Ferill 446. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 773 – 446. mál.



Frumvarp til laga



um listskreytingar opinberra bygginga og Listskreytingasjóð ríkisins.

(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



1. gr.

    Verja skal 1% af heildarbyggingarkostnaði opinberrar byggingar til listskreytingar hennar og umhverfis hennar.
    Opinberar byggingar merkja í lögum þessum allar þær byggingar sem ríkissjóður fjármagn ar að nokkru eða öllu leyti, sbr. lög um skipan opinberra framkvæmda, nr. 63/1970. Undan þegnar eru þó byggingar sem reistar eru til bráðabirgða, byggingar sem standa fjarri al faraleið, skemmur og aðrar sambærilegar byggingar.
    Ákvæði 1. mgr. gilda einnig um byggingar sem reistar eru á vegum ríkisstofnana sem hafa sjálfstæðan fjárhag og eru því ekki háðar beinni fjárveitingarákvörðun Alþingis um bygg ingarframkvæmdir.

2. gr.

    Í greinargerð með frumathugun og áætlanagerð skv. 3. gr. og 6. gr. laga um skipan opin berra framkvæmda, nr. 63/1970, skal auk annarra atriða sem þar eru tilgreind gera grein fyrir áætlun um kostnað vegna listskreytinga.
    Við ákvarðanir um mannvirki sem lög þessi taka til skulu arkitekt mannvirkisins og bygg ingarnefnd leita faglegrar ráðgjafar um listskreytingu hjá stjórn Listskreytingasjóðs, sbr. 5. gr.

3. gr.

    Veita skal árlega eftir ákvörðun Alþingis fé í Listskreytingasjóð til listskreytinga opinberra bygginga sem þegar eru fullbyggðar við gildistöku þessara laga, umhverfis þeirra og annarra útisvæða á forræði ríkisins.

4. gr.

    Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins skal skipuð af menntamálaráðherra þannig: Tveir menn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra myndlistarmanna, einn samkvæmt tilnefningu Arkitektafélags Íslands, einn samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar um opinberar fram kvæmdir og formaður skipaður án tilnefningar. Stjórnin skal skipuð til tveggja ára í senn. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Menntamálaráðherra ákveður þóknun stjórnarmanna sem greiðist úr sjóðnum ásamt öðrum kostnaði við starfsemi hans.

5. gr.

    Stjórn Listskreytingasjóðs skal vera til ráðgjafar um listskreytingu þeirra mannvirkja sem lög þessi taka til og hvernig staðið skuli að framkvæmdum. Stjórnin ákvarðar úthlutun úr List skreytingasjóði.

6. gr.

    Um meiri háttar verkefni á sviði listskreytinga skal að öðru jöfnu fara fram opinber sam keppni í samræmi við venjur og reglur sem um það gilda á hverjum tíma. Slík samkeppni skal opin erlendum listamönnum enda njóti íslenskir listamenn sömu réttinda í þeirra löndum.

7. gr.

    Stjórn Listskreytingasjóðs er heimilt að veita styrk úr sjóðnum vegna kostnaðar við undir búning umsóknar um framlag til listskreytingar skv. 3. gr., þar með talinn kostnaður við sam keppni.

8. gr.

    Semja skal við bankastofnun um að annast fjárvörslu Listskreytingasjóðs. Heimilt skal stjórn sjóðsins með samþykki menntmálaráðherra að semja við félagasamtök sem aðild eiga að sjóðnum um að annast rekstur hans að öðru leyti.
    Reikningsár sjóðsins er almanaksárið og skulu rekstrar- og efnahagsreikningar endurskoð aðir af ríkisendurskoðun árlega og birtir í Stjórnartíðindum.

9. gr.

    Menntamálaráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.

10. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1999. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 71/1990, um List skreytingasjóð ríkisins, með síðari breytingum. Heimilt skal að gera nauðsynlegar undirbún ingsráðstafanir til þess að lögin geti komið til framkvæmda við gildistöku, m.a. að því er varð ar skipun stjórnar Listskreytingasjóðs.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Hinn 25. mars 1995 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, nefnd til þess að endurskoða lög um Listskreytingasjóð ríkisins, nr. 71/1990. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Arkitektafélagi Íslands en formaður var Þórunn J. Hafstein, þá deildarstjóri í menntamála ráðuneytinu. Nefndin skilaði áliti með tillögum um breytingar á lögunum í maí 1995. Í lok sama árs voru samþykkt á Alþingi lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem fólu í sér breytingar á fjárhagsgrundvelli Listskreytingasjóðs ríkisins á þann veg að árlegt framlag til sjóðsins skyldi fara eftir því sem ákveðið væri í fjárlögum í stað þess að miðast við 1% álag á heildarfjárveitingu ríkissjóðs til bygginga samkvæmt A-hluta fjárlaga. Með hliðsjón af þessari breyttu stöðu skipaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra hinn 16. júlí 1996 nefnd til að fjalla um framtíðarskipan listskreytingar opinberra bygginga. Skyldi hún gera tillögur um hvernig stuðlað verði að því á hentugastan hátt að listskreyting sé jafnan eðlilegur þáttur í slíkum byggingum. Nefndin var skipuð fulltrúum frá Framkvæmdasýslu ríkisins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Arkitektafélagi Íslands en formaður var Guðmundur Magnússon sagnfræðingur. Nefndin skilaði áliti í frumvarpsformi, ásamt greinargerð, í febrúar 1997.
    Frumvarp það til laga um listskreytingar opinberra bygginga og Listskreytingasjóð ríkisins sem hér liggur fyrir er að mestu byggt á tillögum þeirra tveggja nefnda sem að framan getur. Verði það að lögum leysa þau af hólmi lög nr. 71/1990, um Listskreytingasjóð ríkisins, með síðari breytingum.
    Megintilgangur frumvarpsins er að tryggja svo sem auðið er framkvæmd þeirrar megin reglu að listskreyting sé þáttur í hverri byggingu sem reist er á vegum ríkisins með því að lögbinda að 1% af heildarkostnaði við bygginguna skuli varið í þessu skyni. Að því er nýbygg ingar varðar verður það á ábyrgð þeirra sem forræði hafa um hverja byggingarframkvæmd að lagaskyldu í þessu efni sé framfylgt en leita skal faglegrar ráðgjafar um listskreytinguna.
    Hlutverk Listskreytingasjóðs ríkisins að því er fjárframlög til listskreytinga varðar verður samkvæmt frumvarpinu bundið við opinberar byggingar sem fullgerðar eru við gildistöku nýrra laga, svo og útisvæði sem ríkið hefur forræði á. Jafnframt verður stjórn sjóðsins til ráðgjafar um listskreytingu í þeim mannvirkjum sem lögin taka til.
    Með þeirri tilhögun sem frumvarpið mælir fyrir um er gert ráð fyrir að ákveðnir fjármunir renni milliliðalaust til listskreytingar í hverri nýrri byggingu sem ríkið stendur að en jafnframt leitast við að tryggja faglegan grundvöll ákvarðana um það viðfangsefni eins og aðra þætti byggingarframkvæmdanna.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í 1. mgr. felst það meginatriði frumvarpsins að til listskreytingar hverrar opinberrar bygg ingar og umhverfis hennar skuli verja sem svarar einum hundraðshluta af heildarbyggingar kostnaði. Ákvæðið skýtur að sjálfsögðu ekki loku fyrir að kostað sé meiru til listskreytingar húss en þessu nemur, ef fjárhagslegt svigrúm leyfir.
    Eins og vikið er að í almennum athugasemdum hér að framan var áður gert ráð fyrir því í lögum að fjárhæð sem svaraði 1% álagi á samanlagðar fjárveitingar ríkissjóðs til byggingar framkvæmda samkvæmt A-hluta fjárlaga rynni til Listskreytingasjóðs ríkisins og stjórn hans úthlutaði styrkjum til listskreytingar á grundvelli umsókna. Lög um þetta efni voru upphaflega sett árið 1982. Allt frá byrjun varð á því mikill misbrestur að þessari viðmiðun um ríkis framlag til sjóðsins væri framfylgt og árið 1995 var hún formlega afnumin eins og áður getur. Í þessu frumvarpi er farin sú leið að tengja fjármögnun listskreytingar hverri einstakri bygg ingu, enda verði listskreytingin skylduþáttur sem taka skal tillit til við undirbúning og áætlanagerð vegna framkvæmdanna, sbr. 2. gr.
    Í 2. og 3. mgr. er gildissvið laganna markað með svipuðum hætti og gert er í núgildandi lög um um Listskreytingasjóð. Skilgreint er hvað átt er við með opinberum byggingum í þessu samhengi og hvaða byggingar af því tagi eru undanskildar ákvæðum laganna samkvæmt frum varpinu.

Um 2. gr.


    1. mgr. er ætlað að tryggja að gert sé ráð fyrir listskreytingarþættinum og kostnaði við hann í þeim athugunum og áætlunum sem samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda skulu liggja til grundvallar byggingarframkvæmdum á vegum ríkisins.
    Í 2. mgr. er þeim sem standa fyrir opinberum byggingum gert skylt að leita faglegrar ráð gjafar um listskreytingu mannvirkisins. Endanleg ákvörðun um val listskreytingar, eins og um aðra byggingarþætti, verður á hendi byggingaraðila en að fenginni sérfræðilegri ráðgjöf sem stjórn Listskreytingasjóðs er ætlað að veita, sbr. 5. gr. Sú tilhögun á að stuðla að því að list rænn metnaður og fagleg viðhorf marki val á listskreytingu hverju sinni.

Um 3. gr.


    Sú nýskipan sem felst í 1. gr. frumvarpsins tekur til bygginga sem reistar verða eftir að ný lög um listskreytingar opinberra bygginga hafa öðlast gildi. Mörgum eldri byggingum, svo og útisvæðum, í ríkiseigu verður þá enn til að dreifa þar sem listskreyting er engin eða ófullnægj andi. Í þessari grein er gert ráð fyrir að Alþingi veiti árlega fé í sjóð sem sinni listskreytingum á þessu sviði, svipað og Listskreytingasjóður ríkisins gerir nú fyrir opinberar byggingar almennt.

Um 4. gr.


    Þessi grein kveður á um skipan stjórnar Listskreytingasjóðs. Tveir af fimm stjórnarmönn um skulu tilnefndir af Sambandi íslenskra myndlistarmanna, einn af Arkitektafélagi Íslands og einn af samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir, sbr. lög nr. 63/1970, en formaður skip aður af menntamálaráðherra án tilnefningar. Er þetta sama skipan stjórnar og kveðið er á um í núgildandi lögum um Listskreytingasjóð ríkisins, nema hvað fulltrúi tilnefndur af samstarfs nefnd um opinberar framkvæmdir kemur í stað fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, enda er ekki gert ráð fyrir að ný lög taki til bygginga sem lúta forræði sveitarfélaga. Með þessari skipan er stefnt að því að treysta samstarf myndlistarmanna, hönnuða og framkvæmdaraðila.

Um 5. gr.


    Greinin fjallar um tvíþætt hlutverk stjórnar Listskreytingasjóðs. Hún tekur ákvörðum um ráðstöfun þess fjár sem veitt er skv. 3. gr. um hendur Listskreytingasjóðs en er jafnframt ráð gjafaraðili um listskreytingar í nýbyggingum skv. 1. gr. Skipan stjórnarinnar, svo sem hún er ákveðin skv. 4. gr., á að gera hana vel fallna til að sinna slíku ráðgjafarhlutverki, sbr. athuga semdir við 2. gr.

Um 6. gr.


    Ákvæði þess efnis að um meiri háttar listskreytingarverkefni skuli að öðru jöfnu fara fram opinber samkeppni á sér hliðstæðu í gildandi lögum, sbr. 7. gr. laga nr. 71/1990, um List skreytingasjóð ríkisins. Sama máli gegnir að því er varðar rétt erlendra listamanna til þátttöku í samkeppni, en það ákvæði er þó afdráttarlausara samkvæmt þessu frumvarpi.

Um 7.–8. gr.


    Ákvæði þessara greina eru efnislega að mestu í samræmi við hliðstæð ákvæði í gildandi lögum, sbr. 3. mgr. 10. gr. og 13. gr. laga nr. 71/1990, um Listskreytingasjóð ríkisins.

Um 9.–10. gr.


    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.
Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um listskreytingar opinberra bygginga og Listskreytingasjóð ríkisins.

    Í frumvarpinu felst að til listskreytingar hverrar opinberrar byggingar og umhverfis hennar skuli varið sem svarar 1% af heildarbyggingarkostnaði. Auk þess gerir frumvarpið ráð fyrir árlegu framlagi Aþingis til Listskreytingasjóðs til listskreytinga opinberra bygginga sem þegar eru fullbyggðar, umhverfis þeirra og annarra útivistarsvæða á forræði ríkisins.
    Í fjárlögum 1998 er áætlað að verja samtals um 3 milljörðum kr. til nýbygginga og meiri háttar viðhalds á byggingum og umhverfi þeirra. Þá er meðtalinn hluti kostnaðar við búnaðar- og tækjakaup. Miðað við þessa fjárhæð er áætlað að verja þurfi 20–25 m.kr. til listskreytinga nýrra bygginga samkvæmt frumvarpinu. Hluti af þessum útgjöldum verður greiddur af fram lögum til búnaðarkaupa. Þar sem ekki liggur fyrir hvaða fjárhæð er um að ræða verður í þessari kostnaðarumsögn reiknað með 5–7 m.kr. Þá er í fjárlögum þessa árs 8 m.kr. framlag til Listskreytingasjóðs. Ekki liggur fyrir hvernig styrkir sjóðsins skiptast á milli nýrra og eldri bygginga. Miðað við að helmingnum verði varið til að myndskreyta nýbyggingar má ætla að frumvarpið leiði til 9–16 m.kr. kostnaðarauka á ári.