Ferill 323. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 612 – 323. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1998.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.


    
    Nefndin hefur fjallað um málið með hefðbundnum hætti; fengið allmarga aðila til fundar við sig og er þeirra getið í áliti meiri hluta nefndarinnar. Einnig sendi nefndin einstaka þætti frumvarpsins til umsagnar hjá fagnefndum þingsins og verður hér á eftir víða vísað í álit þeirra nefnda sem sendu efnahags- og viðskiptanefnd umsögn. Í öðrum tilvikum er vísað til álits fagnefnda eða minni hluta einstakra fagnefnda um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1998 þar sem komið er inn á mörg sömu ákvæði og eru efni þessa bandormsfrumvarps.
     1.      Skerðing á framlögum til endurbóta menningarbygginga. Eins og nokkur síðastliðin ár leggur ríkisstjórnin til mikla skerðingu á mörkuðum tekjustofni til endurbóta menningar bygginga, þ.e. hinum sérstaka eignarskatti sem upphaflega var lagður á til að standa straum af byggingarkostnaði við Þjóðarbókhlöðu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að á árinu 1998 renni 200 millj. kr. af 515 millj. kr. tekjum í ríkissjóð samanborið við 150 millj. kr. samkvæmt fjárlögum ársins 1997. Hér er því enn verið að auka skerðingu þessa markaða tekjustofns, taka meira af honum beint í ríkissjóð. Sem því nemur er minna til skiptanna til að standa straum af brýnum verkefnum sem bíða úrlausnar á sviði endur bóta og viðhalds ýmissa mikilvægra menningarbygginga. Má þar sem dæmi nefna Þjóð minjasafnið sem ætlunin var að fengi umtalsverðar fjárveitingar af þessum tekjustofni á næstu árum. Minni hlutinn gagnrýnir þessa miklu skerðingu.
     2.      Í 2. gr. frumvarpsins er á ferðinni sérstök skerðing á átaksverkefni um framleiðslu og markaðsaukningu vistvænna og lífrænna afurða. Samkvæmt samþykktum um verkefnið og lögum nr. 27/1995 átti að verja 25 millj. kr. árlega á árunum 1996–99 til verkefnis ins. Frumvarpið gerir ráð fyrir að einungis helmingi þessa framlags, þ.e. 12,5 millj. kr., verði ráðstafað í upphaflegum tilgangi en afgangurinn renni í ríkissjóð. Í áliti landbún aðarnefndar við frumvarp til fjárlaga er þessari skerðingu mótmælt og tekið undir and stöðu bændasamtakanna við þetta ákvæði, sbr. fskj. I. Athygli vekur að landbúnaðar nefnd stendur að því áliti í heild sinni. Minni hlutinn telur þessa skerðingu fráleita og leggur til að hún verði felld.
     3.      Í 3. og 4. gr. er vikið að framlagi til framkvæmdasjóðs fatlaðra af hinum markaða tekjustofni erfðafjárskatts. Þar er sömuleiðis, eins og í fleiri tilvikum, lagt til að ganga enn lengra í skerðingu markaðs tekjustofns en áður hefur verið gert og skulu samkvæmt frumvarpinu 235 millj. kr. af skattinum renna í ríkissjóð á árinu 1998 en aðeins 185 millj. kr. verða eftir til verkefna í sjóðnum. Við það bætist svo að sjóðurinn á að standa undir ýmsum útgjaldaliðum, svo sem félagslegri hæfingu og endurhæfingu og kostnaði við starfsemi stjórnarnefndar á árinu 1998, þannig að í reynd er það fé sem fer til beinna framkvæmda á vegum sjóðsins minna sem þessu nemur. Þessa gífurlegu skerðingu er óhjákvæmilegt að gagnrýna og vísast í þeim efnum um frekari rökstuðning til álits minni hluta félagsmálanefndar við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1998, sbr. fskj. II.
     4.      Í 5.–7. gr. frumvarpsins er fjallað um málefni Atvinnuleysistryggingasjóðs og er þar gert ráð fyrir því að sjóðurinn greiði hluta af rekstrarkostnaði svæðisvinnumiðlana og vinnu málastofnunar þvert á gildandi lög. Verður kostnaður sjóðsins af þessum sökum um 100 millj. kr. og er það í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarpsins. Þessi ráðstöfun er gagnrýniverð og eðlilegra hefði verið að halda sig við lögbundið fyrirkomulag þar sem gert er ráð fyrir því að rekstrarkostnaður vinnumiðlana og vinnumálastofnunar greiðist úr ríkissjóði, sbr. álit minni hluta félagsmálanefndar á fskj. III.
     5.      Í 8.–11. gr. frumvarpsins er fjallað um breytingar á lögum um almannatryggingar en þar er að verulegu leyti bakkað með þá breytingu sem ráðist var í undir lok árs 1995 og tók gildi á árinu 1996 að afnema tengingu bóta almannatrygginga við vikukaup í almennri verkamannavinnu. Ríkisstjórnin er á flótta undan mikilli og almennri óánægju elli- og örorkulífeyrisþega með þá ráðstöfun sem stjórnarandstaðan hefur frá upphafi gagnrýnt harðlega og barist gegn. Því miður hefur sú leið verið valin að ganga frá málinu með nokkuð óljósu orðalagi eða, eins og segir í 9. gr. frumvarpsins, að bætur almannatrygg inga, svo og greiðslur skv. 59. gr. og fjárhæðir skv. 17. gr., skuli breytast árlega í sam ræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skuli „taka mið af“ launaþróun, þó þann ig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Í umræðum um þetta mál skýrðist að vísu nokkuð í svörum forsætisráðherra hvað fyrir mönnum vakir og var það til bóta. Minni hlutinn telur eftir sem áður að best hefði verið að ganga frá þessari tengingu við launaþróun eða launavísitölu með skýrum hætti og tekur undir álit minni hluta heilbrigðis- og trygginganefndar í því sambandi, sbr. fskj. IV. Rétt er að vekja athygli á því að með breytingunum á 59. gr. og 17. gr. almannatryggingalaga er í reynd verið að afnema þá tryggingu sem hefur verið fyrir því að þær fjárhæðir, þ.e. annars vegar frítekjumark eða skerðingarupphæðir skv. 17. gr. og hins vegar greiðslur skv. 59. gr., fylgdu sjálfkrafa launaþróun. Í reynd er verið að aftengja þessi ákvæði og þar með beina tengingu við launabreytingar hvað varðar fleiri stærðir í almannatrygg ingakerfinu. Þau skulu hins vegar tengjast launaþróun á sama hátt og almennir bótaliðir, sbr. 9. gr. frumvarpsins. Yfirlýsingar forsætisráðherra í umræðum er þó tæpast hægt að túlka öðruvísi en þannig að orðalag 9. gr. frumvarpsins beri að skilja svo að bætur almannatrygginga og greiðslur skv. 59. gr. og fjárhæðir skv. 17. gr. skuli beinlínis fylgja launaþróun (launavísitölu). Í trausti þess að við það verði staðið og í ljósi þess að fyrirhugaðar breytingar eru til bóta frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar 1995 um að taka bótagreiðslur alveg úr sambandi leggst minni hlutinn ekki gegn þeim. Minni hlutinn ítrekar, eftir sem áður, þá skoðun sína að réttast sé að tryggja á ótvíræðan hátt að lífeyr isþegar njóti að sínu leyti launahækkana og bættra kjara almennt í þjóðfélaginu.
     6.      Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um breytingar á lögum um fjáröflun til vegagerðar en þar er lagt til að 1.064 millj. kr. af innheimtum mörkuðum tekjum til vegamála skuli renna í ríkissjóð árið 1998. Með þessu er gengið lengra í skerðingu á mörkuðu vegafé en nokkru sinni fyrr í sögunni og er þó ferill samgönguráðherra Halldórs Blöndals og ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar ljótur í þessum efnum. Ljóst er að þessi mikla skerðing, eða á annan milljarð króna borið saman við 804 millj. kr. í fjárlögum fyrir árið 1997 og rúmar 600 millj. kr. sem áætlaðar voru á árinu 1998 samkvæmt vegáætlun, setur for sendur nýrrar vegáætlunar í uppnám og mun skapa gríðarlega erfiðleika við að skipta allt of litlu vegafé á næsta ári. Sú forgangsröðun eða stefna ríkisstjórnarinar að vega gerð í landinu, uppbygging samgangna í landinu, skuli að þessu leyti ekki fá að njóta aukinna tekna, nema síður sé, hlýtur að vekja mikla undrun. Þörf fyrir samgöngubætur vítt og breitt um landið, jafnt í afskekktum byggðarlögum sem á höfuðborgarsvæðinu, er mikil og kröfur tímans kalla á stórauknar framkvæmdir á þessu sviði. Þrátt fyrir þetta ætlar ríkisstjórnin í hinu margumtalaða góðæri sínu að þrengja meira að vegafram kvæmdum en gert hefur verið um langt árabil og gera meira af mörkuðum tekjum vega sjóðs upptækar í ríkissjóð en nokkru sinni í sögunni.
     7.      Svipaða sögu er að segja um 14. gr. frumvarpsins þar sem fjallað er um skerðingu á tekjustofnum flugmálaáætlunar til framkvæmda í flugmálum en þar er lagt til, eins og reyndar undanfarin ár, að til viðbótar umtalsverðri skerðingu á mörkuðum tekjum til reksturs Flugmálastofnunar komi heimild til að skerða þessar tekjur til að standa straum af kostnaði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í fjárlagafrumvarpi ársins 1998 er gert ráð fyrir að 60 millj. kr. af stofnkostnaði við flugstöðina verði greiddar af tekjum af flug vallargjaldi á næsta ári. Þessi mikla skerðing á mörkuðum tekjum til framkvæmda í flug málum mun óhjákvæmilega draga verulega úr framkvæmdagetu á flugvöllum og mun það samkvæmt fyrirliggjandi flugmálaáætlun ekki síst bitna á áformuðum framkvæmd um á Reykjavíkurflugvelli. Minni hlutinn mótmælir þessum miklu skerðingum á fram lögum til brýnna framkvæmda í samgöngumálum, vegamálum og flugmálum, og vísar í því sambandi til álits samgöngunefndar um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1998, sbr. fskj. V, en þar lýsir samgöngunefnd í heild sinni óánægju með þessar skerðingar og einkanlega hina miklu skerðingu á vegafé.
    Í heild má segja að boðskapur þessa frumvarps stingi mjög í stúf við góðærishjal ríkis stjórnarinnar því að hér eru á ferðinni meiri skerðingar en nokkru sinni fyrr á mörkuðum tekjustofnum til framkvæmda á mikilvægum sviðum í menningarmálum, velferðarmálum og samgöngumálum. Hlýtur það að teljast í mikilli mótsögn við hinar hástemmdu ræður stjórnarherranna um mikinn árangur á öllum sviðum og góðæri. Ljóst er a.m.k. að mála flokkar eins og uppbygging á sviði málefna fatlaðra, brýnar framkvæmdir við æðstu menn ingarbyggingar í landinu, svo ekki sé nú talað um samgöngumálin, eiga ekki að njóta neins af góðærinu. Góðærið er ekki þar. Minni hlutinn getur ekki fallist á þessa forgangsröðun og áherslur ríkisstjórnarinnar og mun eftir atvikum greiða atkvæði gegn einstökum þáttum frum varpsins eða sitja hjá.
    Kristín Ástgeirsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 18. des. 1997.



Steingrímur J. Sigfússon,


frsm.


Ágúst Einarsson.



Jón Baldvin Hannibalsson.





Fylgiskjal I.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1998 (04 Landbúnaðarráðuneyti).

Frá landbúnaðarnefnd.



    Landbúnaðarnefnd hefur að beiðni fjárlaganefndar farið yfir þá þætti fjárlagafrumvarps ins sem eru á málefnasviði hennar, sbr. ákvæði 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis.
    Nefndin fékk á sinn fund Ingimar Jóhannsson og Guðmund Sigþórsson frá landbúnaðar ráðuneyti og skýrðu þeir þá liði frumvarpsins sem varða ráðuneytið og stofnanir þess. Þá komu til fundar Sigurgeir Þorgeirsson og Ari Teitsson frá Bændasamtökum Íslands.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að áfram verði unnið að sérstöku átaki í framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða. Til átaksins var stofnað með lögum nr. 27/1995, um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna af urða, en skv. 4. gr. laganna skal ríkissjóður leggja átaksverkefninu til 25 millj. kr. á ári í fjárlögum árin 1996–99. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að framlag til þessa verkefnis verði helmingi lægra í ár en á síðasta ári eða 12,5 millj. kr. Í samræmi við það er síðan að finna ákvæði í 6. gr. frumvarpsins sem gerir ráð fyrir þessari skerðingu. Bændasamtökin lýstu sig andvíg þessum niðurskurði og tekur nefndin undir þá skoðun.
    Þá er í frumvarpinu lögð til hækkun á framlagi til Bændasamtakanna. Hækkun milli ára skýrist af því að lagt er til að þær 89 millj. kr. sem verja skal til uppkaupa á fullvirðisrétti eða markaðsaðgerða samkvæmt núgildandi búvörusamningi verði veittar til jarðræktarfram laga og fleiri verkefna. Nefndin vekur athygli á því að verið er að taka einhliða upp samning við sauðfjárbændur og nota fjármuni sem þeim eru ætlaðir samkvæmt samningnum til að leysa önnur uppsöfnuð vandamál og getur nefndin ekki tekið undir slíkt. Þá er þess að geta að nefndin hefur í álitum sínum til fjárlaganefndar á síðustu árum ítrekað bent á nauðsyn þess að gera jarðræktarframlög upp en nefndin getur ekki stutt að það sé gert með framan greindum hætti.
    Við meðferð nefndarinnar á frumvarpinu óskaði hún m.a. eftir samantekt frá landbúnaðar ráðuneytinu um ýmis framlög og sjóði í þágu landbúnaðarins, en vegna breyttrar framsetn ingar frumvarpsins bætast við nýir fjárlagaliðir í A-hluta frumvarpsins, t.d. Framleiðsluráð landbúnaðarins, Landgræðslusjóður, Búnaðarsjóður, Lánasjóður landbúnaðarins o.fl., og fylgir samantektin áliti þessu.

Alþingi, 19. nóv. 1997.

Guðni Ágústsson, form.
Egill Jónsson.
Magnús Stefánsson.
Guðjón Guðmundsson.
Hjálmar Jónsson, með fyrirvara.
Árni M. Mathiesen, með fyrirvara.
Ágúst Einarsson, með fyrirvara.
Lúðvík Bergvinsson, með fyrirvara.
Sigríður Jóhannesdóttir, með fyrirvara.

Fylgiskjal II.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1998 (07 Félagsmálaráðuneyti).

Frá minni hluta félagsmálanefndar.



    Minni hluti félagsmálanefndar gerir eftirfarandi athugasemdir við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1998:
    Enn á ný eru tekjur Framkvæmdasjóðs fatlaðra skertar. Samkvæmt lögum er erfðafjár skattur ætlaður til framkvæmda í þágu fatlaðra. Þær tekjur eru áætlaðar 420 millj. kr. á næsta ári. Samkvæmt frumvarpinu fær framkvæmdasjóðurinn í sinn hlut 205 millj. kr. þannig að ríkið tekur í sinn hlut 215 millj. kr. Ríkisstjórnin hefur uppi áform um að flytja málefni fatlaðra til sveitarfélaganna. Ef það á að takast sómasamlega þurfa málefni fatlaðra að vera í góðu lagi, nema meiningin sé að leggja auknar byrðar á sveitarfélögin. Í Reykjavík og á Reykjanesi eru langir biðlistar eftir sambýlum og því ljóst að mikil þörf er fyrir fram kvæmdafé eigi að takast að stytta biðlistana. Það er ólíðandi að framkvæmdarvaldið skuli ár eftir ár skerða eyrnamerkt fé. Þá er miklu nær að breyta lögunum í stað þess að hunsa þau með þessum hætti.
    Minni hluti félagsmálanefndar vill enn einu sinni vekja athygli á þeirri alvarlegu þróun sem nú á sér stað varðandi félagslega húsnæðiskerfið. Enn eru bein framlög ríkisins til bygg ingar félagslegra íbúða skorin niður og hefur orðið verulegur samdráttur hvað varðar fjölgun íbúða. Gert er ráð fyrir að nýjum lánum til kaupa á húsnæði fækki úr 180 í 170. Því er borið við að eftirspurn eftir félagslegu húsnæði fari þverrandi, en það á aðeins við um dreifbýlið þar sem víða var farið of geyst í byggingu félagslegra íbúða. Á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólkið er flest og mest er um láglaunafólk, aldraða og öryrkja – sem mest þurfa á félagslegri aðstoð að halda – er eftirspurnin miklu meiri en hægt er að sinna. Minni hlutinn mótmælir þessum niðurskurði og bendir á að halda þarf áfram uppbyggingu félagslega húsnæðis kerfisins og stórauka framboð á leiguhúsnæði. Þá er staða Byggingarsjóðs verkamanna mikið áhyggjuefni en Ríkisendurskoðun hefur bent á að hann stefni í þrot verði ekki gripið til aðgerða. Enn bólar ekkert á aðgerðum af hálfu ríkisstjórnarinnar.
    Þá vill minni hluti félagsmálanefndar vekja athygli á því hve framlög til jafnréttismála eru skammarlega lág. Sá málaflokkur ætti að fá forgang á málefnaskrá ríkisstjórnarinnar í ljósi yfirlýsinga og jafnréttisáætlunar sem er í gildi, en því miður virðist áhuginn vægast sagt takmarkaður.
    Á síðasta þingi gagnrýndi minni hlutinn harðlega að atvinnusjóður kvenna var settur undir Atvinnuleysistryggingasjóð. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1998 er engan veginn hægt að sjá hvað sjóðnum er ætlað, en upplýst var á fundi nefndarinnar að sem fyrr eru 20 millj. kr. áætlaðar til styrktar atvinnusköpun kvenna. Jafnframt kom fram að dregið hefur úr umsókn um í sjóðinn og einnig að fyrirhugað er að endurskoða reglur hans í ljósi breyttra aðstæðna. Minni hlutinn tekur undir að sjóðurinn er mikilvægur og ætti auðvitað að fá mun meira fé. Í Evrópu og Bandaríkjunum hafa konur verið mikilvirkar við stofnun nýrra fyrirtækja og átt hvað mestan þátt í auknum hagvexti þessara ríkja. Slíkt hefur ekki gerst hér nema að litlu leyti og því brýnt að kanna hvað veldur og hvernig ríki og sveitarfélög geta komið til að stoðar með lánum og styrkjum. Jafnframt ítrekar minni hlutinn þá skoðun sína að nýsköpun í atvinnulífi og starfsmenntun fyrir atvinnulífið eru atvinnu- og menntamál, en ekki hluti af atvinnuleysisvanda þjóðarinnar. Á síðasta þingi var ákveðið að færa Starfsmenntasjóð atvinnulífsins undir Atvinnuleysistryggingasjóð og fær hann sömu upphæð til ráðstöfunar og á þessu fjárlagaári. Alls staðar í kringum okkur er verið að auka framlög til starfsmenntunar og hvers kyns endurmenntunar, ekki síst vegna þeirra miklu breytinga sem fram undan eru í atvinnulífinu. Störfum mun fækka í flestum framleiðslugreinum og þau verða æ sérhæfðari meðan störfum fjölgar í þjónustu- og hátækniiðnaði. Enn á ný mótmælir minni hluti félags málanefndar því hvernig ríkisstjórnin blandar saman óskyldum málum. Starfsmenntun at vinnulífsins á að þjóna framtíðinni og þörfum einstaklinganna en ekki að vera eitthvert skammtímaúrræði vegna þess atvinnuleysis sem við er að stríða. Því er spáð að á næstu öld verði vinnandi fólk að vera reiðubúið og eigi að fá tækifæri til að endurmennta sig til allt að þriggja starfa á starfsævinni. Afar mikilvægt er að íslenskt menntakerfi og aðilar vinnu markaðarins lagi sig að þessari nýju þörf til þess að fólk geti búið sig í tíma undir þær miklu breytingar sem fram undan eru, breytingar sem kalla á aukinn sveigjanleika. Atvinnuleysið kallar á sérstakar og sérhæfðar lausnir sem fela í sér endurmenntun og félagslegan stuðning. Almenn menntun eða sérhæfð í þágu atvinnugreina er annað en ekki síður mikilvægt mál sem kallar á stóraukin framlög eigi íslenskt atvinnulíf ekki að dragast aftur úr því sem tíðkast meðal þeirra þjóða sem við berum okkur saman við.
    Loks vill minni hlutinn minna á málefni barna og unglinga. Á síðasta þingi var samþykkt lagabreyting þess efnis að sjálfræðisaldur verði miðaður við 18 ár. Sú breyting kallar á aukið fjármagn til málefna barna og unglinga á næstu árum. Það þarf sérstök meðferðarúrræði fyrir aldurshópinn 16–18 ára sem oft og tíðum er mjög erfiður, en þau eru ekki til staðar nú. Ekki verður séð að neitt tillit sé tekið til þessarar breytingar í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1998, en afar brýnt er að bæta þar úr.

Alþingi, 24. nóv. 1997.

Kristín Ástgeirsdóttir, form.
Rannveig Guðmundsdóttir.
Ögmundur Jónasson.



Fylgiskjal III.


Umsögn félagsmálanefndar um 5.–6. gr. frumvarps til laga


um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1998.


(12. desember 1997.)


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sturlaug Tómasson og Björn Arnar Magnússon frá félagsmálaráðuneyti og Margréti Tómasdóttur og Sigurð Pétur Sigmundsson fyrir hönd Vinnumálastofnunar, Atvinnuleysistryggingasjóðs og Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga.
    Meiri hluti nefndarinnar (SF, EKG, KPál, MS, PHB, ArnbS) gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
    Minni hluti nefndarinnar (KÁ, RG, ÖJ) gerir eftirfarandi athugasemdir:
    Í 5., 6. og 7. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að Atvinnuleysistryggingasjóður greiði hluta af rekstrarkostnaði svæðisvinnumiðlana og Vinnumálastofnunar þvert á gildandi lög. Viðbótarkostnaður nú nemur samtals 100 millj. kr. Athygli er vakin á því að samkvæmt gildandi lögum er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður svæðisvinnumiðlana og Vinnumála stofnunar komi allur úr ríkissjóði og er það mat minni hlutans að eðlilegra hefði verið að halda sig við það fyrirkomulag. Fyrir því liggja m.a. eftirgreindar ástæður:
    Tekjur Atvinnuleysistryggingasjóðs hafa dregist saman en á sama tíma hafa sjóðnum verið falin aukin verkefni á borð við Atvinnusjóð kvenna og Starfsmenntasjóð. Mjög mikil vægt er að sjóðurinn verði sterkur og undir það búinn að mæta áföllum á vinnumarkaði. Á það er að líta að sjóðurinn nýtur ekki ríkisábyrgðar lögum samkvæmt en þeim mun mikil vægara er að sjóðurinn sjálfur fái risið undir þeim skuldbindingum sem á hann eru lagðar.
    Ekki er síður mikilvægt að vel takist til við rekstur Vinnumálastofnunar og svæðisvinnu miðlana. Í nýjum lögum um vinnumarkaðsaðgerðir er að finna margvíslega réttarbót en for senda þess að atvinnulausir fái í raun notið þeirra er að myndarlega sé að verki staðið og starfseminni tryggðir nægilegir fjármunir úr ríkissjóði en Atvinnuleysistryggingasjóði ekki gert að ganga á fjármuni sem ætlaðir eru til að greiða atvinnuleysisbætur.



Fylgiskjal IV.


Umsögn minni hluta heilbrigðis- og trygginganefndar um


almannatryggingakafla (8.–11. gr.) frumvarps til laga     um


ráðstafanir     í ríkisfjármálum á árinu 1998.


    Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa margsinnis lýst yfir að frá og með komandi áramótum verði bætur almannatrygginga tengdar launavísitölu, þó þannig að bætur hækki aldrei minna en vísitala neysluverðs. Þessa sér þó ekki stað í frumvarpinu forsætisráðherra um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Fulltrúar minni hlutans í heilbrigðis- og trygginganefnd telja því nauð synlegt að tekin séu af tvímæli um viðmið og framkvæmd bótahækkana. Jafnframt þarf að tryggja með ótvíræðum hætti að fyrirhuguð 4% launahækkun sem ráðgerð er um næstu áramót komi einnig fram í hækkun bóta almannatrygginga. Því er lögð fram eftirfarandi breytingartillaga af hálfu minni hlutans við 9. gr. frumvarpsins:
    „65. gr. laganna orðist svo:
    Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 59. gr. og fjárhæðir skv. 17. gr., skulu breytast í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísistölu neysluverðs. Breytingarnar skulu vera ársfjórðungslega frá byrjun mánaðanna janúar, apríl, júlí og október og miðast við breytingar launavísitölu á næstliðnum þremur mánuðum.“
    Jafnframt vekur minni hlutinn athygli efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi stjórnar andstöðunnar um að bætur almannatrygginga verði færðar í fyrra horf, þ.e. miðaðar við breytingar á launatöxtum verkamanna. Minni hlutinn hvetur nefndina til að kanna hvort ekki sé betra að haga ákvæðum frumvarpsins í þá veru enda hefði það skilað eldri borgurum mun meiri hækkun bótagreiðslna í kjölfar síðustu kjarasamninga.


Reykjavík, 15. des. 1997.


Össur Skarphéðinsson, form.
Margrét Frímannsdóttir.
Ásta R. Jóhannesdóttir.




Fylgiskjal V.


Álit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1998 (10 Samgönguráðuneyti).

Frá samgöngunefnd.



    Samgöngunefnd hefur að beiðni fjárlaganefndar farið yfir þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem eru á málefnasviði hennar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og bréf fjárlaganefndar frá 20. október 1997.
    Nefndin fékk á sinn fund Jón Birgi Jónsson ráðuneytisstjóra og Auði Eyvinds frá sam gönguráðuneyti og skýrðu þau þá liði frumvarpsins sem varða ráðuneytið og stofnanir þess. Þá komu á fund nefndarinnar Þorgeir Pálsson og Sigrún Traustadóttir frá Flugmálastjórn, Magnús Oddsson ferðamálastjóri frá Ferðamálaráði, Sigurbergur Björnsson og Jón Leví Hilmarsson frá Siglingastofnun Íslands og Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri og Hannes Sigurðsson frá Vegagerðinni.
    Í máli fulltrúa Vegagerðarinnar kom fram að gert er ráð fyrir lækkuðum framlögum til vegamála þar sem ríkið mun fá auknar greiðslur úr vegasjóði sem alls nema 1.064 millj. kr. samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þar með myndast inneign Vegagerðarinnar hjá ríkissjóði að fjárhæð rúmar 800 millj. kr. í árslok 1998. Heildarframlag til vegamála verður því 7.524 millj. kr. Hér er um að ræða lækkun frá gildandi vegáætlun sem gerði ráð fyrir 7.684 millj. kr. framlagi. Ljóst er að þessi skerðing mun hafa í för með sér um 6% lækkun fjárveitinga til nýframkvæmda frá vegáætlun þeirri sem samþykkt var í vor. Á það var bent í áliti sam göngunefndar við afgreiðslu fjárlaga síðasta árs að lækkun fjárveitinga til nýframkvæmda næmi 18–19%. Ljóst má vera að enn frekari skerðing mun hafa veruleg áhrif á framkvæmdir í vegamálum og hlýtur að leiða til frestunar á ýmsum brýnum verkefnum um land allt. Samgöngunefnd lýsir óánægju sinni með þessa niðurstöðu.
    Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að verulegu fé, eða 190 millj. kr., verði varið af flugmálaáætlun til reksturs Flugmálastjórnar, enn fremur að 60 millj. kr. fari til Flug stöðvar Leifs Eiríkssonar. Þetta mun óhjákvæmilega draga úr framkvæmdagetu á flugvöllum og samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að flugmálaáætlun mun það einkum bitna á áformuðum framkvæmdum á Reykjavíkurflugvelli. Sama tillaga gerir ráð fyrir því að framlög af flug málaáætlun til reksturs Flugmálastjórnar lækki um 90 millj. kr. á tveimur árum sem þannig mun auka framkvæmdafé að nýju. Í máli fulltrúa Flugmálastjórnar komu fram áhyggjur af þeirri tekjuaukningu sem gert er ráð fyrir að verði hjá Flugmálastjórn á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þar er gert ráð fyrir að tekjur hækki um 6,2–6,9% sem þeir töldu í hærra lagi.
    
Í máli fulltrúa Siglingastofnunar Íslands kom fram að gert væri ráð fyrir að framlög til hafnamála yrðu í samræmi við hafnaáætlun. Samgöngunefnd telur þetta mikilvægt vegna gildis stefnumörkunar í samgöngumálum þegar til lengri tíma er litið.
    Heildarframlög til ferðamála eru samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 136,8 millj. kr. og er þar um að ræða aukningu frá því í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1997. Ítrekuð er sú ábending sem fram kom í áliti samgöngunefndar með fjárlagafrumvarpi síðasta árs að mikilvægt sé að verja áfram fé til rannsókna og þróunarstarfsemi í ferðamálum og úrbóta í umhverfismálum, t.d. á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það er álit samgöngunefndar að forsenda fyrir aukinni sókn í ferðamálum sé að þeim málum verði vel sinnt.
    Árni Johnsen var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 27. nóv. 1997.



Einar K. Guðfinnsson, form.
Magnús Stefánsson.
Stefán Guðmundsson.
Egill Jónsson.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Ragnar Arnalds.
Ásta R. Jóhannesdóttir.
Kristján Pálsson.