Ferill 194. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 837 – 194. mál.Breytingartillögurvið frv. til l. um hollustuhætti.

Frá meiri hluta umhverfisnefndar (ÓÖH, TIO, KPál, ÍGP, ÁMM, LMR).     1.      Við 3. gr.
       a.      1. mgr. orðist svo:
                  Hollustuhættir og mengunarvarnir taka í lögum þessum til hollustuverndar, mengunarvarnaeftirlits, vöktunar, tengdra rannsókna og fræðslu um þessi mál.
       b.      2. mgr. orðist svo:
                 Hollustuvernd tekur til eftirlits með matvælum, eiturefnum og hættulegum efnum þeim tengdum, húsnæði, öðrum vistarverum og umhverfi þeirra. Einnig tekur það til sóttvarna og fræðslu í þessum efnum, m.a. með tilliti til manneldismála.
       c.      3. mgr. orðist svo:
                 Mengunarvarnaeftirlit tekur til eftirlits með þeim þáttum sem eiga að fyrirbyggja eða draga úr mengun lofts, láðs eða lagar, eftirlits með eiturefnum og hættulegum efnum og fræðslu um þessi mál. Vöktun umhverfisins telst til mengunarvarnaeftirlits.
       d.      Á eftir 3. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                   Heilbrigðiseftirlit tekur til hollustuhátta og mengunarvarna.
       e.      Í stað orðanna „lágmarka losun mengunarefna“ í 5. mgr. komi: lágmarka mengun.
       f.      Orðin „hönnun vöru“ í 6. mgr. falli brott.
       g.      Í stað orðsins „verksmiðju“ í 6. mgr. komi: starfsemi.
       h.      8. mgr. orðist svo:
                 Rannsóknir (prófanir) felast í greiningu sýna vegna eftirlits, eftirlitsverkefna, vöktunar og annarra þjónusturannsókna eða fyrirbyggjandi aðgerða á sviði hollustu hátta og mengunarvarna.
       i.      9. mgr. falli brott.
     2.      Við 4. gr.
       a.      Í stað orðsins „heilbrigðiseftirlits“ í 1. mgr. komi: hollustuverndar.
       b.      3. tölul. orðist svo: meindýr og eyðingu þeirra.
       c.      Á eftir orðunum „katta og“ í 4. tölul. komi: annarra.
       d.      Í stað orðanna „því um líkt“ í 11. og 14. tölul. komi: þess háttar.
     3.      Við 5. gr. Í stað orðsins „mengunarvarna“ í 1. mgr. komi: mengunarvarnaeftirlits.
     4.      6. gr. orðist svo:
             Hollustuvernd ríkisins gefur út starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem haft getur í för með sér mengun og talinn er upp í fylgiskjali með lögum þessum.
             Heilbrigðisnefndir gefa út starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem haft getur í för með sér mengun og ekki er talinn upp í fylgiskjali, sbr. 1. mgr., eftir því sem mælt er fyrir um í reglugerð.     
             Hollustuvernd ríkisins skal vinna tillögur að starfsleyfi skv. 1. mgr. og auglýsa opinberlega hvers efnis þær eru og hvar megi nálgast þær. Heimilt er að gera skriflegar athugasemdir við tillögur Hollustuverndar ríkisins innan átta vikna frá auglýsingu.
             Hollustuvernd ríkisins skal innan fjögurra vikna frá því að frestur til að gera athuga semdir við tillögur að starfsleyfi rann út taka ákvörðun um útgáfu starfsleyfis. Skal um sækjanda um starfsleyfi og þeim sem athugasemdir hafa gert tilkynnt um afgreiðsluna.
             Auglýsa skal í B-deild Stjórnartíðinda útgáfu og gildistöku starfsleyfa sem Holl ustuvernd ríkisins gefur út.
     5.      Við 7. gr.
       a.      Orðin „tímabundna“ og „í allt að 12 mánuði“ í 1. mgr. falli brott.
       b.      2. mgr. orðist svo:
                 Ráðherra setur almenn ákvæði í reglugerð um valdsvið, skyldur og starfstilhögun heilbrigðisnefnda og heilbrigðisfulltrúa, þar með talið um þátttöku í eftirlits-, rann sóknar- og vöktunarverkefnum.
       c.      3. mgr. falli brott.
     6.      Við 9. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Við setningu reglugerða samkvæmt lögum þessum skal haft samráð við Samband ís lenskra sveitarfélaga um atriði er varða skyldur sveitarfélaga.
     7.      Við 10. gr. Orðin „og mengunarvarna“ falli brott.
     8.      Við 11. gr.
       a.      1. mgr. orðist svo:
                 Landið skiptist í eftirlitssvæði og skal heilbrigðisnefnd, kosin eftir hverjar sveitar stjórnarkosningar, starfa á hverju svæði. Í hverri nefnd skulu eiga sæti fimm menn, kosnir af hlutaðeigandi sveitarstjórnum, þar af skal einn vera formaður. Samtök at vinnurekenda og náttúruverndarnefndir sveitarfélaga á eftirlitssvæðinu eiga rétt á að tilnefna einn fulltrúa hvor í nefndina til viðbótar. Fulltrúar atvinnurekenda og náttúru verndarnefnda hafa ekki atkvæðisrétt við afgreiðslu mála í nefndinni. Sömu reglur gilda um varamenn.
       b.      Í stað orðsins „Sandgerði“ í 8. tölul. 2. mgr. komi: Sandgerðisbær.
       c.      Í stað orðsins „Hafnarfjarðarbær“ í 9. tölul. 2. mgr. komi: Hafnarfjarðarkaupstaður.
       d.      Í stað orðsins „Seltjarnarnesbær“ í 10. tölul. 2. mgr. komi: Seltjarnarneskaupstaður.
       e.      Í stað orðsins „eftirlits“ í 4. mgr. komi: heilbrigðiseftirlits.
     9.      Við 12. gr.
       a.      Á undan 1. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Heilbrigðisnefndir skulu fyrir 1. nóvember ár hvert gera fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár þar á eftir, innan fjárhagsramma sem sveitarfélög setja, og senda hana til viðkomandi sveitarfélaga til umfjöllunar og afgreiðslu.
       b.      Orðin „og mengunarvarna“ í 1. og 3. málsl. 1. mgr. falli brott.
       c.      Orðin „gerð fjárhagsáætlunar“ í 2. málsl. 1. mgr. falli brott.
       d.      Í stað orðsins „eftirlitið“ í 2. mgr. komi: heilbrigðiseftirlitið.
     10.      Við 13. gr. Orðin „og mengunarvörnum“ í síðari málslið falli brott.
     11.      Við 14. gr.
       a.      Í stað orðanna „þrír nefndarmanna“ í 1. mgr. komi: þrír atkvæðisbærra nefndarmanna.
       b.      Orðin „og mengunarvarna“ í 2. mgr. falli brott.
       c.      Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Fulltrúar Hollustuverndar ríkisins eiga rétt til setu á fundum heilbrigðisnefnda með tillögurétti og málfrelsi.
     12.      Við 15. gr.
       a.      1. mgr. falli brott.
       b.      Í stað 1. málsl. 2. mgr. komi þrír nýir málsliðir er orðist svo: Heilbrigðisnefndir á hverju eftirlitssvæði ráða heilbrigðisfulltrúa til að annast eftirlit sveitarfélaganna með þeim viðfangsefnum sem undir lögin falla. Starfi einungis einn heilbrigðisfulltrúi á eftirlitssvæði skal hann jafnframt vera framkvæmdastjóri eftirlitsins. Ef heilbrigðis fulltrúarnir eru tveir eða fleiri skal einn úr hópi þeirra jafnframt ráðinn framkvæmda stjóri eftirlitsins.
     13.      Við 16. gr. Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Þeir sem starfa samkvæmt lögum þessum eru bundnir þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd.
     14.      Við 17. gr.
       a.      Orðin „stefnumörkun um atvinnustarfsemi og gera tillögu um framkvæmdina“ í 1. mgr. falli brott.
       b.      2. mgr. orðist svo:
                 Í ráðinu eiga sæti níu menn. Umhverfisráðherra tilnefnir einn og er hann formaður, forstjóri Hollustuverndar ríkisins á sæti í ráðinu og Vinnuveitendasamband Íslands, Vinnumálasambandið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Hið íslenska náttúrufræði félag, Alþýðusamband Íslands, Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa og landlæknis embættið tilnefna einn hvert.
     15.      Við 18. gr.
       a.      Orðin „og mengunarvörnum“ í 2. mgr. falli brott.
       b.      Í stað orðsins „eftirlits“ í 2. mgr. komi: heilbrigðiseftirlits.
       c.      Orðin „eða gæti verið“ í 2. málsl. 3. mgr. falli brott.
       d.      Orðin „og mengunarvörnum“ í 4. mgr. falli brott.
     16.      Við 19. gr.
       a.      Í stað orðsins „eftirlits“ í 1. málsl. komi: heilbrigðiseftirlits.
       b.      Orðin „og mengunarvarnir“ í 2. málsl. og „og mengunarvarna“ í 3. málsl. falli brott
     17.      Við 21. gr. Orðin „við hlutaðeigandi eftirlit“ falli brott.
     18.      Við 22. gr. Í stað orðanna „prófunar“ í 1. og 2. málsl. komi: rannsóknar.
     19.      Við 24. gr.
       a.      Í stað orðsins „eftirlitsins“ í 1. málsl. komi: heilbrigðiseftirlitsins.
       b.      Við 2. málsl. bætist: sbr. 30. gr. laga um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997.
     20.      Við 25. gr. 5. og 6. málsl. 2. mgr. orðist svo: Gjöld má innheimta með fjárnámi. Samþykktir og gjaldskrár samkvæmt þessari grein skulu birtar í B-deild Stjórnartíðinda á kostnað hlutaðeigandi sveitarfélaga.
     21.      Við 28. gr. Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
             Fulltrúum Hollustuverndar ríkisins er heimilt í samráði við heilbrigðisnefndir að taka sýni þar sem starfsemi fer fram og lög þessi, reglugerðir settar samkvæmt þeim og sam þykktir sveitarfélaga ná til. Í þeim tilvikum þar sem Hollustuvernd ríkisins fer með eftir lit fer um valdsvið og þvingunarúrræði í samræmi við þennan kafla laganna.
     22.      Við 29. gr. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Hollustuvernd ríkisins skal sjá um samhæfingu aðgerða þegar upp koma bráð eða alvarleg mengunarslys, matarsýkingar eða önnur vá svipaðs eðlis. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga skal þegar í stað tilkynna Hollustuvernd ríkisins um slík mál og skal stofn unin að höfðu samráði við viðkomandi heilbrigðisnefnd taka ákvörðun um nauðsynlegar ráðstafanir.
     23.      30. gr. orðist svo:
             Við meðferð mála samkvæmt þessum kafla skal fylgja ákvæðum stjórnsýslulaga.
     24.      Við 31. gr.
       a.      1. mgr. orðist svo:
                 Rísi ágreiningur um framkvæmd laganna, reglugerða settra samkvæmt þeim eða heilbrigðissamþykkta sveitarfélaga eða um ákvarðanir yfirvalda er heimilt að vísa málinu til sérstakrar úrskurðarnefndar. Þetta gildir þó ekki í þeim tilvikum þegar um hverfisráðherra fer með úrskurðarvald samkvæmt lögunum, sbr. ákvæði 32. gr., eða þegar ágreiningur rís vegna ákvörðunar um útgáfu starfsleyfis samkvæmt ákvæðum 6. gr.
       b.      Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                 Nefndin skal kveða upp úrskurð svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en fjórum vikum eftir að henni berst mál í hendur. Sé mál viðamikið og fyrirsjáanlegt að afgreiðsla taki lengri tíma skal nefndin tilkynna hlutaðeigandi það og tiltaka afgreiðslufrest sem aldrei skal þó vera lengri en átta vikur.
     25.      Við 32. gr.
       a.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um ágreining milli Hollustuverndar ríkisins og heilbrigðisnefnda um framkvæmd laganna.
       b.      Við greinina bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                 Ákvarðanir Hollustuverndar ríkisins og heilbrigðisnefnda um útgáfu starfsleyfa skv. 6. gr. má kæra til fullnaðarúrskurðar ráðherra innan tveggja vikna frá ákvörðun Hollustuverndar ríkisins eða heilbrigðisnefnda.
                 Ráðherra skal kveða upp úrskurð svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en fjórum vikum eftir að honum berst mál í hendur. Sé mál viðamikið og fyrirsjáanlegt að af greiðsla taki lengri tíma skal tilkynna hlutaðeigandi það og tiltaka afgreiðslufrest sem aldrei skal þó vera lengri en átta vikur.
     26.      33. gr. orðist svo:
             Brot gegn ákvæðum laga þessara, reglum settum samkvæmt þeim og samþykktum sveitarfélaga varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum.
     27.      Á eftir 33. gr. komi ný grein, 34. gr., og orðist svo:
             Sektir má ákvarða lögaðila þó að sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfs menn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann. Þó skal lögaðili ekki sæta refsingu ef um óhapp er að ræða. Einnig má, með sama skilorði, gera lögaðila sekt ef fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðrir einstaklingar sem í þágu hans starfa gerast sekir um brot.
             Mál út af brotum gegn lögum þessum, reglugerðum eða samþykktum sveitarfélaga skulu sæta meðferð opinberra mála.
     28.      Við 34. gr. Í stað orðanna „gildi 1. janúar 1998“ komi: þegar gildi.
     29.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, IV, svohljóðandi:
             Þrátt fyrir ákvæði laganna, sbr. meðal annars 31. gr., skulu stjórn Hollustuverndar ríkisins og úrskurðarnefnd, skipuð samkvæmt lögum nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, ljúka við að úrskurða í kærumálum sem kærð hafa verið fyrir gildis töku laga þessara. Stjórnin og úrskurðarnefndin skulu hafa lokið þeim störfum fyrir 1. júlí 1998.
     30.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.
     31.      Við frumvarpið bætist fylgiskjal, svohljóðandi:


Fylgiskjal.


Atvinnurekstur sem Hollustuvernd ríkisins veitir starfsleyfi fyrir.1.     Fiskimjölsverksmiðjur.
2.     Álframleiðsla.
3.     Áburðarframleiðsla.
4.     Sements- og kalkframleiðsla.
5.     Kísiljárnsframleiðsla.
6.     Kísilmálmsframleiðsla.
7.     Kísil- og kísilgúrframleiðsla.
8.     Járn- og stálframleiðsla.
9.     Glerullar- og steinullarframleiðsla.
10.     Sútunarverksmiðjur.
11.    Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla er meiri en 200 tonn og fráveita er til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er meiri en 20 tonn og fráveita í ferskvatn.
12.    Meðferð úrgangs – móttökustöðvar sveitarfélaga: Flokkunarmiðstöðvar, urðunarstaðir og sorpbrennslustöðvar.
13.     Meðhöndlun og förgun spilliefna.
14.     Lím- og málningarvöruframleiðsla.
15.     Olíumalar- og malbikunarstöðvar með fasta staðsetningu.
16.     Kítín- og kítosanframleiðsla.
17.     Framleiðsla á magnesíum og efnasamböndum sem innihalda magnesíum.
18.     Framleiðsla á peroxíðum.
19.     Sinkframleiðsla.
20.     Olíuhreinsistöðvar.
21.     Pappírs- og trjákvoðuframleiðsla.
22.     Framleiðsla á slípiefnum, t.d. kísilkarbíði.
23.     Vinnsla alifatískra alkóhóla til iðnaðarnota.
24.     Annar sambærilegur rekstur.