Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 655 – 1. mál.



Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1998.

Frá Kristni H. Gunnarssyni og Svavari Gestssyni.



Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
    Við 11-399 Ýmis orkumál
    a.     1.15 Niðurgreiðsla á rafhitun          437,0     26,0     463,0
    b.      Greitt úr ríkissjóði          559,0     26,0     585,0

Greinargerð.


    Lagt er til að niðurgreiðsla á rafhitun hækki um 60 millj. kr. sem greiðist af arðgreiðslu til ríkissjóðs vegna eignarhluta hans í Landsvirkjun. Gert er ráð fyrir að niðurgreiddar verði 35.000 kwst. á ári í stað 30.000 kwst. nú og að Landsvirkjun leggi fram niðurgreiðslu af sinni hálfu á sama hátt og fyrirtækið gerir nú upp að 30 þús. kwst.