Ferill 306. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 765 – 306. mál.



Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um bifreiðakostnað bankanna.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvernig skiptast greiðslur fyrir afnot af bifreiðum starfsmanna, sem fram komu í svari ráðherra við fyrirspurn á þskj. 32, milli kynja og stöðuheita, sundurliðað eftir árum og heildargreiðslum einstakra banka á tímabilinu 1. janúar 1993 til 10. október 1997?
     2.      Eru einstaklingsbundnir samningar, kjarasamningar eða almennar reglur að baki slíkum greiðslum og hvaða mat liggur þá til grundvallar?


    Svör við fyrirspurninni eru byggð á upplýsingum sem aflað hefur verið hjá Landsbanka Íslands, Búnaðarbanka Íslands og Seðlabanka Íslands. Við vinnslu svarsins hefur verið höfð hliðsjón af sjónarmiðum um meðferð persónuupplýsinga.
    Í töflum 1–3 koma fram heildargreiðslur til karla annars vegar og kvenna hins vegar í nokkrum flokkum stöðuheita í bönkunum. Einnig kemur fram fjöldi karla og kvenna í hverj um flokki. Taka verður fram að upplýsingar sem bárust frá bönkunum eru ekki byggðar að öllu leyti á sömu flokkum.
    Í öllum bönkunum er akstursgjald ákveðið af endurskoðunarnefnd á vegum Sambands íslenskra bankamanna og bankanna.

Landsbanki Íslands.
    Sundurliðun Landsbankans eftir kynjum miðast við fastan bifreiðastyrk en ekki fékkst sundurliðun á bifreiðastyrk sem greiddur er samkvæmt nótum. Þeir flokkar sem sundurliðun in tekur til fá greitt í samræmi við einstaklingsbundna samninga sem byggjast á kjarasamn ingi bankamanna og eðli starfs viðkomandi. Bifreiðastyrkur samkvæmt skýrslum er greiddur í samræmi við akstur samkvæmt akstursdagbók.

Búnaðarbanki Íslands.
    Í svari Búnaðarbanka Íslands er greint frá heildarbifreiðakostnaði án sundurliðunar í fast an bifreiðakostnað og akstur samkvæmt nótu. Fjárhæðum bifreiðakostnaðar almennra starfs manna er ekki skipt eftir kyni.
    Í bankanum eru samningar um ákveðinn bifreiðastyrk, mismunandi háan, fyrir ákveðna starfshópa, svo sem útibússtjóra, embættismenn og ýmsa sérfræðinga. Í þeim tilvikum aka þeir á eigin bifreiðum fyrir bankann. Í öðrum tilvikum er um greiðslu fyrir tilfallandi akstur að ræða eftir akstursdagbók.

Seðlabanki Íslands.
    Greiðslur bifreiðastyrkja í Seðlabanka Íslands eru bundnar við efstu flokka launastigans og ræður kynferði starfsmanna engu þar um. Í engu tilviki er um einstaklingsbundinn samn ing að ræða. Ætlast er til þess að þeir starfsmenn sem fá greiddan bifreiðastyrk noti eigin bíla eða greiði sjálfir fyrir leigubíla þegar þeir sækja fundi eða eru í öðrum erindagjörðum fyrir bankann í vinnutíma á höfuðborgarsvæðinu. Í Seðlabankanum hafa verið stigin skref í þá átt að færa bifreiðastyrki inn í laun. Í bankanum er í gildi jafnréttisáætlun sem staðfest var af bankastjórn vorið 1996.


Tafla 1. Landsbanki Íslands.
1993 1994 1995 1996 til 30.09.97
karlar konur karlar konur karlar konur karlar konur karlar konur
þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj.
Starfsheiti
Aðst.bankastj.,
svæðisstj., aðst.
svæðisstj., útibússt.,
afgrstj.




39.025




63




3.445




10




41.823




64




3.129




10




40.658




67




3.126




10




39.899




61




3.024




9




30.585




61




2.919




9
Forstöðumenn
höfuðstöðva, sérfr.

22.244

59

4.508

18

21.556

60

4.030

17

22.770

62

4.714

18

25.037

65

5.312

23

20.213

70

4.670

22
Samtals 61.269 122 7.953 28 63.379 124 7.159 27 63.428 129 7.840 28 64.936 126 8.336 32 50.798 131 7.589 31
Ofangreindir aðilar fá
greiddan fastan
bifreiðastyrk sem var


69.223


70.539


71.269


73.272


58.387
Greitt skv. skýrslum 5.707 143 stm. 2.872 123 stm. 3.237 128 stm. 3.855 136 stm. 4.395 137 stm.
Alls greitt fyrir afnot
af bifreiðum starfsm.

74.930

73.411

74.506

77.127

62.782


Tafla 2. Búnaðarbanki Íslands.
1993 1994 1995 1996 til 30.09.97
karlar konur karlar konur karlar konur karlar konur karlar konur
þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj.
Starfsheiti
Aðst.bankastj.,
aðst.menn bankastj.,
forstöðumenn, staðg.
forstöðum. Samtals




9.147




16




4.552




11




9.505




17




5.373




12




10.412




18




5.950




13




9.498




17




6.045




13




7.242




19




3.471
Útibússtjórar 12.934 21 2.169 4 12.908 22 2.140 4 14.835 23 2.311 5 15.135 22 2.843 5 7.950 21 1.769
Skrifstofustjórar 3.024 9 2.666 14 3.135 9 2.878 15 3.177 9 3.437 16 3.038 8 3.498 17 2.623 8 3.405 14
Sérfræðingar 2.774 12 1.213 6 4.086 12 1.390 10 4.154 17 2.556 15 5.795 20 3.169 15 3.595 18 3.023 5
Ritarar 161 1 228 1 231 1 199 18
Iðnaðarmenn 359 2 359 2 435 2 428 2 218 2 18
Afgreiðslustjóri 179 1 179 1 190 1 194 1 99 1 1
Bankaráðsmenn 204 2 152 2 315 3 532 3 609 3
Samtals 28.621 63 10.600 35 30.324 65 11.942 42 33.518 73 14.482 50 34.620 73 15.786 51 22.336 72 11.867 56
Alls fyrir árið 39.221 42.266 48.000 50.406 34.203
Greiðslur bifreiðakostn.
til alm. starfsmanna


2.986


(60 starfsm.)
25 konur og
35 karlar


2.864


(62 starfsm.)
29 konur og 33 karlar


1.937


(63 starfsm.)
32 konur og
31 karl


2.875


(64 starfsm.)
35 konur og
29 karlar


617


(66 starfsm.)
32 konur og
34 karlar
Alls 42.207 45.130 49.937 53.281 34.820


Tafla 3. Seðlabanki Íslands.
1993 1994 1995 1996 til 30.09.97
karlar konur karlar konur karlar konur karlar konur karlar konur
þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj. þús. kr. fj.
Starfsheiti
Aðst.bankastjórar,
framkvstj. Samtals

1.832

3,0

2.359

4,4

6.522

10,0

6.017

10,0

2.508

10,0
Forstöðumenn 6.967 16,0 6.407 14,3 3.204 7,0 3.459 7,5 1.671 6,5
Deildarstjórar 2.100 8,0 835 3,5 1.977 7,0 980 4,0 3.582 12,5 1.004 3,4 5.839 19,7 833 3,0 4.068 17,4 686 3,2
Sérfræðingar 4.116 16,0 501 2,5 4.898 19,6 710 3,0 5.337 21,4 681 2,8 3.500 12,8 639 3,0 2.746 13,4 841 5,8
Aðrir 297 1,2 935 3,0 833 2,0 784 2,0 392 2,0
Samtals 15.312 1.336 16.576 1.690 19.478 1.685 19.599 1.472 11.385 1.527
Alls 16.648 18.266 21.163 21.071 12.912