Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997-98.
Þskj. 639 - 1. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1998.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (JónK, StB,ÁJ, ÁMM, ÍGP, HjálmJ, ArnbS).



1.    Við 7. gr. 1.8 Liðurinn orðist svo: Að fella niður stimilgjöld vegna kaupa Eignarfélags Íslandsflugs hf. á fjórum flugvélum sem bera einkennisstafina TF-ELK, TF-ELA, TF-ELF og TF-ELH.
2.    Við 7. gr. 1.10 Liðurinn orðist svo: Að fella niður stimpilgjöld vegna leigu Flugfélagsins Atlanta ehf. á sjö flugvélum sem bera einkennisstafina TF-ABM, TF-ABE, TF-ABV, TF-ABH, TF-ABI, TF-ABN og TF-ABU.
3.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         1.12    Að fella niður stimpilgjöld vegna veðsetningar Flugfélagsins Atlanta ehf. á Boeing 747-100 flugvél sem ber einkennisstafina TF-ABW.
         1.13    Að fella niður stimpilgjöld vegna leigu Íslandsflugs hf. á Boeing 737-200 flugvél sem ber einkennisstafina TF-ELL.
         1.14    Að lækka eða fella niður stimpilgjöld vegna kaupa Flugleiða hf. á Boeing-flugvélum.
         1.15    Að lækka stimpilgjald vegna kaupa Egilsstaðabæjar á landi ríkisins á Egilsstöðum, sbr. afsal dags. 28. júní 1997, þannig að stimpilgjaldið miðist við kaupverð landsins en ekki fasteignamat.
4.    Við 7. gr. 2.1 Liðurinn falli brott.
5.    Við 7. gr. 2.10 Liðurinn orðist svo: Að selja íbúðarhús sem tilheyra Bændaskólanum á Hvanneyri og verja söluandvirðinu til skólans.
6.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         2.30    Að selja fasteignina Drekavog 16, Reykjavík.
         2.31    Að selja fasteignina Sæbraut 2, Seltjarnarnesi.
         2.32    Að selja íbúðarhúsið að Austurvegi 8, Hrísey, og verja andvirðinu til viðhalds dýralæknisbústaða í eigu ríkisins.
7.    Við 7. gr. 3.17 Liðurinn orðist svo: Að selja eignarhlut ríkissjóðs í fasteignum grunnskóla sem ekki eru lengur notaðar til skólahalds og verja andvirðinu til viðhalds skólamann virkja.
8.    Við 7. gr. 3.18 Liðurinn orðist svo: Að selja eignarhlut ríkissjóðs í félagsheimilum sem ekki eru lengur notuð sem slík og verja andvirðinu til viðhalds skólamannvirkja.
9.    Við 7. gr. 3.19 Liðurinn orðist svo: Að selja eignarhlut ríkisins í fasteignum framhalds- og sérskóla sem ekki eru lengur notaðar sem slíkar og þykja ekki henta til skólahalds og verja andvirðinu til viðhalds skólamannvirkja.
10.    Við 7. gr. Nýir liðir:
         3.20    Að selja eignarhlut ríkissjóðs í Laugalækjarskóla.
         3.21    Að selja eignarhlut ríkissjóðs í fasteigninni Víðigrund 2, Sauðárkróki, og verja andvirði sölunnar til uppbyggingar endurhæfingaraðstöðu fyrir Sjúkrahúsið Sauðárkróki.
         3.22    Að selja eignarhlut ríkissjóðs í fasteigninni Borgartún 6, Reykjavík.
         3.23    Að selja eignarhlut ríkissjóðs í fasteigninni Borgartún 21, Reykjavík.
11.    Við 7. gr. Nýir liðir:
         4.17     Að selja hluta lóðarinnar Seljavegur 32, Reykjavík.
         4.18    Að selja jarðirnar Brúnir og Tjarnir í Vestur-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu.
12.    Við 7. gr. 5.3 Liðurinn orðist svo: Að selja hlutabréf ríkissjóðs í Stofnfiski hf. og verja allt að 9 m.kr. af söluandvirðinu til greiðslu skulda Laxeldisstöðvar ríkisins við Fram kvæmdasjóð Íslands og Endurlán ríkisins.
13.    Við 7. gr. 5.5 Liðurinn orðist svo: Að selja, að höfðu samráði við landbúnaðarráðherra, hlutabréf ríkissjóðs í Hólalaxi hf. og verja söluandvirðinu til Bændaskólans á Hólum.
14.    Við 7. gr. Nýr liður:
         5.8    Að selja eignarhlut ríkissjóðs í Skráningarstofunni hf. og verja allt að 15 m.kr. af söluandvirðinu til búnaðarkaupa og stofnframkvæmda á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytis.
15.    Við 7. gr. Nýir liðir:
         6.4    Að selja rekstur Lyfjabúðar Háskóla Íslands.
         6.5    Að selja eða afhenda eignir ríkissjóðs að Gufuskálum á Snæfellsnesi og semja um nýtingu mannvirkja og rekstur staðarins.
         6.6    Að yfirfæra eignarhluta ríkisins í Laugaskóla í Dalasýslu til Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps í samráði við menntamálaráðuneytið.
         6.7    Að selja eða afhenda Ms. Akraborg.
16.    Við 7. gr. Nýir liðir:
         7.23    Að kaupa jarðir vegna fyrirhugaðs þjóðgarðs á Snæfellsnesi og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.24    Að kaupa húseign með tilheyrandi lóðarréttindum í nágrenni Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.25    Að kaupa jörðina Eystra-Katanes í Hvalfjarðarstrandarhreppi og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.26    Að kaupa húsnæði fyrir Náttúrustofu í Bolungarvík og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.27    Að kaupa húsnæði fyrir Náttúrustofu í Vestmannaeyjum og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.28    Að kaupa viðbótarhúsnæði fyrir embætti sýslumannsins í Búðardal og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.29    Að kaupa eignarhluta Reykhólahrepps í Flatey á Breiðafirði og taka til þess nauðsynleg lán.
17.    Við 7. gr. 8.7 Liðurinn orðist svo: Að lækka heildargjöld stofnana samgönguráðuneytisins í A- og B-hluta fjárlaga 1998 um allt að 0,4% hjá hverri stofnun, þó að hámarki 20 m.kr. samtals, að fengnum tillögum samgönguráðherra. Upphæðinni skal varið til markaðsátaks erlendis o.fl. til þess að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi.
18.    Við 7. gr. Nýir liðir:
         8.16    Að ráðstafa, að fengnum tillögum iðnaðarráðherra, allt að 80 m.kr. til verkefna á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar í atvinnulífinu. Sérstaklega skal huga að atvinnusköpun á þeim landssvæðum sem ekki njóta góðs af atvinnustarfsemi sem tengist uppbyggingu á orku- og stóriðjusviði.
         8.17    Að stofna eignarhaldsfélög um eignarhlut ríkissjóðs í einstökum félögum sem tilheyra starfssviði iðnaðarráðuneytis á móti eignarhlut þriðju aðila, með það að markmiði að öflugri eignarhaldsfélög geti átt frumkvæði að stofnun nýrra iðn fyrirtækja m.a. með hlutafjárútboði. Meðferð eignarhluta ríkissjóðs í slíkum eignarhaldsfélögum skal háð sömu takmörkunum og gilda um eignarhlutinn nú.
         8.18    Að semja við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins um stofnfjárgreiðslu ríkissjóðs til sjóðsins af söluandvirði hlutafjár ríkissjóðs í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., skv. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 61/1997, um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.
         8.19    Að semja við stjórn Skallagríms hf. um yfirtöku Ms. Akraborgar upp í skuldir félagsins við Vegagerðina.
         8.20    Að heimila, með samþykki samgönguráðherra, þátttöku ríkissjóðs í hlutafélagi sem fyrirhugað er að stofna ásamt Hugrúnu ehf. og fleirum, til að efla þróunar starf og stuðla að útflutningi á íslenskri þekkingu á sviði upplýsingatækni um veður og sjólag til sjófarenda.
         8.21    Að semja um smíði nýrrar Hríseyjarferju.