Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 828 – 225. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um kosningar til sveitarstjórna.

Frá félagsmálanefnd.     1.      Við 1. gr. Við bætist ný málsgrein er verði 2. mgr., svohljóðandi:
                  Félagsmálaráðuneytið skal auglýsa hvenær almennar reglulegar sveitarstjórnarkosn ingar skulu fara fram.
     2.      Við 2. gr.
            a.      Í stað orðsins „sveitarstjórna“ í 1. mgr. komi: sveitarstjórnar.
            b.      Í stað orðanna „hér á landi“ í 1. mgr. komi: í sveitarfélaginu.
            c.      3. mgr. orðist svo:
                     Enn fremur eiga kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi þeir að öðru leyti skilyrðum 1. mgr.
     3.      Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                  Kjörgengur í sveitarstjórn er hver sá sem á kosningarrétt í sveitarfélaginu skv. 2. gr. og hefur ekki verið sviptur lögræði.
     4.      Við 7. gr. Á eftir orðinu „samin“ komi: og staðfest af sveitarstjórn.
     5.      Á eftir 7. gr. komi ný grein er verði 8. gr., svohljóðandi:
                  Félagsmálaráðuneytið skal eigi síðar en 12 dögum fyrir kjördag birta í útvarpi og dagblöðum auglýsingu um framlagningu kjörskráa. Í auglýsingunni skal tekið fram hvar kærum skuli komið á framfæri og hver kærufrestur er.
     6.      Við 8. gr. er verði 9. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Sveitarstjórn skal auglýsa hvar kjörskrá liggur frammi á þann hátt á hverjum stað sem venja er þar að birta opinberar auglýsingar.
     7.      Við 9. gr. er verði 10. gr. Á eftir orðinu „íslenskt“ í 3. mgr. komi: danskt, finnskt, norskt eða sænskt.
     8.      Við 10. gr. er verði 11. gr. Í stað „9. gr.“ í 1. mgr. komi: 10. gr.
     9.      Við 12. gr. er verði 13. gr.
            a.      2. mgr. falli brott.
            b.      Á eftir orðunum „að jafnaði“ í 3. mgr., er verði 2. mgr., komi: kenna við kjörstað eða.
     10.      Við 13. gr. er verði 14. gr. Í stað 1.–3. mgr. komi fimm nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Yfirkjörstjórn skal kosin á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar til fjögurra ára í senn. Yfirkjörstjórnir skulu jafnan vera reiðubúnar til þess að mæta fyrirvaralaust á fundi á kjördegi til ákvarðana og úrskurða í sambandi við kosninguna ef með þarf.
                  Í sveitarfélagi sem skipt er í kjördeildir skal kjósa undirkjörstjórnir jafnmargar og fjöldi kjördeilda er. Þar sem kjördeildir eru fleiri en ein á sama kjörstað skal sveitar stjórn kjósa hverfiskjörstjórn til að hafa umsjón með kosningastarfi á kjörstaðnum í um boði yfirkjörstjórnar.
                  Heimilt er að kjósa undirkjörstjórnir og hverfiskjörstjórnir síðar en kveðið er á um í 1. mgr.
                  Í hverri kjörstjórn eiga sæti þrír aðalmenn og þrír varamenn sem allir skulu eiga kosningarrétt í sveitarfélaginu. Kjörstjórn kýs sér oddvita og ritara úr sínum hópi.
                   Kjörstjórnir eru í störfum sínum óháðar ákvörðunarvaldi sveitarstjórnar.
     11.      Við 14. gr. er verði 15. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Sveitarstjórnir skulu láta yfirkjörstjórnum í té gerðabækur. Yfirkjörstjórnir láta undirkjörstjórnum og hverfiskjörstjórnum í té gerðabækur, nema þeim kjörstjórnum séu lögð til sérstök eyðublöð er komi í stað gerðabókar.
     12.      Við 15. gr. er verði 16. gr. Greinin orðist svo:
                  Sá sem sæti á í kjörstjórn skal víkja sæti ef hann er í kjöri til sveitarstjórnar í bundn um hlutfallskosningum.
                  Einnig skal kjörstjórnarmaður víkja sæti ef til úrskurðar er mál er varðar maka hans eða þann sem er skyldur honum eða mægður í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar.
     13.      Við 16. gr. er verði 17. gr. Í stað orðanna „yfirkjörstjórn og undirkjörstjórn“ í 1. mgr. komi: kjörstjórnum.          
     14.      Við 21. gr. er verði 22. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 2. mgr.:
            a.      Í stað „16.000“ í c-lið komi: 10.000.
            b.      Á eftir c-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: í sveitarfélagi með 10.001–50.000 íbúa 80 meðmælendur.
            c.      D-liður, er verði e-liður, hljóði svo: í sveitarfélagi með 50.001 og fleiri íbúa 160 meðmælendur.
     15.      Við 23. gr. er verði 24. gr. Í stað orðanna „á næsta virkum degi“ í 1. málsl. komi: næsta dag.
     16.      Við 24. gr. er verði 25. gr. Í stað „88. gr.“ í 3. málsl. komi: 92. gr.
     17.      Við 31. gr. er verði 32. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 3. mgr.:
            a.      Í stað „28. gr.“ komi: 29. gr.
            b.      Í stað „17. gr.“ komi: 18. gr.
     18.      Við 32. gr. er verði 33. gr. Í stað „29. gr.“ komi: 30. gr.
     19.      Við 33. gr. er verði 34. gr. Greinin orðist svo:
                  Um kjörgögn við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, gerð þeirra og meðferð fer eftir lögum um kosningar til Alþingis.
     20.      Við 36. gr. er verði 37. gr.
            a.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Þar sem bundnar hlutfallskosningar fara fram skal prenta framboðslistana hvern við annars hlið í röð eftir bókstöfum þeirra og skal ætla hverj um lista um 6 sm breidd en lengd skal miðuð við fulla löglega tölu frambjóðenda.
            b.      Á eftir orðinu „stjórnmálasamtök“ í 3. mgr. komi: eða annað framboð.
            c.      Á eftir orðinu „stjórnmálasamtakanna“ í 3. mgr. komi: eða annars framboðs.
     21.      Við 40. gr. er verði 41. gr. Í stað orðanna „og hreppstjórar“ í 1. mgr. komi: eða fulltrúar þeirra.
     22.      Við 42. gr. er verði 43. gr.
            a.      1. mgr. orðist svo:
                     Kjósandi hefur heimild til að greiða atkvæði utan kjörfundar frá þeim degi er átta vikur eru til kjördags.
            b.      Við bætist tvær nýjar málsgreinar er verði 2. og 3. mgr., svohljóðandi:
                     Nú hefur kjördagur verið ákveðinn með skemmri fyrirvara en átta vikum og á kjósandi þá rétt á að greiða atkvæði frá og með næsta virka degi eftir að kjördagur hefur verið ákveðinn.
                     Þegar kosning er óbundin ritar kjósandi, er greiðir atkvæði utan kjörfundar, á kjörseðilinn fullt nafn og heimilisfang þeirra aðal- og varamanna er hann kýs. Til greina skal varamenn í þeirri röð sem kjósandi kýs að þeir taki sæti.
            c.      Við 2. mgr., er verði 4. mgr., bætist: eftir því sem við á.
     23.      Við 43. gr. er verði 44. gr. Orðin „nema hann sé öllum kjósendum innan kjördeildar nægilega kunnur“ í 2. mgr. falli brott.
     24.      Við 44. gr. er verði 45. gr.
            a.      1. mgr. orðist svo:
                     Þegar kosning fer fram skal svo búið um kjörklefa að utan frá verði hvorki í þá gengið né séð.
            b.      2. mgr. falli brott.
     25.      Við 46. gr. er verði 47. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Kjörfund skal setja á kjörstað kl. 9 árdegis en yfirkjörstjórn getur þó ákveðið að kjörfundur hefjist síðar, þó eigi síðar en kl. 12 á hádegi.
     26.      Við 54. gr. er verði 55. gr.
            a.      1. málsl. orðist svo: Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar.
            b.      Í stað orðsins „oddviti“ í 2. málsl. komi: fulltrúi í kjörstjórn.
     27.      Við 55. gr. er verði 56. gr. 3. og 4. málsl. 2. mgr. orðist svo: Vottorð er einnig gilt sé það undirritað af oddvita eða framkvæmdastjóra sveitarstjórnar fyrir hennar hönd. Til kynna ber undirkjörstjórn kjördeildar fyrir kjördag hvaða kjósendum í kjördeildinni sveitarstjórn hafi gefið vottorð.
     28.      Við 58. gr. er verði 59. gr. 4. mgr. falli brott.
     29.      Við 62. gr. Greinin færist aftur fyrir 63. gr. og verði 64. gr.
     30.      Við 66. gr. Greinin verði 74. gr.
     31.      Við 67. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
            a.      Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: nema kjördeild sé ein og talning fari fram í lok kjörfundar.
            b.      Í stað „85. gr.“ í 2. mgr. komi: 89. gr.
            c.      Greinin ásamt kaflafyrirsögn X. kafla færist og greinin verði 75. gr.
     32.      Við 68. gr. Greinin verði 67. gr.
     33.      Við 69. gr. er verði 68. gr. Í stað „55. gr.“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: 56. gr.
     34.      Við 70.–72. gr. Greinarnar verði 69.–71. gr.
     35.      Við 73. gr. er verði 72. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Ef yfirkjörstjórn er viðstödd á kjörstað og talning atkvæða fer fram samstundis má undirkjörstjórn afhenda yfirkjörstjórn gögn skv. 1. mgr. óinnsigluð, að viðstöddum um boðsmönnum lista.
     36.      Við bætist ný grein, 73. gr., svohljóðandi:
                  Yfirkjörstjórn kannar hvort tala kjósenda sem greitt hafa atkvæði samkvæmt kjör deildarbókum undirkjörstjórna sé í samræmi við afhenta atkvæðaseðla og skráðar at hugasemdir undirkjörstjórna.
     37.      Við 74. gr. er verði 76. gr. Á eftir orðinu „stjórnmálasamtökum“ í 2. mgr. komi: eða tengda listunum.
     38.      Við 75. gr. er verði 77. gr.
            a.      Í stað 1. málsl. 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Í viðurvist manna skv. 2. mgr. 76. gr. opnar svo yfirkjörstjórn atkvæðasendingarnar úr hverri kjördeild sveitarfélagsins, nema talning fari fram í lok kjörfundar, eftir að þeim hefur verið gefinn kostur á að sannfærast um að öll innsigli séu ósködduð. Hafi yfirkjörstjórn borist bréf með utankjörfundaratkvæði skal fara með það eins og segir í 72. gr.
            b.      Við greinina bætist ný málsgrein er verði 3. mgr., svohljóðandi:
                     Þegar kosning er óbundin fer talning atkvæða fram með þeim hætti að oddviti yfirkjörstjórnar les upp nöfnin sem á kjörseðlinum standa og réttir hann svo meðkjör stjórnarmönnum til athugunar en þeir skrá atkvæðin jafnóðum.
     39.      Við 77. gr. er verði 79. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Við óbundnar kosningar skal ekki meta atkvæði ógilt þótt sleppt sé fornafni eða eftir nafni ef greinilegt er eftir sem áður við hvern er átt.
     40.      Við 78. gr. er verði 80. gr. Í stað „32. gr.“ komi: 33. gr.
     41.      Á eftir 79. gr., er verði 81. gr., komi þrjár nýjar greinar, svohljóðandi:
            a.      (82. gr.)
                      Sé atkvæðasending frá einhverri kjördeild ekki komin til yfirkjörstjórnar á aug lýstum tíma skv. 75. gr. skal yfirkjörstjórn eigi að síður opna atkvæðakassa og önnur kjörgögn á þeim tíma sem auglýstur hafði verið. Tilkynna skal umboðsmönnum lista, eftir því sem auðið er, hvenær sendingin verður opnuð til þess að þeir eigi kost á að vera viðstaddir.
            b.      (83. gr.)
                      Að talningu lokinni skal yfirkjörstjórn setja alla notaða kjörseðla undir innsigli og varðveita þá. Skal gildum og ógildum kjörseðlum haldið aðgreindum.
                      Að kærufresti loknum eða að fullnaðarúrskurði uppkveðnum varðandi kosning una, ef kosning hefur verið kærð, skal yfirkjörstjórn eyða hinum innsigluðu kjörseðl um og skrá yfirlýsingu þar um í gerðabók kjörstjórnar.
                        Sama gildir um söfnun og varðveislu kjörskráa.
            c.      (84. gr.)
                      Við lok talningar skal tilkynna úrslit kosninga og skal getið sérstaklega hve marg ir atkvæðaseðlar eru auðir og hve margir ógildir.
     42.      Við 80. gr. er verði 85. gr. 3. mgr. falli brott.
     43.      Við 81. gr., er verði 86. gr., bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Þegar kosið er bundinni hlutfallskosningu og listi fær einn eða fleiri aðalmenn kjörna verða þeir varamenn sem ekki hlutu kosningu á listanum.
     44.      Við 82. gr. Greinin falli brott.
     45.      Við 83. gr. er verði 87. gr.
            a.      Við bætist ný málsgrein er verði 1. mgr., svohljóðandi:
                     Þegar kosning er óbundin eru þeir sem flest atkvæði fá sem aðalmenn réttkjörnir aðalmenn. Hafi tveir eða fleiri hlotið jafnmörg atkvæði og geta ekki báðir eða allir náð kjöri ræður hlutkesti.
            b.      1. mgr., er verði 2. mgr., orðist svo:
                     Varamenn, þar sem kosning er óbundin, skulu vera jafnmargir og aðalmenn. Varamenn eru þeir sem hljóta atkvæðamagn þannig: 1. varamaður er sá sem flest at kvæði hlýtur samanlagt í 1. sæti á lista yfir varamenn að viðbættum þeim atkvæðum sem hann hlaut í sæti aðalmanns. 2. varamaður er kosinn sá sem flest atkvæði hlýtur í 2. sæti lista varamanna að viðbættum þeim atkvæðum sem hann hlaut í sæti aðal manns og í 1. sæti á lista varamanna. Kosning annarra varamanna ákvarðast á sama hátt uns fyllt er í sæti þau sem kjósa skal í. Nú fá tveir menn jafnmörg atkvæði samanlagt í sæti varamanns og skal þá hlutkesti ráða hvor hlýtur sætið. Sá sem ekki hlýtur sætið tekur sæti næsta varamanns og færast þá þeir varamenn sem á eftir koma um set.
            c.      2. mgr. falli brott.
     46.      Við bætist ný grein, 88. gr., svohljóðandi:
                  Yfirkjörstjórn skal senda Hagstofu Íslands skýrslu um kosninguna ritaða á eyðublað er Hagstofan lætur í té.
     47.      Við 84. gr. Greinin falli brott.
     48.      Við 85. gr. er verði 89. gr.
            a.      Í stað 1. og 2. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Nú ferst kosning í kjördeild fyrir á hinum ákveðna degi sökum óveðurs eða af öðrum óviðráðanlegum orsökum og kveður þá yfirkjörstjórn innan viku til kjörfundar að nýju. Birta skal fundarboðið á sama hátt og venja er þar að birta opinberar aug lýsingar.
            b.      Í stað orðsins „Undirkjörstjórn“ í 1. málsl. 3. mgr., er verði 2. mgr., komi: Yfirkjörstjórn.
            c.      Orðin „enda komi til samþykki yfirkjörstjórnar“ í 3. mgr., er verði 2. mgr., falli brott.
            d.      Í stað „72. gr.“ í 4. mgr., er verði 3. mgr., komi: 71. gr.
     49.      Við 86. gr. er verði 90. gr.
            a.      Í stað „89. gr.“ í 1. mgr. komi: 93. gr.
            b.      Á eftir orðunum „og skal þá“ í 1. mgr. komi: sitjandi.
            c.      Við 2. mgr. bætist: eftir því sem við getur átt.
     50.      Við 88. gr. er verði 92. gr.
            a.      A- og b-liður falli brott.
            b.      Í stað orðanna „á kjörskrá, hér undir“ í f-lið, er verði d-liður, komi: á kjörskrá; hér undir.
     51.      Við 91. gr. er verði 95. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Yfirkjörstjórn skal ef þörf krefur gefa út kjörbréf til annarra varamanna sem sæti taka í sveitar stjórn og kjörnir hafa verið í bundnum hlutfallskosningum.
     52.      Við 96. gr. er verði 100. gr. Í stað „89. gr.“ komi: 93. gr.
     53.      Við 98. gr. er verði 102. gr.
            a.      C-liður falli brott.
            b.      Í stað orðanna „6. tölul. 88. gr.“ í i-lið, er verði h-liður, komi: d-lið 92. gr.