Ferill 483. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 819 – 483. mál.Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 36/1993, um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.

Flm.: Kristinn H. Gunnarsson, Einar Oddur Kristjánsson,


Margrét Frímannsdóttir, Hjálmar Jónsson.


1. gr.

    Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 6. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Kirkjugarðs stjórn getur ákveðið sérstakan minningarreit í kirkjugarði vegna horfins manns sem úrskurð aður hefur verið látinn og nýtur sá reitur sömu friðhelgi og grafreitur.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Í gildandi lögum er ekki að finna ákvæði er heimilar minningarreit í kirkjugarði vegna lát ins manns þegar lík hans finnst ekki eða næst ekki. Er lagt til með frumvarpi þessu að úr því verði bætt.