Ferill 460. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 790 – 460. mál.



Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um fóstureyðingar.

Frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni.



     1.      Hve margar fóstureyðingar hafa verið framkvæmdar hér á landi á hverju ári, síðastliðin fimm ár?
     2.      Hve margar þeirra voru á grundvelli félagslegra ástæðna, sbr. 1. tölul. 9. gr. laga nr. 25/1975?
     3.      Hve mörgum konum var á þessum árum synjað um fóstureyðingu sem þær sóttu um á grundvelli félagslegra ástæðna?
     4.      Hve margar konur hættu við að gangast undir fóstureyðingu sem þær sóttu um á grundvelli félagslegra ástæðna?
     5.      Hve margar konur gengust undir fleiri en eina fóstureyðingu á tímabilinu?
     6.      Hvernig er aldursdreifing þeirra kvenna sem gengust undir fóstureyðingu?


Skriflegt svar óskast.