
Samtals
104,8

    Framlög ríkisins til héraðsbúnaðarsambanda vegna kostnaðar við störf ráðunauta á árinu 1996 námu 45,8 millj. kr. Heildarkostnaður búnaðarsambandanna við hina faglegu starfsemi á vegum þeirra nemur hins vegar mun hærri fjárhæð. Ekki liggja fyrir tölur úr ársreikningum búnaðarsambandanna fyrir árið 1996, en samkvæmt ársreikningum 15 búnaðarsambanda fyrir árið 1995 nam kostnaður við faglega starfsemi þeirra 115,6 millj. kr. Meiri hluti þessa kostnaðar er greiddur með tekjum af búnaðarmálasjóðsgjaldi, sem bændur sjálfir greiða, með félagsgjöldum bænda og af öðrum tekjum búnaðarsambandanna. Um er að ræða kostnað við 38,5 ársstörf héraðsráðunauta. Fjármögnun þessa kostnaðar var eftirfarandi árið 1995:

Millj. kr. Hlutfall
Framlög samkvæmt fjárlögum 1995
44,5 38,49%
Tekjur af búnaðarmálasjóði (greitt af bændum)
57,8 50,00%
Félagsgjöld bænda
10,1 8,74%
Aðrar tekjur
3,2 2,77%
Samtals
115,6 100,00%

    Skipting á framlögum til kynbótastöðva var eftirfarandi árið 1996:

Millj. kr.
Til búnaðarsambanda, kostnaður við störf frjótækna
22,3
Nautastöðin á Hvanneyri
1,6
Kálfauppeldisstöðin í Þorleifskoti
1,6
Stóðhestastöðin í Gunnarsholti*
1,3
Hrossakynbótabúið á Hólum í Hjaltadal
0,7
Sauðfjársæðingarstöðvar
1,8
Stofnungi, stofnræktarstöð fyrir alifugla á Hvanneyri
1,0
Viðbótarframlög til búnaðarsambanda
4,5
Samtals
34,8
* Ríkið hætti afskiptum af rekstri Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti í október 1996.

    Skipting á framlögum til einstakra verkefna á sviði búfjárræktar var eftirfarandi árið 1996:
Millj. kr. Millj. kr.
Framlög vegna sæddra mjólkurkúa
3,9
Laun vegna uppgjörs á ræktunarskýrslum
6,8
Framlög til verndunar geitfjárstofnsins
0,7
Kostnaður við erfðanefnd búfjár
0,5
Framlög til búfjárræktarfélaga
    Sauðfjárrækt
10,2
    Nautgriparækt
9,5
    Hrossarækt
7,6
    Svínarækt
0,8
    Loðdýrarækt
2,5 30,6
Samtals
42,5

    Framlög ríkisins til verkefna samkvæmt jarðræktarlögum og búfjárræktarlögum hafa lækkað mikið sl. tíu ár.
    Í næstu töflu er sýnd þróun framlaga samkvæmt fjárlögum til umræddra verkefna árin 1987–96, reiknað á föstu verðlagi. Einnig eru sýnd ógreidd framlög samkvæmt jarðræktarlög um vegna úttekinna framkvæmda hjá bændum árin 1992–96 samtals að fjárhæð 272.936 þús. kr.

Ár
Greitt samkvæmt fjárlögum Þar af jarð ræktarframlög Reiknuð ógreidd
jarðræktarframlög
Samtals greidd og
reiknuð framlög
1987 609.311 353.013 609.311
1988 443.400 200.379 443.400
1989 435.621 191.144 435.621
1990 390.658 132.362 390.658
1991 365.394 123.930 365.394
1992 369.087 124.223 50.736 419.823
1993 274.147 64.749 56.570 330.717
1994 250.831 41.597 46.583 97.414
1995 212.377 6.135 42.227 254.604
1996 200.800 0 76.820 277.620

    Í eftirfarandi töflu kemur fram flokkun framlaga samkvæmt fjárlögum 1997 til þeirra mála flokka sem frumvarpið nær til:

Fjárlög 1997 Millj. kr.
Til leiðbeiningarþjónustu      127
Til búfjárræktar      53
Til jarðabóta      0
Til Framleiðnisjóðs      274
Samtals      454

    Í greininni er fjallað um framlög til atvinnuuppbyggingar í sveitum og verkefna sem stuðla að aukinni framleiðni í íslenskum landbúnaði. Hér er átt við framlög til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Sjóðurinn var stofnaður með lögum nr. 89/1966. Hlutverk sjóðsins er orðað svo í þeim lögum: „Að veita styrki og lán til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði og til atvinnurekstrar á bújörðum. Má jöfnum höndum styrkja rannsóknir og framkvæmdir er miða að lækkun framleiðslu- og dreifingarkostnaðar, svo og framkvæmdir, er stefna að því að samræma landbúnaðarframleiðsluna þörfum þjóðfélagsins miðað við markaðsaðstæður innan lands og utan á hverjum tíma. Lán og styrki úr sjóðnum má meðal annars veita til einstakra bænda, vinnslustöðva, ræktunarsambanda og vísindastofnana.“ Ríkisframlag til sjóðsins var 20 millj. kr. á fyrsta ári og var því öllu ráðstafað til 15 mjólkursamlaga sem styrk til endurbóta og hagræðingar. Verkefni næstu ára, reyndar alveg fram til 1980, lutu að tankvæðingu mjólkurflutninga og endurskipulagningu sláturhúsa. Einnig var veitt fé til rannsókna á húsvist búfjár og heyverkun. Framlag á fjárlögum til sjóðsins hélst að mestu óbreytt að krónutölu þennan tíma en rýrnaði verulega að raungildi.
    Með lögum nr. 43/1979, sem fólu í sér skerðingu á jarðræktarframlögum, var ákveðið að mismun sem næmi skerðingunni yrði veitt til að efla nýjar búgreinar og hvetja til nýjunga í búrekstri. Veittur var stuðningur til að bæta súgþurrkun og kælikerfi í garðávaxtageymslum og auka nýtingu veiði og annarra hlunninda, auk þess að lögð var meiri áhersla á framlög til rannsókna. Þetta tímabil náði fram til ársins 1985. Ráðstöfunarfé sjóðsins varð töluvert meira en áður, en á síðari hluta tímabilsins uppfyllti Alþingi þó ekki lagaákvæði um þessi framlög.
    Búvörulögin, nr. 46/1985, mörkuðu þáttaskil í starfi Framleiðnisjóðs. Lögin kváðu á um árlegt framlag til sjóðsins sem væri tiltekið hlutfall af heildarverðmæti búvöruframleiðslunnar og skyldi því varið til „eflingar nýrra búgreina, markaðsöflunar og fjárhagslegrar endurskipu lagningar búreksturs á lögbýlum“. Upphaflega var þetta tímabil fimm ár, síðan var gildistími laganna framlengdur um tvö ár, til 1992.
    Í búvörusamningi milli ríkisins og Stéttarsambands bænda sem undirritaður var 11. mars 1991 var samið um föst árleg framlög til Framleiðnisjóðs, samtals 1.200 millj. kr. á árunum 1993–97. Fé þetta skyldi nota „til atvinnuuppbyggingar til sveita og verkefna sem stuðla að aukinni framleiðni í íslenskum landbúnaði“. Aðrar tekjur Framleiðnisjóðs eru af kjarnfóður gjöldum skv. 33. gr. laga nr. 99/1993, sem kveður á um að tiltekið hlutfall af kjarnfóðurgjöld um skuli ganga til Framleiðnisjóðs. Tekjur sjóðsins samkvæmt þessari grein hafa verið mjög breytilegar, oftast um 15 millj. kr. á ári.
    Grundvallarmarkmið í starfi Framleiðnisjóðs landbúnaðarins allt frá árinu 1985 hefur ver ið að styðja bændur til að laga rekstur sinn að breyttum aðstæðum. Veigamikill þáttur í því er stuðningur við að auka fjölbreytni í atvinnurekstrinum á hverju býli og stuðningur við rann sóknir og þróunarverkefni í landbúnaði. Formlegt samstarf við Rannsóknarráð Íslands um sameiginlegt mat á rannsóknarverkefnum og stuðningi við þau hófst árið 1992. Í því samstarfi hefur af hálfu Framleiðnisjóðs verið lögð mest áhersla á grunnrannsóknir.
    Eftirspurn eftir stuðningi við nýjan atvinnurekstur á lögbýlum hefur haldist nokkuð jöfn þessi ár. Í þeirri miklu leit sem fram fer í þjóðfélaginu að nýjum og arðbærum viðfangsefnum hefur Framleiðnisjóður lagt mörgum málefnum lið. Hefur sjóðurinn leitast við koma til liðs við þá sem búa yfir frumkvæði og hugmyndum sem gætu leitt til arðgæfrar nýbreytni. Fjöl margir bændur og bændafólk hafa aukið tekjur sínar í kjölfar þess að hafa notið stuðnings eða hvatningar í einhverju formi sem rekja má til aðgerða Framleiðnisjóðs. Má þar nefna nám skeið á bændaskólunum, bæði fyrir bændafólk og leiðbeinendur, fræðslufundi víða um land, starf atvinnufulltrúa og stuðning við handverkshópa kvenna, svo nokkuð sé nefnt.
    Langmestu fé til endurmenntunar er varið til að styrkja bændur og bændafólk til að sækja námskeið á vegum búnaðarskólanna. Stuðningur Framleiðnisjóðs felst í greiðslu á kostnaði við kennslu, auk ferðastyrks sem greiddur er þeim sem þurfa að sækja námskeiðin lengra en 50 km frá heimili sínu.
    Í könnun sem ÍM-GALLUP gerði fyrir landbúnaðarráðuneytið í nóvember og desember 1996 meðal starfandi bænda kom fram að tæpur helmingur þeirra hefur sótt námskeið á vegum búnaðarskólanna eða annarra aðila. Þeir sem farið höfðu á námskeið fyrir bændur voru spurðir hvernig þau hefðu nýst eða mundu nýtast til þess að bæta afkomu þeirra. Rúmlega 72% svarenda sögðu að námskeiðin hefðu nýst þeim vel.
    Í eftirfarandi töflu kemur fram skipting framlaga úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins 1992–96 til fjögurra meginviðfangsefna í millj. kr. á verðlagi hvers árs:

1992 1993 1994 1995 1996 Alls
Atvinnuframlög, lögbýli
32,0 27,8 45,5 37,8 36,4 179,5
Atvinnuframlög, fyrirtæki
59,8 59,1 68,1 29,6 36,2 252,8
Loðdýrarækt
70,3 38,5 34,6 30,4 18,3 129,1
Búfjárrækt
24,3 49,1 6,3 13,3 93,0
Samtals
162,1 149,7 179,3 104,1 104,2 717,4

    Rétt þykir að samningar um framlög til Framleiðnisjóðs verði eftirleiðis liður í þeirri heild arstefnumörkun sem felst í samningum milli ríkisins og samtaka bænda um stjórn búvöru framleiðslunnar samkvæmt ákvæðum búvörulaga og um verkefni samkvæmt lögum þessum.
    Ákvæði 3. mgr. greinarinnar gera ráð fyrir að Bændasamtök Íslands hafi áfram faglega og fjárhagslega umsjón allra verkefna sem samið er um samkvæmt ákvæðum greinarinnar og annist framkvæmd þeirra nema öðruvísi sé um samið. Þar er átt við að í samningum megi fela öðrum aðilum innan félagskerfis bænda, rannsóknastofnunum, skólastofnunum og skyldum aðilum slík verkefni ef hagkvæmt þykir. Þá er gert ráð fyrir í 4. mgr. að heimilt verði að taka gjald fyrir þjónustu sem byggist á ákvæðum laganna.

Um 4. gr.

    Í greininni er fjallað um hlutverk fagráða. Það fyrirkomulag sem hér um ræðir hefur á undanförnum árum rutt sér til rúms innan félagskerfis landbúnaðarins. Fagráðin eru vett vangur samráðs milli heildarsamtaka bænda, samtaka bænda innan einstakra búgreina og fag manna um stefnumörkun í faglegum málefnum samkvæmt þeirri félagsskipan sem tekin var upp við sameiningu Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda. Með fagráðum starfa sérfróðir aðilar er vinna að kynbótum, rannsóknum, leiðbeiningum og kennslu á viðkomandi sviði. Fagráð móta stefnu í kynbótum og þróunarstarfi viðkomandi búgreinar eða fagsviðs, skilgreina ræktunarmarkmið og setja reglur um framkvæmd meginþátta ræktunarstarfsins. Enn fremur móta þau tillögur um stefnu í fræðslumálum og rannsóknum búgreinarinnar og fjalla um önnur mál sem vísað er þangað til umsagnar og afgreiðslu. Gert er ráð fyrir að fagráð geti einnig starfað á einstökum fagsviðum, svo sem í jarðrækt og hagfræði. Með þessu fyrirkomulagi er verið að auka áhrif bænda í einstökum búgreinum á faglega stefnumörkun í málefnum greinarinnar og um leið að skapa samráðsvettvang fyrir alla þá sem starfa að kynbótum, rannsóknum, fræðslu og öðru þróunarstarfi fyrir viðkomandi búgrein eða fagsvið.

Um 5. gr.

    Með greininni er lögunum breytt til samræmis við þær breytingar á félagsskipulagi bænda sem urðu við sameiningu Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda í Bændasamtök Íslands. Hér er um að ræða hliðstæð ákvæði og verið hafa í jarðræktarlögum um áratugaskeið.

Um 6. gr.

    Í greininni er kveðið á um markmið jarðabóta. Jarðabætur skulu samkvæmt ákvæðum greinarinnar miða að því að bæta aðstöðu til búskapar á viðkomandi býlum og með því stuðla að framförum í landbúnaðinum og auka samkeppnishæfni hans. Hugtakið jarðabætur er hér túlkað mun opnara en í eldri lögum og getur átt við hvers konar hagræðingar- og þróun arverkefni á sviði ræktunar, landbóta og framkvæmda við rekstrarbyggingar og endurbætur á þeim. Er þetta í samræmi við þá kröfu að auka sveigjanleika í fjárframlögum ríkisins á þessu sviði og breyttar aðstæður í landbúnaðinum í kjölfar opnara viðskiptaumhverfis og aukinnar samkeppni. Á undanförnum árum hefur stuðningur við landbúnað í nálægum löndum mjög færst yfir í slík þróunarverkefni
    Engar viðræður hafa enn farið fram milli ríkisvaldsins og Bændasamtaka Íslands um við fangsefni á sviði jarðabóta sem stuðnings gætu notið samkvæmt samningi sem gerður yrði á grundvelli ákvæða þessara. Til glöggvunar fyrir þá sem um málið munu fjalla á Alþingi og víðar hefur nefndin sem samdi frumvarpið tekið saman eftirfarandi yfirlit um viðfangsefni sem fallið gætu innan ramma samnings sem gerður yrði á grundvalli væntanlegra búnaðarlaga og fælu ekki í sér hvatningu til aukinnar framleiðslu heldur bæru með sér nýjar áherslur, miðuðu að aukinni hagkvæmni og stefndu að aukinni umhverfisvitund og bættu starfsumhverfi. Samkvæmt þessum hugmyndum yrði viðfangsefnum sem notið gætu jarðabótaframlaga skipt í eftirfarandi þrjá flokka:

     I.      Efling innlendrar fóðuröflunar og fóðurnýtingar fyrir búfé og ræktunar jarðargróða til manneldis:
                   Grasrækt:
                        Viðhald framræslu — hreinsun og viðhald framræsluskurða.
                        Endurvinnsla túna.
                   Grænfóðurrækt.
                   Kornrækt:
                        Ræktun korns.
                        Kornþresking — stuðningur við vélakaup og fræðslu.
                        Kornþurrkun — stuðningur við að koma upp nauðsynlegri aðstöðu.
                        Völsun og mölun korns.
                   Garðyrkja:
                        Stuðningur við að koma upp raflýsingu í gróðurhúsum.
                        Stuðningur við byggingu garðávaxtageymslna.
                        Stuðningur við að lengja uppskerutíma útiræktaðs grænmetis.
     II.      Stuðningur við verndun umhverfis og bætta nýtingu landgæða:
                   Verkefni sem miða að bættri nýtingu búfjáráburðar.
                   Bætt nýting lands:
                        Uppgræðsla heimalanda.
                        Skipulagning beitar.
                        Gerð göngustíga og lagning reiðvega.
                        Friðun og verndun votlendis.

     III.      Gæðamál, starfsumhverfi bænda og velferð dýra:
                   Stuðningur við vatnsveitur í sveitum.
                   Endurbætur útihúsa og bætt bútækni.
                   Lífræn framleiðsla, aðlögun og þróun.

    Þá eru í greininni þau nýmæli í lögum að kveðið er á um að jarðabætur skuli taka mið af al þjóðlegum skuldbindingum Íslendinga um varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni og markmiðum þjóðarinnar um verndun umhverfis og sjálfbæra þróun. Er þetta í samræmi við vaxandi skilning á hlutverki bóndans sem vörslumanns lands og nauðsyn þess að landbúnaður sé stundaður í sátt við umhverfið. Þá er lögð áhersla á að með jarðabótum sé stuðlað að fram þróun vistrænna og lífrænna búskaparhátta og m.a. á þann hátt komið til móts við óskir neyt enda um fjölbreyttara framboð búvara.

Um 7. og 8 gr.

    Í greinunum er fjallað um framkvæmd og eftirlit sem nú er falið leiðbeiningarmiðstöðvum í stað búnaðarsambandanna sem áður önnuðust það verkefni. Þá er í 7. gr. ákvæði um að fram lög til jarðabóta greiðist einvörðungu til framkvæmda á lögbýlum skv. skilgreiningu ábúðar laga, nr. 64/1976, og til garðyrkjustöðva, þótt ekki séu á lögbýlum. Hliðstæð ákvæði eru í gildandi lögum.

Um 9.–16. gr

    Ákvæði greinanna eru hliðstæð ákvæðum gildandi laga um búfjárrækt sem verið hafa grundvöllur búfjárræktarstarfsins síðustu áratugi. Þrátt fyrir miklar breytingar sem frumvarp ið felur í sér og breytilegar áherslur varðandi einstök atriði er gert ráð fyrir því að standa áfram vörð um viss grundvallaratriði búfjárræktarinnar. Áætlað er að Bændasamtök Íslands séu í forsvari varðandi framkvæmd þessara mála og móti reglur og beri ábyrgð á kynbótamati ásamt fagráðum einstakra búgreina. Ákvæðin um stofnverndarsjóð og erfðanefnd búfjár eru hliðstæð ákvæðum gildandi laga. Þær breytingar eru þó gerðar að nú er getið um varamenn í erfðanefnd og að heimilt verður að verja fjármunum úr stofnverndarsjóði til þróunar verkefna. Tekjur stofnverndarsjóðs verða sem áður 5% af útflutningsgjaldi hrossa samkvæmt lögum nr. 161/1994, um útflutning hrossa.

Um 17. gr.

     Í greininni eru skilgreind markmið leiðbeiningarþjónustu. Ákvæði þessi eru mun ítarlegri en hliðstæð ákvæði í gildandi lögum og undirstrika mikilvægt hlutverk leiðbeiningar þjónustunnar í starfsumhverfi nútímalandbúnaðar og fjölbreytt verkefni sem slík þjónusta þarf að geta sinnt.
    Í könnun sem ÍM-Gallup gerði fyrir landbúnaðarráðuneytið í desember 1996 kom í ljós að um 80% bænda notfæra sér þjónustu héraðsráðunauta búnaðarsambandanna. Um fjórðungur bænda segist nota þjónustu héraðsráðunauta þriðja hvern mánuð eða allt að einu sinni í mánuði og er það stærsti hópurinn. Að meðaltali er þjónusta héraðsráðunauta notuð fimm sinnum á ári. Í könnuninni kemur fram að yngri bændur leita mun oftar til ráðunauta en þeir eldri. Einnig kemur fram greinileg fylgni milli bústærðar og tekna af búskap og þess hversu oft er leitað aðstoðar ráðunauts.

Um 18. gr.

    Í greininni eru ákvæði sem fjalla um störf ráðunauta og menntunarkröfur sem gerðar eru til þeirra sem sinna slíkum störfum. Gert er ráð fyrir að annars vegar starfi ráðunautar á leið beiningarmiðstöðvum sem reknar eru af búnaðarsamböndum, einu eða fleiri, á svæðagrund velli, og hins vegar landsráðunautar í einstökum búgreinum og/eða fagsviðum eins og tíðkast hefur um langt skeið. Búnaðarsamböndin í landinu eru nú 15 talsins og hafa þau öll ráðunauta í sinni þjónustu. Vegna bættra samgangna, fækkunar bænda og vaxandi kröfu um aukna faglega fjölbreytni þjónustunnar, samhliða aukinni þörf á sérhæfingu má gera ráð fyrir að þessi starfsemi færist í það horf að búnaðarsambönd á stærri svæðum bindist samtökum um rekstur leiðbeiningarmiðstöðva þar sem ráðunautar og aðrir sérfræðingar í þjónustu búnaðarsambandanna starfi. Með slíku fyrirkomulagi skapast grundvöllur fyrir auknu faglegu sam ráði, aukinni verkaskiptingu og meiri fjölbreytni í þjónustunni.
    Greinin gerir ráð fyrir að landsráðunautar starfi í einstökum búgreinum og/eða á einstökum fagsviðum. Hlutverk landsráðunautanna verði m.a. yfirumsjón með kynbótum og ræktun í viðkomandi búgrein og að vera fagráðum til ráðuneytis við mótun ræktunarstefnu. Gert er ráð fyrir að landsráðunautar starfi undir faglegri yfirstjórn Bændasamtaka Íslands og á þess vegum, en geti einnig samkvæmt sérstöku samkomulagi starfað á vegum annarra aðila.

Um 19. gr.

    Í greininni er kveðið á um setningu reglugerðar sem hafi að geyma nánari fyrirmæli um framkvæmd einstakra þátta laganna.

Um 21. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringar.


Um ákvæði til bráðabirgða

    Með þessu bráðabirgðaákvæði er settur lagarammi fyrir því hvernig ljúka megi þeim ágreiningi sem er milli ríkis og bænda um framlög til verkefna jarðræktarlaga, nr. 56/1987. Með ákvæðinu er bændum gefinn kostur á greiðslu hluta þess framlags sem jarðræktarlögin hefðu greitt ef fjármunir hefðu verið til verkefnanna á fjárlögum. Enginn getur fengið framlag samkvæmt þessu ákvæði nema fyrir liggi yfirlýsing um að ekki verði um frekari kröfur að ræða á hendur ríkinu um framlög byggð á jarðræktarlögum.
    Forsaga málsins er sú að gerðar voru breytingar á 7. gr. jarðræktarlaga, nr. 56/1987, lög frá 19. maí 1989, sem áttu að tryggja að samræmi næðist á milli fjárveitinga samkvæmt lögun um og þeirra framkvæmda sem viðurkenndar yrðu styrkhæfar hjá bændum. Bændum var með lögunum gert að sækja um viðurkenningu á framkvæmdum ári áður en í þær væri ráðist og gerði Búnaðarfélag Íslands landbúnaðarráðuneytinu og fjárveitingavaldinu grein fyrir áætlaðri fjárþörf miðað við eðlilegar og nauðsynlegar framkvæmdir fyrir gerð fjárlaga hverju sinni. Þrátt fyrir þetta var dregið meira úr fjárveitingum en þetta nýja fyrirkomulag gerði ráð fyrir og ekki tókst að koma á samræmi milli framkvæmda og fjárveitinga.
    Með lögum nr. 1 24. janúar 1992, um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992, er í 4. gr. að finna breytingu á 12. gr. jarðræktarlaga, nr. 56/1987, eins og henni var breytt með 3. gr. laga nr. 65/1989, en við hana bættist eftirfarandi: „Allur réttur til framlaga samkvæmt lögum þessum er háður fjárveitingum Alþingis.“ Með þessu ákvæði var ætlunin að tryggja að frá og með árinu 1992 myndaðist ekki sjálfkrafa réttur til framlaga samkvæmt jarðræktarlögum.
    Eftir að þessi breyting var gerð var mikið þrýst á stjórnvöld að veita framlög til byggingar áburðarhúsa og vatnsveitna. Var til þess vitnað að þær jarðabætur væru að stórum hluta til komnar vegna stjórnvaldsákvarðana um hreinlæti við mjólkurframleiðslu. Meiri hluti fjár laganefndar beitti sér fyrir því, í samráði við fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra, að veittar voru 40 millj. kr. á fjáraukalögum fyrir árið 1994 vegna framlaga til haughúsa og vatnsveitna sem uppfylltu skilyrði jarðræktarlaga um greiðslur framlags og byggðar voru á árunum 1992 og 1993.
    Þess ber að geta að sú skipan að bændur sæktu um viðurkenningu á framkvæmdum árið áður en í þær væri ráðist hefur ekki verið svo sem lögin kveða á um. Þrátt fyrir það hefur Búnaðarfélag Íslands (nú Bændasamtök Íslands) látið taka út framkvæmdir hjá bændum og litið svo á að þeir bændur sem ráðist hafa í styrkhæfar framkvæmdir eigi rétt til framlaga. Hins vegar liggja nú fyrir tvö álit ríkislögmanns frá árinu 199l um að ekki myndist lögvernduð krafa vegna framkvæmda samkvæmt jarðræktarlögum umfram fjárveitingar Alþingis.
    Hinn 10. mars 1995 lagði Búnaðarfélag Íslands fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis frá einum þeirra bænda sem ekki hafa fengið greidd framlög vegna framkvæmda á árinu 199l. Í úrskurði sem dagsettur er 15. maí 1996 kemur fram það álit umboðmanns að viðkomandi bóndi eigi fullan og óskoraðan rétt til framlaga samkvæmt jarðræktarlögum. Líta verði svo á að með jarðræktarlögunum hafi hendur löggjafans ekki verið bundnar með þeim hætti að skylt sé að gera fjárlög þannig úr garði að á þeim sé ætíð nægilegt fé til að svara áætlaðri fjárþörf vegna jarðræktarframlaga. Það ákvæði laga nr. 1/1992, um ráðstafanir í ríkisfjármálum, að allur réttur til framlaga samkvæmt jarðræktarlögum sé háður fjárveitingum Alþingis, sé því í raun ekki annað en staðfesting á því sem jarðræktarlögin sjálf bera með sér. Þá segir að réttur til jarðræktarframlaga sé bundinn því skilyrði að fé til þessara framlaga sé á fjárlögum, en samkvæmt 41. gr. stjórnarskrárinnar má ekkert gjald reiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Þeir sem þennan rétt eiga verði að hlíta því að þurfa að bíða eftir greiðslum þar til fé til þeirra er veitt. Um það hversu lengi ríkinu sé stætt á því að greiða ekki framlög sé vafasamt að ákveðin tímamörk verði dregin eins og lög nr. 56/1987 eru úr garði gerð.
    Með hliðsjón af núverandi stöðu þessa máls hefur verið ákveðið að leita álits ríkislögmanns á því að nýju.
    Í eftirfarandi töflu kemur fram skipting ógreiddra reiknaðra framlaga vegna jarðabóta árin 1992–96 eftir verkefnum sem geta notið styrks samkvæmt ákvæðum gildandi jarðræktarlaga.

Tegund framkvæmda Ógreidd reiknuð framlög
Pípuræsi
1.236.851
Endurræktun á þurrkuðu mýrlendi
98.397.475
Endurræktun á þurrlendi
38.578.872
Kornakrar
25.378.889
Skjólbelti, tré
2.506.721
Skjólbelti, girðingar
332.284
Áburðargeymslur
41.157.504
Votheyshlöður
295.241
Geymsluhús
12.979.921
Þurrheyshlöður
4.427.464
Súgþurrkunartæki
163.371
Garðávaxtageymslur
1.912.352
Kælitæki
1.841.863
Uppeldisgróðurhús
1.820.224
Lýsing í gróðurhúsum
3.291.363
Kolsýrutæki (í gróðurhús)
1.993.906
Losunarbúnaður í votheyshlöður
937.633
Vatnsveitur
11.263.568
Kölkun túna
2.785.558
Plógræsi
200.860
Vélgrafnir skurðir
21.437.052
Samtals
272.938.972

    Með ákvæðinu er föst fjárhæð ætluð til þessa verkefnis, samtals 150 millj. kr., sem dreifist á þrjú ár. Fjármála- og landbúnaðarráðuneyti munu fara þess á leit við Bændasamtök Íslands að samningur um sauðfjárframleiðslu frá 1. október 1995 með breytingum frá 8. janúar 1996 verði endurskoðaður með það að stefnumiði að nýta hluta þeirra fjármuna sem ekki munu nýtast til uppkaupa á greiðslumarki og bústofni til verkefnanna sem hér um ræðir.
    Þar sem úttektir vegna framkvæmda 1997 verða taldar með er ekki hægt að greina nákvæm lega frá því hvaða hlutfall af greiðslu verður boðið til einstakra framkvæmda. Gert er ráð fyrir að landbúnaðaráðherra ákveði hvert hlutfallið verður fyrir hvert verkefni.



Fylgiskjal.

Fjármálaneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til búnaðarlaga.

    Frumvarpinu er ætlað að koma í stað laga nr. 84/1989, um búfjárrækt, nr. 56/1987, jarðræktarlaga, og nr. 31/1973, búfjárræktarlaga. M arkmiðið með lagasetningunni er að stuðla að framförum í íslenskri búvöruframleiðslu og auka samkeppnishæfni hennar.
    Samkvæmt 3. gr. frumvarpsins er landbúnaðarráðherra fyrir hönd ríkissjóðs ætlað að gera samning við Bændasamtök Íslands til fimm ára í senn um verkefni á sviði jarðabóta, búfjárræktar og leiðbeiningarstarfsemi og fjárframlög ríkisins til þeirra. Breytingarnar eru gerðar í þeim tilgangi að stuðla að sveigjanlegra kerfi sem miði að því að mæta þeim þörfum sem koma upp hverju sinni. Þá er stefnt að því að draga úr kostnaðarþátttöku ríkisins í beinni þjónustu við bændur þannig að fjármunir verði frekar veittir til grunnþjónustu við greinina. Samningurinn kemur til endurskoðunar annað hvert ár. Í 3. gr. er jafnframt ákvæði sem heimilar að taka gjald fyrir þjónustu sem byggir á ákvæðum frumvarpsins. Landbúnaðarráð herra er ætlað að staðfesta gjaldskrána.
    Í ákvæði til bráðabirgða er landbúnaðarráðherra heimilt að ljúka ágreiningi sem er milli ríkis og bænda um framlög til verkefna jarðræktarlaga, nr. 56/1987, og verja til þess allt að 150 m.kr. á árunum 1998–2000.
    Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1998 er lagt til að veittar verði 279 m.kr. til þeirra verkefna sem Bændasamtök Íslands hafa sinnt á grundvelli gildandi laga. Þar af er lagt til að 89 m.kr. renni til jarðræktarframlaga. Annars vegar verði 50 m.kr. varið til greiðslu ákveðins hlutfalls kostnaðar við eldri framkvæmdir og er það háð því að samningar takist við bændur á grundvelli brábirgðaákvæðis í frumvarpinu . Hér yrði um fyrstu greiðslu af þremur að ræða. Hins vegar renni 39 m.kr. til verkefna á grundvelli nýs samnings. Í búvörusamningi frá því í mars 1991 er gert ráð fyrir því að framlög til Framleiðnisjóðs falli niður á árinu 1998. Þrátt fyrir það er í frumvarpi til fjárlaga lagt til að veitt verði 175 m.kr. framlag til sjóðsins á næsta ári. Heildarframlög ríkisins til Bændasamtakanna á næsta ári eru því áætluð 454 m.kr. en þar af eru 50 m.kr. ætlaðar til uppgjörs á eldri framkvæmdum. Framlög til þeirra verkefna sem falla mundu undir samninginn við BÍ yrðu því að óbreyttu 404 m.kr.
    Ekki verður ráðið af efni frumvarpsins né greinargerðarinnar hvaða fjárhagsleg markmið verða höfð að leiðarljósi við gerð þess samnings milli ríkis og bænda sem boðaður er og er því erfitt um vik að áætla breytingar á kostnaði ríkissjóðs. Rétt er að vekja athygli á því að við gerð framangreinds samnings þarf að taka tillit til ákvæða 30. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, þar sem um er að ræða samning um rekstrarverkefni til lengri tíma en eins árs.