Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 635 – 1. mál.



Framhaldsnefndarálit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1998.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.



    Nefndin hefur haft fjárlagafrumvarpið til athugunar frá því að 2. umræða fór fram 12. desember sl. Til viðræðna við nefndina komu forsvarsmenn B- og C-hlutastofnana, þ.e. Ríkisútvarpsins, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Fulltrúar efnahags skrifstofu fjármálaráðuneytisins og Þjóðhagsstofnunar komu á fund nefndarinnar til við ræðna um tekjuhlið frumvarpsins og horfur í þjóðarbúskapnum.
    Vegna nýrrar uppsetningar fjárlagafrumvarpsins er rétt að taka fram til skýringar að ekki eru gerðar breytingartillögur við 1.– 4. gr. frumvarpsins heldur breytast þær í samræmi við þær breytingar sem gerðar eru á sundurliðunum 1– 4. Hins vegar eru lagðar til breytingar á 5.–7. gr. Í nefndarálitinu er fyrst gerð grein fyrir meginbreytingum sem verða á tekjuhlið frumvarpsins. Þá er gerð grein fyrir þeim breytingum sem lagt er til að gerðar verði á sundur liðunum 2– 4. Að lokum er gerð grein fyrir breytingum sem lagt er til að verði á 5. og 6. gr. frumvarpsins en framsögumaður meiri hlutans mun gera grein fyrir helstu breytingum sem lagt er til að verði á 7. gr. í ræðu sinni við upphaf 3. umræðu.
    Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun er ekki talin ástæða til að breyta þeirri þjóð hagsspá sem lögð var til grundvallar í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins. Endurskoðuð tekju áætlun fyrir árið 1998 endurspeglar því fyrst og fremst breytingar á tekjugrunni ársins 1997. Gert er ráð fyrir að auknar tekjur af veltusköttum árið 1997 skili sér á tekjuhlið næsta árs. Einnig er áætlað að tekjur af sölu eigna muni aukast verulega. Á móti vegur lækkun á tekju sköttum þar sem ekki er lengur gert ráð fyrir að sveitarfélögin taki þátt í kostnaði vegna lækkunar á tekjuskatti einstaklinga á næsta ári. Í heild er því gert ráð fyrir að tekjuhlið fjár laga hækki um 2,3 milljarða kr. á rekstrargrunni umfram áætlun fjárlagafrumvarpsins og verði um 165,8 milljarðar kr. árið 1998. Að venju eru álit efnahags- og viðskiptanefndar á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins og áhrifum skattalagabreytinga birt sem fylgiskjöl með nefndarálitinu.
    Tillögur meiri hluta nefndarinnar, er varða útgjöld A-hluta ríkissjóðs, leiða til hækkunar útgjalda um 1.106,7 m.kr.


SKÝRINGAR VIÐ BREYTINGARTILLÖGUR VIÐ SUNDURLIÐUN 2 (A-HLUTA)


00 Æðsta stjórn ríkisins


201    Alþingi: Lagt er til að viðfangsefnið 1.04 Alþjóðasamstarf hækki um 5,5 m.kr. vegna Vestnorræna þingmannaráðsins og er tilefnið þríþætt. Í fyrsta lagi er lagt til að framlag hækki um 3 m.kr. vegna starfsemi skrifstofu Vestnorræna þingmannaráðsins. Heildar kostnaður er 6 m.kr. og greiða Grænlendingar og Færeyingar helming á móti Íslending um. Gerð var samsvarandi breytingartillaga við 3. umræðu fjáraukalaga 1997. Í öðru lagi er gerð tillaga um að framlag til Vestnorræna þingmannaráðsins hækki tímabundið um 2 m.kr. vegna norrænnar æskulýðsstefnu á vegum ráðsins. Að lokum er lagt til að framlag verði hækkað um 0,5 m.kr. vegna aukins kostnaðar við starfsemi Vestnorræna ráðsins.

01 Forsætisráðuneyti


190    Ýmis verkefni: Lagt er til að hækkað verði framlag til Hrafnseyrarnefndar um 1 m.kr. og verður framlag á næsta ári þá 4 m.kr. Hækkunin er vegna utanhússviðgerða á húsi Jóns Sigurðssonar.

02 Menntamálaráðuneyti


201    Háskóli Íslands: Lagt er til að framlag til viðfangsefnisins 6.50 Byggingarframkvæmdir og tækjakaup hækki um 180 m.kr. Áætlað er að Happdrætti Háskóla Íslands taki allt að 180 m.kr. lán og greiði Háskóla Íslands lánsfjárhæðina sem fyrirframgreiddan arð. Há skólinn hyggst nota féð til að inna af hendi greiðslur til verktaka vegna byggingar á öðr um áfanga Náttúrufræðihúss. Kostnaður við þennan áfanga byggingarinnar er áætlaður 537 m.kr. Afborganir og kostnaður við lánið verður dreginn frá hlut skólans í hagnaði happdrættisins á næstu árum.
238    Bygginga- og tækjasjóður: Bygginga- og tækjasjóður fær skv. 14. gr. laga nr. 61/1994, um Rannsóknarráð Íslands, hlutdeild í ríkistekjum vegna einkaleyfisgjalds frá Happ drætti Háskóla Íslands, en ekki greiðslur úr ríkissjóði. Greiðsla úr ríkissjóði lækkar um 78 m.kr. og hlutdeild í ríkistekjum hækkar um sömu fjárhæð.
872    Lánasjóður íslenskra námsmanna: Framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna lækkar um 43 m.kr. í samræmi við endurskoðaða áætlun sjóðsins.
974    Sinfóníuhljómsveit Íslands: Lagt er til að framlag til hljómsveitarinnar til rekstrar hækki um 3 m.kr. Með hækkun framlags ríkis um 3 m.kr. hækkar framlag Menningar sjóðs útvarpsstöðva, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnessbæjar um 2,4 m.kr. þannig að heildarvelta hljómsveitarinnar hækkar um 5,4 m.kr.
983    Ýmis fræðistörf: Lagt er til að tekið verði upp nýtt viðfangsefni, 1.13 Bókaútgáfa Leifs Eiríkssonar, og að framlag verði 1,5 m.kr. Á síðustu árum hafa alls verið veittar 7,5 m.kr. til útgáfunnar sem hefur gefið út Íslendingasögur og Íslendingaþætti á ensku. Framlagið nú er ætlað til markaðssetningar.
984    Norræn samvinna: Gerð er tillaga um að óskiptur liður þessa fjárlagaliðar hækki um 1 m.kr. Sundurliðun er sýnd í sérstöku yfirliti.
999    Ýmislegt: Gerð er tillaga um 0,6 m.kr. hækkun til óskipts liðar og er hækkunin ætluð Surtseyjarfélaginu.

04 Landbúnaðarráðuneyti


190    Ýmis verkefni: Lagt er til að framlag til óskipts viðfangsefnis fjárlagaliðarins hækki um 2 m.kr. og hækkar óskipt fjárhæð sundurliðunar samsvarandi, en landbúnaðarráðuneytið ráðstafar þeirri fjárhæð.
211    Rannsóknastofnun landbúnaðarins: Við 2. umræðu fjárlaga stóð til að lækka þjónustutekjur og gjöld stofnunarinnar um 15 m.kr. Fyrir mistök voru þessir liðir hins vegar hækkaðir um 15 m.kr. við 2. umræðu og þarf því að lækka þessa liði um 30 m.kr. nú við 3. umræðu.
891    Sérstakar greiðslur í landbúnaði: Í 6. gr. frumvarps til fjárlaga fyrir árið 1998 er kveðið á um að þrátt fyrir ákvæði 4. gr. laga nr. 27/1995, um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna afurða, skuli framlag ríkissjóðs á árinu 1998 eigi nema hærri fjárhæð en 12,5 m.kr. Lagt er til að fallið verði frá þeirri skerðingu og hækkar því framlag til liðarins um 12,5 m.kr. Gerð er samsvarandi breytingartillaga við 6. gr. fjár lagafrumvarpsins.

05 Sjávarútvegsráðuneyti


190    Ýmis verkefni: Lagt er til að framlag til fjárlagaliðarins hækki alls um 10 m.kr. Annars vegar er gerð tillaga um 7 m.kr. viðbótarframlag til reksturs skólaskips á grundvelli nið urstöðu nefndar skipaðrar af sjávarútvegsráðherra. Áformað er að leigja hafrannsókna skipið Dröfn RE 35 til þessa verkefnis. Hins vegar er lagt til að veittar verði 3 m.kr. til kynningarstarfsemi erlendis á sjónarmiðum Íslendinga varðandi veiðar og nýtingu á auðlindum hafsins.

06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti


101    Dóms- og kirkjumálaráðuneyti, aðalskrifstofa: Lagt er til að framlag til aðalskrifstofu hækki um 0,3 m.kr. vegna náðunarnefndar. Á móti lækkar framlag til samfélagsþjónustu á fjárlagalið 190 Ýmis verkefni um samsvarandi fjárhæð. Samkvæmt nýsamþykktu frumvarpi til laga um breyting á lögum um fangelsi og fangavist mun Fangelsis málastofnun sjá um samfélagsþjónustu og samfélagsþjónustunefnd verður lögð niður. Ákvörðun Fangelsismálastofnunar má áfrýja til náðunarnefndar og mun vinna hennar því aukast nokkuð.
190    Ýmis verkefni: Lagt er til að viðfangsefnið 1.70 Samfélagsþjónustunefnd falli niður. Framlag að fjárhæð 5,8 m.kr. færist til aðalskrifstofu, 0,3 m.kr., og Fangelsismálastofn unar, 5,5 m.kr. Samkvæmt nýsamþykktu frumvarpi til laga um breyting á lögum um fangelsi og fangavist mun Fangelsismálastofnun sjá um samfélagsþjónustu og sam félagsþjónustunefnd verður lögð niður. Ákvörðun Fangelsismálastofnunar má áfrýja til náðunarnefndar. Gerð er tillaga um að veitt verði 2,4 m.kr. tímabundið framlag til rann sóknar á viðurlögum við afbrotum og þróun þeirra. Rannsóknin á að beinast að dómum vegna líkamsmeiðinga, kynferðisbrota og fíkniefnabrota og tekur til dóma Hæstaréttar en einnig er fyrirhugað að dómaframkvæmd hér á landi verði borin saman við rétt ann arra landa sem búa við svipaða réttarskipan og koma þar helst til greina Danmörk og Noregur.
501    Fangelsismálastofnun ríkisins: Gerð er tillaga um að hækkað verði framlag til Fangelsismálastofnunar um 5,5 m.kr. en á móti lækkar fjárveiting til samfélagsþjónustu á fjárlagalið 190 Ýmis verkefni um samsvarandi fjárhæð. Samkvæmt nýsamþykktu frum varpi til laga um breyting á lögum um fangelsi og fangavist mun Fangelsismálastofnun sjá um samfélagsþjónustu og samfélagsþjónustunefnd verður lögð niður.
733    Kirkjugarðsgjöld: Lagt er til að framlag til kirkjugarða hækki um 16 m.kr. Samkvæmt frumvarpi til laga um breyting á lögum um kirkjugarða o.fl. verða kirkjugarðar Reykja víkurprófastsdæma undanþegnir skyldu til að greiða í Kirkjugarðasjóð árin 1998 og 1999. Við það aukast ráðstöfunartekjur þeirra um 16 m.kr. en framlag til Kirkjugarða sjóðs lækkar að sama skapi.

07 Félagsmálaráðuneyti


400    Málefni barna og ungmenna: Lagt er til að framlag til málaflokksins börn og ungmenni verði hækkað um 20 m.kr. á árinu 1998 vegna hækkunar sjálfræðisaldurs í 18 ár og er fjárveitingin færð á nýtt viðfangsefni á þessum fjárlagalið, 1.21 Ný meðferðarúrræði vegna hækkunar sjálfræðisaldurs. Annars vegar er gert ráð fyrir rekstri nýs meðferðar heimilis í Skagafirði og hins vegar eflingu neyðarvistunar í bráðatilvikum þar sem búast má við aukinni eftirpurn á slíkri vistun í kjölfar hækkunar sjálfræðisaldurs.
722    Sólheimar Grímsnesi: Lagt er til að veitt verði 3 m.kr. hækkun á rekstrarfjárveitingu heimilisins vegna þjónustusamnings félagsmálaráðuneytisins við Sólheima.
801    Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: Lagt er til að framlag til sjóðsins hækki um 39 m.kr. í kjölfar endurskoðunar á tekjuáætlun ríkissjóðs.

08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti


204    Lífeyristryggingar: Tekjur af tryggingagjaldi aukast samkvæmt endurskoðaðri tekjuáætlun um 100 m.kr. umfram það sem áætlað var í fjárlagafrumvarpi vegna aukinna um svifa á vinnumarkaði. Hlutdeild lífeyristrygginga í tryggingagjaldi eykst um 100 m.kr. af þeim sökum og lækkar greiðsla úr ríkissjóði um sömu fjárhæð.
371    Ríkisspítalar: Lagt er til að veittar verði 2 m.kr. til myndfundabúnaðar. Landspítali ráðgerir að hefja samstarf við sjúkrahúsin á Patreksfirði og Seyðisfirði um ráðgjöf vegna geðlækninga og verður í því skyni notaður fjarfundabúnaður. Landspítali mun leggja til sinn fjarfundabúnað en framlagið er ætlað til kaupa á búnaði fyrir sjúkrahúsin á Pat reksfirði og Seyðisfirði.
375    Sjúkrahús Reykjavíkur: Lagt er til að veittar verði 100 m.kr. til meiri háttar viðhalds til Sjúkahúss Reykjavíkur.
379    Sjúkrahús, óskipt: Gerð er tillaga um 25 m.kr. framlag til að kosta starf á vegum fyrirhugaðs faghóps um vanda sjúkrahúsanna og áframhaldandi athugun á aukinni samvinnu eða sameiningu sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun um frekari ráðstöfun framlagsins verður tekin sameiginlega af heilbrigðisráðuneyti og fjármálaráðuneyti.
510    Heilsuverndarstöðin í Reykjavík: Gerð er tillaga um að framlag verði hækkað um 2,6 m.kr. vegna verðbóta á tilfærsluframlag en við vinnslu fjárlagafrumvarps fórst það fyrir að gera ráð fyrir þeim. Framlaginu er ráðstafað til samninga sem Heilsuverndarstöðin hefur meðal annars gert um læknavakt í Reykjavík.

09 Fjármálaráðuneyti


381    Lífeyrisskuldbindingar, eftirlaun: Lagt er til að 1.270 m.kr. verði færðar af fjárlagalið 381- 1.01 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, 35 m.kr. af fjárlagalið 381-1.04 Lífeyris sjóður hjúkrunarfræðinga og 900 m.kr. af fjárlaglið 989-1.90 Launa- og verðlagsmál, samtals 2.205 m.kr., yfir á almennan rekstur stofnana og verkefna í A-hluta í samræmi við sundurliðun samkvæmt sérstöku yfirliti. Breytingin er gerð til samræmis við ákvæði laga nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og laga nr. 2/1997, um Lífeyris sjóð hjúkrunarfræðinga, og ákvæði frumvarps til laga um breytingar á framangreindum lögum. Samkvæmt þessum ákvæðum er gert ráð fyrir að greiðsla iðgjalds launagreið enda í A-hluta fjárlaga til A- og B-deilda þessara lífeyrissjóða verði 11,5% af öllum launum. Úgjöld stofnana og verkefna í A-hluta fjárlagafrumvarps miðast við að iðgjald launagreiðanda sé 6% af dagvinnulaunum. Á fjárlagalið 09-989-190 Launa- og verð lagsmál er í fjárlagafrumvarpi áætlað fyrir hækkun á iðgjaldagreiðslu stofnana vegna þeirra sem verða í A-deildum sjóðanna, en samkvæmt ákvæði framangreinds frumvarps er gert ráð fyrir að hækkun á iðgjaldsgreiðslu stofnana vegna þeirra sem verða í B-deildum sjóðanna komi til lækkunar á lífeyrisskuldbindingum og verðbótum á lífeyri sem áætlað er fyrir á fyrrnefndum fjárlagalið 381 undir fjármálaráðuneyti. Stofnanir sem eru alfarið fjármagnaðar af mörkuðum tekjustofnum fá ekki hækkun samkvæmt þessari tillögu.
721    Fjármagnstekjuskattur: Gerð er tillaga um nýjan fjárlagalið undir fjármálaráðuneyti, 09-721-1.11 Fjármagnstekjuskattur, þar sem veitt verði 400 m.kr. fjárheimild, en greiddar verði 380 m.kr. á árinu 1998. Tilefni þessarar breytingar er að samkvæmt lög um um fjármagnstekjuskatt er ríkissjóður ekki undanþeginn greiðslu á skattinum af sínum vaxtatekjum. Sömu fjárhæðir færast á tekjuhlið og hefur þessi breyting því ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs, hvorki á rekstrargrunni né greiðslugrunni.
989    Launa- og verðlagsmál: Alls er lagt til að framlag til þessa fjárlagaliðar lækki um 650 m.kr. Annars vegar er lagt til að fjárheimild þessa liðar verði aukin um 250 m.kr. Heim ildin er ætluð til þess að mæta útgjöldum vegna kjarasamninga og kjaranefndarúrskurða sem ekki eru að fullu frágengnir eða sem eftir er að leggja kostnaðarmat á fyrir einstakar stofnanir. Mest munar þar um kjarasamning við sjúkrahúslækna, en mati á áhrifum hans á útgjöld heilbrigðisstofnana verður ekki lokið fyrir afgreiðslu fjárlaga. Þá má nefna að kjaranefnd á eftir að úrskurða um laun heilsugæslulækna og háskólaprófessora. Hins vegar er lagt til að framlag lækki um 900 m.kr. til samræmis við ákvæði laga nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og laga nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunar fræðinga, og ákvæði frumvarps til laga um breytingar á framangreindum lögum. Breyt ing þessi er skýrð nánar í umfjöllun um fjárlagalið 381 Lífeyrisskuldbindingar, eftirlaun hér að framan.
999    Ýmislegt: Lagt er til að heimild viðfangsefnisins 1.15 Kjararannsóknir lækki um 7,5 m.kr. Framlag þetta er vegna aukinna verkefna kjaranefndar og var ákveðið við 2. um ræðu um frumvarpið en átti að færast á viðfangsefnið 1.65 Kjaradómur og kjaranefnd. Er því gert ráð fyrir að það viðfangsefni hækki um sömu fjárhæð.

10 Samgönguráðuneyti


211    Vegagerðin: Lagt er til að veittar verði 20 m.kr. af vegafé til stuðnings á starfsemi sérleyfishafa þar sem reglur um endurgreiðslur á þungaskatti til sérleyfishafa voru þrengd ar talsvert á árinu 1997. Samgönguráðuneytið mun að fengnum tillögum Vegagerðar innar semja reglur um úthlutun fjármunanna.
651    Ferðamálaráð: Lagt er til að framlag til ráðsins hækki alls um 4,5 m.kr. Annars vegar er gerð tillaga um 4 m.kr. fjárveitingu til almenns reksturs Ferðamálaráðs til að auka svigrúm ráðsins til að efla þjónustu við ferðamenn. Í því skyni er m.a. fyrirhugað að styrkja upplýsingaþjónustu í Leifsstöð. Hins vegar er lagt til að framlag vegna sam starfssamnings við Grænland og Færeyjar hækki um 0,5 m.kr.

14 Umhverfisráðuneyti


190    Ýmis verkefni: Við 2. umræðu um frumvarp til fjárlaga 1998 var samþykkt 3,5 m.kr. hækkun til Skipulagsstofnunar vegna úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í samræmi við ný byggingarlög, nr. 76/1997, sem taka gildi 1. janúar 1998. Lagt er til að fjárveitingin, að viðbættum 2,2 m.kr. af rekstrarframlagi til Skipulagsstofnunar, verði færð á nýtt viðfangsefni, 1.61 Úrskurðarnefnd um skipulags- og byggingarmál. Framlag til Skipulagsstofnunar lækkar á móti um 5,7 m.kr.
285    Spilliefnasjóður: Áætlað er að tekjur af spilliefnagjaldi hækki um 64,1 m.kr. á næsta ári í kjölfar nýrra laga um spilliefnagjald og er þá gert ráð fyrir að heildartekjur spilli efnasjóðs verði 160 m.kr. á næsta ári. Útgjöld vegna eyðingar spilliefna hækka sam svarandi. Hlutdeild í ríkistekjum eykst að sama skapi og heildaráhrif eru engin.
301    Skipulagsstofnun: Við 2. umræðu um frumvarp til fjárlaga 1998 var samþykkt 3,5 m.kr. hækkun til Skipulagsstofnunar vegna úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í samræmi við ný byggingarlög, nr. 76/1997, sem taka gildi 1. janúar 1998. Lagt er til að fjárveitingin, að viðbættum 2,2 m.kr. af rekstrarframlagi til Skipulagsstofnunar, verði færð á nýtt viðfangsefni, 1.61 Úrskurðarnefnd um skipulags- og byggingarmál. Framlag til Skipulagsstofnunar lækkar á móti um 5,7 m.kr.
401    Náttúrufræðistofnun Íslands: Lagt er til að útgjöld og þjónustutekjur viðfangsefnisins 1.02 Setur í Reykjavík hækki um 8 m.kr. til samræmis við raunveltu stofnunarinnar.

    Í breytingartillögum við sundurliðun 2 eru fluttar nokkrar tillögur um breytingar á sér stökum yfirlitum. Er þar ýmist um að ræða leiðréttingar, að liðir hafa fallið brott (en þeirra er þó getið í nefndaráliti við 2. umr.) og loks viðbót í samræmi við breytingartillögur við 3. umr.
    Þá er lagt til að framlög til stofnana og viðfangsefna í A-hluta fjárlaga hækki samtals um 2.205 m.kr. vegna þess að þeim er ætlað að greiða til A- og B-deilda Lífeyrissjóðs starfs manna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga iðgjald sem nemur 11,5% af öllum launum í stað 6% iðgjalds af dagvinnulaunum. Sundurliðun fjárhæðarinnar á stofnanir og verkefni verði samkvæmt sérstöku yfirliti. Á móti lækkar fjárlagaliður 09-381-1.01 Lífeyris sjóður starfsmanna ríkisins um 1.270 m.kr., fjárlagaliður 09-381-1.04 Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga um 35 m.kr. og fjárlagliður 09- 989-1.90 Launa- og verðlagsmál um 900 m.kr. Samtals nemur lækkunin 2.205 m.kr.

SKÝRINGAR VIÐ BREYTINGARTILLÖGUR VIÐ SUNDURLIÐUN 3 (B-HLUTA)


    B-hlutaáætlanir hafa verið endurmetnar frá því að frumvarp til fjárlaga var lagt fram í október. Í endurskoðuðum áætlunum hefur verið tekið tillit til ýmissa leiðréttinga á fyrri áætlunum, áhrifa af ráðstöfunum í A-hluta fjárlaga, breytinga á lántökum og nýrra upplýs inga um fyrirhugaða starfsemi fyrirtækja og sjóða. Í framhaldi af því gerir meiri hluti fjárlaganefndar tillögu um breytingar á sex áætlunum í B-hluta.

22 Menntamálaráðuneyti


201    Happdrætti Háskóla Íslands: Lagt er til að happdrættinu verði heimilað að taka allt að 180 m.kr. lán og greiða Háskóla Íslands lánsfjárhæðina sem fyrirframgreiddan hagnað. Háskólinn hyggst nýta féð til að fjármagna byggingu náttúrufræðihúss. Láninu er ætlað að brúa bil á milli tekna happdrættisins og útgjalda vegna hússins á árinu 1998. Áformað er að sækja um 70 m.kr. lántökuheimild í fjárlögum 1999 vegna sama máls. Miðað er við að endurgreiðslu lána verði lokið eigi síðar en árið 2004. Greiðslur happ drættisins til Bygginga- og tækjasjóðs og til Háskóla Íslands eru áætlaðar 626 m.kr.
971    Ríkisútvarpið: Lagt er til að Ríkisútvarpinu verði heimilað að taka að láni allt að 300 m.kr. á árinu 1998 vegna sameiningar á allri starfsemi stofnunarinnar í Reykjavík á ein um stað. Ákveðið hefur verið að flytja starfsemi sjónvarpsins frá Laugavegi 176 að Efstaleiti 1 og er kostnaður við frágang húsnæðis og kaup á tækjum áætlaður 962 m.kr. Áformað er taka viðbótarlán á árinu 1999 af sama tilefni.
974    Sinfóníuhljómsveit Íslands: Framlög eigenda hækka samtals um 5,4 m.kr. vegna rekstrargjalda hljómsveitarinnar. Þar af hækkar framlag ríkisins í A-hluta um 3 m.kr. og fram lag annarra rekstraraðila um 2,4 m.kr.

23 Utanríkisráðuneyti


114    Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Við 2. umræðu fjárlaga samþykkti Alþingi að 15 m.kr. framlag til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á lið 03-221 falli niður. Einnig var samþykkt að 54,5 m.kr. framlag frá Flugmálastjórn renni til Flugstöðvarinnar. Nettóhækkun nem ur því 39,5 m.kr., og hækkar því framlag úr ríkissjóði úr 75 m.kr. í 114,5 m.kr. Einnig er áformað að hefja stækkun á Flugstöðinni á næsta ári og verja til þess 475 m.kr. Jafnhá fjárhæð verði tekin að láni.

29 Fjármálaráðuneyti


101    Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins: Áætlun fyrirtækisins hefur verið endurskoðuð. Í nýrri áætlun er gert ráð fyrir 9.727,1 m.kr. rekstrartekjum sem er 343,3 m.kr. hækkun frá frumvarpi og 6.916,1 m.kr. rekstrargjöldum sem er 68,6 m.kr. hækkun. Hagnaður af reglulegri starfsemi verður því 2.824 m.kr. Gert er ráð fyrir að sama áfengismagn verði selt og á síðustu 12 mánuðum, en bjórsala dragist saman um 4% og tóbak um 5%. Tekjuauki skýrist af verðhækkun á söluvörum. Áætlað er að arðgreiðsla í ríkissjóð hækki um 241 m.kr. og verði 2.908 m.kr.

31 Iðnaðarráðuneyti


321    Rafmagnsveitur ríkisins: Gerð er tillaga um 160 m.kr. lántöku til að flýta framkvæmdum, í fyrsta lagi vegna breytinga á flutningi raforku til Akraness í kjölfar samnings við Andakílsárvirkjun, í öðru lagi vegna flutnings á raforku að Hvalfjarðargöngum sem verður fyrr en áætlað var og loks vegna breytinga á rafdreifingu í Kjós vegna þess að gamla línan frá Sogni að Korpu stendur í vegi fyrir íbúðarbyggð í Staðarhverfi. Gert er ráð fyrir að lánin verði að fullu greidd árið 2001. Einnig er leiðrétt til lækkunar 15 m.kr. arðgreiðsla í ríkissjóð og afborganir af teknum lánum hækkaðar um sömu fjárhæð.

SKÝRINGAR VIÐ BREYTINGARTILLÖGUR VIÐ SUNDURLIÐUN 4 (C-HLUTA)


    C-hlutaáætlanir hafa verið endurmetnar frá því að frumvarp til fjárlaga var lagt fram í október. Í endurskoðuðum áætlunum hefur verið tekið tillit til ýmissa leiðréttinga á fyrri áætlunum, áhrifa af ráðstöfunum í A-hluta fjárlaga, breytinga á lántökum og nýrra upplýs inga um fyrirhugaða starfsemi fyrirtækja og sjóða. Í framhaldi af því gerir meiri hluti fjárlaganefndar tillögu um breytingar á fimm áætlunum í C-hluta.

41 Forsætisráðuneyti


221    Byggðastofnun: Við 2. umræðu samþykkti Alþingi breytingartillögu þess efnis að framlag til Byggðastofnunar hækki um 12 m.kr. til að kosta starfsemi atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni og verður þá framlag til þeirrar starfsemi alls 65 m.kr. Hækka rekstrar gjöld um sömu fjárhæð.

42 Menntamálaráðuneyti


872    Lánasjóður íslenskra námsmanna: Áætlun Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur verið endurskoðuð. Í endurskoðaðri áætlun er gert ráð fyrir að lánþegum fjölgi um 1% í stað 5% í frumvarpinu og eru útlán því áætluð 3.030 m.kr. í stað 3.060 m.kr. Áætlað er að afborganir af teknum lánum verði 70 m.kr. lægri og að innheimt námslán verði 40 m.kr. hærri en frumvarpið gerir ráð fyrir. Þörf á lántökum verður 100 m.kr. minni en sam kvæmt frumvarpinu. Lagt er til að önnur rekstrargjöld verði hækkuð um 1 m.kr. vegna lögfræðiþjónustu og um 5 m.kr. vegna kostnaðar við málskotsnefnd. Í nýrri áætlun er gengið út frá því að framlag ríkissjóðs nemi 55% útlána, auk 55 m.kr. vaxtastyrks sem áætlað er fyrir meðal annarra rekstrargjalda og 5 m.kr. vegna málskotsnefndar sem áður var getið. Framlag ríkisins lækkar samkvæmt þessum forsendum um 43 m.kr. og verður 1.727 m.kr. Forsenda 1% lækkunar ríkisframlags er byggð á útreikningum Ríkisendur skoðunar.

45 Sjávarútvegsráðuneyti


881    Þróunarsjóður sjávarútvegsins: Sjóðurinn fær framlag úr A-hluta ríkissjóðs sem fært er sem rekstrartekjur í áætlun sjóðsins í C-hluta fjárlagafrumvarps. Þetta er nú leiðrétt með því að lækka rekstrartekjur um 680 m.kr. og hækka framlag til rekstrar úr ríkissjóði um sömu fjárhæð.

47 Félagsmálaráðuneyti


270    Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild: Tekin löng lán hækka um 500 m.kr. vegna þess að gert er ráð fyrir því húsbréfaútgáfa aukist um 5% milli ára. Þannig er gert ráð fyrir að heildarútgáfa húsbréfa á árinu 1998 verði 16,5 milljarðar kr. á markaðsvirði.
271    Byggingarsjóður ríkisins: Við undirbúning fjárlaga láðist að gera ráð fyrir verðbótum á fjármunatekjur, fjármagnsgjöld, afborganir af veittum löngum lánum og teknum löngum lánum. Þá er talið að breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum verði neikvæð um 357 m.kr. þar sem gert er ráð fyrir að sjóðurinn endurgreiði meira af tekn um lánum en nemur auknum útlánum. Þessar breytingar hafa óveruleg áhrif á stöðu sjóðsins. Í stað þess að handbært fé aukist um 71 m.kr. milli ára eins og áætlað er í fjárlagafrumvarpi er nú áætlað að það breytist ekki.

SKÝRINGAR VIÐ BREYTINGARTILLÖGUR VIÐ 5. GR.


     1.      Breytingar þær sem tíundaðar eru hér á eftir auk breyttrar tekjuáætlunar ríkissjóðs hafa áhrif til breytinga á þá fjárhæð sem birtist í 1. tölul. 5. gr. Breytingin á 1. tölul. 5. gr. er því afleidd stærð.
     2.      Lagðar eru til fimm breytingar á 2. tölul. 5. gr.:
       a.      Lagt er til að heimild til að endurlána Lánasjóði íslenskra námsmanna lækki um 100 m.kr. Skýringar eru þríþættar. Í fyrsta lagi hafa meðalvextir lána sem sjóðurinn tekur lækkað. Í öðru lagi hafa meðaltekjur lánþega hækkað meira en ráð var fyrir gert sem leiðir til aukinna endurgreiðslna. Loks er fjölgun lánþega talin verða 1% minni en ráð var fyrir gert. Samtals dregur þetta úr lánsfjárþörf sjóðsins um 100 m.kr.
       b.      Á fundi ríkisstjórnarinnar 5. desember sl. var ákveðið að afla 475 m.kr. lánsfjárheimildar á fjárlögum 1998 til að hefjast handa við 1. áfanga stækkunar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á grundvelli framkvæmdaáætlunar Framkvæmdasýslu ríkisins.
    c.    Lagt er til að ríkissjóður endurláni Happdrætti Háskóla Íslands allt að 180 m.kr.vegna framkvæmda Háskóla Íslands við náttúrufræðihús á árinu 1998.
    d.    Ákveðið hefur verið að flytja starfsemi sjónvarpsins frá Laugavegi 176 að Efstaleiti 1. Til að fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir er lagt til að ríkissjóður endurláni Ríkisútvarpinu allt að 300 m.kr. á næsta ári.
    e.    Lagt er til að Rafmagnsveitum ríkisins verði heimilt að taka allt að 160 m.kr. að láni hjá Endurlánum ríkissjóðs. Ástæða þessa er sú að nauðsynlegt er talið að flýta 160 m.kr. framkvæmdum sem áformaðar voru árið 2001. Í fyrsta lagi er um að ræða breyt ingar á flutningi raforku til Akraness í kjölfar samnings við Andarkílsárvirkjun. Í öðru lagi er um að ræða flutning raforku að Hvalfjarðargöngum sem verður fyrr en áætlað var. Loks þarf að hefja fyrr í breytingar á rafdreifingu í Kjós vegna þess að gamla línan frá Sogni að Korpu er í vegi fyrir íbúðarbyggð í Staðarhverfi. Gert er ráð fyrir að þessi lántaka verði að fullu greidd árið 2001.
     3.      Landsvirkjun hefur óskað eftir því að lánsfjárheimild þeirra á árinu 1998 verði 8.300 m.kr. í stað 7.500 m.kr. eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpi og hækki því um 800 m.kr. Á móti vegur að ekki verða nýttar 2.800 m.kr. af lántökuheimild yfirstandandi árs. Þessar breytingar stafa af tveimur tilefnum. Annars vegar fellur mestur hluti kostnaðar af byggingu Búrfellslínu 3A á árið 1998. Hins vegar ætlar fyrirtækið að fresta að sinni fyrirhugaðri uppgreiðslu lána fyrir gjalddaga að upphæð 2.000 m.kr. sem fjármagna átti með fé úr rekstri.
     4.      Hér er um að ræða tillögu um lánsheimild upp á 16.500 m.kr. miðað við markaðsvirði húsbréfa sem er í samræmi við endurskoðaða áætlun Húsnæðisstofnunar ríkisins um húsbréfaútgáfu á árinu 1998. Hækkunin nemur 500 m.kr.
     5.      Varðandi lið 6.1 er um að ræða breytingu á framsetningu en hvað varðar lið 6.2 er verið að leggja til að 13. gr. núgildandi lánsfjárlaga verði tekin óbreytt inn í frumvarpið. Er það gert til þess að taka af allan vafa um heimildina.

SKÝRINGAR VIÐ BREYTINGARTILLÖGUR VIÐ 6. GR.


     1.      Lagt er til að fallið verði frá skerðingu á framlagi til átaksverkefnis um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna afurða. Til samræmis við þetta er í breytingartillögum við sundurliðun 2 lagt til að framlag til verkefnisins hækki um 12,5 m.kr.
     2.      Lagt er til að 1.164 m.kr. af innheimtum mörkuðum tekjum til vegagerðar renni í ríkissjóð sem er 100 m.kr. hækkun frá ákvæði 5. tölul. 6. gr. fjárlagafrumvarpsins.
     3.      Við 2. umræðu fjárlaga 1998 var samþykkt 83,3 m.kr. hækkun útgjalda Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Ákvæði 7. tölul. 6. gr. fjárlagafrumvarpssins á þar með ekki lengur við.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem hann stendur að og gerðar eru tillögur um á þskj. 636–640.
    

Alþingi, 18. des. 1997.



Jón Kristjánsson,


form., frsm.

Sturla Böðvarsson.     


Arnbjörg Sveinsdóttir.     



Árni Johnsen.     


Árni M. Mathiesen.     


Hjálmar Jónsson.     



Ísólfur Gylfi Pálmason.     



Fylgiskjal I.



Álit

um 1. gr. frv. til fjárlaga fyrir árið 1998, sbr. sundurliðun 1, og áhrif skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Í samræmi við 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, hefur nefndin fjall að um 1. gr. fjárlagafrumvarpsins, sbr. sundurliðun 1, og áhrif skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs. Nefndin fékk á sinn fund Sigurð Ólafsson frá fjármálaráðuneyti til að skýra málið frekar.
    Þær skattabreytingar sem varða tekjuáætlun fjárlaga fyrir árið 1998 koma einkum fram í frumvarpi til laga um aukatekjur ríkissjóðs, en breytingarnar munu hafa í för með sér að tekjur ríkissjóðs hækka um tæplega 99 millj. kr. á ári. Þá munu breytingar á lögum um vöru gjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. leiða til tekjulækkunar fyrir ríkissjóðs sem nemur um 7,5 millj. kr. á ári en á móti kemur breyting á lögum um fjáröflun til vegagerðar sem mun leiða til tekjuhækkunar sem nemur allt að 8 millj. kr. verði það frumvarp að lögum. Í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum eru síðan lagðar til breytingar sem leiða til hækkunar á tryggingagjaldi. Tekjur af tryggingagjaldi hækka um 200 millj. kr. umfram áætlun fjárlaga frumvarpsins. Helmingur þeirrar hækkunar skýrist af 0,04% hækkun á hlutfalli trygginga gjalds til að fjármagna greiðslur til feðra í fæðingarorlofi. Áhrif frumvarps til laga um breyt ingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, sem hefur að geyma ákvæði um fyrningu réttinda sem ekki rýrna við notkun, á tekjuáætlun fjárlaga fyrir árið 1998 eru hins vegar enn óljós.
    Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1998 var gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs árið 1997 yrðu rúmlega 130,9 milljarðar kr., eða 4,7 milljörðum kr. hærri en í fjárlögum ársins 1997. Nú er gert ráð fyrir að í heild aukist tekjur ársins 1997 um 850 millj. kr. frá áætlun fjárlagafrumvarpsins og verði tæplega 131, 8 milljarðar kr., eða 5 1/ 2 milljarður kr. umfram fjárlög ársins 1997. Tekjuskattar munu skila svipuðum tekjum og gert var ráð fyrir þar sem lægri innheimta í tekjusköttum fyrirtækja vegur upp meiri tekjur af tekjusköttum einstaklinga.

Alþingi 17. des. 1997.



Vilhjálmur Egilsson, form.


Gunnlaugur M. Sigmundsson.


Einar Oddur Kristjánsson.


Valgerður Sverrisdóttir.


Sólveig Pétursdóttir.


Pétur H. Blöndal.









Fylgiskjal II.



Álit



um 1. gr. frv. til fjárlaga fyrir árið 1998, sbr. sundurliðun 1, og áhrif skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.


    Minni hluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur eins og nefndin í heild haft mjög skamm an tíma aflögu til að skoða tekjuforsendur fjárlagafrumvarpsins. Samkvæmt upplýsingum sem fyrir liggja er ekki talin ástæða til að endurskoða þjóðhagsspá sem fylgdi fjárlagafrum varpinu sl. haust.
    Breytingar á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins eru því fyrst og fremst afleiðing af endurmati á tekjum ríkisins á yfirstandandi ári.
    Athygli vekur að eins og á síðasta ári gerir endurmatið ráð fyrir meiri tekjum af tekju skatti einstaklinga en minni af fyrirtækjum.
    Eins og undanfarin ár eru tekjur ríkissjóðs af sölu eigna árið 1997 mun lakari en áætlað var. Endurmetin áætlun ársins 1998 gerir hins vegar ráð fyrir verulega auknum tekjum af eignasölu án þess að rökstutt sé mjög vandlega hvers vegna líklegt sé að „einkavæðingin“ muni ganga betur fyrir sig og stuðla að meiri tekjum en á yfirstandandi ári.
    Á næsta ári stendur til að hækka bifreiðaskatta og ná 220 millj. kr. tekjuaukningu þannig. Samtímis því liggur fyrir samkvæmt fjárlagafrumvarpi og bandormi að ganga á lengra í skerðingu markaðra tekna til vegamála í ríkissjóð en nokkru sinni fyrr. Niðurstaðan er því sú að vegamálin njóta í engu tekjuaukans af umferðinni.
    Í heildina tekið er talsverð óvissa ríkjandi um margar af tekjuforsendum fjárlaga næsta árs, auk þess sem fyrir liggur að stór göt eru á gjaldahliðinni, sérstaklega varðandi heil brigðismálin.
    Einnig má setja spurningarmerki við ýmislegt í efnahagsstefnu og hagstjórn ríkisstjórn arinnar sem virðist berast áfram metnaðar- og meðvitundarlítil á á bylgju svokallaðs góð æris. Góðærið er því miður að verulegu leyti þenslu- og eyðslugóðæri, og áform um tekjuaf gang á fjárlögum eru runnin út í sandinn. Ýmsar blikur eru því á lofti hvað þjóðhagshorfur snertir á árinu 1998.

Alþingi, 17. des. 1997.

Steingrímur J. Sigfússon.
Ágúst Einarsson.
Jón Baldvin Hannibalsson.