Ferill 37. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 809 – 37. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um öryggismiðstöð barna.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og umsagnir hafa borist frá Læknafélagi Íslands, Barna heillum, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, landlæknisembættinu, Rauða krossi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Vátryggingafélagi Íslands hf., umboðsmanni barna, Fé lagi íslenskra barnalækna, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Slysavarnafélagi Íslands, Barnaverndar stofu og Landspítalanum – Barnaspítala Hringsins.
    Með þingsályktunartillögunni er lagt til að komið verði á fót öryggismiðstöð barna sem miðli til foreldra, kennara og annarra sem tengjast uppeldi og umönnun barna hvers konar fræðslu um öryggi og öryggisbúnað sem líklegur þykir til að fækka barnaslysum. Jafnframt er lagt til að samræmd tölvuskráning á barnaslysum verði vistuð á vettvangi miðstöðvar innar.
    Allar umsagnir sem nefndinni hafa borist um málið eru mjög jákvæðar. Nefndin er að um fjöllun lokinni þeirrar skoðunar að brýnt sé að ná fram þeim markmiðum sem tillagan stefnir að. Í umsögn heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis kom fram að ríkisstjórnin hefði ákveð ið 8. október sl. að hrinda af stað átaki til að fækka slysum á börnum Skipuð hefur verið sérstök verkefnisstjórn sem vinna á í tengslum við ýmsar stofnanir, sveitarfélög, félagasam tök og faghópa. Átak ríkisstjórnarinnar, sem ráðgert er að standi í þrjú ár, gerir ekki ráð fyrir að komið verði á fót sérstakri stofnun heldur að samhæfðar verði og efldar aðgerðir þeirra aðila sem nú þegar vinna að slysavörnum barna. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið tekur þó fram að ekki sé útilokað að niðurstaðan verði sú að komið verði á fót sérstakri miðstöð til að sinna öryggismálum barna. Ráðuneytið telur enn fremur mikinn feng í þeim upplýsingum sem fram koma í greinargerð með tillögunni.
    Með hliðsjón af fyrrgreindu leggur nefndin til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Margrét Frímannsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. febr. 1998.



Össur Skarphéðinsson,


form., frsm.


Siv Friðleifsdóttir.



Sigríður A. Þórðardóttir.




Guðmundur Hallvarðsson.



Ásta R. Jóhannesdóttir.



Guðni Ágústsson.



Sólveig Pétursdóttir.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.