Ferill 304. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 609 – 304. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88 31. desember 1991, sbr. l. nr. 1/1992, l. nr. 50/1994 og l. nr. 140/1995.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og leggst minni hlutinn alfarið gegn því. Með frumvarpinu er lagt til að aukatekjutaxtar ríkissjóðs verði hækkaðir. Þessir taxtar hafa ekki verið hækkað ir frá árinu 1991 en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 13½% á sama tíma. Lagt er til að taxtarnir hækki um sem næst 15%.
    Hægt er að skipta breytingunum í frumvarpinu í þrjá hluta, þ.e. í fyrsta lagi hækkun á dómsmálagjöldum og öðrum gjöldum sem snerta dómsmálaráðuneytið. Í öðru lagi eru breyt ingar á gjöldum fyrir leyfi áfengisveitingastaða og verðbréfafyrirtækja. Í þriðja lagi er sett inn gjaldskrá fyrir birtingu reglugerðar lífeyrissjóða og staðfestingu skipulagsskráa.
    Minni hlutinn leggst einkum gegn breytingum á dómsmálagjöldum. Dómsmálagjöld skil uðu á árinu 1996 um 660 millj. kr. í ríkissjóð. Til samanburðar má geta þess að kostnaður við rekstur héraðsdómstóla var liðlega 300 millj. kr. Þannig er ljóst að dómsmálagjöldin gera meira í flestum tilfellum en að standa undir kostnaði við þá starfsemi sem þar er. Hér er því um skattstofn að ræða og ber að skoða þetta frumvarp út frá skattheimtusjónarmiði.
    Hvað varðar annan hluta frumvarpsins um gjaldtöku af verðbréfafyrirtækjum og áfengis veitingastöðum þá tók sá hluti frumvarpsins nokkrum breytingum í meðförum nefndarinnar og minni hlutinn gerir ekki athugasemd við þann hluta. Minni hlutinn telur að gjaldskrá fyrir birtingu reglugerðar lífeyrissjóða og staðfestingu skipulagsskráa í þriðja hluta frumvarpsins sé dæmi um skattlagningu þar sem smámunasemin keyrir fram úr hófi.
    Það er einkum 4. og 5. gr. frumvarpsins sem minni hlutinn leggst gegn, en í 4. gr. er kveð ið á um gjaldskrá við fjárnám sem nemur 1% af þeirri fjárhæð sem fjárnámsins er krafist fyr ir. Þessi gjaldtaka lendir á skuldurum, nái fjárnámið fram að ganga. Í 4. gr. frumvarpsins eru hækkuð lágmarksgjöld og hámarksgjöld, þ.e. úr 3.000 kr. í 3.500 kr. og úr 10.000 kr. í 11.500 kr. Í frumvarpinu er áætlað að þetta ákvæði skili ríkissjóði um það bil 22 millj. kr. á ársgrundvelli. Við umfjöllun í nefndinni kom í ljós að þessi tala var ofáætluð um 6 millj. kr. þannig að tekjur verða mun minni en ætlað var.
    Í 5. gr. frumvarpsins er gjaldtaka við nauðungarsölu. Þar er lágmarksfjárhæð hækkuð úr 9.000 kr. í 10.300 kr. og hámarksfjárhæð úr 30 í 35 þús. kr. Hér er um að ræða mjög íþyngj andi ákvæði fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum sem missir eignir sínar á nauðungarsölu. Það er til vansa að ríkisvaldið skuli nota neyð fólks með þessum hætti til skattlagningar.
    Hækkun á beiðni vegna nauðungarsölu, þ.e. 5. gr. frumvarpsins, átti að skila um það bil 24 millj. kr. í ríkissjóð en við umfjöllun nefndarinnar kom í ljós að hér var um ofmat um helming að ræða þannig að búast má við að tekjur nemi um það bil 12 millj. kr. Þetta ákvæði er fyrst og fremst íþyngjandi gagnvart þeim heimilum sem eiga í miklum fjárhagserfiðleikum því að allur þessi skattur lendir á þeim.
    Geta má þess að ætlað var að þessar hækkanir á dómsmálagjöldum mundu skila um það bil 100 millj. kr. aukalega í ríkissjóð. Þegar tekið er tillit til ofmats, sem fyrr er greint frá, má ætla að tekjuaukning ríkissjóðs vegna þessa sé um 80 millj. kr. og þannig langt umfram þann kostnað sem ríkisvaldið verður fyrir vegna þessara mála. Hér er því fyrst og fremst um að ræða skattheimtu gagnvart fátæku fólki og fólki sem lent hefur í vandræðum með fjármál sín.
    Rekstrarkostnaður héraðsdómstóla hefur hækkað á þessu tímabili úr 280 millj. kr. í 340 millj. kr. Þessi skattlagning átti að gefa 100 millj. kr. í viðbótartekjur. Þó svo að einungis hluti af verkefnunum sé unninn af héraðsdómstólum er samt ljóst að hér er um mikið ósam ræmi að ræða milli kostnaðar og gjaldtöku.
    Það verður að hafa í huga að í 4. og 5. gr. frumvarpsins er meginuppistaða álagningarinn ar sú prósenta sem lögð er til grundvallar, þ.e. 1% af beiðni um fjárnám eða beiðni um nauð ungarsölu. Það gólf og þak sem sett er í gjaldtökuna og gerð er tillaga um að hækka í frum varpinu reynir ekki á nema að hluta. Það hefði því verið eðlilegt að lækka prósentuna þannig að ekki væri um að ræða jafnmiklar álögur á einstaklinga í fjárhagsvandræðum. Tekjur vegna beiðna um fjárnám voru 150 millj. kr. á árinu 1996 og vegna beiðna um nauðungarsölur yfir 160 millj. kr. Þetta er hrein viðbótarskattlagning á fólk í fjárhagserfiðleikum.
    Stjórnarandstæðingar hafa undanfarin missiri lagt fram ýmsar tillögur á Alþingi um að draga úr gjaldtöku og skattlagningu hins opinbera vegna skulda einstaklinga. Þetta frumvarp gengur þvert á þá stefnu. Hægt er að minna á loforð núverandi ríkisstjórnarflokka fyrir síð ustu kosningar um að styrkja fjárhag heimilanna og gera úrbætur á skuldastöðu þeirra. Hér er hins vegar þvert á móti nýttur skattstofn af fullum þunga gagnvart fólki í fjárhagserfiðleik um. Hér er ekki einungis um að ræða alvarlegt brot á kosningaloforðum ríkisstjórnarflokk anna heldur stefnumörkun sem er að mati minni hlutans einstaklega ógeðfelld.
    Minni hlutinn átelur harðlega að ekki skuli hafa verið farið vandlegar yfir þessi gjöld og skoðað hvað væri eðlilegt að hækka með tilliti til kostnaðar sem ríkisvaldið verður fyrir í stað þess að fara þá leið sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu að hækka blint alla þá gjald stofna sem fyrirfundust.
    Í þessu sambandi má nefna að á árinu 1995 voru tæplega 700 einstaklingar úrskurðaðir gjaldþrota og í frumvarpinu er lagt til að hækka gjöld vegna nauðungarsölu og aðfarargerðar. Samþykkt frumvarpsins eins og ríkisstjórnin og meiri hluti nefndarinnar leggja til mun þann ig knýja á enn fleiri gjaldþrot og þannig birtist ríkisstjórnarstefnan í reynd gagnvart almenn ingi í þessu landi.

Alþingi, 16. des. 1997.



Ágúst Einarsson,


frsm.


Steingrímur J. Sigfússon,



Jón Baldvin Hannibalsson,