Ferill 375. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 631 – 375. mál.



Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um eftirlit með áfengissölu.

Frá Ögmundi Jónassyni.



     1.      Hvað hafa mörg innflutningsleyfi á áfengi verið gefin út frá 1. desember 1995?
     2.      Hvernig er eftirliti með sölu áfengis til veitingahúsa háttað?
     3.      Í 13. gr. reglugerðar um áfengisgjald er kveðið á um að skylt sé að halda birgðabókhald þannig að fyrirvaralaust megi bera saman niðurstöðu birgðabókhalds og magn vöru birgða. Hversu oft hefur þessi samanburður farið fram hjá hverjum aðila?
     4.      Hversu oft er athugað hvort áfengisheildsalar selji einungis þeim aðilum sem taldir eru upp í 5. gr. reglugerðar um framleiðslu, heildsölu og innflutning á áfengi í atvinnuskyni?
     5.      Hversu oft er athugað hvort 9. gr. sömu reglugerðar um bókhald og skráningu viðskipta sé fylgt?
     6.      Hvernig hefur 10. gr. sömu reglugerðar þar sem kveðið er á um að áfengisheildsalar skuli senda skýrslu um áfengisviðskipti sín ársfjórðungslega til Hagstofu Íslands verið framfylgt frá árinu 1995? Þessi skýrsla á að innihalda m.a. upplýsingar um innflutning, sölu, tegundir, magn í lítrum og hlutfall vínanda.


Skriflegt svar óskast.