Ferill 494. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 843 – 494. mál.



Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um ráðningu fíkniefnalögreglumanna.

Frá Guðmundi Árna Stefánssyni.



     1.      Hver er reynslan af þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar á síðasta ári að ráða sex nýja fíkniefnalögreglumenn til starfa í Reykjavík (þrjá starfsmenn) og á Eskifirði, Ísafirði og Akureyri (einn á hverjum stað)?
     2.      Hvenær voru þessir lögreglumenn ráðnir og hvert er starfssvið þeirra og starfsumhverfi, þar á meðal lögsaga þeirra?
     3.      Hver er árangurinn af þeirri stefnumótun að styrkja baráttuna gegn fíkniefnavandanum úti á landsbyggðinni með ráðningu sérstakra starfsmanna á þessum þremur svæðum?
     4.      Var 35 millj. kr. fjárveiting, sem sérgreind var til aukinnar löggæslu vegna fíkniefnamála, nýtt til fulls, og hvernig var henni varið?