Ferill 495. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 846 – 495. mál.



Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, nr. 112/1984, með síðari breytingum.

Flm.: Árni R. Árnason, Guðjón Guðmundsson, Tómas Ingi Olrich,


Einar Oddur Kristjánsson, Egill Jónsson, Kristín Ástgeirsdóttir,


Gísli S. Einarsson, Ásta B. Þorsteinsdóttir, Magnús Stefánsson,


Svanfríður Jónasdóttir, Kristinn H. Gunnarsson.



1. gr.

    Í stað orðanna „sem fæddir eru á árinu 1934 eða fyrr“ í B-lið ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: sem eru 50 ára eða eldri.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Með ákvæðum laga um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, nr. 112/1984, með síðari breytingum, er mælt svo fyrir að skipstjórnarmönnum skuli veita atvinnu réttindi á grundvelli skipstjórnarnáms eftir stigum. Á grundvelli hvers námsstigs miðast rétt indi til skipstjórnar á fiskiskipum, kaupskipum og varðskipum við stærð skipanna.
    Með stöðugri þróun í skipasmíðum og á skipakosti landsmanna fer stærð skipa vaxandi. Á það ekki síst við um fiskiskipaflota okkar, en þar starfar mestur fjöldi skipstjórnarmanna. Skipstjórnarmenn sem ná góðum árangri, reynast aflasælir og farsælir eru áhrifamiklir þátt takendur í þeirri þróun. Þeir eru eftirsóttir til skipstjórnar á nýjum skipum sem eru stærri og betur búin en hin eldri sem leyst eru af hólmi, enda byggist afkoma þeirra mjög á hæfni skip stjórnarmanna. Hún fæst ekki öll með hinu hefðbundna skipstjórnarnámi, heldur byggist hún einnig að stórum hluta á reynslu þeirra og kunnáttu úr skipstjórnarstarfinu sjálfu.
    Þróun skipaflotans veldur því að stærðarmörk skipstjórnarréttinda missa gildi sitt. Framan af starfsævi auka skipstjórnarmenn við atvinnuréttindi sín með því að fara aftur til náms. Við setningu laganna var með B-lið ákvæðis til bráðabirgða tekið tillit til þess að þróun skipa stóls hefur bein áhrif á aðstöðu þessara manna þar sem atvinnuréttindi þau sem þeir afla sér fylgja ekki eftir stækkun skipanna og til mikilvægis reynslu þeirra af skipstjórnarstörfum, svo og þess að fimmtugir menn eða eldri eiga erfitt um vik að snúa sér á ný að skólanámi. Með frumvarpinu er lagt til að áfram verði tekið tillit til aðstæðna manna sem orðnir eru fimmtugir eða eldri.
    Samkvæmt B-lið ákvæðis til bráðabirgða í lögunum er ráðherra heimilt, að fengnum til lögum nefndar um undanþágur til takmarkaðs tíma, að veita ótímabundin takmörkuð réttindi þeim mönnum sem fæddir eru 1934 eða fyrr og starfað hafa sl. 10 ár á undanþágu við skip stjórnarstörf. Þegar ákvæðið var leitt í lög átti það við um menn sem þá voru 50 ára eða eldri. Með frumvarpinu er lagt til að heimildin eigi áfram við um menn sem orðnir eru 50 ára eða eldri og hafa starfað sl. 10 ár á undanþágu við skipstjórnarstörf.