Ferill 179. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 856 – 179. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um samræmda samgönguáætlun.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og umsagnir borist frá Vegagerðinni, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Siglingastofnun Íslands.
    Samkvæmt tillögunni skal samgönguráðherra falið að skipa nefnd til að kanna hvort sam ræma megi gerð áætlana um uppbyggingu samgöngumannvirkja í eina samræmda samgöngu áætlun og gera í framhaldi af því tillögur um nauðsynlegar breytingar á lögum og reglum. Umsagnaraðilar telja að tillagan fjalli um þarft málefni og mæla með samþykkt hennar.
    Samgöngunefnd telur í ljósi umræðu síðustu ára að þörf sé á því að taka til skoðunar það efni sem tillagan greinir og leggur til að hún verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:

    Í stað orðanna „1. apríl 1998“ í 2. mgr. tillögugreinarinnar komi: árslok 1998.

    Guðmundur Árni Stefánsson og Árni Johnsen voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 25. febr. 1998.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.



Kristján Pálsson.



Kristinn H. Gunnarsson.

Egill Jónsson.

Ásta R. Jóhannesdóttir.
                                  


Stefán Guðmundsson.