Ferill 425. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 750 – 425. mál.



Frumvarp til laga



um eignarhald á auðlindum í jörðu og gjald fyrir nýtingu þeirra.

Flm.: Sighvatur Björgvinsson, Ágúst Einarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir,
Ásta B. Þorsteinsdóttir, Gísli S. Einarsson, Guðmundur Árni Stefánsson,
Guðný Guðbjörnsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Kristín Ástgeirsdóttir,
Kristín Halldórsdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Rannveig Guðmundsdóttir,
Svanfríður Jónasdóttir, Össur Skarphéðinsson.

I. KAFLI


Gildissvið og skilgreiningar.


1. gr.


    Lög þessi taka til auðlinda í landi, botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni innan netlaga.
    Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem unnin eru úr jörðu, hvort heldur í fljótandi, föstu eða loftkenndu formi og án tillits til hita stigs sem þau kunna að finnast við.
    

2. gr.

     Jarðefni merkir í lögum þessum öll gosefni og önnur steinefni, málma, málmblendinga og málmsteindir, kol, jarðolíu, jarðgas og önnur nýtanleg efni sem finnast kunna í jörðu.
     Jarðhitasvæði merkir í lögum þessum uppstreymissvæði frá rennsliskerfi heits grunnvatns í jörðu.
     Háhitasvæði merkir í lögum þessum jarðhitasvæði þar sem jarðhiti með að minnsta kosti 200 gráðu hita á Celsíus finnst á innan við 1.000 metra dýpi.
     Lághitasvæði merkir í lögum þessum jarðhitasvæði þar sem einungis jarðhiti með minna en 200 gráða hita á Celsíus finnst á innan við 1.000 metra dýpi.
     Grunnvatn merkir í lögum þessum vatn sem er neðan jarðar í samfelldu lagi og fyllir að jafnaði allt samtengt holrúm í viðkomandi jarðlagi, með hitastigi sem næst meðallagslofthita á staðnum og sem unnið er í öðrum tilgangi en að flytja varma til yfirborðs jarðar eða nýta staðarorku þess.

II. KAFLI

Jarðefni.

3. gr.

    Landareign hverri sem háð er einkaeignarrétti fylgir réttur yfir grjóti, möl, leir, sandi, vikri, gjalli og öðrum slíkum gos- og steinefnum, svo og mold, mó og surtarbrandi.
    Hafi önnur jarðefni en getið er í 1. mgr. sannanlega verið hagnýtt innan landareignar sem er háð einkaeignarrétti áður en lög þessi tóku gildi fylgir réttur yfir þeim landareigninni áfram. Gildir þetta jafnt hvort sem þau efni eru á yfirborði jarðar eða í jörðu.
    Önnur jarðefni sem kunna að finnast á yfirborði lands eða í jörðu, þar á meðal málmar, málmblendingar, kol önnur en surtarbrandur, jarðolía og jarðgas, eru eign ríkisins nema það viðurkenni að réttur yfir þeim fylgi landareign, sbr. 30. gr.

4. gr.

    Utan landareigna sem eru háðar einkaeignarrétti tilheyra öll jarðefni ríkinu.

5. gr.

    Leit að jarðefnum í eigu ríkisins, sbr. 3. mgr. 3. gr. og 4. gr., er háð leyfi ráðherra. Slík leyfi nefnast leitarleyfi. Ráðherra getur einnig haft frumkvæði að slíkri leit hvar sem er á landinu.
    Rannsóknir á legu og magni jarðefna í eigu ríkisins sem fundist hafa eru einnig háðar leyfi ráðherra. Nefnast slík leyfi rannsóknarleyfi.
    Ráðherra er heimilt að veita leyfi til nýtingar á þekktum jarðefnum í eigu ríkisins og nefn ast slík leyfi nýtingarleyfi.

6. gr.

    Í umsóknum um leitar-, rannsóknar- og nýtingarleyfi skal koma skýrt fram hver tilgangur sé með öflun leyfis ásamt ítarlegum upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir.
    Leita skal umsagnar umhverfisráðherra vegna leitar-, rannsóknar- og nýtingarleyfa og eft ir atvikum Orkustofnunar áður en nýtingarleyfi eru veitt. Leitar-, rannsóknar- og nýtingar leyfi skulu sett í mat á umhverfisáhrifum sé um að ræða viðkvæm svæði eða þar sem röskun lands er óafturkallanleg, svo og í öðrum tilvikum þar sem við á, sbr. lög nr. 63/1993. Nýting arleyfi fylgi skilyrði um að framkvæmdin fari í mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög nr. 63/1993 eftir því sem við á.

III. KAFLI

Lághitasvæði.

7. gr.

    Landareign hverri sem háð er einkaeignarrétti fylgja ráð yfir lághitasvæðum innan marka hennar og réttur til að hagnýta þau. Það sama á við um hveri og náttúrlegan jarðhita á yfir borði lands þótt landareign sé á háhitasvæði.
    Landeiganda er heimilt að hagnýta lághita, svo og hveri og náttúrlegan jarðhita á yfirborði lands, með þeim takmörkunum sem eru greindar í þessum lögum. Honum ber þó að tilkynna iðnaðarráðuneytinu um fyrirhugaðar jarðboranir og aðrar meiri háttar framkvæmdir vegna þeirrar hagnýtingar.

8. gr.

    Utan landareigna sem eru háðar einkaeignarrétti ræður ríkið yfir jarðhita sem er fjallað um í 1. mgr. 7. gr. og fer með rétt til að hagnýta hann.

9. gr.

    Nú vill jarðeigandi ekki standa að hagnýtingu jarðhita sem hann ræður yfir, og er þá ábú anda heimilt að nýta hann í eigin þágu á sinn kostnað, enda verði ekki af því spjöll á öðrum landgæðum.
    Ábúandi má ekki hefja aðgerðir til hagnýtingar á jarðhita fyrr en úttektarmenn hafa stað fest að spjöll verði ekki af þeim og hann hefur eftir atvikum tilkynnt um ráðagerðir sínar skv. 2. mgr. 7. gr.
    Hafi ábúandi nýtt sér heimild skv. 1. mgr. er jarðeiganda ekki skylt við brottför hans að leysa til sín mannvirki sem hafa verið gerð til að hagnýta jarðhita í öðru skyni en til heimilis- og búsþarfa, nema samkomulag hafi orðið um annað milli jarðeiganda og ábúanda þegar framkvæmdir hófust eða síðar. Um mat á innlausnarverði skal fara samkvæmt ábúðarlögum.

IV. KAFLI

Háhitasvæði.

10. gr.

    Orka háhitasvæða hvar sem er á landinu tilheyrir ríkinu, sbr. þó 1. mgr. 7. gr., 11. gr. og 30. gr. Iðnaðarráðherra fer með mál er varða nýtingu hennar og er óheimilt að nýta orku án sérstaks leyfis hans.
    Mörk háhitasvæða skulu ákveðin með reglugerð á grundvelli niðurstaðna af rannsóknum Orkustofnunar. Orkustofnun skal gera ráðuneytinu grein fyrir því ef rannsóknir benda til þess að breyta þurfi mörkum háhitasvæða í reglugerðinni.

11. gr.

    Sá sem borað hefur eftir háhita og byrjað hagnýtingu hans fyrir gildistöku laga þessara hefur rétt til þeirrar nýtingar áfram án sérstaks leyfis og án greiðslu leyfisgjalds. Hann skal hafa forgangsrétt til leyfa skv. 12. og 13. gr. á því vinnslusvæði og vera undanþeginn greiðslu leyfisgjalda fyrir þau leyfi.
    Með hagnýtingu er átt við að aðili hafi við gildistöku laga þessara hafið orkuvinnslu eða aðra nýtingu háhita eða varið verulegum fjármunum til undirbúnings slíkra ráðstafana að nýtingu. Við það er miðað að nýtingu hafi ekki verið endanlega hætt við gildistöku laganna.

V. KAFLI

Rannsókn og nýting jarðhita.

12. gr.

    Rannsóknir á jarðhita, þar með taldar boranir á afmörkuðum jarðhitasvæðum, hvar sem er á landinu eru háðar leyfi ráðherra, sbr. þó 2. mgr. 7. gr. Slík leyfi nefnast jarðhitarannsóknarleyfi.

13. gr.

    Nýting jarðhita hvar sem er á landinu er háð leyfi ráðherra, sbr. þó 2. mgr. 7. gr. Slík leyfi nefnast jarðhitaleyfi.
    Samþykki Alþingis þarf til veitingar jarðhitaleyfis ef vermi tekið úr jörðu á hverri sek úndu nemur meiru en 25 MW. Um heimild til nýtingar á jarðhita til raforkuvinnslu fer sam kvæmt ákvæðum orkulaga.
    Jarðhitaleyfi felur í sér heimild til handa leyfishafa að vinna háhita úr viðkomandi háhita svæði á leyfistímanum í því magni og með þeim skilmálum öðrum sem tilgreindir eru í lögum þessum og ráðherra telur nauðsynlega.

14. gr.

    Í umsóknum um jarðhitaleyfi skal koma skýrt fram hver tilgangur sé með öflun leyfis ásamt ítarlegum upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir umsækjanda til nýtingar jarðhit ans. Áður en leyfi er veitt skal leita umsagnar umhverfisráðherra eða mats á umhverfisáhrif um, sbr. lög nr. 63/1993, eftir því sem við á, svo og Orkustofnunar.
    Áður en leyfi til rannsókna, hagnýtingar eða hvers konar ráðstöfunar á jarðhita í jörðum í ríkiseign eða í ríkisumsjón og öðru sérgreindu eignarlandi ríkisins er veitt skal leita um sagnar þess ráðuneytis er fer með málefni viðkomandi jarðar eða landareignar.

15. gr.

    Með rétti til yfirráða og hagnýtingar jarðhita samkvæmt lögum þessum fylgir ekki réttur til uppleystra efna og gastegunda sem heitu vatni og jarðgufu fylgja nema annað leiði af ákvæðum laga þessara eða eðli máls.

16. gr.

    Nú eiga fleiri en einn rétthafi heimild til þess að hagnýta sama jarðhitasvæði þannig að ekki verði aðskilið þegar hagnýtt er. Komi upp ágreiningur milli rétthafa um nýtingu jarðhit ans sem ekki fæst jafnaður skal afla mats dómkvaddra matsmanna um hvernig hagkvæmast er að hagnýta jarðhitasvæðið og hver sé hlutfallslegur réttur hvers og eins til nýtingar jarð hitans.

17. gr.

    Landeigandi má ekki undanskilja landareign sinni jarðhitaréttindi, nema með sérstöku leyfi ráðherra. Um sölu ríkisjarða eða jarða í eigu opinberra stofnana eða sjóða gilda þó ákvæði jarðalaga.
    Um sölu jarða er jarðhitaréttindi fylgja fer eftir ákvæðum jarðalaga, þó þannig að ríkis sjóður skal hafa forkaupsrétt að þeim aðilum frágengnum sem hann er veittur með þeim lög um. Nú hefur sveitarfélag notað forkaupsrétt sinn til slíkra jarðeigna, en selur aftur, og skal þá ríkissjóður eiga forkaupsrétt er svo stendur á.

18. gr.

    Sveitarfélag sem á land á jarðhitasvæði við gildistöku laga þessara skal hafa forgangsrétt til leyfa skv. 12. og 13. gr. og vera undanþegið greiðslu leyfisgjalds.
    Áður en leyfi er veitt til nýtingar jarðhita á afrétti eða almenningi skal leita umsagnar þeirrar sveitarstjórnar sem málið er talið varða og hefur sveitarfélagið að öðru jöfnu for gangsrétt á nýtingu jarðhitans til orkuvinnslu til almenningsþarfa í sveitarfélaginu.

VI. KAFLI

Grunnvatn.

19. gr.

    Landareign hverri sem er háð einkaeignarrétti fylgja ráð yfir grunnvatni innan marka hennar og réttur til að hagnýta það.
    Utan landareigna sem eru háðar einkaeignarrétti ræður ríkið yfir grunnvatni og fer með rétt til að hagnýta það.

20. gr.

    Ef landamerki tveggja eða fleiri rétthafa liggja þannig að nýting grunnvatns í landi þeirra verður ekki aðskilin og komi upp ágreiningur milli þeirra um nýtingu grunnvatnsins sem ekki fæst jafnaður skal afla mats dómkvaddra manna um hvernig hagkvæmast sé að hagnýta grunnvatnið og hver sé hlutfallslegur réttur hvers rétthafa til nýtingar þess.

21. gr.

    Vinnsla grunnvatns sem ekki er háð einkaeignarrétti er háð leyfi ráðherra. Nefnist slíkt leyfi grunnvatnsleyfi.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð skilyrði sem uppfylla þarf í tengslum við nýtingu grunnvatns til útflutnings.
    Áður en grunnvatnsleyfi er veitt skal leita umsagnar umhverfisráðherra eða mats á um hverfisáhrifum, sbr. lög nr. 63/1993, eftir því sem við á, svo og Orkustofnunar.

22. gr.

    Sveitarfélag skal hafa forgangsrétt til grunnvatnsleyfis innan marka sveitarfélagsins vegna þarfa vatnsveitu sem rekin er af sveitarfélaginu og vera undanþegið greiðslu leyfis gjalds.
    Áður en grunnvatnsleyfi er veitt á afrétti eða almenningi skal leita umsagnar þeirrar sveit arstjórnar sem málið er talið varða.

VII. KAFLI

Vernd og eftirlit með vinnslusvæðum o.fl.

23. gr.

    Orkustofnun annast eftirlit með jarðhitasvæðum svo og vinnslusvæðum grunnvatns þar sem leyfi skv. 21. gr. hefur verið veitt.
    Kveðið skal á um eftirlit með rannsóknar- og vinnslusvæðum jarðefna í leyfum sem eru gefin út skv. 5. gr.

24. gr.

    Óheimilt er að spilla jarðhitasvæðum eða grunnvatni hvort sem það er með ofaníburði, framræslu eða með öðrum hætti. Ekki má breyta farvegi þess vatns er rennur frá jarðhita svæði nema talið sé nauðsynlegt til varnar landi eða landsnytjum eða til þeirrar hagnýtingar jarðhita sem heimil er að lögum. Verði ágreiningur um þetta atriði skal afla mats dóm kvaddra manna um það.
    Mannvirki öll til hagnýtingar jarðhita eða grunnvatns skulu þannig úr garði gerð að af þeim stafi hvorki hætta né veruleg óþægindi fyrir umferð eða spjöll á eign annars manns, nema honum sé skylt að hlíta því samkvæmt lögum eða samningum.

25. gr.

    Við jarðboranir sem framkvæmdar eru á grundvelli leyfa samkvæmt lögum þessum skal færa dagbók er gefi upplýsingar um jarðlög, gerð þeirra og dýpi, hvenær vatn eða gufa kemur í holuna, hitastig og önnur atriði sem nánar skal ákveða í reglugerð. Skylt er að láta Orku stofnun í té afrit af dagbókinni eigi síðar en einum mánuði eftir að borun er lokið. Orkustofn un getur krafist þess að berg- og jarðvegssýnishorn séu varðveitt. Ef Orkustofnun mælir svo fyrir er leyfishafa að jarðborunum skylt að tilkynna henni þegar í stað ef heitt vatn eða gufa kemur upp og eykst í borholu. Ef verðmæt jarðefni finnast við jarðborun skal þegar í stað til kynna það til iðnaðarráðuneytisins.
    Þegar notkun borhola er hætt skal leyfishafi eða eigandi þeirra loka þeim og merkja.

26. gr.

    Aðilar sem vinna jarðhita eða grunnvatn úr jörðu skulu haga vinnslu sinni með þeim hætti að nýting verði sem best þegar til lengri tíma er litið. Í því sambandi skal m.a. ekki tekinn meiri jarðvarmi eða vatn en þörf er. Borunum skal hagað þannig að þær takmarki sem minnst frekari nýtingu síðar.
    Sömuleiðis skulu aðilar sem vinna jarðhita eða grunnvatn úr jörðu færa dagbók með upp lýsingum um vinnslu, m.a. um hversu mikið vatn eða gufa er tekið úr svæðinu, hitastig og þrýsting. Skylt er að láta Orkustofnun í té afrit af dagbókinni.

27. gr.

    Landeiganda eða umráðamanni lands er skylt að veita leyfishöfum samkvæmt lögum þess um óhindraðan aðgang að landareign þeirri sem í hlut á. Ber landeiganda eða umráðamanni að hlíta hvers konar afnotum af landi, takmörkun á umráðarétti og óþægindum sem nauðsyn leg eru vegna framkvæmdar rannsóknarinnar eða nýtingar auðlindarinnar.
    Við nýtingu eða rannsóknir á auðlindum í jörðu skulu landeigendur og leyfishafar sam kvæmt lögum þessum gæta þess að framkvæmdir valdi hvorki mönnum, munum né búpeningi hættu eða skaða. Jafnframt skulu landeigendur og leyfishafar gæta þess að valda ekki meng un og spjöllum á lífríki láðs og lagar. Sama gildir um frágang nýtingarsvæðis ef nýting leggst af.

VIII. KAFLI

Eignarnáms- og bótaákvæði.

28. gr.

    Nú veitir ráðherra öðrum en landeiganda leyfi skv. 5., 12. og 13. gr. til að leita að, rann saka eða hagnýta auðlind í eigu eða undir yfirráðum ríkisins innan landareignar sem er háð einkaeignarrétti, og getur landeigandi þá krafist bóta vegna tjóns sem hann verður sannan lega fyrir af þeim sökum.
    Við ákvörðun bóta skv. 1. mgr. skal aðeins tekið tillit til tjóns vegna verðrýrnunar á land areign og spjalla á henni, afnotamissis af landgæðum eða hlunnindum og umferðar eða átroðnings á landareign. Valdi aðgerðir leyfishafa því að landeigandi geti ekki nýtt auðlindir sem fylgja landareign eða þær spillist á landeigandi einnig rétt til bóta vegna tjóns síns af því.

29. gr.

    Ráðherra getur heimilað þeim sem hefur fengið leyfi skv. 5., 12. eða 13. gr. til að leita að, rannsaka eða hagnýta auðlind í eigu eða undir yfirráðum ríkisins innan landareignar sem er háð einkaeignarrétti að taka eignarnámi land, mannvirki og önnur réttindi landeiganda að því leyti sem nauðsyn ber til svo leyfið geti komið að notum.
    Ráðherra er heimilt að ákveða að ríkið taki eignarnámi auðlindir í jörðu sem fylgja land areign sem er háð einkaeignarrétti, ásamt nauðsynlegu landi og mannvirkjum, ef þess reynist þörf til að koma við nýtingu þeirra eða koma í veg fyrir að nýting þeirra spilli fyrir hagnýt ingu sömu auðlindar utan landareignarinnar.
    Ráðherra getur heimilað sveitarfélagi að taka eignarnámi auðlindir sem fylgja landareign sem er háð einkaeignarrétti, ásamt nauðsynlegu landi og mannvirkjum, ef brýna nauðsyn ber til vegna almannahagsmuna í sveitarfélaginu.
    Ef eignarnám skv. 1.–3. mgr. á hluta af landareign hefur í för með sér verulega rýrnun hennar að öðru leyti á landeigandi rétt á að eignarnámið verði látið ná til hennar í heild sinni.
    Framkvæmd eignarnáms á grundvelli þessara laga fer eftir almennum reglum að öðru leyti en því að um ákvörðun eignarnámsbóta gilda ákvæði 28. gr.

30. gr.

    Telji landeigandi eða annar eignarréttindi sín skerðast vegna ákvæða 3., 4., 8. eða 19. gr. um eignarrétt eða yfirráðarétt ríkisins yfir auðlindum í jörðu skal hann tilkynna það ráðherra fyrir 1. janúar 1999. Í tilkynningu skal greint af nákvæmni frá þeim réttindum sem hlutaðeig andi telur skert og rökstutt á hvaða grunni hann byggir þau.
    Nú berst ráðherra tilkynning skv. 1. mgr., og getur hann þá ákveðið að ríkið falli frá eign arrétti sínum að viðkomandi auðlindum og viðurkenni þar með réttindi landeiganda yfir þeim þannig að þær fylgi landareign upp frá því. Eins má fara að ef haldið hefur verið fram eignar rétti yfir auðlindum utan marka landareigna sem eru háðar einkaeignarrétti. Yfirlýsingu ráð herra um slíka viðurkenningu á eignarrétti skal þinglýst og greiðast ekki gjöld í ríkissjóð af því.
    Verði málið ekki ráðið til lykta skv. 2. mgr. skal ráðherra beina því til matsnefndar eign arnámsbóta sem metur eftir atvikum hvort og hversu háar bætur hlutaðeiganda beri vegna skerðingar á eignarrétti sínum. Skal farið með málið annars eftir almennum reglum um fram kvæmd eignarnáms að öðru leyti en því að um ákvörðun bóta gilda ákvæði 28. gr.

IX. KAFLI

Um gjaldtöku fyrir leyfisveitingar og auðlindanýtingu.

31. gr.

    Í leyfum sem veitt eru samkvæmt lögum þessum skal greina þau skilyrði sem leyfishafa eru sett, þar á meðal um gildistíma leyfis, skýrslugjöf leyfishafa, skyldu hans til að hlíta eftirliti og greiða kostnað af því, um öryggis- og umhverfisverndarráðstafanir, kaup vátrygg inga vegna hugsanlegrar skaðabótaábyrgðar leyfishafa og um greiðslu leyfisgjalds.

32. gr.

    Ávallt skal greiða gjald fyrir leyfi sem veitt eru samkvæmt ákvæðum þessara laga, sbr. þó ákvæði 1. og 2. gr., 7. gr., 18. gr., 22. gr. og 30. gr.
    Ráðherra ákveður gjald fyrir leitarleyfi og rannsóknarleyfi, sbr. 1. og 2. mgr. 5. gr. og 12. gr., og skal gjaldið við það miðað að það standi undir greiðslu alls kostnaðar sem af leit og/eða rannsókn hlýst, þar á meðal kostnaðar vegna umsýslu, eftirlits og jarðrasks.
    Við ákvörðun leyfisgjalds fyrir nýtingarleyfi, sbr. 3. mgr. 5. gr., jarðhitaleyfi, sbr. 13. gr., eða grunnvatnsleyfi, sbr. 21. gr., skal taka tillit til hugsanlegs verðmætis þess sem unnið kann að verða og vinnslu- og dreifingarkostnað þess með þeim hætti að þjóðin öðlist sann gjarna hlutdeild í arði af nýtingu á auðlindum í jörðu í eigu ríkisins. Nánari ákvæði um þessa gjaldtöku skal setja í lögum um aukatekjur ríkissjóðs.
    Ráðherra er heimilt að bjóða út í einu lagi rannsóknar- og nýtingarleyfi skv. 5. gr. þar sem leit hefur leitt í ljós tilvist verðmætra jarðefna í eigu ríkisins. Á sama hátt er heimilt að bjóða út nýtingarleyfi skv. 5. gr. þar sem leit og rannsóknir hafa leitt í ljós tilvist verðmætra jarð efna í eigu ríkisins. Útboð skulu fara fram samkvæmt ákvæðum laga um framkvæmd útboða, nr. 65/1993.

X. KAFLI
Ýmis ákvæði.

33. gr.

    Leyfi samkvæmt lögum þessum eru ekki framseljanleg nema með leyfi ráðherra.
    Ráðherra er heimilt að afturkalla leyfi ef leyfishafi fylgir ekki skilmálum laga þessara eða skilyrðum sem sett eru í leyfi hans.

34. gr.

    Ráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.

35. gr.

    Brot gegn lögum þessum varða sektum, nema þyngri refsingu varði samkvæmt öðrum lög um. Dæma má jafnt lögaðila sem einstakling til greiðslu sekta vegna brota á lögum þessum. Lögaðila má ákvarða sekt án tillits til þess hvort sök verði sönnuð á starfsmann lögaðilans.

36. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Um leið falla úr gildi námulög, nr. 24/1973, og III. og IV. kafli orkulaga, nr. 58/1967.

Greinargerð.


Meginefni frumvarpsins.
    Meginmarkmið frumvarpsins er að setja heildarlöggjöf um eignarhald á auðlindum í jörðu og um gjaldtöku fyrir réttindi til þess að rannsaka, leita að og nýta auðlindir í jörðu í sameign þjóðarinnar og eru þau ákvæði nýmæli. Þau ákvæði eru í samræmi við þá stefnu flutnings manna að skilgreina eigi með lögum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar, eins og hér er gert, og taka eigi gjöld fyrir réttindi sem veitt eru einstaklingum eða félögum til þess að leita að, rannsaka en þó fyrst og fremst til þess að nýta slíkar sameiginlegar auðlindir. Samræmd gjaldtaka fyrir nýtingu auðlinda í sameign þjóðarinnar, eins og frumvarp þetta er hluti af, getur skilað umtalsverðum fjárhæðum og slík gjaldtaka hefur ekki heldur neikvæð áhrif á vinnuvilja eða sparnaðarviðleitni eins og núgildandi skattkerfi gerir í ríkum mæli. Flutnings menn frumvarpsins vilja því að slík gjaldtaka fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda ásamt með gjaldtöku fyrir mengandi atvinnustarfsemi nýtist til þess að draga mjög verulega úr því rangláta skattkerfi sem einkennir nú tekjuöflun ríkisins, einkum og sér í lagi með lækkun á tekjusköttum einstaklinga. Í framtíðinni getur slíkt nýtt tekjuöflunarkerfi ríkisins sem byggist á samræmdri auðlindaskattheimtu, þar á meðal veiðileyfagjaldi og umhverfissköttum, og ekki hefur neikvæð áhrif á framleiðsluþættina, í stöðugt vaxandi mæli leyst af hólmi það óréttláta skattkerfi sem ríkissjóður byggir nú tekjuöflun sína á.
    Í frumvarpinu er í fyrsta lagi kveðið skýrt á um eignar- og hagnýtingarrétt ríkisins á auð lindum í jörðu utan afmarkaðra eignarlanda. Í öðru lagi er kveðið á um eignarrétt ríkisins að jarðefnum sem ekki hafa verið hagnýtt hér á landi þar sem þau hafa ekki fundist í nýtanlegu magni. Í þriðja lagi er kveðið á um eignarrétt ríkisins til orku háhitasvæða hvar sem er á landinu, með þeirri undantekningu að þeir sem hafið hafa nýtingu háhitasvæða fyrir gildis töku laganna haldi þeim rétti sínum áfram. Í fjórða lagi eru settar skýrar reglur um hvenær bætur skulu metnar fyrir tjón sem landeigendur telja sig verða fyrir vegna leyfisveitinga eða eignarnáms. Í fimmta lagi er í frumvarpinu að finna reglur um leyfisveitingar til leitar, rann sóknar og nýtingar á þeim auðlindum sem frumvarpið tekur til, svo og ákvæði um gjaldtöku fyrir réttindi til þess að leita að, rannsaka og nýta þær auðlindir. Í sjötta lagi eru í frumvarp inu mun strangari ákvæði um umhverfismat en eru í gildandi lögum. Lagt er til að umhverfis mat fari ávallt fram, þar sem það á við, áður en nýtingarleyfi eru veitt en ekki aðeins áður en framkvæmdir eru hafnar eins og nú er gert. Með þessu vinnst tvennt. Annars vegar aukið öryggi frá sjónarmiði umhverfisverndar þar sem mat á umhverfisáhrifum á að fara fram áður en leyfi er veitt og áður en ráðist er í mismunandi umfangsmiklar framkvæmdir um hönnun og undirbúning framkvæmda. Hins vegar tryggir þetta verklag aukið öryggi þeirra sem fyrir framkvæmdum vilja standa þar sem þeir vita þá áður en þeir þurfa að leggja í kostnað, sem getur verið umtalsverður, hvort umrædd framkvæmd sé yfirleitt heimiluð frá umhverfisvernd arsjónarmiði eða ekki. Einnig er í frumvarpinu að finna reglur um vernd jarðhitasvæða, grunnvatns og þeirra svæða sem önnur jarðefni verða numin úr. Loks er að finna ákvæði um að ríkið geti afsalað sér eignarrétti í einstökum tilvikum.
    Frumvarpið er byggt á frumvarpi sem lagt var fram um eignarhald á auðlindum í jörðu á 121. löggjafarþingi (304. mál) en ákvæði um gjaldtöku hafa verið útfærð nánar, aukin og skýrð og eru nú sérstakur kafli í frumvarpinu, IX. kafli. Þar að auki eru umhverfismálin tekin mun fastari tökum en gert var í því frumvarpi.

Eldri frumvörp um auðlindir.
    Almenn löggjöf um eignarhald á auðlindum í jörðu hefur aldrei verið sett hér á landi. Í staðinn hefur verið farin sú leið að setja löggjöf um eignarhald á tilteknum verðmætum eða gögnum, sbr. t.d. setningu námulaga, nr. 61/1907 (nú lög nr. 24/1973), og jarðhitalaga, nr. 98/1941 (nú III. kafli orkulaga, nr. 58/1967).
    Eignarhald á auðlindum í jörðu er gamalkunnugt deilumál á Alþingi. Má segja að það sé nánast jafngamalt öldinni. Í umræðum á þinginu 1905 um þingsályktunartillögu um námur í jörðu komu glöggt í ljós mismunandi skoðanir þingmanna á því hvaða stefnu bæri að fylgja um eignarhald á námum. Sumir þingmenn vildu að ríkið teldist eigandi þessara verðmæta en aðrir töldu að rétturinn væri best kominn hjá landeigendum. Frumvarp til námulaga var lagt fram á Alþingi 1905 og endurflutt 1907. Í því frumvarpi var miðað við þá meginreglu að ís lenska ríkið ætti námuréttinn. Meiri hluti þingmanna hafnaði því hins vegar og landeigenda stefnan var því lögð til grundvallar þeim námulögum sem samþykkt voru, sbr. 2. gr. laga nr. 61/1907. Þessari stefnu var haldið þegar ný námulög voru sett og aftur með lögum nr. 24/1973 en þó með ýmsum takmörkunum. Landeigendastefnunni var einnig fylgt þegar lög nr. 98/1940, um jarðhita, voru sett og síðan þegar þau voru leyst af hólmi með III. kafla orku laga, nr. 58/1967, með vissum takmörkunum.
    Þessi tvö andstæðu sjónarmið um eignarhald settu einnig mark sitt á deilur sem urðu um eignarhald á fossum eins og glögglega kom fram í mismunandi áliti meiri og minni hluta fossanefndarinnar frá 1917. Meiri hlutinn vildi fylgja þeirri stefnu að vatnsafl væri eign þjóðarinnar en minni hlutinn taldi að slíkur réttur skyldi fylgja landareign. Stefna minni hlut ans varð ofan á þegar vatnalög, nr. 15/1923, voru sett en þó var réttur landeigenda takmark aður á ýmsan hátt.
    Friður hefur ríkt um námulög enda stórfelldur námurekstur lítt verið stundaður hér á landi. Á hinn bóginn hefur talsverður styrr staðið um lög um jarðhita og þau ákvæði III. kafla nú gildandi orkulaga sem leystu þau af hólmi.
    Árið 1945 flutti Bjarni Benediktsson frumvarp til laga um viðauka við lög nr. 98/1940, um eignar- og notkunarrétt jarðhita, þar sem gert var ráð fyrir að leyfi ráðherra þyrfti til jarðborana er næðu dýpra en 10 metra. Synja skyldi leyfis ef hætta væri á því að með jarð borunum væri spillt hagnýtingu jarðhita á eign annars manns sem þegar væri hafin eða til kæmi síðar meir, enda væri sú hagnýting jarðhitans mun verðmætari en sú hagnýting sem stefnt væri að með hinni fyrirhuguðu jarðborun. Frumvarpið varð ekki útrætt.
    Árið 1957 var lagt fram stjórnarfrumvarp um jarðhita. Samkvæmt því átti réttur landeig anda að ná til nýtingar niður á 100 metra dýpi en ríkið skyldi eiga rétt til jarðhita að öðru leyti. Þetta frumvarp varð heldur ekki útrætt.
    Þegar frumvarp til núgildandi orkulaga var lagt fram á Alþingi 1966 var lögð fram breyt ingartillaga við 9. gr. þess, en sú grein fjallar um að réttur til jarðhita skuli fylgja landareign. Breytingartillagan var svohjóðandi: „Jarðhitinn í jörðu niðri er eign þjóðarinnar. Alþingi ákveður hverju sinni með löggjöf um umráðarétt og hagnýtingu hans.“ Tillaga þessi var felld í neðri deild.
    Á síðustu tveimur áratugum hafa flest ár verið lögð fram á Alþingi frumvörp um eignar hald á jarðhita. Hefur hér ýmist verið um að ræða stjórnar- eða þingmannafrumvörp. Öll hafa þau miðað að því að takmarka umráða- og hagnýtingarrétt landeiganda, ýmist miðað við ákveðið hitastig eða dýpt. Talsverðar umræður og deilur hafa orðið um frumvörpin. Sú spurning hefur risið hæst hvort landeigendur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til alls jarðhita undir landi sínu eða hvort heimilt væri að takmarka rétt þeirra án bóta. Alþingi hefur þó aldrei tekið efnislega afstöðu til frumvarpanna þar sem þeim hefur ýmist verið vísað til ríkis stjórnarinnar eða þau ekki útrædd í nefnd.

Eignarréttur á afréttum og almenningum.
    Utan landa sem háð eru beinum eignarrétti einstaklinga eða lögaðila eru eins og kunnugt er stór landsvæði sem aldrei voru numin af landnámsmönnum. Hálendi landsins og ýmis gróðursnauð svæði féllu ekki undir landnám einstakra manna, en hafa verið nýtt í samein ingu, ýmist af íbúum tiltekinna hreppa eða héraða. Smám saman hefur myndast afnotahefð á beit og silungsveiði á þessum landsvæðum sem nefnd eru afréttir og almenningar. Um nýt ingu þeirra er þegar að finna ítarlegar reglur í landbrigðaþætti þjóðveldislaganna eins og þau eru skráð í Grágás.
    Það hefur hins vegar víða verið óljóst hver eru mörk afrétta og jarða sem eru undirorpnar beinum eignarrétti, sem og hver eru réttindi eigenda bújarða á almenningum og afréttum. Talið hefur verið að sum afréttarlönd kunni að vera undirorpin fullum eignarrétti einstaklinga eða sveitarfélaga en í öðrum tilvikum sé aðeins um afmarkaðan afnotarétt að ræða, svo sem beitarrétt og/eða veiðirétt.
    Í dómi Hæstaréttar árið 1955 er fjallað um eignarrétt á Landmannaafrétti. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu, gagnstætt héraðsdómi, að ekki hefðu verið leiddar sönnur að því að Landmanna- og Holtamannahreppar hefðu öðlast eignarrétt að afréttinum, hvorki fyrir nám, löggerning, hefð né með öðrum hætti. Hins vegar ættu íbúar þessara hreppa, svo og ábúendur býlanna Næfurholts og Hóla í Rangárvallahreppi, sameiginlegan veiðirétt í vötnum á afrétt inum.
    Í dómi Hæstaréttar frá árinu 1969 var fjallað um eignarrétt að Nýjabæjarafrétti sem ligg ur á mörkum Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslna. Þar hafði héraðsdómur dæmt Skagfirðing um eignarrétt á afréttinum í samræmi við afsal frá 1464. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að „yfirlýsingar í afsölum fyrr og síðar, sem eigi styðjast við önnur gögn, nægja eigi til að dæma öðrum hvorum aðila eignarrétt til öræfa landsvæðis þessa“.
    Í dómi Hæstaréttar árið 1981 um eignarréttarkröfu ríkissjóðs að Landmannaafrétti segir í niðurstöðu að „Alþingi hafi ekki sett lög um þetta efni, þó að það hefði verið eðlileg leið til að fá ákvörðun handhafa ríkisvaldsins um málefnið“. Er hér átt við almenn lög um eignar rétt að almenningum og afréttarlöndum. Í framhaldi af þessum dómi voru samin drög að frumvarpi til slíkra laga árið 1982. Það var ekki lagt fram en árið 1984 var samþykkt í ríkis stjórn að skipa þriggja manna nefnd til að gera önnur drög með fyrri drögin til hliðsjónar. Á fyrri hluta ársins 1993 skilaði nefnd þessi drögum að frumvarpi til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, afrétta og þjóðlendna, en aldrei náðist samstaða um flutning frumvarpsins milli þáverandi stjórnarflokka.
    Eins og frumvarpið var í fyrstu gerð frá nefndinni reis ágreiningur um hvort ákvæði þess stæðust eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Þáverandi iðnaðarráðherra, sem nú er fyrsti flutn ingsmaður þessa frumvarps, fól því valinkunnum lögmönnum að yfirfara frumvarpið og breyta því og taka við þær breytingar tillit til framkominnar gagnrýni. Frumvarpinu var þá breytt verulega og m.a. saminn nýr kafli, VIII. kafli, um eignarnáms- og bótaákvæði. Að gerðum þeim breytingum töldu þeir lögmenn sem þáverandi ráðherra leitaði til að efni frum varpsins bryti ekki gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Um það var þó áfram ágreiningur milli þáverandi samstarfsflokka í ríkisstjórn og milli lögmanna sem aðilar studd ust við þannig að ekki náðist samkomulag um flutning frumvarpsins svo breytts.
    Frumvarp það sem nú er flutt er að langmestu leyti eins og sú gerð sem unnin var fyrir iðnaðarráðherra í tíð síðustu ríkisstjórnar, með lítils háttar breytingum þó. Flutningsmenn telja nauðsynlegt að látið sé reyna á afstöðu Alþingis jafnvel þótt skiptar skoðanir verði áfram meðal lögfræðinga um hvort frumvarpið, eins og það er nú úr garði gert, sé í samræmi við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Flutningsmenn telja löngu tímabært að í lögum sé skorið úr um hvar mörkin séu milli einkaeignarréttar og almenningseignar á landgæðum, svo sem á auðlindum í jörðu og á virkjunarrétti jarðvarma og fallvatna. Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar að flestir landsmenn telji að slíkur eignarréttur eigi að vera í höndum þjóð arheildarinnar nema annað hafi ótvírætt verið ákveðið og að slík eignarréttarmörk séu skýrt ákveðin í lögum áður en gera megi ráð fyrir því að viðskipti með land og landgæði milli lög aðila stóraukist frá því sem verið hefur. Flutningsmenn vilja að eignarhald á auðlindum eins og námum, jarðhita og orku fallvatna verði í höndum íslensku þjóðarinnar og sjá ekki betri leið til þess að tryggja það en með samþykkt frumvarps þess sem hér er flutt. Hins vegar þykir þeim eðlilegt að þar sem slík réttindi eru nú ótvírætt í höndum landeigenda verði svo áfram og þurfi að nýta slíkar auðlindir í eigu einstaklinga í þágu heildarinnar komi eðlilegar bætur fyrir sem miðist við sannanlegt tjón sem landeigandi kann að verða fyrir.
    Æ brýnna verður að skýra hvernig eignar- og hagnýtingarrétti á auðlindum í jörðu utan afmarkaðra eignarlanda eigi að vera háttað. Óraunhæft er að leggja út í kostnaðarsamar framkvæmdir við rannsóknir og nýtingu slíkra auðlinda meðan ekki er skýrt hver eigi rétt til auðlindanna. Um er að ræða kostnaðarsamar rannsóknir og framkvæmdir sem ljóst er að ein staklingar geta ekki lagt í einir síns liðs. Eðlilegt er að ríkið komi þar inn til að tryggja hag nýtingu þeirra auðlinda sem finnast eða finnast kunna í jörðu í framtíðinni. Með þeim rökum er eðlilegt að kveða á um að ríkið eigi umráða- og hagnýtingarrétt á auðlindum í jörðu sem finnast utan afmarkaðra eignarlanda.

Um rétt til jarðefna.
    Námalög, nr. 24/1973, kveða á um rétt landeiganda til hagnýtingar jarðefna sem finnast í landi hans með ákveðnum takmörkunum. Þær takmarkanir felast aðallega í skyldu til til kynninga um ákveðnar framkvæmdir og hömlum á sölu eða leigu námuréttinda án leyfis ráð herra. Jafnframt er landeiganda skylt að leyfa mönnum sem leita jarðefna með leyfi ráðherra óhindraðan aðgang að landi sínu. Lögin hafa líka að geyma eignarnámsákvæði.
    Í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir breytingum á ákvæðum um rétt yfir jarðefnum. Í fyrsta lagi er talið upp hvaða jarðefni falla undir eignarrétt landeiganda. Eru það öll efni sem hag nýtt eru að einhverju marki í dag. Í öðru lagi er tekið fram að önnur efni en þau sem tiltekið er að falli undir eignarrétt landeiganda séu háð eignarrétti ríkisins. Er þar eingöngu um að ræða efni sem hingað til hafa ekki verið hagnýtt, ýmist vegna þess að þau hafa ekki fundist í nýtanlegu magni eða ekki er vitað að slík efni finnist hér. Ástæða þess að kveðið er á um eignarrétt ríkisins að þeim efnum er sú að ef kanna á hvort þau finnist hér kostar það viða miklar og kostnaðarsamar rannsóknir sem ekki eru á annarra færi en ríkisins. Það er með öllu óeðlilegt að ríkið kosti mjög dýrar rannsóknir á auðlindum sem aðrir gera síðan tilkall til. Einnig er nauðsynlegt að tryggja að eftirlit og ábyrgð á slíkum rannsóknum sé á einni hendi. Því er eðlilegt að kveða á um eignarrétt ríkisins á þessum efnum og setja almennar skorður á nýtingu jarðskorpu landsins neðan yfirborðs. Þessi breyting skerðir ekki innihald eignar réttar landeiganda í dag miðað við þá notkun sem tíðkast hefur frá landnámi. Hins vegar er í frumvarpinu að finna ákvæði til að tryggja að þeir sem telja sig þrátt fyrir allt hafa orðið fyrir bótaskyldri skerðingu á eignarrétti sínum geti haft uppi kröfur um bætur fyrir það tjón sem viðkomandi verður sannanlega fyrir. Sá varnagli er þó sleginn að ríkið getur lýst yfir að réttur til jarðefna þessara fylgi landareign. Ákvæði þetta er sett til að koma í veg fyrir að rík ið þurfi að standa í hugsanlegum málaferlum vegna jarðefna sem það sér engan hag í að halda eignarrétti yfir. Unnt verður að falla frá slíkum rétti með einfaldri yfirlýsingu.
    Í frumvarpinu er einnig kveðið skýrt á um að eignarréttur jarðefna á öðrum landsvæðum en jörðum sem háðar eru beinum eignarrétti sé eign ríkisins.

Um eignar- og hagnýtingarrétt jarðhita.
    Með jarðhitasvæði er í frumvarpi þessu átt við uppstreymissvæði frá rennsliskerfi heits grunnvatns. Rannsóknir hafa sýnt að slíkum svæðum má skipta í tvo flokka. Annars vegar eru lághitasvæði sem oft einkennast af vatnsmiklum laugum og sjóðandi hverum og eru yfir leitt á láglendi. Hins vegar eru háhitasvæði sem einkennast af gufuaugum, leirhverum og um mynduðu bergi. Við boranir í sex háhitasvæði hefur fundist yfir 200 gráðu hiti á Celsíus á minna en 1.000 metra dýpi og efnarannsóknir á öðrum háhitasvæðum benda til þess að þar megi vænta svipaðs ástands. Virðist því eðlilegt að miða skilgreiningu háhitasvæða við það.
    Nýtanlegt varmaafl háhitasvæðanna er talið vera um 90 af hundraði alls varmaafls jarð hitasvæða landsins. Telja má líklegt að háhitasvæðin verði á næstu áratugum nýtt fyrst og fremst til stóriðju, raforkuvinnslu og hitaveitu í þéttbýli. Slík nýting yrði tæpast á færi ein staklinga heldur í höndum ríkis, sveitarfélaga eða stórra fyrirtækja.
    Dreifing háhita- og lághitasvæða er nátengd jarðfræði landsins. Háhitasvæðin finnast ein göngu í gosbeltum sem liggja yfir landið frá suðvestri til norðausturs og eru hluti af gos- og jarðsprungubelti Mið-Atlantshafshryggsins sem liggur eftir Atlantshafinu endilöngu. Lág hitasvæðin eru aftur á móti í eldri bergmyndunum utan gosbeltanna.
    Þekkt háhitasvæði eru: Reykjanes, Eldvörp, Svartsengi, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll, Hengill, Geysir, Kerlingafjöll, Hveravellir, Mýrdalsjökull, Torfajökull, Vonarskarð, Gríms vötn, Köldukvíslarbotnar, Kverkfjöll, Askja, Fremrinámar, Námafjall, Krafla og Þeistareyk ir. Líkleg svæði eru (yfirborðseinkenni í svigum): Prestahnúkur (einungis laugar, allt að 40 gráður á Celsíus), Tindafjallajökull (einungis laugar um 50 gráður á Celsíus), Blautakvísl (kalkhrúður útbreitt, en enginn hiti á yfirborðinu), Nauthagi (einungis laugar, allt að 68 gráður á Celsíus), Hrúthálsar (skellur og gipsútfellingar, en enginn hiti á yfirborðinu) og Öxarfjörður (lágt viðnám undir söndum).
    Auk þess er líklegt að finnast muni fleiri háhitasvæði innan gosbeltanna þótt ekki hafi enn fundist merki um þau á yfirborði. Jarðfræðilegar aðstæður mæla hins vegar sterklega gegn því að háhitasvæði finnist utan þessara gosbelta.
    Háhitasvæðin eru mörg allhátt yfir sjó og heitt djúpvatn þeirra nær yfirleitt ekki til yfir borðs. Upp af heitu djúpvatninu stígur gufa og gas og myndar á yfirborði gufuaugu og leir hveri. Yfirborðsvatn getur hitnað af snertingu við gufuna og bergið og myndað minni háttar hveri og laugar á háhitasvæðum og jöðrum þeirra.
    Á tveimur þekktum háhitasvæðum, Reykjanesi og Svartsengi, og líklega Eldvörpum, er djúpvatnið sjór, en annars staðar ósalt grunnvatn sem hitnað hefur við djúpa hringrás í jörðu.
    Hvert háhitasvæði er sjálfstætt rennsliskerfi, hugsanlega fleiri en eitt, og getur vinnsla á einum stað raskað rennsli á öðrum stöðum í kerfinu. Af þessum sökum er mikilvægt að vinnsla jarðvarma á hverju svæði sé undir yfirstjórn eins aðila.
    Varmavinnsla úr háhitasvæði er mun erfiðari en vinnsla lághita. Vegna gufuþrýstings og mikils magns uppleystra efna í háhitavatni krefst virkjun þess vandaðri og viðameiri borholu útbúnaðar, flóknari tækjaútbúnaðar og meiri tækniþekkingar.
    Af þessum sökum m.a. er nýting varma á háhitasvæðum svo vandasöm að einstaklingar hafa ekki sóst eftir henni. Helst hefur verið um að ræða nýtingu vatns við jaðra svæðanna með svipuðum hætti og nýtingu lághitavatns.
    Á undanförnum árum hefur verið unnið nokkuð að áætlunum um nýtngu háhitasvæða. Einn þröskuldur í vegi slíkra áætlana hefur verið óvissa um umráðarétt á jarðhita sem unninn er með borunum djúpt í jörðu. Tilgangur frumvarpsins er að kveða skýrar á um eignarrétt slíks jarðhita en verið hefur.
    Með tilliti til framangreinds er í lagafrumvarpi þessu greint á milli eignar- og hagnýting arréttar á jarðhita eftir því hvort hann er að finna á háhitasvæðum eða lághitasvæðum. Í frumvarpinu er lagt til að jarðhiti á lághitasvæðum og jarðhiti á yfirborði háhitasvæða innan marka lands sem háð er einkaeignarrétti sé eign landeigenda en allur annar háhiti í jörðu hvar sem er á landinu sem og lághiti á afréttum og almenningum verði eign ríkisins. Þó skulu þeir sem borað hafa eftir jarðhita á háhitasvæðum og byrjað vinnslu hans eða varið verulegum fjármunum til undirbúnings slíkra framkvæmda hafa þann rétt óskertan áfram. Óheimilt er að aðrir aðilar en ríkið og þeir sem leyfi ríkisvaldsins fá bori eftir jarðhita á háhitasvæðum.
    Í samræmi við 2. gr. orkulaga er Orkustofnun ætlað það hlutverk að ákveða nánar mörk háhitasvæða og gefa umsögn um veitingu jarðhitaleyfa. Sömuleiðis skal leita álits umhverfis ráðuneytis áður en jarðhitaleyfi er veitt.
    Sett eru skýr ákvæði um heimild til eignarnáms á aðstöðu vegna borunar og vinnslu jarð hita á háhitasvæðum og hvernig bætur skuli metnar fyrir slíkt. Meginreglan er sú að landeig anda skal bætt allt það tjón sem hann verður sannanlega fyrir af völdum framkvæmdanna.
    Í frumvarpi þessu eru eignarrétti einstaklinga sett tiltekin almenn takmörk án þess að bæt ur komi fyrir en heimild löggjafarvaldsins til að setja eignarréttinum almennar takmarkanir er fyrir löngu viðurkennd af dómstólum. Telji landeigandi engu að síður að eignarréttindi hans skerðist vegna ákvæða frumvarpsins um eignarrétt ríkisins á orku jarðhitasvæða skal hann bera fram bótakröfur við iðnaðarráðherra fyrir ákveðið tímamark. Hugsanlegar bætur skulu miðast við sannanlegt tjón. Á sama hátt og varðandi jarðefni getur ríkið fallið frá eign arrétti sínum með einfaldri yfirlýsingu.

Um yfirráða- og hagnýtingarrétt að grunnvatni.
    Vatnalögin, nr. 15/1923, taka einungis til yfirborðsvatns og ákvæði skortir um yfirráða- og hagnýtingarrétt grunnvatns. Útflutningur á vatni er orðinn að veruleika í nokkrum mæli og um það rætt að hann geti aukist. Í frumvarpi þessu er kveðið skýrt á um hver hafi yfir ráða- og hagnýtingarrétt að grunnvatni. Meginreglan samkvæmt frumvarpinu er sú að réttur inn fylgi landareignum sem háðar eru einkaeignarrétti en að ríkið eigi réttinn á öðrum land svæðum. Einnig er lagt til að lögfest verði heimild til handa ráðherra til að kveða á um skil yrði sem uppfylla þarf við nýtingu grunnvatns til útflutnings.

Bótareglur frumvarpsins.
    Í frumvarpinu er lagt til að lögfestar verði skýrar reglur um bætur til landeigenda, hvort sem um er að ræða bætur vegna eignarnáms eða bætur vegna þess að öðrum en viðkomandi landeiganda hefur verið veitt nýtingarleyfi á auðlind sem liggur í landi viðkomandi. Megin efni bótareglu frumvarpsins er að bætur skuli einvörðungu miðast við sannanlegt tjón sem landeigandinn verður fyrir en ekki missi á hlutdeild í framtíðarhagnaði af nýtingu viðkom andi auðlindar.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Frumvarpið tekur til auðlinda í jörðu í íslensku landi, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni innan netlaga. Kveðið er á um eignarhald að auðlindum utan netlaga í lögum nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins. Samhliða þessu frumvarpi er lagt fram annað frumvarp er kveður á um umráða- og hagnýtingarrétt að orku vatnsfalla.
    Frumvarpi þessu er ætlað að taka til hvers konar auðlinda, hvort heldur sem er efnis í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi, eða orku er finnst í jörðu og er þar ekki gert ráð fyrir neinni undantekningu. Þar undir fellur m.a. grunnvatn, sbr. VI. kafla frumvarpsins. Vatnalögin, nr. 15/1923, taka einungis til yfirborðsvatns og mun því samþykkt þessa frumvarps í engu hagga þeim lögum.

Um 2. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringar.

Um 3. gr.


    Hér er kveðið á um hvaða jarðefni fylgi landi sem háð er einkaeignarrétti. Það eru öll þau jarðefni sem eru nýtt í dag. Hér er því ekki nein breyting á innihaldi eignarréttar landeig anda. Til öryggis er þó sett ákvæði í 2. mgr. um önnur efni sem kunna að hafa verið nýtt í einhverjum mæli. Hins vegar er kveðið á um það í 3. mgr. að öll önnur jarðefni en nefnd eru í 1. mgr. falli undir eignarrétt ríkisins. Hér er um að ræða efni sem enn hafa ekki fundist í nýtanlegu magni hérlendis. Með því að kveða á um eignarrétt ríkisins að slíkum efnum sem finnast kunna er lagður grunnur að því að ríkið geti styrkt leit og rannsóknir á því hvort slík um auðlindum sé hugsanlega til að dreifa. Með þessu ákvæði er að vissu marki verið að fylgja fordæmi Dana frá því fyrr á öldinni er þeir settu lög árið 1932 um að ríkið ætti þær auðlindir í jörðu sem enginn í danska ríkinu hefði nýtt fyrir það tímamark.
    Ákvæði 2. mgr. er öryggisákvæði og er fyrirmynd þess áðurnefnd lög sem gilda í Dan mörku. Ákvæðið er þó rýmra en þau lög þar sem þessi jarðefni fylgja aðeins þeirri jörð þar sem þau hafa verið nýtt. Dönsku lögin hafa á hinn bóginn verið skýrð þannig að jarðefni fylgi landareign hafi þau verið nýtt einhvers staðar í danska ríkinu. Með þessu er verið að fyrirbyggja að upp komi vandamál með ýmis efni, eins og brennistein og steintegundir, sem hafa verið hagnýtt í smáum stíl og hafa almennt lítið verðgildi.
    Ákvæði 3. mgr. um eignarrétt ríkisins tekur eingöngu til jarðefna sem hingað til hafa ekki fundist í nýtanlegu magni hérlendis. Af því leiðir að enginn hefur nýtt þau jarðefni og því er ekki gert ráð fyrir að bótaskylda stofnist vegna þessa ákvæðis frumvarpsins, sbr. ákvæði 28. gr. þess. Þó er að finna í frumvarpinu ákvæði í 30. gr. sem tryggir að þeir sem telja eignarrétt sinn skertan geti haft uppi bótakröfur fyrir ákveðið tímamark.

Um 4. gr.


    Hér er lagt til að lögfestur verði eignarréttur ríkisins að öllum jarðefnum á öðrum land svæðum en í 3. gr. greinir. Ákvæðið tekur því til afrétta og almenninga að því marki sem enginn getur sannað beinan eignarrétt sinn til þeirra landsvæða.

Um 5.–6. gr.


    Í núgildandi námulögum, nr. 24/1973, er að finna ákvæði í 10. gr. um að ráðherra geti veitt sérleyfi til leitar og vinnslu jarðefna hér á landi. Í 5.–6. gr. frumvarpsins er að finna ákvæði um leitarleyfi, rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi sem koma eiga í stað sérleyfa sam kvæmt núgildandi námulögum. Þess skal getið að felld eru niður ákvæði sem nú er að finna í 4. og 6. gr. námulaga um að landeigandi þurfi sérstakt leyfi iðnaðarráðherra til nýtingar jarðefna á sinni landareign eða til að leigja öðrum rétt til slíkrar nýtingar.
    Í 5. gr. er kveðið á um að ráðherra veiti leitarleyfi, rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi. Fyrirmynd þessarar þrígreiningar er m.a. að finna í dönskum lögum um „mineralske råstoffer í Grønland“ sem nú eru nr. 335/1991. Leitarleyfi er eingöngu ætlað að veita aðgang til yfir borðsleitar á landsvæðum, hvort heldur þau eru í einkaeign eða ekki, en ekki að veita rétt til jarðrasks af neinum toga. Í 1. mgr. 5. gr. er sérstaklega tekið fram að ráðherra geti haft frum kvæði að leit jarðefna hvar sem er á landinu. Rannsóknarleyfi felur í sér heimild til borana og ítarlegri könnunar á ákveðnu svæði. Nýtingarleyfi felur í sér heimild til nýtingar og þeirra framkvæmda sem þörf er á í hverju tilviki til að nýta viðkomandi jarðefni. Leitar-, rannsókn ar- og nýtingarleyfi verða ekki veitt fyrr en umsögn umhverfisráðherra hefur verið fengin eða eftir atvikum að umhverfismat samkvæmt lögum nr. 63/1993 liggur fyrir, sbr. 2. mgr. 6. gr. Þá skal eftir atvikum einnig leita umsagnar Orkustofnunar áður en nýtingarleyfi er gefið út, en samkvæmt hlutverki hennar er slíkt eðlilegt þegar um yrði að ræða nýtingarleyfi á t.d. kol um, jarðolíu og jarðgasi sem allt eru orkulindir. Stofnunin getur einnig haft faglegar forsend ur til að veita umsögn um a.m.k. sum önnur jarðefni. Í öll ofangreind leyfi verða sett nánari skilyrði sem leyfishafi verður að hlíta, sbr. 31. gr. frumvarpsins.

Um 7. gr.


    Réttur landeiganda yfir lághita og til hagnýtingar hans er í engu skertur frá því sem er samkvæmt gildandi lögum og ekki heldur réttur til hvera og annars náttúrlegs jarðhita á yfir borði háhitasvæða. Mjög lítið er um nýtingu háhitasvæða á þennan hátt, einna helst smá vægileg not til hitunar íbúðarhúsnæðis, fjallaskála, baða og ræktunar í heitum jarðvegi. Gróðurhús eru nær eingöngu hituð með lághitavatni, ef undan eru skilin gróðurhús í Hvera gerði en Hitaveita Hveragerðis nýtir afrennsli frá háhitasvæði í eigu ríkisins.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að landeigandi hafi heimild til að bora eftir og hagnýta sér lághita með þeim takmörkunum sem lögin tilgreini. Landeigandi þarf að tilkynna um fyrirhugaðar boranir og aðrar meiri háttar framkvæmdir í tengslum við nýtingu lághitans. Tilkynningar skylda hans er í þeim tilgangi að yfirvöld geti haft yfirlit yfir hvaða jarðhitaframkvæmdir eru í gangi á hverjum tíma. Þörf er á slíku vegna þess hve samtengd jarðhitasvæði eru. Aðrar takmarkanir en skylda til tilkynningar felast aðallega í ákvæðum VII. kafla um vernd og eft irlit með vinnslusvæðum o.fl.

Um 8. gr.


    Hér er lagt til að lághitasvæði sem eru utan fullkominna eignarlanda skuli vera eign ríkis ins. Ekki er að finna slíkt ákvæði í gildandi löggjöf og því er hér lagt til að hugsanlegri óvissu um nýtingarrétt lághitans á afréttum og almenningum verði eytt.

Um 9. gr.


    Greinin er sama efnis og 15. gr. núgildandi orkulaga, nr. 58/1967, en orðalagi hefur verið breytt. Í lok 3. mgr. er tekið fram að matið skuli framkvæmt í samræmi við núgildandi ábúð arlög, nr. 64/1976.

Um 10. gr.


    Hér er í 1. mgr. lagt til að orka háhitasvæða eins og þau eru skilgreind í 2. gr. tilheyri rík inu og eru rök fyrir þeirri skipan rakin í almennum athugasemdum hér að framan. Tilvísun ákvæðisins til 30. gr. er sett til öryggis en þar er mælt fyrir um að ríkið geti eftirlátið land eiganda réttindi yfir háhitasvæði til að koma sér hjá ágreiningi um greiðslu eignarnámsbóta fyrir lítilsverð réttindi.
    Í 2. mgr. er kveðið nánar á um hvernig mörk háhitasvæða skuli ákveðin. Leiði rannsóknir í ljós nýja þekkingu um þetta atriði skal Orkustofnun upplýsa ráðuneytið um það ef breyta þarf reglugerð um mörk háhitasvæða. Er það einnig í samræmi við 2. gr. núgildandi orku laga, nr. 58/1967.

Um 11. gr.


    Hér er gert ráð fyrir að sú vinnsla sem þegar er hafin á háhitasvæði megi halda áfram á sama vinnslusvæði án þess að vinnsluaðili þurfi að sækja um leyfi til þess. Til frekari borana og vinnslu þarf að sækja um leyfi en ekki greiða leyfisgjald.

Um 12. gr.


    Lagt er til að ráðherra veiti leyfi til rannsókna og borana á jarðhitasvæðum. Á þetta bæði við um lághita- og háhitasvæði og hvort sem land er í einkaeign eða ekki. Landeigendur sem hafa rétt til lághitanýtingar skv. 7. gr. eru þó undanþegnir leyfisskyldu. Ákvæðinu er ekki ætlað að breyta 2. gr. núgildandi orkulaga, nr. 58/1967, þar sem Orkustofnun er falið að ann ast rannsóknir á orkulindum landsins, og þarf stofnunin því ekki að leita leyfis hverju sinni. Óheppilegt þótti af lagatæknilegum ástæðum að vísa sérstaklega til orkulaga í greininni.

Um 13. gr.


    Hér er lagt til að nýting jarðhita hvar sem er á landinu skuli vera háð leyfi ráðherra. Skylda landeiganda sem á land á lághitasvæði til leyfisumsóknar, sbr. 3. mgr. 8. gr., er lögð til í því skyni að auðvelda eftirlit með nýtingu jarðhita hér á landi.
    Sérákvæði er að finna í 2. mgr. um heimild til nýtingar á jarðhita ef vermi tekið úr jörðu á hverri sekúndu nemur meiru en 25 MW. Vermi miðast við þrípunktsástand vatns, en svo nefnist það ástand þegar vatnið er 0,01°C heitt og undir 611,2 Pa (6,112 mb) þrýstingi. Þá eru ís, vatn og gufa í varmafræðilegu jafnvægi. Á þetta sérákvæði sér hliðstæðu í núgildandi orkulögum.

Um 14. gr.


    Hér er kveðið á um skyldu þess er sækir um leyfi skv. 15. eða 16. gr. að láta í té upplýs ingar sem ráðherra telur máli skipta við afgreiðslu umsóknar og útgáfu leyfis. Sömuleiðis er lagt til að umhverfisráðherra og Orkustofnun skuli ávallt veita umsögn við leyfisveitingar eða mat á umhverfisáhrifum skuli fara fram þar sem það á við, sbr. lög nr. 63/1993. Með þessu er lagt til að varðandi framkvæmdir þar sem mat á umhverfisáhrifum skal fara fram samkvæmt umræddum lögum skuli slíkt mat fara fram áður en leyfi fæst gefið út en ekki að eins áður en framkvæmdir hefjast og eftir að leyfi hefur fengist eins og nú segir. Í þessu sam bandi er hert á reglum um umhverfismat og tekið þar tillit til gagnrýni sem fram hefur komið á núverandi verklagsreglur.
    Leyfi skv. 12. og 13. gr. þarf vegna rannsóknar og nýtingar jarðhita sem finnst í jörðum í ríkiseign. Í 2. mgr. þessarar greinar er kveðið á um að áður en slík leyfi séu veitt skuli leita umsagnar þess ráðuneytis sem fer með málefni viðkomandi jarðar, en það er í flestum tilvik um landbúnaðar- eða kirkjumálaráðuneyti.

Um 15. gr.


    Með gufu og heitu vatni berast úr jörðu uppleyst efni og gastegundir sem ekki verða skilin frá á auðveldan hátt. Gildir þetta bæði um lághita og háhita. Ekki er ætlast til þess að með yfirráða- og hagnýtingarrétti yfir jarðhita fylgi réttur til þessara uppleystu efna og gasteg unda. Jarðgas og jarðolía sem nýta má með orkugjafa og kunna að finnast við boranir í berg grunn landsins eru þannig í flestum tilvikum eign ríkissjóðs, sbr. 2. mgr. 3. gr. frumvarpsins. Sama gildir um önnur jarðefni sem frumvarpið nær til. Hitt er síðan annað mál að ekki er ætl ast til þess að kveða þurfi á um það í leyfi hverju sinni að réttur nái til þeirra efna sem fylgja heitu vatni en ekki verða nýtt sérstaklega þar sem þau er að finna í mjög litlum mæli. Undan tekningunni um eðli máls er ætlað að ná til þessara tilvika.

Um 16. gr.


    Grein þessi er byggð á 14. gr. núgildandi orkulaga, nr. 58/1967, með þeirri breytingu að tekið er fram sérstaklega að aðeins skuli leitað til dómkvaddra matsmanna ef upp kemur ágreiningur sem ekki fæst jafnaður.

Um 17. gr.


    Grein þessi er að stofni til byggð á 16. gr. núgildandi orkulaga, nr. 58/1967. Meginreglan er sú að ekki má undanskilja jarðhitaréttindi við sölu jarðar nema þegar um ríkisjarðir er að ræða, þá verður að undanskilja jarðhitaréttindi við sölu þeirra.

Um 18. gr.


    Í 1. mgr. er lagt til að sveitarfélög sem eiga land á jarðhitasvæðum við gildistöku laganna fái forgangsrétt til að hagnýta jarðhita sem finnst innan marka sveitarfélagsins. Þau verða samt sem áður háð ákvæðum laganna um leyfisveitingar en eru undanþegin greiðslu leyfis gjalda. Við það er miðað að ef beiðni kemur frá öðrum en landeiganda, sem á hagnýtingarrétt á lághita skv. 7. gr. frumvarpsins, um rannsókna- eða nýtingarleyfi á jarðhita á svæðum sem eru innan marka sveitarfélagsins skuli áður en leyfi er veitt leitað álits sveitarstjórnar um það hvort það hyggist nýta viðkomandi jarðhita. Rök þessarar sérreglu eru að nýting sveitarfé lags á jarðhita sé í þágu almennings í viðkomandi sveitarfélagi og því sé rétt að tryggja með löggjöf að sveitarfélög hafi forgangsrétt til nýtingar.
    Sömu rök eiga við um ákvæði 2. mgr.

Um 19. gr.


    Vatnalögin, nr. 15/1923, taka eingöngu til yfirborðsvatns. Því er þörf á að kveða á um yfirráða- og hagnýtingarrétt á grunnvatni. Meginreglan er sú samkvæmt frumvarpinu að landi sem háð er beinum eignarrétti fylgir réttur til grunnvatns, sbr. 1. mgr., en að ríkið eigi yfirráða- og hagnýtingarréttinn á öðru landi. Ákvæði 2. mgr. tekur því til afrétta og almenn inga að því marki sem enginn getur sannað beinan eignarrétt sinn til þeirra landsvæða.
    Um vatnsréttindi að öðru leyti en kveðið er á um í þessum kafla gilda ákvæði vatnalaga nema annað leiði af lögum.

Um 20. gr.


    Grein þessi er byggð á 14. gr. núgildandi orkulaga, nr. 58/1967, um hvernig með skuli fara ef ekki er hægt að aðskilja hagnýtingu jarðhita tveggja eða fleiri jarðeigenda. Sú breyt ing er gerð að tekið er fram sérstaklega að aðeins skuli leitað til dómkvaddra matsmanna ef upp kemur ágreiningur sem ekki fæst jafnaður, sjá og ákvæði 10. gr. frumvarpsins. Sama vandamál og þar er tekið á getur komið upp varðandi nýtingu grunnvatns og því er lagt til að lögfest verði sams konar ákvæði um lausn ágreinings um það efni.

Um 21. gr.


    Skilyrðin sem ráðherra getur sett í grunnvatnsleyfi mundu væntanlega byggð á aðstæðum hverju sinni. Vegna áforma um útflutning á drykkjarvatni þykir nauðsyn bera til að lögfesta heimild ráðherra til að setja honum skilyrði. Þykir því rétt að kveða á um að ráðherra geti sett í reglugerð skilyrði sem uppfylla þarf til að útflutningur þess sé heimill, t.d. ákvæði um að vatn skuli eingöngu flutt út í neytendaumbúðum.
    Þá er gert ráð fyrir að áður en leyfi er gefið út skuli leita umsagna umhverfisráðherra og Orkustofnunar eða fram fara umhverfismat samkvæmt lögum nr. 63/1993, þar sem það á við.

Um 22. gr.


    Eðlilegt þykir að sveitarfélög hafi svipaðan forgangsrétt til grunnvatns innan marka sinna og þau hafa skv. 19. gr. frumvarpsins til jarðhita.

Um 23. gr.


    Orkustofnun annast eftirlit með jarðhitasvæðum samkvæmt núgildandi orkulögum, nr. 58/1967. Hér er lagt til að svo verði áfram auk þess sem Orkustofnun er jafnframt falið að hafa eftirlit með vinnslusvæðum grunnvatns í þeim tilfellum sem grunnvatnsleyfi skv. 21. gr. hefur verið veitt.
    Taka yrði afstöðu í hvert sinn þegar leyfi skv. 5. gr. yrði veitt til þess hver yrði eftirlitsað ili. Væntanlega yrði það viðkomandi sýslumaður í flestum tilvikum.

Um 24. gr.


    Greinin er samhljóma 49. og 50. gr. núgildandi orkulaga, nr. 58/1967, nema að því leyti að hún tekur bæði til jarðhitasvæða og grunnvatns. Einnig er skýrt kveðið á um skipun mats manna skv. 1. mgr.

Um 25. gr.


    Greinin er að hluta til byggð á ákvæðum 52. gr. núgildandi orkulaga, nr. 58/1967. Í 1. mgr. er kveðið á um þá nýjung að skylt sé að láta iðnaðarráðuneytið vita ef önnur verðmæt efni en heitt vatn eða gufa finnast við jarðboranir.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að umráðamenn borhola skuli láta loka þeim þegar notkun þeirra er hætt.

Um 26. gr.


    Ákvæði þessarar greinar er nýmæli og er því ætlað að stuðla að sem hagkvæmastri nýt ingu jarðhita og grunnvatns. Í 2. mgr. er að finna ákvæði sem á að auðvelda eftirlit með því að markmiði greinarinnar sé framfylgt.

Um 27. gr.


    Ákvæði 1. mgr. á sér hliðstæðu í 18. gr. núgildandi orkulaga, nr. 58/1967, og 7. gr. nú gildandi námulaga, nr. 24/1973. Verði landeigandi eða umráðamaður lands fyrir tjóni ber að bæta honum það, sbr. 28. gr. frumvarpsins.

Um 28. gr.


    Hér er að finna meginreglu um mat á því tjóni sem landeigendur verða fyrir ef ráðherra veitir öðrum aðilum leyfi til rannsóknar og hagnýtingar á jarðefnum og jarðhita á eignarlandi viðkomandi landeiganda. Er meginreglan sú að þeir eiga rétt á bótum fyrir það tjón sem þeir verða fyrir en hins vegar ekki vegna tapaðs hagnaðar af því að nýta viðkomandi auðlind sjálfir ef þeir hefðu til þess getu og ekki heldur til hlutdeildar í framtíðarhagnaði þess sem auðlindina nýtir.
    Bótaréttur skapast ekki fyrr en viðkomandi leyfi hafa verið veitt til annarra aðila.
    Á sama hátt og kveðið er á um í þessari grein skal meta tjón sem aðilar verða fyrir við eignarnám skv. 29. gr.

Um 29. gr.


    Nauðsynlegt þykir að ráðherra hafi heimild til að veita leyfishöfum rannsóknar- og nýt ingarleyfis skv. 5., 12. eða 13. gr. frumvarpsins heimild til eignarnáms á nauðsynlegum landsvæðum, mannvirkjum og öðrum hugsanlegum réttindum svo að markmið leyfanna náist, sbr. 1. mgr.
    Í 2. mgr. er almenn eignarnámsheimild til handa ráðherra til nýtingar á auðlindum svo og til að koma í veg fyrir að nýting hefjist sem spillt geti hafinni nýtingu. Þetta gæti sérstaklega átt við borun eftir jarðhita eða vatni, sbr. 17. gr. núgildandi orkulaga. Að öðru leyti eiga ákvæði þessarar greinar sér hliðstæðu í 17. og 19. gr. orkulaga, nr. 58/1967, og 1. og 2. mgr. 8. gr. námulaga, nr. 24/1973.
    3. mgr. er samhljóða 6. mgr. 8. gr. námulaga, nr. 24/1973.
    Í 4. mgr. er vísað til almennra reglna um framkvæmd eignarnáms, en núgildandi lög um þá framkvæmd eru nr. 11/1973.

Um 30. gr.


    Í frumvarpi þessu er gengið út frá þeirri forsendu að ekki sé verið að skerða eignarrétt landeiganda frá því sem er í dag heldur er verið að setja almenn takmörk á nýtingu eignar réttar. Í 3. og 10. gr. frumvarpsins er því annars vegar lýst yfir að ákveðin jarðefni, sem hingað til hafa ekki verið nýtt, séu eign ríkisins og hins vegar að orka allra háhitasvæða sé eign ríkisins. Ef einhver telur að eignarréttur sinn sé skertur með þessum ákvæðum er honum gefið tækifæri til að hafa uppi bótakröfur innan ákveðins tímamarks.
    Ákvæði 2. mgr. felur í sér nýjung í íslenskum lögum. Hér er miðað við að ráðherra geti horfið frá eignarrétti ríkisins að auðlindum sem krafa kynni að koma fram út af, t.d. ef auð lind skiptir litlu eða engu fyrir almenningshagsmuni og gæti fyrirsjáanlega þurft að greiða bætur fyrir, en undir þeim kringumstæðum mundi auðlind áfram vera í einkaeign.
    Í 3. mgr. er gert ráð fyrir að kröfum sem ekki verða leystar með því að ríkið falli frá eign arrétti skv. 2. mgr. yrði svarað með eignarnámsmati. Skal þá meta tjónið samkvæmt megin reglum frumvarpsins um sannanlegt tjón landeiganda eða annarra sem kynnu að geta talið til réttinda yfir auðlindum sem væru þá eftir atvikum í jörðu utan eignarlanda.

Um 31. gr.


    Samkvæmt frumvarpinu er það iðnaðarráðherra að meta í hvert skipti hvaða skilyrði verða sett fyrir veitingu leyfa. Óhjákvæmilega mun það oft ráðast af landfræðilegum og jarð fræðilegum aðstæðum á hverjum stað. Í greininni eru því ekki talin upp tæmandi þau skilyrði sem leyfishafa verða sett.

Um 32. gr.

    Hér er fjallað um gjaldtöku fyrir leyfi til leitar, rannsókna og til nýtingar á auðlindum í sameign þjóðarinnar, þ.e. auðlindum í jörðu í eigu ríkisins.
    Í 1. mgr. eru ákvæði um að leyfisgjöld skuli ávallt og fortakslaust tekin.
    Í 2. mgr. er kveðið nánar á um töku gjalda fyrir leyfi til leitar og rannsókna. Lagt er til að ráðherra ákveði gjaldið í hverju tilviki en hafi til hliðsjónar kostnað sem kann að falla til vegna eftirlits, jarðrasks og annarrar umsýslu sem stjórnvöld og eftirlitsaðilar kunna að verða fyrir.
    Í 3. mgr. eru ítarlegri ákvæði um gjald fyrir nýtingarrétt. Þar er lagt til að haft verði til hliðsjónar hugsanlegt verðmæti þess sem unnið kann að verða, að frádregnum vinnslu- og dreifingarkostnaði, þannig að þjóðin fái sanngjarna hlutdeild af arði sem skapast af nýtingu auðlinda í sameign hennar. Með sanngjarnri hlutdeild er átt við 10–30% af nettóarði og er þá höfð hliðsjón af ákvæðum laga um skatt af fjármagnstekjum annars vegar og tekjuskatti fyrirtækja hins vegar. Er lagt til að nánari ákvæði um framkvæmd þessa ákvæðis verði sett í lög um aukatekjur ríkissjóðs. Önnur leyfi verða væntanlega fastákveðin í reglugerð.
    Í lokamálsgreininni er gert ráð fyrir því að tekjur sem til verða vegna gjaldtökunnar að frádregnum kostnaði renni í ríkissjóð.

Um 33. gr.

    Efni 1. mgr. þarfnast ekki skýringar og sömuleiðis ekki efni 2. mgr. þar sem aðeins er hnykkt á eðlilegum afleiðingum þess að leyfisskilyrðum er ekki fylgt.

Um 34.–36. gr.


    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.