Ferill 487. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 830 – 487. mál.Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 38/1990, með síðari breytingum, og breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997.

Flm.: Kristinn H. Gunnarsson.I. KAFLI
Lög um stjórn fiskveiða, nr. 38/1990, með síðari breytingum.
1. gr.

    Við 3. mgr. 7. gr. laganna bætist nýr töluliður er verði 2. tölul., svohljóðandi: Áætlaðan afla sem telst ekki til aflamarks samkvæmt ákvæðum 6. mgr. 10. gr.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
a.      Við greinina bætist ný málsgrein, 6. mgr., svohljóðandi:
              Sé óunnum fiski landað innan lands og hann seldur til vinnslu aðila er fellur undir skil greiningu 1. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnu rekstri, og hefur gilt vinnsluleyfi fyrir viðkomandi starfsemi samkvæmt ákvæðum laga um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra, nr. 93/1992 skulu aðeins 75% teljast til aflamarks. Ákvæði þetta á einnig við um rækju en ekki uppsjávarfiska.
b.      7. mgr. orðast svo:
              Þá getur ráðherra ákveðið að afli á ákveðnum fisktegundum og afli frystiskipa, svo og afli skipa sem leyfi hafa til fullvinnslu botnfiskafla um borð, sem fluttur er óunninn eða lítt unninn á erlendan markað, skuli reiknaður með álagi þegar metið er hversu miklu af aflamarki sk ips er náð hverju sinni. Skal álagið vera allt að 20% á þorsk en allt að 15% á aðrar tegundir.

II. KAFLI

Lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997.

3. gr.

    Við 1. mgr. 5. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Allar veiðar frystiskipa og skipa sem leyfi hafa til fullvinnslu botnfiskafla um borð eru óheimilar innan línu sem er dregin 30 mílur utan viðmiðunarlínu.

III. KAFLI

Gildistaka.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi en ákvæði 1. gr. koma þó ekki til framkvæmda fyrr en 1. september 1998.

Greinargerð.


    Með frumvarpi þessu er leitast við að styrkja stöðu ísfiskskipa og bátaútgerðar og gerðar nauðsynlegar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða til þess að jafna samkeppnisskilyrði milli framangreindra útgerða annars vegar og hins vegar frystiskipa og annarra skipa sem vinna afla sinn um borð.
    Telja verður að miklir hagsmunir séu í því fólgnir að sjávarútvegsbyggðir öðlist á nýjan leik þann styrk sem leiðir af nálægð þeirra við gjöful fiskimið. Nálægðin við miðin var for senda þess að byggðirnar risu og sjávarútvegurinn sem þar var stundaður skilaði þjóðar búinu gífurlegum hagnaði sem dreifðist um þjóðfélagið og breytti því á fáeinum áratugum úr fátæku bændasamfélagi í nútímavelferðarþjóðfélag sem er í fremstu röð í heiminum. Í öllum meginatriðum eru forsendurnar óbreyttar. Fiskimiðin eru gjöful sem fyrr og ódýrast er að nýta þau frá nálægum byggðarlögum. Framfarir í tækjabúnaði og veiðitækni hafa fremur styrkt þessi sannindi en hitt.
    Engu að síður hefur þróunin undanfarinn áratug orðið á annan veg. Útgerð stærstu og dýr ustu skipanna, frysti- og vinnsluskipanna, hefur farið vaxandi og þeim hefur verið beitt mikið á grunnslóðarmiðum. Að sama skapi hefur útgerð ísfisktogara og bátaútgerðar hnignað. Or sakanna hefur aðallega verið að leita í lagaákvæðum sem hafa mismunað útgerðarflokkum og haft afgerandi áhrif á afkomu þeirra. Undir engum kringumstæðum getur það verið þjóðhags lega hagkvæmt eða félagslega heppilegt að arðvænleg útgerð dagróðrarbáta og ísfiskskipa sé með íþyngjandi lagaákvæðum gerð óhagkvæmari en útgerð frystiskipa og fullvinnsluskipa.
    Þá verður það að teljast óskynsamleg stjórnun veiða sem leiðir af sér að stærstu og öflug ustu skipum landsmanna er haldið til veiða á grunnslóð þegar augljóslega ber að beita skip unum til þess að nýta úthafsmið eða fjarlæg mið utan 200 mílna fiskveiðilögsögu landsmanna.
    Ekki getur það heldur talist sérlega skynsamleg stjórnun að æ stærri hlutur veiðanna er stundaður á smábátum allan ársins hring. Vandséð er hver meining stjórnvalda er með því að stuðla að því að þorri sjómanna á Vestfjörðum, veðurharðasta svæði landsins, er kominn ofan í báta sem eru minni en 6 tonn en er róið í líkindum við það sem áður tíðkaðist á vertíðarbátum.
    Í frumvarpinu er að finna ákvæði sem leiða til skynsamlegri verkaskiptingar flotans en nú er. Annars vegar eru ákvæði sem jafna stöðu báta og ísfiskskipa gagnvart frysti- og vinnslu skipum hvað varðar nýtingu á aflamarki og hins vegar ákvæði sem beina útgerð síðarnefnda útgerðarflokksins út fyrir 30 mílur utan viðmiðunarlínu.
    Ákvörðun löggjafans ef af verður um bann við öllum botnfiskveiðum frystiskipa og vinnsluskipa innan 30 mílna er gífurleg stefnubreyting. Hún er ákvörðun um það að bátar og ísfiskskip eigi að nýta grunnslóðina og að afli þeirra skipa eigi að koma í land til vinnslu.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Við greinina er bætt ákvæði þess efnis að í upphafi fiskveiðiárs skuli áætlaður afli sem telst ekki til aflamarks skv. 2. gr. frumvarpsins vera dregin frá leyfðum heildarafla áður en afla marki er úthlutað til skipa á grundvelli aflahlutdeildar.

Um 2. gr.


    Í a-lið greinarinnar er gildandi lagaákvæði um heimild ráðherra til að beita álagi á notað aflamark þegar óunninn fiskur er fluttur úr landi rýmkað þannig að heimildin nær einnig til lítt unnins fisks og enn fremur útflutnings frá frystiskipum og skipum sem leyfi hafa til fullvinnslu botnfiskafurða um borð. Þykir ekki samræmi í því að álagi er beitt nú ef út er fluttur óunninn ísaður þorskur en frystur óunninn þorskur er í dag fluttur út án álags. Verður að telja eðlilegt að sömu ákvæði séu notuð í báðum tilvikum. Þá er nauðsynlegt að gefa ráðherra svigrúm til þess að beita álagi á bilinu 0–15 eða 20% eftir því hversu lítt unninn fiskurinn er, en nú verður aðeins beitt hámarksálagi eða engu.
    Í b-lið greinarinnar er tekið á þeim vanda sem skapast hefur vegna þess að notað aflamark frystiskipa og vinnsluskipa er ekki reiknað út frá veiddum afla heldur lönduðum afurðum og notaðir ákveðnir reiknistuðlar til þess að reikna magn af fiski upp úr sjó út frá lönduðum af urðum. Ítrekað hafa komið fram ábendingar um að þessi aðferð ívilni umræddum skipum og færi þeim í raun umframaflamark. Má þar benda á umfjöllum Morgunblaðsins, t.d. frá 6. sept ember 1992, þar sem fram kemur að frystitogarar sem gera út á karfa og grálúðu fái 20–30% meiri aflaheimildir í reynd en ísfisktogarar vegna þess að þeir geti valið sér hráefni. Til þess að jafna þennan mun er lagt til að ísfiskskip og ferskfiskskip, sem landa óunnum fiski til vinnslu innan lands, fái ívilnun þannig að einungis 75% af aflanum teljist til notaðs aflamarks.
    Með þessum tveimur aðgerðum, sem lagt er til í greininni að gripið verði til, er samkeppnis staða ísfiskskipa og bátaútgerðar jöfnuð frá því sem nú er gagnvart vinnsluskipum og frysti skipum og því ætti útgerð þeirra að styrkjast og landvinnslan fengi í kjölfarið meira magn til vinnslu.

Um 3. gr.


    Lagt er til að vinnsluskipum og skipum sem leyfi hafa til fullvinnslu botnfiskafla um borð verði óheimilt að stunda veiðar innan línu sem dregin er 30 mílur utan viðmiðunarlínu og er vísað til greinargerðar til nánari skýringar.

Um 4. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa að öðru leyti en því að þar sem fiskveiðiárið er hafið og aflamarki hefur verið úthlutað verður ákvæðum 1. gr. ekki beitt á yfirstandandi fiskveiðiári. Rétt er að benda á að ákvæði b-liðar 2. gr. frumvarpsins verða til þess að auka afla þeirra skipa sem njóta ívilnunar samkvæmt ákvæðinu. Erfitt er að meta heildaráhrifin en hafa verður í huga að ívilnunin mundi í mesta lagi gilda fimm mánuði fiskveiðiársins hjá hluta flotans. Lík legt er að aflaaukningin skili sér í auknum lönduðum afla í smærri sjávarbyggðunum.Fylgiskjal I.


Stjórnvöld hafa afhent frystitogurum veiðiréttinn.


(Úr Morgunblaðinu, sunnudaginn 11. maí 1997.)    „BYGGÐARLÖG á landsbyggðinni, sem eiga mest undir línuveiðum og landvinnslu, hafa minni fisk með tilheyrandi atvinnuleysi og fólksflótta. Á sama tíma er stanslaus aukning í kvótaeign frystitogara, sem hafa verið að kaupa upp þær veiðiheimildir, sem línubátar fengu í skiptum fyrir afnám línutvöföldunar.“
    Þetta er m.a. niðurstaða útflutningshóps Félags íslenskra stórkaupmanna sem kynnti á blaðamannafundi í gær þær afleiðingar, sem afnám línutvöföldunar á síðasta ári hefur haft í för með sér. Þar kom fram að línuafli á tímabilinu frá nóvember til febrúar hafi aðeins verið innan við helmingur þess sem hann var á sama tímabili í fyrra. Innan vébanda útflutningshóps FÍS eru öll sjávarútflutningsfyrirtæki landsins að undanskildum sölusamtökunum SH, ÍS og SÍF.

Sveltir saltfiskmarkaðir.
    Í áliti hópsins segir að verðmætustu saltfiskmarkaðir Íslendinga á Spáni, Ítalíu og Grikk landi, sem vilja eingöngu „krókaveiddan fisk“ vegna hvítleika og gæða fisksins, séu nú sveltir af íslenskum fiski og hafi orðið að leita sér að krókafiski frá Færeyjum og Noregi, þar sem engar hömlur séu á veiðum smábáta á króka. Íslendingar séu þar af leiðandi að missa þessa markaði vegna pólitískrar veiðistjórnunar.
    Enn fremur segir: „Landvinnslan sem og fiskvinnslufólk virðist engan rétt hafa. Núverandi sjávarútvegsnefnd Alþingis undir stjórn Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, hefur fært frystitogurum og kvótaeigendum réttinn til veiða. Þessi þróun hefur verið á kostnað bátaflot ans sem árum saman hefur þjónað landvinnslunni. Þetta hefur verið gert með aukinni virkni kvótakerfisins á kostnað landvinnslunnar svo sem með afnámi frjálsra veiða smábáta með krókum, úreldingu smábátaflotans og afnámi línutvöföldunar.
    Við nýjar kvótaúthlutanir, svo sem á síld og úthafskarfa, hafa frystitogarar og nótaskip al farið fengið þann kvóta, en smærri bolfiskskip ekkert. Og til viðbótar úthlutun á þorskkvóta hafa sömu skip fengið fullan hlut. Eðlilegra væri að smærri bolfiskskip, sem veiða fyrir land vinnsluna, fengju alla viðbótarúthlutunina á bolfiski. Það myndi tryggja best uppbyggingu at vinnulífs á landsbyggðinni.“


Fylgiskjal II.

    

Ályktanir 56. fiskiþings 20.–21. nóvember 1997.Fiskvinnslubónus í kvóta.
    56. fiskiþing skorar á stjórnvöld að breyta núgildandi reglugerð um veiðar í atvinnuskyni þannig að landaður botnfiskafli til vinnslu innan lands teljist aðeins að hluta í kvóta viðkom andi skips.

Fólksflutningar af landsbyggðinni.
    56. fiskiþing lýsir áhyggjum sínum vegna fólksflutninga af landsbyggðinni til höfuðborgar svæðisins. Slík búsetuþróun er alvarleg og afar óhagkvæm fyrir þjóðarbúið í heild. Hún leiðir til þess að sveitarfélög, ríki og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu þurfa að ráðast í ótímabærar fjárfestingar sem leiða mun til lakari lífskjara í landinu. Á landsbyggðinni verða fjárfestingar vannýttar, fólk situr eftir í verðlausum eignum sínum og ævistarfi þess er kastað á glæ.
    Ástæður búseturöskunarinnar eru margvíslegar og örugglega flóknari nú en áður. Enginn vafi er á því að víða gætir öryggisleysis í atvinnumálum og fólk telur ekki tryggt að veiði heimildir verði til staðar í byggðarlögunum. Því kjósa margir að flytja sig frá sjávarútvegs byggðunum í annað umhverfi. Þrátt fyrir að vinna sé víðast hvar til staðar nægir það ekki til þess að tryggja búsetu. Fábreytni og einhæfni atvinnutækifæra gerir það að verkum að fjöl margir telja sig eiga þann kost einan að flytja á höfuðborgarsvæðið þar sem hið opinbera hefur sett niður mestalla þjónustu sína.
    Fiskiþingið vekur athygli á stóralvarlegri stöðu landvinnslunnar. Þessi atvinnugrein hefur verið meginstoð atvinnulífsins víðast á landsbyggðinni. Afleit staða hennar grefur því undan landsbyggðinni. Ástæða er til þess að vekja athygli á því að landvinnslan býr á margan hátt við skerta samkeppnisstöðu gagnvart sjóvinnslunni. Eðlilegt er að stjórnvöld tryggi jafna sam keppnisstöðu þessara tveggja vinnslugreina sjávarútvegsins.