Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 650 – 1. mál.



Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1998.

Frá Guðrúnu Helgadóttur.



Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
    Við 00-201 Alþingi
    a.    1.07 Sérverkefni          17,6     -1,0     16,6
    b.    1.08 Hið íslenska Þjóðvinafélag          0,0     1,0     1,0

Greinargerð.


    Hið íslenska þjóðvinafélag á upptök sín í deilum um stjórnarfrumvörp sem lögð voru fyrir Alþingi árið 1869 um stöðu Íslands og stjórnarskrá. Bundust 18 þjóðkjörnir þingmenn sam tökum í því skyni að halda fast fram landsréttindum Íslands. Hafði Jón Sigurðsson forseti Al þingis forustu um málið. Ætlast var til að samtökin yrðu vísir að félagi allra þeirra Íslendinga sem vildu vinna að því að þjóðin fengi „viðurkenndan rétt sinn til að njóta þess þjóðfrelsis sem hún er borin til að réttum lögum guðs og manna,“ eins og Jón Sigurðsson komst að orði. Form leg stofnun félagsins beið næsta Alþingis. Hinn 19. ágúst 1871 var Hið íslenska þjóðvinafélag stofnað og Jón Sigurðsson kjörinn forseti þess.
    Hefð hefur verið fyrir því að það haldi aðalfund sinn í þingsalnum og skrifstofa Alþingis hefur annast um fjárreiður þess hin síðari ár. Í áætlunum þingsins er Þjóðvinafélaginu ætluð 1 millj. kr. á árinu 1998, undir liðnum Sérverkefni. Full ástæða er til að þessi aldni félagsskapur haldi sjálfstæði sínu sem sérstakur liður á fjárlögum. Því er þessi breyting lögð til en hún mun ekki leiða til aukinna útgjalda.