Ferill 389. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 707 – 389. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum um gjaldþrotaskipti, nr. 21 26. mars 1991 (tilkynningar skiptastjóra).

(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



1. gr.

    Í stað orðsins „ríkissaksóknara“ í 1. málsl. 84. gr. laganna kemur: lögreglustjóra.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

    Samkvæmt 84. gr. gjaldþrotaskiptalaga skal skiptastjóri, ef hann fær vitneskju í starfi sínu um atvik sem hann telur geta gefið tilefni til rökstudds gruns um að þrotamaður eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsivert athæfi, tilkynna það ríkissaksóknara. Lagt er til að málum verði skipað þannig að skiptastjóri beini tilkynningum þessum til lögreglustjóra. Eðlilegt þykir að þeirri meginstefnu sé fylgt að kærum vegna refsiverðra brota sé beint til lögreglu og að skráning þeirra sé sem mest á einni hendi. Sú skipan horfir til skilvirkari meðferðar mála þessarar tegundar.


Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum
um gjaldþrotaskipti, nr. 21 26. mars 1991.

    Í frumvarpinu er lagt til að grunur um refsivert athæfi sé tilkynntur lögreglustjóra í stað ríkissaksóknara eins og nú. Ekki verður séð að frumvarpið hafi í för með sér útgjaldaauka fyrir ríkissjóð.