Ferill 248. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 810 – 248. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og umsagnir hafa borist frá Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar bæjar, landlæknisembættinu, St. Jósefsspítala, Heilsugæslustöðinni í Ólafsvík, Heilsugæsl unni Lágmúla, Sjúkrahúsinu Akranesi, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Sambandi ís lenskra sveitarfélaga, Heilsugæslustöð Miðbæjar, Landssamtökum heilsugæslustöðva, Iðju þjálfafélagi Íslands, Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi, Landssambandi sjúkrahúsa á Íslandi, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Heilsugæslustöðinni í Fossvogi, Félagi íslenskra hjúkrunarfræð inga, Sjúkrahúsi og heilsugæslustöð Egilsstaða, Sjúkrahúsi og heilsugæslustöð Suðurnesja, Félagi íslenskra heilsugæslulækna, Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi, Sjúkrahúsi Skag firðinga Sauðárkróki og Ríkisspítölum.
    Með frumvarpinu er lagt til að skipunartími formanna stjórna sjúkrahúsa og heilsugæslu stöðva verði hinn sami og embættistími þess ráðherra sem skipar þá. Allir umsagnaraðilar telja þessa breytingu eðlilega og í samræmi við góða stjórnsýsluhætti.
    Nefndin tekur undir markmið frumvarpsins og telur rétt að þessi breyting nái fram að ganga. Leggur hún til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Margrét Frímannsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. febr. 1998.



Össur Skarphéðinsson,


form., frsm.


Siv Friðleifsdóttir.



Sigríður A. Þórðardóttir.



                        

Guðmundur Hallvarðsson.



Ásta R. Jóhannesdóttir.



Sólveig Pétursdóttir.



Guðni Ágústsson.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.