Ferill 504. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 864 – 504. mál.Skýrslasamstarfsráðherra Norðurlanda um störf norrænu ráðherranefndarinnar 1997.

1. Inngangur.

    Þær tillögur til úrbóta sem samþykktar voru í kjölfar skýrslunnar „Nýir tímar í norrænu samstarfi“ eru í aðalatriðum komnar til framkvæmda bæði hvað varðar norrænu stofnanirnar og verkefnastarfið. Á árinu 1997 var síðan hafinn undirbúningur að endurskipulagningu Skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar sem áætlað er að ljúki árið 1998. Markmið endurskipulagningarinnar er að skapa þær forsendur að unnt verði að starfa af skilvirkni í þeim þrem víddum; þeirri norrænu, evrópsku og þeirri er snýr að grannsvæðasamstarfinu; sem störf ráðherranefndarinnar fara fram í og flétta þær saman eftir þörfum. Með þessu móti er komið til móts við óskir Norðurlandaráðs um að færa skipulag samstarfs norrænu ráðherra nefndarinnar nær því skipulagi, sem Norðurlandaráð hefur komið á störf sín. Þess verður jafnframt gætt, að skipulagið endurspegli uppbyggingu stjórnsýslunnar í aðildarríkjunum, enda er það nauðsynlegt skilyrði fyrir gagnsemi samstarfsins og góðum tengslum milli þess starfs, sem unnið er á norrænum vettvangi og þess, sem unnið er í stjórnsýslu landanna.
    Á árinu 1997 var gerð úttekt á lagalegri stöðu norrænu stofnananna gagnvart norrænu ráðherranefndinni og skrifstofu hennar. Í ljós kom að bæði skorti víða á að laglegur grund völlur stofnananna væri nægilega skýr og eins, að skipting ábyrgðar milli stofnananna og skrifstofu ráðherranefndarinnar væri ljós. Unnið verður að því á árinu 1998 að koma þessum málum í rétt horf.
    Samstarf það, sem á sér stað innan vébanda norrænu ráðherranefndarinnar er afar fjöl breytt, ráðherranefndin hefur 15 mismunandi samsetningar og embættismannanefndirnar eru 17 talsins. Auk þess eru að störfum margvíslegir vinnuhópar, sérfræðihópar og stjórnir stofnana. Þá starfa þjóðþing landanna saman, sem kunnugt er og eiga samstarf við ráðherra nefndina innan vébanda Norðurlandaráðs. Þetta er nefnt hið opinbera norræna samstarf. Auk þessa á sér stað fjölbreytt norrænt samstarf milli frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum. Mikilvægt er að boðleiðir og upplýsingaflæði milli allra þessara aðila sé sem best. Þannig nærir og styrkir einn þáttur samstarfsins annan og líkur aukast á að góðar hugmyndir verði að veruleika. Því lét norræna ráðherranefndin á árinu 1997 kanna hvert væri umfang og eðli þess norræna samstarfs sem á sér stað milli frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum. Á grundvelli þeirrar könnunar liggja nú fyrir drög að norrænni samstarfsáætlun um aukin tengsl milli norrænu ráðherranefndarinnar og frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum. Ákvörðunar um hana er að vænta á árinu 1998. Samtök Norrænu félaganna á Norðurlöndum hafa þegar tekið ákveðið frumkvæði með því að standa fyrir svokölluðum Norrænum þjóðfundum með víðtækri þátttöku fulltrúa frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum. norræna ráðherranefndin hefur stutt þetta framtak með fjárframlögum.
    Á árinu 1997 var ákveðið að starfrækt yrði til reynslu norræn upplýsingaþjónusta sem Nor ræna félagið í Svíþjóð rekur fyrir hönd norrænu ráðherranefndarinnar. Þannig gefst almenn ingi kostur á að leita upplýsinga um rétt sinn samkvæmt þeim norrænu samningum sem gerðir hafa verið. Starfsemi þessi hefst árið 1998. Vonir standa til að hún nýtist þeim fjölda Norðurlandabúa sem flytjast milli Norðurlanda vegna náms og starfa og að upplýsingar fáist um hvernig framkvæmd samninganna er háttað og hvar sé þörf úrbóta.
    Norræn fjárlög ársins 1997 voru 702,6 millj. d.kr. og fjárlög ársins 1998 eru ívið lægri í sambærilegum tölum. Þar með lýkur því þriggja ára sparnaðartímabili sem hófst 1996, því ríkisstjórnir landanna allra stefna að óbreyttum norrænum fjárlögum fyrir árið 1999.
    Norrænar fjárlagatillögur fyrir árið 1998 vou lagðar fyrir 49. þing Norðurlandaráðs í nóvember 1997 í Helsinki og fjárlögin samþykkt af samstarfsráðherrum landanna í kjölfarið. Í þeirri samþykkt var tekið fullt tillit til tilmæla Norðurlandaráðs um skiptingu fjárlaganna. Jafnframt er hafinn undirbúningur að þeirri könnun, sem forsætisnefnd Norðurlandaráðs lagði til í nefndaráliti sínu um fjárlögin, á möguleikum þess að auka fjármögnun utan norrænu fjárlaganna á starfsemi Norræna iðnaðarsjóðsins og Norrænu eldfjallastöðvarinnar auk nokk urra annarra stofnana með það fyrir augum, að flytja síðan stofnanir þessar af norrænu fjár lögunum. Vegna þess mikilvæga starfs sem unnið er á vegum Norrænu eldfjallastöðvarinnar og vegna þess, að hún er eina norræna stofnunin á Íslandi ef frá er talið Norræna húsið, væri það óásættanlegt ef starfsemi Norrænu eldfjallastöðvarinnar yrði hætt. Hlutverk Norræna iðnaðarsjóðsins er ekki síður mikilvægt í vaxandi norrænu efnahagssamstarfi. Þáttur iðnaðar rannsókna í því að bæta samkeppnisstöðu Norðurlanda sem heildar er óvéfengjanlegur. Því þarf starfsemi Norræna iðnaðarsjóðsins að eiga sér stað með einum eða öðrum hætti.
    Stöðugt er stefnt að nánara samráði við Norðurlandaráð um fjárlögin. Sá háttur hefur nú verið tekinn upp að leita umsagnar Norðurlandaráðs áður en norrænu samstarfsráðherrarnir ákveða fjárveitingar af óráðstöfuðum hluta fjárlaganna. Þýðing þess að halda eftir hluta fjárlaganna óráðstöfuðum við upphaf fjárlagaársins hefur aukist undanfarin ár. Ástæðan er sú að ákvarðanir um ný verkefni vegna formennskuáætlana landanna eru ekki teknar fyrr en eftir að búið er að samþykkja fjárlög viðkomandi árs.
    Í fjárlögum ársins 1998 er í fyrsta sinn gefið gróft yfirlit yfir skiptingu norrænu fjárlaganna milli víddanna þriggja, þeirrar norrænu, evrópsku og grannsvæðavíddarinnar. Leitast verður við að gefa enn betri mynd af þessari skiptingu í fjárlagatillögum ársins 1999, en Norður landaráð hefur um nokkurt skeið óskað eftir þessum upplýsingum.
    Evrópumál eru á dagskrá flestra funda ráðherranefndarinnar og embættismannanefndanna. Til að umræða um þau sé markviss og árangursrík þarf það starfsfólk sem kemur að undirbúningi fundanna að hafa innsýn í störf Evrópusambandsins. Því hefur sá háttur nú verið tekinn upp, að sendiráð norrænu ríkjanna í Brussel taka við starfsfólki frá ráðherranefndar skrifstofunni til tímabundinnar námsdvalar. Eftir sem áður gegna þó utanríkisráðuneyti landanna lykilhlutverki við allan undirbúning Evrópuumræðunnar á norrænum vettvangi. Að þessum markmiðum verður stefnt í skipulagi og störfum norrænu ráðherranefndarinnar.
    Mikilvægt er að norræna ráðherranefndin sé sveigjanleg í störfum sínum og skipulag starfsins þannig að unnt sé að bregðst skjótt við nýjum vandamálum og að boðleiðir og umgjörð starfsins séu skýrar og gagnsæjar. Jafnframt ber að leggja áherslu á að kerfið sé opið fyrir pólitískum skilaboðum frá fulltrúum aðildarlandanna. Að þessum markmiðum verður stefnt í skipulagi og störfum norrænu ráðherranefndarinnar.

2. Samstarf forsætisráðherra Norðurlanda.

    Forsætisráðherrar Norðurlanda hafa með höndum pólitíska stefnumörkun í samstarfi ríkisstjórna Norðurlanda. Þeir halda að jafnaði tvo formlega fundi á ári og er annar þeirra í tengslum við Norðurlandaráðsþing. Við það tækifæri eiga þeir fund með forsætisnefnd ráðsins og oddvitum stjórna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Auk þessa eiga þeir með sér óformlegt samráð um ýmis norræn og alþjóðleg mál. Í tengslum við þann fund sem haldin var í Bergen áttu forsætisráðherrarnir einnig fund með forsætisráðherra Japan.
    Forsætisráðherra Svía, Göran Persson, flutti venju samkvæmt stefnuræðuna á þingi Norðurlandaráðs í nóvember 1997 enda tók Svíþjóð við forustuhlutverki í samstarfi norrænu ríkisstjórnanna úr hendi Norðmanna um áramót 1997–1998.
    Í kjölfar Amsterdamfundar Evrópusambandsins voru niðurstöður hans til umræðu á fundi forsætisráðherranna í Bergen í júní 1997. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, ræddi þar sérstaklega framtíð Schengensamkomulagsins og hagsmuni Íslendinga í því sambandi. Á Bergenfundinum var og fjallað um orkumál og samþykkt yfirlýsing um umhverfisvæna orku dreifingu á svæðinu. Málefni Eystrasaltsríkjanna voru og til umræðu með tilliti til aðildarumsókna þeirra að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu.
    Á fundi forsætisráðherranna í nóvember 1997 í Helsinki var Schengensamkomulagið og framtíð þess til umræðu. Jafnframt var þar fjallað um efnahags- og myntbandalag Evrópu; atvinnumál á vettvangi Evrópusambandsins og nauðsyn þess að koma á greiðara upplýsinga streymi til norrænu ráðherranefndarinnar um fyrirhugaðar og teknar ákvarðanir Evrópu sambandsins. Málefni Sameinuðu þjóðanna; fyrirhugaður leiðtogafundur Eystrasaltsráðsins í Ríga og málefni Barentsráðsins voru og á dagskrá. Framkvæmdastjóri ráðherranefndar skrifstofunnar gaf skýrslu á fundinum um þær skipulagsbreytingar sem unnið var að á vegum ráðherranefndarinnar.
    Á fundi forsætisráðherranna með oddvitum stjórna Færeyja, Grænlands og Álandseyja lýsti Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, áætlun Finna sem nefnist „Norðlæga víddin“ en markmið hennar er að auka áherslu Evrópusambandsins á umhverfismál og efnahagsþróun á norðlægum jaðarsvæðum þess. Á fundinum var fjallað um málefni Norðurskautssvæðisins og aukna þátttöku sjálfsstjórnarlandanna í samstarfi forsætisráðherranna og störfum ráðherranefndarinnar.
    Á fundi forsætisráðherranna með forsætisnefnd Norðurlandaráðs voru Evrópumál og málefni grannsvæðanna á dagskrá. Auk þess var formennskuáætlun Svía fyrir árið 1998 kynnt.

3. Samstarfsráðherrar Norðurlanda.

    Samstarfsráðherrar héldu sex reglulega fundi á árinu. Auk þess áttu þeir fundi með sam starfsráðherrum Eystrasaltsríkjanna, forsætisnefnd Norðurlandaráðs og sendiherrum norrænu ríkjanna í Brussel.
    Umræður um þau Evrópumálefni sem efst voru á baugi áttu sér stað á flestum fundum sam starfsráðherranna. Á fundi þeim sem samstarfsráðherrarnir áttu með sendiherrum norrænu ríkjanna í Brussel var lögð áhersla á mikilvægi þess að fulltrúar Norðurlandanna allra ættu með sér pólitískt samráð fyrir fundi í Evrópusambandinu um mikilvæg Evrópumál og að upp lýsingar bærust nægilega snemma frá Brussel til þess að umræðan um Evrópumál í Norður landaráði og norrænu ráðherranefndinni yrði gagnleg. Einnig var rætt hlutverk þess sam ráðshóps sem skipaður er fulltrúum norrænu sendiráðanna í Brussel og lögð áhersla á náið samstarf þess hóps við þá sem hafa með höndum norrænt samstarf í heimalöndunum og á skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn.
    Samstarfsráðherrarnir samþykkja árlega starfsáætlun fyrir samstarfið við grannsvæðin. Sú áætlun tekur til alls norræna grannsvæðasamstarfsins sem kostað er af norrænu fjárlögunum og tekur mið af því tvíhliða samstarfi sem á sér stað milli einstakra ríkja Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna (sjá 12. kafla í skýrslu þessari). Norrænu upplýsinga skrifstofurnar, sem starfræktar eru í Eystrasaltsríkjunum þremur og Pétursborg gegna lykil hlutverki í norræna grannsvæðasamstarfinu.
    Á fundi Norrænu samstarfsráðherranna með samstarfsráðherrum Eystrasaltsríkjanna var gerð grein fyrir aðalatriðum grannsvæðasamstarfsins og kallað eftir sjónarmiðum um áherslur frá samstarfsráðherrum Eystrasaltsríkjanna. Komu þar fram óskir, um að miðlað yrði af reynslu Svía og Finna af undirbúningi fyrir aðild að Evrópusambandinu og hafa óskir þessar verið hafðar að leiðarljósi við skipulagningu norræna upplýsingastarfsins í Eystrasalts ríkjunum á starfsárinu. Jafnframt komu á fundinum fram óskir um að stofnuð yrðu útibú frá upplýsingaskrifstofunum í Tallinn, Ríga og Vilníus; að miðlað yrði reynslu af því að gera erlenda borgara virka þátttakendur í samfélaginu; að aukið yrði svæðisbundið samstarf á ýmsum sviðum og um samstarf um aðgerðir gegn fjárglæpum.
    Samstarf á norrænum vettvangi um málefni Norðurskautssvæðanna fer fram samkvæmt árlegum verkefnaáætlunum sem samstarfsráðherrarnir setja. Eftir nokkra byrjunarörðugleika er starfsemin nú að komast á rekspöl. Fjárveitingar til hennar eru rúmlega 2 millj. d.kr. árlega. Árið 1998 verður 6 millj. d.kr. veitt til norrænnar rannsóknaráætlunar um málefni Norður skautssvæðisins. Af hálfu norrænu ráðherranefndarinnar verður fylgst náið með störfum Norðurskautsráðsins, (sjá nánar kafla 4, lið 2.c) í þeim tilgangi að koma á skynsamlegri verka skiptingu, en Norðurskautsráðinu er ætlað að verða heildarrammi fyrir þá starfsemi, sem snýr að málefnum Norðurskautssvæðisins ekki síst þeim er snúa að umhverfisvernd og sjálfbærri auðlindanýtingu.
    Velferðarmál eru meðal þeirra þverfaglegu málefna sem heyra undir samstarfsráðherrana og sem náið samráð er haft um við viðkomandi fagráðherranefndir. Á árinu 1997 voru lagðar fram tvær skýrslur um velferðarmál á Norðurlöndum á breiðum grundvelli. Jafnframt átti sér stað umræða um það efni á þingi Norðurlandaráðs í nóvember 1997. Samstarfsráðherrarnir munu halda áfram að fjalla um velferðarmál bæði með tilliti til þess, hvernig fyrirliggjandi upplýsingar geti nýst Eystrasaltsríkjunum, og hvernig þær verði kynntar í Evrópusambandinu.
    Ríkisstjórn Íslands ákvað á árinu 1997 að veita samtökunum „American Scandinavian Foundation“ styrk að upphæð 250 þúsund bandaríkjadala til að stofna norræna menningar miðstöð í New York. Í kjölfar þessa ákváðu samstarfsráðherrar Norðurlanda að frumkvæði samstarfsráðherra Íslands að veita 1,65 millj. d.kr. af norrænu fjárlögunum til stofnunar menningarmiðstöðvarinnar. Ríkisstjórn Finnlands hefur síðar ákveðið að fara að dæmi Íslands en ríkisstjórnir annarra norrænna landa hafa ekki tekið ákvörðun um fjárstuðning.
    Auk þess sem þegar er getið var m.a. á dagskrá samstarfsráðherranna að ákveða umboð fyrir nýstofnað norrænt ráð um stefnu í málefnum fatlaðra; nýjar reglur fyrir Vestnorræna sjóðinn og að styrkja Samband norrænu félaganna vegna ráðstefnanna „Norræni þjóð fundurinn“.

4. Samstarf utanríkisráðherra Norðurlanda
og norrænt samstarf á alþjóðavettvangi.


1. Fundir utanríkisráðherra Norðurlanda.
    Utanríkisráðherrar Norðurlanda halda nú þrjá reglulega samráðsfundi á hverju ári. Auk þess hittust utanríkisráðherrarnir nokkrum sinnum óformlega á árinu vegna annarra utanríkis ráðherrafunda, til dæmis í Eystrasaltsráðinu, Evrópuráðinu, OECD, Barentsráðinu, Norður landaráði og á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

a. Utanríkisráðherrafundur Norðurlanda í Ósló, 4.–5. febrúar 1997.
    Málefni Evrópusamstarfsins, bæði Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins ásamt fyrirhugaðri stækkun Atlantshafsbandalagsins voru meginefni utanríkisráðherrafund arins í Ósló.
    Utanríkisráðherrarnir vöktu athygli á því, að með danskri formennsku í Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, finnskri formennsku í Evrópuráðinu, setu Svíþjóðar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og öflugri þátttöku Norðurlanda í starfi Atlantshafsbandalagsins og á vettvangi Evrópusambandsins væri Norðurlöndin í sterkri stöðu á alþjóðavettvangi.
    Ráðherrarnir ræddu enn fremur grannsvæðasamstarf Norðurlanda innan vébanda Norður skautsráðsins, Eystrasaltsráðsins og Barentsráðsins og samskiptin við Rússland. Voru ráð herrarnir sammála um mikilvægi þess að efla samstarf á Norðurslóðum. Ráðherrarnir lýstu ánægju sinni með stofnun Norðurskautsráðsins og lögðu áherslu á uppbyggingu þess.
    Ráðherrarnir áréttuðu aukið vægi Evrópuráðsins og lögðu áherslu á aukna samvinnu milli Evrópusambandsins, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og Evrópuráðsins til styrkingar lýðræðis og öryggis í Evrópu. Mannréttindamál í Tyrklandi voru einnig til umræðu á fund inum.
    Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, hafði framsögu á fundinum um málefni Atlants hafsbandalagsins og fyrirhugaða stækkun þess síðar á árinu. Í máli sínu lagði utanríkis ráðherra áherslu á sjálfsákvörðunarrétt ríkja í öryggis- og varnarmálum og áframhaldandi friðarþróun Atlantshafsbandalagsins. Utanríkisráðherra vakti sérstaka athygli á stöðu Eystra saltsríkjanna í þessu sambandi.
    Í umræðum um Evrópumál lagði utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi pólitísks samráðs sem fer fram innan ramma samningsins um evrópska efnahagssvæðið og minnti á mikilvægi þess fyrir Ísland og Noreg að geta fylgst sem best með þróun ríkjaráðstefnu Evrópu sambandsins og haft áhrif á þá þróun.

b. Utanríkisráðherrafundur Norðurlanda á siglingu milli Bodö og Tromsö í Noregi 21.–22. maí 1997.
    Meginefni fundarins voru málefni Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins, ný skipan öryggismála í Evrópu og samstarf Norðurlanda á grannsvæðum ásamt mannréttindamálum.
    Málefni Eystrasaltssvæðisins voru ofarlega á baugi í umræðunni og lögðu ráðherrarnir sérstaka áherslu á mikilvægi þess að tengja Eystrasaltsríkin í vaxandi mæli Evrópusamstarfi og undirstrikuðu jafnframt mikilvægi Eystrasaltssvæðisins í öryggismálum álfunnar. Áréttuðu þeir stuðning sinn við aukið svæðisbundið samstarf Norðurlanda við Eystrasaltsríkin og við Eystrasaltsráðið sem vaxandi samráðsvettvang á sviði efnahagsmála, umhverfismála, mannréttinda og uppbyggingu lýðræðislegra stofnana.
    Ráðherrarnir fögnuðu samstarfssamningi Atlantshafsbandalagsins og Rússlands á sviði öryggismála og lögðu áherslu á mikilvægi hans fyrir áframhaldandi stöðugleika og öryggi í Evrópu. Einnig lýstu þeir yfir ánægju sinni með formennsku Dana í Öryggis- og samvinnu stofnun Evrópu og áréttuðu mikilvægt framlag stofnunarinnar til friðarþróunar og stöðugleika í Austur-Evrópu og á Balkansvæðinu.
    Á fundinum fjölluðu utanríkisráðherrar Norðurlanda einnig um ástand mannréttindamála í Tyrklandi, Kína, Íran, Búrma og Afganistan. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra vakti sérstaka athygli á bágri stöðu kvenna í Afganistan og hvatti til sameiginlegra aðgerða á alþjóðavettvangi til að bæta stöðu þeirra.
    Utanríkisráðherra hafði framsögu á fundinum um framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Í máli sínu áréttaði hann þýðingu þess að Norðurlöndin þróuðu enn frekar innbyrðis starf sitt í Evrópumálum og kvaðst fullviss um að frekara samstarf á því sviði yrði Norðurlandasamstarfinu til mikilla hagsbóta vegna aukins vægis Evrópumála í öllum ríkjunum fimm.

c. Utanríkisráðherrafundur Norðurlandanna í Bergen 3.–4. september 1997.
    Á fundinum ræddu utanríkisráðherrarnir um þróun Evrópusamstarfsins í kjölfar niðurstöðu leiðtogafundar Evrópusambandsins í Amsterdam. Sérstök áhersla var lögð á fyrirhugaða stækkun Evrópusambandsins. Voru ráðherrarnir sammála um að stækkun þess til Mið- og Austur-Evrópu stuðlaði að vaxandi lýðræðisþróun og auknum stöðugleika, bæði í efnahagslegu tilliti og útfrá öryggissjónarmiðum. Ákvörðun Evrópusambandsins um að Schengen-samstarfið yrði fært inn á vettvang Evrópusambandsins var einnig ofarlega á baugi í umræðunni. Utanríkisráðherra Íslands lagði áherslu á að skjót lausn fengist í Schengen málefnum er varðaði Ísland og Noreg.
    Ráðherrarnir ræddu um öryggismál Evrópu að afloknum leiðtogafundi Atlantshafsbanda lagsins í Madríd. Hafði utanríkisráðherra framsögu í þeim málaflokki. Ráðherrarnir undir strikuðu mikilvægi Atlantshafsbandalagsins í hinu nýja öryggiskerfi í Evrópu og vísuðu til ákvörðunar bandalagsins um að bjóða Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi til aðildarvið ræðna og aukins samstarfs Atlantshafsbandalagsins við Rússland. Lögðu ráðherrarnir einnig áherslu á hlutverk Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sem lykilstofnunar í tryggingu friðar og jafnvægis í Evrópu.
    Ráðherrarnir fjölluðu um málefni evrópska efnahagssvæðisins og lögðu þar áherslu á mikilvægi pólitískrar samvinnu sem fram fer á þeim vettvangi.
    Mannréttinda- og friðarmál skipuðu einnig veglegan sess á fundi ráðherranna.

d. Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda með utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna í Bergen 3.–4. september 1997.
    Í tengslum við reglubundinn haustfund utanríkisráðherra Norðurlanda hefur skapast sú hefð að þeir hitti starfsbræður sína frá Eystrasaltsríkjunum. Var slíkur fundur nú haldinn í fimmta sinn. Á fundinum í Bergen var þróun Evrópusambandsins og fyrirhuguð stækkun þess ofarlega á baugi vegna niðurstöðu ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins. Ráðherrar Norður landanna áréttuðu stuðning sinn við umsóknir Eistlands, Lettlands og Litháen að Evrópusam bandinu.
    Utanríkisráðherrarnir ræddu einnig um mikilvægi svæðisbundis samstarfs við Eystrasaltið, annars vegar milli Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og hinsvegar innan Eystrasaltsráðsins. Voru þeir sammála um að aukið samstarf á sviði efnahagsmála, viðskipta og umhverfismála stuðlaði að aukinni hagsæld og stöðugleika í Evrópu.
    Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marc Grossman tók þátt í fundi ráðherranna sem sérstakur gestur. Gerði hann grein fyrir afstöðu Bandaríkjanna til samvinnu við Norður lönd og Eystrasaltsríkin og lýsti því yfir að Bandaríkin myndu auka þátttöku sína í samstarfi á þessu svæði til að stuðla að eflingu öryggis og velsældar í norðanverðri Evrópu. Utanríkis ráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fögnuðu áherslum Bandaríkjanna. Almennt samkomulag er um mikilvægi þess að auka tengsl við þriðju aðila á þessum vettvangi og samþykkt var að stefna að svipaðri þátttöku annarra ríkja í framtíðinni.

2. Samstarf Norðurlanda á grannsvæðum.
    Grannsvæðasamstarf Norðurlanda grundvallast fyrst og fremst á samstarfi Norðurlanda innan Eystrasaltsráðsins, Barentsráðsins, norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurskauts ráðsins auk margþættra annarra samskipta Norðurlanda við Eystrasaltsríkin og Norðvestur-Rússland. Lögð hefur verið áhersla á að samræma margvíslegan stuðning Norðurlanda gagn vart Eystrasaltsríkjunum, til dæmis með því að auka upplýsingaflæði um stuðningsaðgerðir einstakra ríkja. Jafnframt hefur verið reynt að efla stuðning á þeim sviðum þar sem framlag Norðurlanda getur komið að mestu liði, til dæmis á sviði félags- og atvinnumála, á sviði frjálsra félagasamtaka og varðandi réttindi minnihlutahópa. Norðurlönd leggja áherslu á gott samstarf við norrænar fjármálastofnanir og Evrópusambandið og að samstarf Norðurlanda á vettvangi Eystrasaltsráðsins, Barentsráðsins og Norðurskautsráðsins verði eflt eins og kostur er.

a. Eystrasaltsráðið.
    Á utanríkisráðherrafundi Eystrasaltsráðsins sem haldinn var 1.–3. júlí 1997 var megin umræðuefnið framkvæmdaáætlun Eystrasaltsráðsins sem samþykkt var á leiðtogafundi þess í Visby 3.–4. maí 1996. Í framkvæmdaáætlun ráðsins var lögð sérstök áhersla á samræmdar aðgerðir aðildarríkjanna á sviði lýðræðisþróunar, mannréttinda, mennta- og menningarmála ásamt efnahags- og umhverfismálum. Á fundinum lýstu utanríkisráðherrarnir ánægju sinni með þróun svæðisbundinnar samvinnu á vegum ráðsins og áréttuðu mikilvægi Eystrasalts ráðsins við eflingu lýðræðisþróunar og framlag þess til aukins öryggis og jafnvægis í Evrópu.
    Ráðherrarnir voru sammála um að efla þyrfti varnir gegn skipulagðri glæpastarfsemi á svæðinu og lýstu stuðningi sínum við starf vinnuhóps Eystrasaltsráðsins um skipulagða glæpastarfsemi.
    Utanríkisráðherrafundurinn samþykkti jafnframt að setja á fót fasta skrifstofu Eystrasalts ráðsins í einu aðildarríkja þess.
    Utanríkisráðherra Íslands minnti á reynslu Norðurlanda af innbyrðis samstarfi og fagnaði auknu samstarfi norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs við Eystrasaltsráðið.
Norðurlönd hafa veigamiklu hlutverki að gegna á vettvangi Eystrasaltsráðsins við þróun og uppbyggingu lýðræðislegra stofnana, við eflingu efnahags- og viðskiptalífs með því að stuðla að bættu viðskiptaumhverfi og vaxandi samvinnu á sviði umhverfismála. Norðurlönd leggja nú áherslu á að samræma margvíslegan stuðning og starfsemi í Eystrasaltsríkjunum, Norð vestur-Rússlandi og á Norðurskautssvæðunum.
    Í maí mánuði 1997 var gengið frá samningum um afnám vegabréfsáritana milli Íslands og Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháen.

b. Barentsráðið.
    Meginhlutverk Barentsráðsins er að efla hverskonar samstarf á svæði Barentshafsins, einkum varðandi umhverfismál, viðskipta- og efnahagssamvinnu, samgöngumál og á sviði vísinda- og tæknisamvinnu. Með starfsemi Barentsráðsins er lagður grunnur að auknum stöðugleika og friðsælli framþróun og uppbyggingu atvinnulífs á þessu svæði.
    Af hálfu Norðurlanda hefur verið lögð áhersla á að ná fram úrbótum á sviði umhverfismála og einnig að efla hverskonar efnahags- og viðskiptasamvinnu við Norðvestur-Rússland. Starfsemi Barentsráðsins hefur þegar orðið til þess að treysta tengslin milli Norðurlanda og Rússlands einkum hvað varðar mengunarvarnir og efnahagslega uppbyggingu í norðvestan verðu Rússlandi.

c. Norðurskautsráðið.
    Mikilvægt skref var stigið 19. september 1996 þegar Norðurskautsráðið, nýr samstarfs vettvangur um málefni norðurslóða, var stofnað í Ottawa í Kanada. Stofnríki ráðsins voru Norðurlöndin ásamt Kanada, Bandaríkjunum og Rússlandi. Skipulagsreglur Norðurskauts ráðsins eru nú nær fullgerðar en einungis stendur eftir ágreiningur um hvernig skuli haga brottvikningu frjálsra félagasamtaka sem veitt hefur verið áheyrnaraðild ef þau fyrirgera rétti sínum með ábyrgðarlausri framgöngu.
    Það er mikilvægt hagsmunamál Íslands að Norðurskautsráðið nái sem fyrst að verða vettvangur þar sem fæst yfirsýn yfir stöðu mála á Norðurslóðum og aðildarríkin geta tekið höndum saman um að tryggja í senn sjálfbæra nýtingu auðlinda og eðlilega umhverfisvernd.
    Enn sem komið er hefur ekki náðst samstaða um að setja á fót eina aðalskrifstofu fyrir Norðurskautsráðið en komi til þess mæla ýmis rök með því að henni yrði valinn staður hérlendis.

3. Samstarf Norðurlanda um Evrópumál.
a. Samstarf tengt Evrópusambandinu og EES.

    Samstarf Norðurlanda um Evrópumál er ein af þremur grundvallarstoðum norræns samstarfs. Þetta samstarf er mjög mikilvægt enda eiga Ísland og Noregur náið samstarf við Evrópusambandið með aðild sinni að Evrópska efnahagssvæðinu og þátttöku í pólitískum skoðanaskiptum, Schengen-samstarfinu og með aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu.
    Málefni Evrópusambandsins og EES eru nánast orðin fastur liður á norrænum samráðs fundum um utanríkismál, hvort heldur á ráðherrafundum eða fundum embættismanna. Sum af mikilvægum gildum Norðurlandanna verða sífellt fyrirferðarmeiri í umræðunni innan Evrópusambandsins, eins og umhverfismál, atvinnumál og barátta gegn glæpum og fíkniefnum. Jafnframt eru miklar breytingar framundan í Evrópu í tengslum við fyrirhugaða stækkun Evrópusambandsins og stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu. Þessar breytingar munu hafa margvísleg áhrif á Ísland og því er ákaflega mikilvægt að fylgjast vel með þróun þessara mála og ræða þau reglulega á vettvangi Norðurlandanna en þrjú þeirra eru nú aðilar að Evrópusambandinu.

b. Schengen-samstarfið.
    Norræna vegabréfasambandið hefur verið við lýði í yfir fjörutíu ár og hefur reynst mjög vel. Norðurlöndin voru frumkvöðlar á þessu sviði þar sem þetta samstarf hófst löngu áður en Schengen-samstarfinu var komið á. En þetta þýddi einnig að ef Schengen-samstarfið ætti að ná til Norðurlandanna þyrftu þau öll að verða aðilar að því samstarfi samtímis til að koma í veg fyrir að norræna vegabréfasambandið liði undir lok. Ásættanleg lausn náðist í þá veru með undirskrift samstarfssamnings Íslands og Noregs við Schengen-ríkin í desember 1996. Sá samningur tryggir Íslandi og Noregi fulla þátttöku í Schengen-samstarfinu og hafa Ísland og Noregur tekið þátt í öllu nefndarstarfi þess, sem gengið hefur mjög vel.
    Þegar sú ákvörðun var tekin í Amsterdam sl. sumar að fella Schengen-samstarfið undir Evrópusambandið, var jafnframt staðfest að samstarfið við Ísland og Noreg yrði byggt á samstarfssamningnum frá árinu 1996. Unnið er að því að finna lausn sem aðilar geta sætt sig við og eru góðar líkur á því að svo getið orðið.

c. Evrópuráðið.
    Á vettvangi Evrópuráðsins á sér stað umtalsvert samráð milli Norðurlanda. Fastafulltrúar Norðurlanda á vettvangi Evrópuráðsins hittast mánaðarlega í Strassborg, ásamt varafasta fulltrúum. Á þeim fundum er sérstök dagskrá og tekur hvert ríki að sér að hafa framsögu um einstaka dagskrárliði. Norðurlönd koma sjaldan sameiginlega með tillögur á fundum ráðherranefndarinnar en oft er þó samráð haft um afstöðu til einstakra mála, þannig að hvert Norðurlanda fyrir sig lýsir sömu afstöðu til mikilvægra málefna.
    Á árinu 1997 var ákveðið að efla fyrirsvar Íslands hjá Evrópuráðinu. Fastanefnd Íslands tók til starfa hjá Evrópuráðinu í Strassborg undir stjórn sendiherra með búsetu á staðnum. Ákvörðunin tengist því að Ísland tekur að sér í fyrsta sinn formennskuna í ráðherranefnd Evrópuráðsins í maí mánuði árið 1999 og varaformennsku þegar á næsta ári, 1998.
    Pólitískt hlutverk Evrópuráðsins hefur aukist verulega eftir lok kalda stríðsins en horn steinninn í starfsemi þess er efling og varðveisla mannréttinda ásamt styrkingu lýðræðis þróunar í aðildarríkjum þess. Aðildarríkjum ráðsins hefur fjölgað mikið og eru nú fjörutíu talsins. Evrópuráðið gegnir afar mikilvægu hlutverki við að styðja þjóðir Mið- og Austur-Evrópu á leið þeirra til lýðræðis og er einn af máttarstólpunum í öryggiskerfi Evrópu.

4. Norrænt samstarf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annað samstarf á alþjóðavettvangi.
a. Sameinuðu þjóðirnar.

    Norrænt samráð um málefni Sameinuðu þjóðanna fer víða fram. Forsætis- og utanríkis ráðherrar landanna ræða málefni samtakanna reglulega á fundum sínum, auk margvíslegra umræðna, sem fara fram á vettvangi Norðurlandaráðs, og beinna samskipta ráðuneyta og stjórnarstofnana. Utanríkisráðherrar Norðurlanda hafa komið saman til fundar í upphafi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York á hverju ári. Embættismenn í utanríkis ráðuneytum Norðurlandanna ræða málefni Sameinuðu þjóðanna reglulega á fundum sínum.
    Sem kunnugt er hefur norrænt samstarf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna tekið nokkrum breytingum á undanförnum árum og dregið hefur úr sameiginlegum málflutningi Norður landanna vegna aðildar þriggja þeirra að Evrópusambandinu. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eiga Norðurlönd sífellt oftar samleið með Evrópusambandinu á sviði yfirlýsinga um utanríkismál og í ræðuflutningi. Á reglubundnum samráðsfundum Norðurlandanna í New York gefst áfram kostur á gagnlegri upplýsingamiðlun og skoðanaskiptum.
    Norðurlöndin hafa unnið sameiginlega að tillögum um endurbætur á efnahags- og félagsmálastarfi samtakanna og á öryggisráðinu. Samráðsfundir um þróunaraðstoð eru haldnir reglulega, m.a. í tengslum við starfsemi stofnana Sameinuðu þjóðanna
    Norrænt samstarf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur áfram en tekur æ meira mið af þátttöku þriggja þeirra í Evrópusambandinu.
    Náið samstarf er á milli Norðurlanda innan UNESCO og mótuð sameiginleg norræn afstaða til helstu mála. Einnig er staðið sameiginlega að framboðum í framkvæmdaráð en Norðurlönd hafa ýmist haft einn eða tvo fulltrúa þar. Jafnframt hafa fastafulltrúar og/eða varafastafulltrúar hist með reglulegu millibili til að bera saman bækur sínar um einstök málefni.
    Árlega eru haldnir sameiginlegir fundir UNESCO-nefnda Norðurlandanna, fastafulltrúa og fulltrúa úr ráðuneytum.

b. Alþjóðabankinn.
    Norðurlönd hafa með sér náið samstarf um málefni Alþjóðabankans. Norðurlönd og Eystrasaltsríkin skipa sameiginlega stjórnarmenn í stofnanir bankans og standa að sameiginlegri skrifstofu í bankanum í Washington, D.C. Samskipti við skrifstofuna eru náin, enda er það eitt af markmiðum hennar að þjónusta þau lönd sem að henni standa. Þátttaka Eystrasaltsríkjanna er ennþá takmörkuð en samstarf Norðurlanda á sér langa og árangursríka sögu. Með samstilltum málflutningi er afstaða Norðurlandanna skýr og áhrif landanna meiri en eignarhlutfall þeirra í bankanum segir til um.
    Stór hluti þeirra mála sem tekin eru fyrir af stjórn Alþjóðabankans og nefndum hans eru rædd ítarlega milli Norðurlandanna. Vettvangur slíkra skoðanaskipta eru vikulegir síma fundir, auk daglegra samskipta með hjálp símskeyta og tölvupósts. Hingað til hafa einungis Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð tekið virkan þátt í þessum hluta samstarfsins en nú hefur Ísland bæst í þennan hóp með samfelldri þátttöku frá október 1997.
    Utanríkisráðherra situr nú fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í þróunar nefnd Alþjóðabankans. Þróunarnefndin mótar meginstefnu bankans í þróunarmálum og er ráðgefandi aðili fyrir ársfund bankans hvað varðar framkvæmd og framvindu stefnumiða hans.
    Bankaráðsmenn (governors) Norðurlandanna í Alþjóðabankanum eiga reglulega fundi með forseta bankans. Síðasti fundur var haldinn í Stokkhólmi í nóvember 1996 og verður næsti fundur haldinn í Reykjavík í júní nk. Fundurinn í Reykjavík markar ákveðin tímamót þar sem vænst er þátttöku Eystrasaltsríkjanna í fyrsta sinn.
    Norðurlöndin skiptast á um að halda samráðsfundi um málefni Alþjóðabankans þrisvar á ári. Einn slíkur fundur var haldinn á Íslandi í apríl 1997 og áætlað er að næsti fundur á ábyrgð Íslendinga verði í janúar 1999. Þessu til viðbótar eru haldnir samráðsfundir samhliða fundum þróunarnefndar bankans.

c. Aðrar alþjóðastofnanir.
    Norrænt samráð á sér einnig stað með reglubundnum hætti innan annarra alþjóðastofnana sem Norðurlönd eiga aðild að. Þar má nefna Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO), Efnahags- og þróunarstofnunina (OECD) og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Samráðsfundir eru haldnir reglulega í höfuðborgum Norðurlanda um málefni Öryggis- og samvinnustofnunar innar.

d. Stofnun sendiráðs í Helsinki.
    Mikilvægi Norðurlandasamstarfsins endurspeglaðist skýrt í ákvörðun ríkisstjórnar Íslands 18. júlí um að opna nýtt sendiráð Íslands í Helsinki. Utanríkisráðherra Íslands opnaði sendi ráðið formlega þann 25. ágúst 1997.

e. Norræn menningarmiðstöð í New York.
    Ríkisstjórn Íslands ákvað á árinu 1997 að veita samtökunum „American Scandinavian Foundation“ styrk að upphæð 250 þúsund bandaríkjadala til að stofna norræna menningar miðstöð í New York. Utanríkisráðherra Íslands lýsti sérstökum áhuga á málinu og hefur fylgt erindi stofnunarinnar „American Scandinavian Foundation“ eftir við utanríkisráðherra hinna Norðurlandanna sem tekið hafa vel í tillögu utanríkisráðherra. Finnar hafa þegar farið að fordæmi Íslendinga og veitt fé til verkefnisins.

f. Sendiráð Norðurlanda í Berlín.
    Samstarfssamningur Norðurlanda um sendiráð landanna á sameiginlegri sendiráðslóð í Berlín var undirritaður 4. ágúst 1995. Verkið gengur samkvæmt áætlun og er ráðgert að bygg ingar fyrir norrænu sendiráðin fimm verði fullgerðar árið 1999.

5. Norrænu fjárlögin 1998.

    Frumvarp til fjárlaga ráðherranefndarinnar fyrir árið 1998 er á verðlagi ársins 1998 og eru niðurstöðutölur þess 710,7 millj. d.kr.
    Norðurlandaráð átti beinni aðild að gerð fjárlaga ársins 1998 en áður hefur verið. Ráðið gaf þegar á þingi sínu haustið 1996 til kynna hvaða sviðum ætti að áliti þess að veita forgang. Enn fremur hefur formaður samstarfsráðherranna og forsætisnefndin haldið fund um fjárlaga drögin 4. mars 1997. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs skipaði auk þess hóp sem annast samskipti við skrifstofu ráðherranefndarinnar um fjárlagafrumvarpið. Nýrri skipan samráðs við Norðurlandaráð hefur nú verið komið á varðandi ráðstöfun á ráðstöfunarfé samstarfs ráðherranna.
    Umbótastarfinu í norrænu samstarfi hefur verið haldið áfram með úttekt á skiptingu ábyrgðar og starfshæfni innan stofnana ráðherranefndarinnar svo og úttekt á skipulagi skrif stofu nefndarinnar. Skipulagsferlið miðar að því að skrifstofa norrænu ráðherranefndarinnar taki frekar mið af þeirri forgangsröðun sem stjórnmálamenn á Norðurlöndum vilja með því að gera ákvörðunarferlið skilvirkara og skilgreina betur ábyrgð manna.

Sérstök forgangsverkefni á fjárlögunum.
    Sérstök forgangsverkefni á árinu 1998 taka mið af annars vegar forgangsröðun Norður landaráðs á þingi þess 1996, hins vegar af ýmsum þáttum formennskuáætlunar Norðmanna sem fóru með formennsku 1997, pólitískum framkvæmdaáætlunum hinna einstöku geira svo og fyrirmælum samstarfsráðherranna um fjárlagavinnuna. Þeir þættir sem njóta forgangs eru, í ríkara mæli en áður hefur verið, þverfaglegir og má þar nefna upplýsingatækni, umhverfis mál svo og málefni varðandi starfs- og nemendaskipti og þróunarstarf. Á sviði menningar og menntunar njóta aðgerðir í þágu barna og ungmenna, á sviði alþýðu- og fullorðinsmenntunar og alþýðulegt menningarsamstarf aukins forgangs.
    Áfram verður lögð áhersla á umhverfismál. Til viðbótar því fé sem veitt er innan geirans og innan grannsvæðaáætlunarinnar eru nokkur þverfagleg verkefni þar sem mikil áhersla er lögð á umhverfismál. Enn fremur verður málefnum heimskautssvæðisins áfram gert hátt undir höfði. Lagt er til að nýrri rannsóknaráætlun varðandi heimskautssvæðið verði hleypt af stokkunum.

Skipting fjárlaga ársins 1998 milli sviða.
    Hlutur menningar-, mennta- og rannsóknarsviðanna í fjárlögunum er 45,4%. Sé kostnað inum við rekstur skrifstofunnar skipt niður á samstarfssviðin hækkar heildarhlutur menn ingar-, mennta- og rannsóknargeirans í 49,2% af heildarfjárlögum ársins 1998. Samsvarandi hlutur vegna ársins 1997 var 51,9%.
    Fjárlögin skiptast milli verkefna og almennra styrkja annars vegar (57% af heildarupp hæðinni) og stofnana hins vegar (43% af heildarupphæðinni, þar af fær skrifstofa ráðherra nefndarinnar 7,8% í sinn hlut). Graphic file untitled.bmp with height 236 p and width 283 p Left alignedNýju verkefnin.

    Við undirbúning fjárlagatillagnanna hefur sviðunum verið gefinn kostur á að setja fram tillögur um ný verkefni sem yrðu fjármögnuð með endurskipulagningarsjóði sem varð til vegna 2,5% rekstrarsparnaðar. Alls bárust tillögur að fjárhæð um 84 millj. d.kr. vegna ársins 1998. Ef litið er á allt verkefnatímabilið eru tillögurnar að fjárhæð 270 millj. d.kr. yfir þriggja ára tímabil.

    Tillögurnar sem lagðar eru fram í fjárlagatillögunum eru byggðar á eftirfarandi skilmálum:
    Er tillagan í samræmi við þau tilmæli sem Norðurlandaráð samþykkti á þinginu?
    Er tillagan í samræmi við áætlunina sem Norðmenn settu fram fyrir formennskutíð sína?
    Felur tillagan í sér evrópska vídd?
    Er tillagan í samræmi við þá stefnu sem sett hefur verið fram fyrir geirann?

    Auk endurskipulagningarsjóðsins hefur forgangsröð verið breytt innan ramma sviðanna. Nýjar áherslur verða á eftirfarandi sviðum: á sviði heimsskautsrannsóknaráætlunar, þverfag legra umhverfisáætlana, jafnréttisrannsókna, velferðarmála, varðandi umhverfismerkið Svaninn og á sviði fíkniefnamála.

Skipting fjárlaganna milli áherslusviðanna þriggja.
    Í fyrsta sinni er nú unnt að sýna hvernig fjárlögin vegna ársins 1996 skiptast milli áherslu sviðanna þriggja.
    Taflan sýnir skiptinguna fjárlagaárið 1996 og upplýsingarnar eru sóttar í þau stöðuuppgjör sem stofnanirnar og sviðin hafa skilað. Í þeim leiðbeiningum sem gefnar voru fyrir stöðuupp gjörið voru stofnanir m.a. beðnar að meta heildartölu hvers áherslusviðs. Upplýsingarnar eru þannig að hluta byggðar á mati stofnana en ekki á nákvæmum bókhaldsgögnum.

Þróun fjárlaga á árunum 1993–1998.
Milljónir d.kr. 1993 1994 1995 1996* 1997 1998
Nafnvirði
650,7 655,9 718,9 707,5 702,6 710,7
á verðlagi 1997
709,2     697,4 747,9 721,7 702,6 695,9
* ATH ! Enginn uppreikningur á árinu 1996.


Afgangur á fjárlögunum.


Milljónir d.kr.
1994
þús. d.kr.
1995
þús. d.kr.
1996
þús. d.kr.
1997
þús. d.kr.
1998
þús. d.kr.
Afgangur
31.331 frá 1992 17.689 frá 1993 5.900 frá 1994 2.500 frá 1995 0 frá 1996
þar af:
endurgreitt löndunum
0 0 2.000 0 0
til ráðstöfunar ráðherranefndar
 31.331 17.689 3.900 2.500
Fjárlög
655.886 718.925 707.474 702.636 710.694
Ráðstöfunarfé norrænu
ráðherranefndarinnar

687.217

736.614

711.374

705.136

710.694

    Afgangur á fjárlögunum hefur stöðugt minnkað síðan 1994. Ástæðan er fyrst og fremst lægri vaxtatekjur. Vegna starfsársins 1996 var halli að fjárhæð 2,3 millj. d.kr. sem greiddur var á árinu 1997.

Samningsstýrikerfi ráðherranefndarinnar.
    Gerðir hafa verið rammasamningar við allar norrænar stofnananir. Tvennt einkennir um fram annað samningsstýrikerfið: Samningurinn sem stýrir inntaki verkefnisins og fjárfram lögum og kerfisbundin skýrslugerð þar sem árangurinn er metinn í lok starfstímabilsins miðað við skuldbindingar og fjárframlög. Þetta er gert á ári hverju og ráðherranefndin sendir áfram til Norðurlandaráðs upplýsingar um hugsanleg frávik.
    Í hverjum samningi er gefinn kostur á að taka samninginn til endurskoðunar ef pólitískar ákvarðanir breytast eða ef grípa þarf til sparnaðar.
    Vorið 1997 hefur sérfræðingahópur um fjárlög metið samningakerfið. Í skýrslu sinni kemst hópurinn að því að
        samningsstýrikerfinu er ekki beitt með virkum hætti sem verkfæri til þess að koma pólitískum forgangsmálum í gegn,
        samningsstýringin gæti orðið betra stýritæki ef embættismannanefndir yrðu dregnar frekar inn í hana,
        embættismannanefndirnar eru pólitískar stofnanir í þeim skilningi að þær undirbúa mál og ákvarðanir og samþykkja mál fyrir hönd viðkomanda ráðherra (að meðtöldum samn ingi stofnananna) og því ætti að efla og þróa stjórnunarhlutverk nefndanna,
        hlutverk hinna ýmsu aðila þarf að skýrast og afmarkast betur almennt, og sérstaklega í sambandi við samningsstýrikerfið,
        svara þarf spurningunni um hver beri mesta ábyrgð á að skilgreina og þróa gæðamarkmið og matsaðferðir fyrir stofnanir,
        koma þyrfti samningsstýrikerfinu á einnig í tengslum við stærri verkefni og áætlanir.
    Aðalritaranum hefur verið falið að endurskoða stefnumið varðandi samningsstýringu ráðherranefndarinnar á grundvelli tillögu sérfræðingahópsins um fjárlög og sjónarmiða stofnananna og embættismannanefndanna.

Tekjuhlið fjárlaganna.
    Starfsemi norrænu ráðherranefndarinnar er að mestu fjármögnuð með beinum framlögum frá löndunum en skipting þeirra er ákveðin samkvæmt sérstakri skiptireglu. Skiptireglan miðast við hlutdeild hlutaðeigandi lands í vergum þjóðartekjum á Norðurlöndum miðað við framleiðsluverð tveggja síðustu ára sem upplýsingar liggja fyrir um, sem nú eru 1994 og 1995.

TEKJUR, þús. d.kr.
1998
Fjárlög
Fjárlög
1997
Skiptiregla
1998
Launatengd gjöld
5.900      6.000
Vaxtatekjur
14.000 11.500
Aðrar tekjur/(eða tap)
800 800
Framlög landanna
681.936 692.394
Þar af:
- Danmörk
170.484 171.714 24,8 %
- Finnland
110.474 121.861 17,6 %
- Ísland
7.501 6.924 1,0 %
- Noregur
150.708 150.249 21,7 %
- Svíþjóð
242.769 241.646 34,9 %
Fjárlög samtals --> 702.636 710.694


Samningur um greiðslur fyrir æðri menntun.
    Norrænir ráðherrar menntamála og rannsókna (MR-U) hafa gert samkomulag um jafnan aðgang að æðri menntun. Samkvæmt samningnum fara greiðslurnar fram gegnum fjárlög norrænu ráðherranefndarinnar. Greiðsluskylda samkvæmt samningnum hvílir á Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Ísland, Grænland, Færeyjar og Álandseyjar standa utan þess. Upplýsingar um fjölda námsmanna eru sóttar í ASIN-gagnagrunninn og starfshópurinn um greiðslufyrirkomulagið hefur síðan skilað þeim.

Greiðslufyrirkomulag,
þús. d.kr.
Fjárlög
1997
Fjárlög
1998
Danmörk
-8.481 -11.797
Finnland
+ 8.646 + 11.682
Ísland
- -
Noregur
+ 13.200 + 13.398
Svíþjóð
-13.365 -13.283
Alls
0 0

Greiðslur að meðreiknuðum greiðslum samkvæmt samningnum um greiðslur fyrir æðri menntun.
    Gagnkvæmar greiðslur landanna hafa aðeins áhrif á innbyrðis skiptingu landanna í milli (Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar). Greiðslur landanna til norrænu ráðherranefnd arinnar eru að meðtöldum greiðslum samkvæmt samningnum um greiðslur fyrir æðri menntun sem hér segir:

Greiðslur að meðreiknuðu
greiðslufyrirkomulagi, millj. d.kr.
Fjárlög
1997
Fjárlög
1998
Danmörk
162.003 159.917
Finnland
119.120 133.543
Ísland
7.501 6.924
Noregur
163.908 163.647
Svíþjóð
229.404 228.363
Alls 681.936 692.394

Athugasemdir:
     Launatengd gjöld: á við skattskyld laun starfsmanna skrifstofunnar.
     Vaxtatekjur: Í fjárlögunum er gert ráð fyrir vaxtatekjum að fjárhæð 11,5 millj. d.kr. sem eru áætlaðar á grundvelli væntanlegra 3,5 % vaxta á árinu 1998. Vextirnir hafa verið þessir síðan haustið 1996 og þess er ekki vænst að vextir hækki svo neinu nemi.
    Vaxtatekjur norrænu ráðherranefndarinnar hafa lækkað mjög á undanförnum árum og er það afleiðing almennrar vaxtalækkunar í Evrópu. Þetta hefur valdið óvissu varðandi fjárlaga gerð ráðherranefndarinnar. Í fjárlögunum 1996 var gert ráð fyrir vaxtatekjum að fjárhæð 17,5 millj. d.kr. en uppgjörið nú sýnir að sú áætlun var allt of há. Samkvæmt reikningsuppgjöri ársins 1996 urðu vaxtatekjur einungis 12,5 millj. d.kr. sem er 5 millj. d.kr. lægri upphæð en áætlað hafði verið.
     Aðrar tekjur: Undir þennan tekjulið færast endurgreiðslur verkefnafjármagns frá ýmsum stjórnsýslustofnunum og óráðstafað fjármagn stofnananna frá fyrri árum.

Gjaldahlið fjárlaganna

Verð ársins í þús. d.kr.

1998
þús. d. kr.

Hlutur
%

1997
þús. d. kr.

Hlutur
%
1. Menningarsamstarf
137.562 19,4% 138.041 19,6%
Verkefnafé og almennir styrkir
91.988 67% 94.895 69%
Stofnanir
45.574 33% 43.146 31%
2. Menntun og rannsóknir
185.148 26,1% 198.270 28,2%
Verkefnafé og almennir styrkir
128.639 69% 142.455 72%
Stofnanir
56.509 31% 55.815 28%
3. Umhverfismál
40.105 5,6% 33.660 4,8%
Verkefnafé
40.105 100% 33.660 100%
4. Efnahagsmál
133.860 18,8% 129.546 18,4%
Verkefnafé
42.864 32% 42.615 33%
Stofnanir
90.995 68% 86.931 67%
5. Réttindi þegnanna
67.726 9,5% 62.428 8,9%
Verkefnafé
32.645 48% 29.102 47%
Stofnanir
35.081 52% 33.326 53%
6. Grannsvæði Norðurlanda
52.020 7,3%      51.000 7,3%
Verkefnafé
42.942 83% 41.922 82%
Stofnanir
9.078 17% 9.078 18%
7. Önnur starfsemi
94.273 13,3% 89.691 12,8%
Verkefnafé
28.873 31% 25.307 28%
Stofnanir
65.400 69% 64.384 72%
Samtals 710.694 100,0% 702.636 100,0%
Verkefnafé og almennir styrkir
408.057 57% 409.956 58%
Stofnanir
302.637 43% 292.680 42%
þar af skrifstofa ráðherranefndar
55.404 7,80% 54.526 7,76%

6. Menningarmál.

    Í skýrslu ráðherranefndar menningarmála til Norðurlandaráðs seint á árinu 1996 var gerð grein fyrir ráðgerðum áhersluþáttum í menningarsamstarfinu næstu árin og voru eftirtalin svið sérstaklega tilgreind: Verkefni í þágu barna og ungmenna, kvikmyndir og fjölmiðlar, listasviðið, norræn menningararfleifð, kynning á norrænni menningu utan Norðurlanda, norrænar bókmenntir og norrænn málskilningur, verkefni sem tengja mismunandi samstarfs svið, menning og upplýsingatækni, norræn fjölmenning og Norræni menningarsjóðurinn. Starfið á árinu 1997 tók mið af þessari stefnumörkun. Formennska í ráðherranefndinni var það ár í höndum Norðmanna og af þeirra hálfu voru jafnframt sett fram sérstök stefnumið fyrir menningarsamstarfið. Áhersluþættir voru barna- og ungmennasamstarfið, fjölmenningar samfélagið og menningartengd úrræði til að vinna gegn kynþáttafordómum og útlendinga andúð, samstarf við grannsvæði Norðurlanda, notkun upplýsingatækni í þágu norrænnar menningarmiðlunar og málskilnings, norrænt fjölmiðlunarsamstarf í evrópsku samhengi og norræn viðhorf í evrópskri menningarsamvinnu. Lögð var áhersla á mikilvægi þess að norrænt menningarsamstarf ætti sér rætur í menningarstefnu hinna einstöku þjóða og tengdist starfi innlendra menningarstofnana.
    Samstarf á sviði barna- og æskulýðsmenningar efldist á árinu. Komið var upp tölvuvef sem nefnist „Valhalla“ og er ætlað að vera upplýsinga- og samskiptavettvangur fyrir þá sem standa að og taka þátt í barna- og æskulýðsmenningarstarfi á Norðurlöndum. Verkefni á sviði myndlistar sem kallað var „Börnin og birtan á Norðurlöndum“ var unnið í samvinnu skóla og listasafna víðs vegar um Norðurlönd, m.a. með íslenskri þátttöku.
    Á sviði kvikmynda og fjölmiðlunar er Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn aðalfarvegur samstarfsins að því er varðar fjárstuðning til einstakra verkefna. Jafnframt er athyglinni í vaxandi mæli beint að áhrifum og möguleikum nýrrar tækni í fjölmiðlun. Á vegum ráðherranefndar menningarmála starfar stjórnarnefnd um norrænt menningar- og fjölmiðlasamstarf sem gegnir ráðgjafarhlutverki um stefnumörkun, beitir sér fyrir upplýsingaöflun og kynningarstarfi um þróun á sviði fjölmiðlunar og stuðlar að tilraunaverkefnum sem eru til þess fallin að efla norræna samvinnu. Meðal viðfangsefna sem fjallað var um í skýrslum sem út komu eða unnið var að á árinu á vegum nefndarinnar má nefna útvarp og sjónvarp í almannaþágu í ljósi rafrænnar tækni, refsiábyrgð og bótaskyldu í tengslum við sjónvarps- og netmiðlun yfir landamæri, höfundarétt við endursýningar efnis úr söfnum sjónvarpsstöðva og áhrif þeirrar tilhneigingar til samruna gagna-, fjarskipta- og útvarps/sjónvarpsþjónustu sem ný tækni hefur í för með sér. Fjallað var um þessi mál á sérstökum fundi ráðherranefndar menningarmála í Kalmar í júní 1997. Í ályktun fundarins var m.a. lögð áhersla á mikilvægi útvarps og sjónvarps í almannaþágu og jafnframt var stjórnarnefndinni falið að undirbúa tillögur um aðgerðir sem stuðlað gætu að norrænu samstarfi á sviði margmiðlunar. Í norrænu samstarfsfjárlögunum fyrir árið 1998 er ætlað fé til stuðnings við slík verkfni. Markmiðið er að stuðla að samstarfi sem styrkt geti norræn tungumál og menningu í hinu alþjóðlega upplýsingasamfélagi.
    Við Norrænu blaðamannamiðstöðina í Árósum urðu forstöðumannaskipti á árinu 1997. Dr. Sigrún Stefánsdóttir var ráðin rektor til fjögurra ára frá 1. september 1997.
    Árið 1994 var komið á fót kerfi ferðastyrkja fyrir unga norræna listamenn sem þriggja ára reynsluverkefni. Styrkáætlun þessi fékk nafnið „Sleipnir“. Markmiðið var að auka kynni ungra norrænna listamanna úr öllum listgreinum af list annarra norrænna þjóða og stuðla að því að þeir líti á Norðurlönd í heild sem starfssvæði sitt. Við lok reynslutímabilsins 1997 var gerð úttekt á starfseminni. Niðurstaðan var sú, að áætlunin hefði í meginatriðum heppnast eins og til var stofnað og þjónað tilgangi sínum. Ráðherranefnd menningarmála ákvað að framlengja áætlunina um önnur þrjú ár eða til ársins 2000. Í úttektarskýrslunni kom fram, að á árunum 1994–1996 hlutu 72 íslenskir listamenn ferðastyrki Sleipnis.
    Norræna listamannamiðstöðin Dalsåsen á Fjölum í Noregi tók til starfa á árinu. Þar eru m.a. gistivinnustofur fyrir myndlistarmenn. Norræna myndlistar- og listiðnaðarnefndin er jafnframt stjórnarnefnd miðstöðvarinnar.
     Norræna æskulýðshljómsveitin „Orkester Norden“ var stofnuð 1993 sem samstarfsverkefni Lionshreyfingarinnar og Norrænu félaganna með fjarhagslegum stuðningi Norræna menningarsjóðsins. Þegar sá stuðningur féll niður samkvæmt reglum sjóðsins varð nokkur óvissa um framtíð hljómsveitarinnar. Ráðherranefnd menningarmála veitti styrki til hljóm sveitarinnar 1996 og 1997 og hlutaðist jafnframt til um úttekt á starfseminni. Á grundvelli úttektarskýrslunnar, sem lá fyrir í endanlegri gerð í ársbyrjun 1997, ákvað ráðherranefndin að stuðla að því að starfsgrundvöllur hljómsveitarinnar yrði tryggður næstu tvö árin, 1998 og 1999.
    Árið 1994 var komið á fót nefnd til að stuðla að auknu samstarfi norrænna safna á sviði lista- og menningarsögu. Starfstími nefndarinnar var ákveðinn þrjú ár. Hlutverk hennar skyldi m.a. vera að hlutast til um einstök samvinnuverkefni, mynda upplýsinganet og draga fram í dagsljósið þátt safnanna í norrænni menningarsamvinnu. Nefndin hefur beitt sér fyrir ráð stefnum og könnunum um ýmis mál sem verksviði hennar tengjast, svo sem um nýtingu upplýsingatækni í norrænum söfnum, skipulag safnamála og safnalöggjöf á Norðurlöndum svo og hlut safna í umhverfisvernd frá menningarsögulegu sjónarmiði. Fjallað hefur verið sér staklega um starf safna sem beinist að börnum og ungmennum. Á því sviði er unnið að undir búningi norræns samstarfsverkefnis sem lýtur að því hvernig tengja megi þann menningararf sem söfnin varðveita framtíðarsýn barna og ungs fólks við upphaf nýs árþúsunds. Að undan genginni viðhorfskönnun meðal safnastofnana ákvað ráðherranefnd menningarmála 1997 að framlengja starfstíma norrænu safnanefndarinnar til ársins 2000.
    Meðal verkefna sem tengjast norrænum menningararfi og styrkt voru af ráðstöfunarfé ráðherranefndar menningarmála 1997 má nefna heildarútgáfu Íslendingasagna í enskri þýðingu á vegum Bókaútgáfunnar Leifs Eiríkssonar. Veittur var styrkur, 350 þús. d.kr. (um 3,9 millj. ísl. kr.) til kynningarstarfs í Bandaríkjunum, en áður hafði útgáfan hlotið styrk úr Norræna menningarsjóðnum.
    Helstu verkefni í kynningu á norrænni menningu erlendis á árinu 1997 voru umfangsmikil tónlistarhátíð í Toronto í Kanada, sem raunar tók einnig til fleiri listgreina, og bókmennta kynning í Þýskalandi. Tónlistarkynning í Bretlandi, sem hófst 1996, tók einnig til ársins 1997. Í öllum þessum verkefnum komu margir íslenskir listamenn, höfundar og flytjendur, við sögu.
    Undir lok árs 1996 var lögð fram skýrsla um athugun á norrænu bókmenntasamstarfi. Með hliðsjón af niðurstöðum hennar ákvað ráðherranefnd menningarmála að auka nokkuð framlag til þýðingarstyrkja af norrænum fjárlögum fyrir árið 1998.
    Undanfarin tvö ár hefur norrænn vinnuhópur um upplýsingatækni á menningarsviði verið að störfum. Markmiðið var að stuðla að því að uppbyggingu „menningarneta“, þ.e. tölvutengdra upplýsinganeta um menningarmál, í hinum einstöku norrænu löndum yrði hagað þannig að þau gætu orðið samvirk og upplýsingarnar nýst hvarvetna á Norðurlöndum. Skipun vinnuhópsins hefur verið endurnýjuð með nánar skilgreindu verksviði og starfstíminn ákveðinn til ársloka 1999.
    Á fundi ráðherranefndar menningarmála vorið 1996 var samþykkt að láta taka saman yfirlit um verkefni sem unnið væri að eða nýlokið á Norðurlöndum í því skyni að hamla gegn útlendingaandúð og kynþáttafordómum. Var talið æskilegt að gera slíka úttekt áður en teknar yrðu ákvarðanir um frekara norrænt samstarf í þessum efnum á vettvangi ráðherranefndar innar. Skýrsla lá fyrir vorið 1997. Var þá settur á fót vinnuhópur til að undirbúa tillögur um menningartengd samstarfsverkefni sem stuðlað gætu að því að draga úr fordómum á þessu sviði. Hópurinn skilaði skýrslu í júní 1997 þar sem settar voru fram hugmyndir um tíu verkefni. Að lokinni umsagnarmeðferð meðal norrænna samstarfsstofnana var ákveðið á fundi ráðherranefndar menningarmála í desember 1997 að veita styrki til þriggja verkefna en óska frekari greinargerðar og tillagna fyrir fyrsta fund ráðherranna 1998. Samstarfið miðar að því að varpa ljósi á fjölþættar rætur menningar í norrænum nútímaþjóðfélögum og snýr m.a. að börnum og unglingum. Norrænu fjárlögin 1998 gera ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til verkefna á þessu sviði.
    Skýrsla starfshóps sem falið var að undirbúa áætlun um menningarsamstarf við grannsvæði Norðurlanda kom til umfjöllunar ráðherranefndar menningarmála snemma árs 1997. Ákveðið var að senda skýrsluna norrænum samstarfsstofnunum á menningarsviðinu í því skyni að hún yrði höfð til hliðsjónar við mótun grannsvæðasamstarfsins á næstu árum.
    Menningarsamstarfið innan vébanda Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins er fastur dagskrárliður á fundum ráðherranefndar menningarmála, þar sem færi gefst á að skiptast á upplýsingum og skoðunum um málefni sem á döfinni eru hverju sinni í því samstarfi. Í september 1997 var haldinn fundur í Brussel með fulltrúum menningarmálaráðuneytanna á Norðurlöndum til að bera saman bækur um viðbrögð við hugmyndum framkvæmdastjórnar ESB um nýja, heildstæða samstarfsáætlun á sviði menningarmála. Fulltrúar frá skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar sátu einnig fundinn.
    Á vegum ráðherranefndar menningarmála er nú hafin vinna að undirbúningi greinargerðar þar sem settar verða fram hugmyndir um framtíðarskipan norræns menningarsamstarfs. Er stefnt að því að greinargerðin verði lögð fyrir Norðurlandaráð á þingi þess haustið 1998.

7. Menntamál og vísindi.

    Samstarf Norðurlanda á sviði menntamála og vísinda á árinu 1997 hefur beinst að því að auka almennt samstarf landanna svo og að styrkja samstarf við önnur Evrópuríki og við grannsvæði Norðurlanda. Aukin þátttaka Norðurlanda í Evrópusamstarfi stuðlar að þróun í alþjóðasamvinnu bæði hvað varðar Evrópusambandið og aðrar stofnanir og gerir þeim betur kleift að halda norrænu svipmóti sínu.
    Unnið er að því að styrkja og þróa samstarf á sviði menntamála og vísinda. Markmiðið er að jafn auðvelt verði að mynda tengsl, skiptast á hugmyndum og flytjast frá einu fræðslu- og rannsóknarumhverfi til annars á Norðurlöndum og í eigin landi.
    Lögð er áhersla á að styrkja norræn viðhorf í alþjóðasamstarfi og gera starfsemina skil virkari. Í starfsáætlunum verður lögð sérstök áhersla á að styrkja tengslin milli hinna vestlægu Norðurlanda og annarra ríkja Norðurlanda.
    Í samræmi við þessa stefnumörkun fer meginhluti fjárveitinga sviðsins til almennra styrk veitinga, samskipta og tímabundinna verkefna. Aukin áhersla hefur verið lögð á samhæfingu og í samræmi við það var m.a. ákveðið að skipa stefnumarkandi samstarfshóp um upplýsinga tækni í menntamálum og vísindum.
    Enn fremur hafa nýjar áætlanir um samvinnu á sviði skólamála, svo og um fullorðinsfræðslu og alþýðufræðslu, verið samþykktar og ná þær yfir árabilið 1997–2000. Í áætlununum verður m.a. lögð aukin áhersla á málasamstarf, áhuga ungmenna á náttúruvísindum, stærð fræði og tækni, símenntun og upplýsingatækni og margmiðlun.
    Nýr vinnuhópur um málasamstarf var settur á laggirnar á árinu sem er ætlað að koma með tillögur að stefnumörkun til að vísa veginn í málasamstarfi Norðurlanda.
     NORDMÅL-áætlunin (1996–2000) tekur til tungumálasamstarfs Norðurlandaþjóðanna og var hún staðfest af norrænu ráðherranefndinni í mars 1995. Stefnt er að því að styrkja tungumálasamstarfið enn frekar á komandi árum. NORDMÅL áætluninni er ætlað að styrkja norrænt tungumálasamfélag og tekur til námskeiðahalds, framleiðslu kennsluefnis, orða bókargerðar, rannsókna, upplýsingastarfsemi og fleiri verkefna.
    Margar stofnanir koma að NORDMÅL áætluninni svo sem norrænar málastofnanir en norræn námskeið og önnur samskipti innan NORDPLUS stuðla einnig að því að styrkja norrænt tungumálasamfélag og um leið þau markmið sem lýst er í NORDMÅL áætluninni.
    Á vegum NORDMÅL hafa verið haldin fjölmörg námskeið fyrir kennara og túlka, gefnar út námsbækur sem þýddar hafa verið á finnsku, færeysku og íslensku og unnið er að orðabókarsmíði. Fulltrúar Félags dönskukennara og Samtaka móðurmálskennara eru virkir í NORDMÅL.
    Áætlun ráðherranefndarinnar um hreyfanleika og tengsl snýr sérstaklega að ungu fólki. Nauðsynlegt er að ungt fólk á Norðurlöndum fái tilfinningu bæði fyrir því sem líkt er og ólíkt með þeim þjóðum sem þar búa. Mikilvægt er að ungt fólk kynnist tungumálum grannlandanna frá skólaaldri og fái tækifæri til að kynnast menningu þeirra, lifnaðarháttum og gildismati.
    Verkefnið NORDPLUS-junior er sniðið fyrir ungt fólk á aldrinum 16–19 ára og á áfram að skipa veglegan sess í norrænu skólasamstarfi. Verkefninu er m.a. ætlað að styrkja sam bandið við Vestur-Norðurlönd og skapa jákvætt viðhorf til norræns menntunarumhverfis. Með nemendaskiptum ræktar vestnorræna starfsáætlunin sérstaklega sambandið milli Íslands, Grænlands og Færeyja og annarra ríkja Norðurlanda.
    Norrænu tölvusamskiptaneti fyrir skóla, Óðni (Norræna skólanetinu), var komið á laggirnar í mars 1994. Tölvunet þetta á að auðvelda öll samskipti milli skóla og annarra menntastofnana á Norðurlöndum en á einnig að verða upplýsingabanki. Netið tengist alþjóðlega tölvunetinu internet. Norræna skólanetið á að hafa alla burði til þess að styrkja tengsl skólastofnana á Norðurlöndum og auðvelda samstarf bæði nemenda og kennara á Norðurlöndum. Langflestir grunn- og framhaldsskólar á Íslandi hafa aðgang að netinu.
    Ráðherranefndin hleypti af stokkunum nýrri samstarfsáætlun um samvinnu um notkun upplýsingatækni í kennslu, IDUN, á árinu 1995.
    Á háskóla- og vísindasviðinu hefur tölvusamskiptanetið NORDUnet gegnt svipuðu hlutverki og Óðinn. Samkomulag er um að styðja NORDUnet enn frekar svo það geti betur sinnt hlutverki sínu í framtíðinni.
    Styrkveitingum á vegum NORDPLUS hefur verið haldið áfram bæði á háskólastigi og framhaldsskólastigi.
    NORDPLUS áætlunin á stóran þátt í því að uppfylla þau markmið sem liggja til grund vallar áframhaldandi samvinnu á sviði menntunar á Norðurlöndum en henni er ætlað að stuðla að auknu samstarfi milli háskóla á Norðurlöndum.
    Á hverju ári taka alls um 5000 nemendur og kennarar á Norðurlöndum þátt í áætluninni. Í NORDPLUS gefst námsmönnum tækifæri til að stunda hluta af námi sínu, allt að eitt ár, við háskóla annars staðar á Norðurlöndum og fá námið metið að fullu til eininga í heimalandi sínu. Þá er gefinn kostur á kennaraskiptum og fleiru er lýtur að kennslustarfi. Þátttaka háskólanema í NORDPLUS hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum en ein meginforsendan fyrir þátttöku í NORDPLUS er gagnkvæmni í nemendaskiptum. Á ráðherrafundi menntamálaráðherra Norðurlanda í desember 1995 var ákveðið að halda þessu verkefni áfram en upphaflega átti því að ljúka 1996. Íslendingar taka virkan þátt í þessu samstarfi og tekur Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins við umsóknum um styrkina og veitir upplýsingar þar að lútandi.
     Norrænn samningur um jafnan aðgang að háskólum var undirritaður í Kaupmannahöfn 3. september 1996. Miðað er við að samningurinn gildi í þrjú ár frá 1. janúar 1997. Samningur þessi kemur í stað fyrri samnings um sama efni sem gerður var til tveggja ára 1994.
    Meginatriði samningsins er að allir norrænir stúdentar hafi jafnan aðgang að öllum há skólum á Norðurlöndum. Í samningnum eru ákvæði um greiðslukerfi sem Danmörk, Finn land, Noregur og Svíþjóð munu taka upp sín á milli. Samkvæmt þessu kerfi skulu þau ríki sem senda frá sér fleiri stúdenta en þau taka á móti greiða ákveðið gjald fyrir mismuninn. Ísland verður undanþegið frá þessum ákvæðum.
    Á gildistíma samningsins næstu þrjú ár verður metið hvort hagsmunum Íslands af samn ingnum yrði betur borgið með þátttöku okkar í greiðslukerfinu.
    Norræna ráðherranefndin hefur í hyggju að örva samvinnu milli alþýðustofnana, frjálsra félagasamtaka, lýðháskóla, samtaka í atvinnulífi og annarra samtaka og stofnana sem sinna fræðslu. Stefnt er að því að örva þverfagleg verkefni innan fullorðinsfræðslunnar.
    Áfram er unnið að því að skapa virkt norrænt vísindasamfélag sem stuðlað getur að því að styrkja stöðu norrænna vísinda- og tæknirannsókna. Haldið verður áfram að leita leiða til verkaskiptingar og sérhæfingar meðal háskóla og annarra æðri menntastofnana. NORDPLUS- áætlunin og styrkjakerfi það sem NorFA starfrækir eru mikilvæg í þessu sambandi. Öflug og tíð samskipti norrænna vísindamanna í sameiginlegum verkefnum verður áfram einn af hornsteinum norrænnar samvinnu.
    Áætlunum um umhverfisrannsóknir og rannsóknir á skilyrðum mannlífs á norðurslóð verður haldið áfram. Umræður fara fram um framtíð norrænnar samvinnu um líftækni.
    Krafan um norrænt notagildi sameiginlegra fræðslu- og rannsóknarstofnana verður höfð að leiðarljósi við ákvarðanir um stofnanirnar og í starfi þeirra í samræmi við nýjar samþykktir um sameiginlegar norrænar stofnanir.
    Ráðherranefndin hefur í hyggju að styrkja einkum þann hluta rannsóknarsamstarfsins sem beinist að sérstökum norrænum verkefnum á sviði menningar og þjóðmála. Vinna er hafin að nýju norrænu rannsóknarverkefni í hug- og félagsvísindum og er áætlað að verkefninu ljúki árið 2000.
    Á fundi menntamálaráðherra Norðurlanda í desember 1997 var samþykkt að senda sam starfsráðherrunum til athugasemda tillögu Norræna vísindastefnuráðsins (FPR) um breytingu á skipan norræns vísindasamstarfs. Tillagan felur í sér að heildarstefna verði mótuð um alla samvinnu landanna á þessu sviði.

Norræn lífsiðfræðinefnd.
    Norræn lífsiðfræðinefnd (Nordisk komité for bioetik) hefur starfað frá árinu 1988 og var endurskipuð til þriggja ára frá 1. janúar 1996.
    Nefndin hélt þrjá starfsfundi á árinu 1997, í febrúar í Bergen, í maí í tengslum við málþing í Reykjavík og í nóvember í Kaupmannahöfn.
    Dagana 2.–5. maí 1997 var haldið málþing um lífsýnabanka á vegum nefndarinnar í Norræna húsinu í Reykjavík. Málþingið sóttu vísindamenn, lögfræðingar, rithöfundar, stjórn málamenn, guðfræðingar og heimspekingar frá öllum Norðurlöndum, alls um 40. Af hálfu Íslands sóttu þingið um 14 manns, þar á meðal fulltrúar frá helstu lífsýnabönkum hér á landi. Fluttir voru fyrirlestrar um íslenskan banka sem geymir lifandi frumur til krabbameins rannsókna og um guðfræðilegar og siðfræðilegar hliðar á lífsýnabönkum. Fjallað var um nokkur dæmi um ólíka lífsýnabanka á Norðurlöndum, Janus sermisbankann í Noregi, danskt blóðsýnasafn til greiningar á ýmsum sjúkdómum í nýfæddum börnum, fósturvefjabanka í Svíþjóð og finnskan kynfrumubanka til nota við glasafrjóvgun. Áhugi viðskiptalífsins á líf sýnabönkum hefur aukist mjög á síðustu árum, samhliða hraðri þróun á sviði sameindaerfða fræði. Nýjar aðferðir og aukin tækni gera mögulegt að einangra erfðaefni jafnvel úr örfáum frumum og úr sýnum frá gengnum kynslóðum. Rætt var um nýja möguleika og hagnýtingu við framleiðslu nýrra lyfja og bættar aðferðir við greiningu. Fjallað var um vandamál í tengslum við upplýst samþykki. Ljóst er að slíkt samþykki þarf ekki aðeins við sýnatöku heldur einnig varðveislu jafnt sem notkun sýna í nýjum tilgangi. Hlutverk siðanefnda er að hindra misnotkun og vernda rétt einstaklingsins í þessu samhengi. Skýrt var frá núgildandi löggjöf á Norðurlöndum og þróun mála á þessu sviði á alþjóðavettvangi. Bent var á mikilvægi aukinnar samvinnu og áhersla lögð á mikilvægi þess að hlutverk og starfsemi lífsýnabanka væri gerð lýðum ljós. Allra persónulegra upplýsinga bæri að gæta vandlega og fela umsjá þeirra ábyrgum og hæfum aðilum.
    Í tengslum við málþingið stóð nefndin fyrir opinberum fyrirlestri í Norræna húsinu. Titill fyrirlestrarins var: Lífsýnabankar í heilbrigðiskerfinu – gjafasöfn eða verslunarvara?
    Á vegum nefndarinnar kom á árinu 1997 út ritið „Human biobanks – ethical and social issues“ („Söfn með lífsýnum úr mönnum – siðfræðilegar og félagslegar spurningar“) með fyrirlestrum af ofangreindu málþingi í Reykjavík, svo og umræðum meðal þátttakenda.
Stefnt er að því að nefndin gefi út bækling á árinu 1998, er veitir yfirlit yfir hinar ýmsu siða nefndir Norðurlanda á sviði lækninga og líffræði svo og lög og reglugerðir þar að lútandi. Er hér um mjög þarft rit að ræða, sem hefur verið lengi í undirbúningi, en hér er um að ræða eina rit sinnar tegundar á Norðurlöndum. Kemur til greina að endurútgefa það með reglulegu millibili.
    Bæklingurinn um siðanefndir verður endurbættur í ljósi ráðstefnu, sem nefndin ráðgerir að halda í Kaupmannahöfn dagana 27.–28. apríl 1998 með þátttöku helstu lífsiðfræðinefnda (bioetiska kommittéer) Norðurlanda. Gert verður ráð fyrir 2–3 nefndum frá hverju landi, og verður einum fulltrúa frá hverri nefnd boðið á ráðstefnuna. Hverri nefnd verður einnig heimilt að bjóða einum öðrum fulltrúa á eigin kostnað. Auk þess verður áheyrnarfulltrúum frá Eystrasaltsríkjunum boðið á ráðstefnuna. Fulltrúum tveggja íslenskra lífsiðfræðinefnda verður boðið, Siðaráði landlæknis og Vísindasiðanefnd. Á fundinum er ráðgert að hinar ýmsu siðanefndir beri saman bækur sínar, geri grein fyrir starfsemi sinni og starfsreglum og beri saman hvernig þær meðhöndla nokkur prófmál.
    Þótt núverandi umboð nefndarinnar renni út í árslok 1998, hefur nefndin fullan hug á að starfa áfram fái hún til þess endurnýjað umboð, enda telur hún þau málefni, sem falla innan verk sviðs hennar, þurfa umfjöllunar frekar en nokkru sinni áður.

8. Umhverfismál.

    Samstarf umhverfisráðherra Norðurlanda (MR-Miljø) byggist á Norrænu umhverfis áætluninni 1996–2000 (Den Nordiske Miljøstrategi 1996–2000). Í áætluninni koma fram þau markmið sem sett eru í samstarfinu bæði innan Norðurlanda og á alþjóðavettvangi. Hin beina framkvæmd umhverfisáætlunarinnar er í höndum fastra vinnuhópa og annarra nefnda sem falin er sérstök verkefni. Embættismannanefndin fylgist með vinnu nefndanna fyrir hönd ráð herranna og upplýsir þá um gang mála. Því eru einstök verkefni almennt ekki á dagskrá ráðherrafunda.
    Umhverfisráðherrafundir eru að jafnaði þrisvar á ári. Það sem hæst bar á þeim vettvangi á árinu voru alþjóðleg málefni, svo sem samstarfið á Norðurskauti og undirbúningur og skoðanaskipti fyrir fundinn í Kyoto um loftslagsbreytingar. Evrópumál eru fastur liður á dagskrá umhverfisráðherra. Þar eru rædd almenn málefni, sem og dagskrár komandi funda í ráðherraráði Evrópusambandsins (ESB). Hefur þessi vettvangur verið nýttur til þess að koma að sjónarmiðum Íslands varðandi einstakar gerðir sem eru í undirbúningi hjá ESB. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að fyrir fundi umhverfisráðherra ESB eru haldnir stuttir samráðsfundir umhverfisráðherra Norðurlanda. Þessir fundir eru haldnir í Luxemborg og hefur umhverfisráðherrum Noregs og Íslands verið boðið. Hafa þeir fundir verið sóttir eftir föngum af Íslands hálfu.
    Þrír fundir eru í norrænu embættismannanefndinni um umhverfismál (EK-Miljø) á ári hverju. Aðalverkefni þeirra funda eru undirbúningur fyrir ráðherrafundi og ákvarðanataka um málefni sem ekki fara til ráðherranna, svo sem um verkefnaáætlanir fastra vinnuhópa. Embættismannanefndin hefur lagt áherslu á samvinnu við aðrar embættismannanefndir og á síðasta ári bættist embættismannanefndin um neytendamál (EK-Konsument) í hópinn.
    Á síðasta fundi nefndarinnar árið 1997 var samþykkt að hrinda í framkvæmd starfsáætlun um náttúruvernd á Norðurskauti („Handlingsplan om Naturskydd i Arktis“).

Stuðningur við samning um þrávirk lífræn efni.
    Á síðasta ári var tekin ákvörðun um nokkuð sérstakt verkefni á vegum umhverfisráðherra Norðurlanda um stuðning við samningaferli um gerð hnattræns samnings um takmörkun á losun þrávirkra lífrænna efna. Samningurinn verður unninn á vegum UNEP og felst hinn sérstaki stuðningur Norðurlanda í því að þau kosta sameiginlega einn starfsmann á vegum UNEP til að vinna að framgangi málsins. Verkefnið var fjármagnað að hluta til með norrænu fé, en löndin leggja einnig hvert fyrir sig myndarlegan skerf til fjármögnunarinnar. Þessi ákvörðun var tekin í framhaldi af góðu samstarfi norrænu ríkjanna um að hrinda þessum samningaviðræðum í framkvæmd.

8.1. Störf vinnunefnda.
Vinnunefnd um umhverfi hafs og lofts.
    
Hlutverk nefndarinnar eru að vera stjórnvöldum til ráðgjafar og móta tillögur að aðgerðum á alþjóðavettvangi og heima fyrir. Enn fremur að nýta það fé sem nefndinni er ætlað til að styrkja hinn vísindalega grundvöll þessa starfs. Haldnir voru tveir fundir á árinu þar sem stefnumótun fór fram og styrkjum úthlutað. Einn vinnuhópar starfaði á vegum nefndarinnar.
    Nú þegar fyrir liggur alþjóðleg bókun um takmörkun brennisteinsmengunar og því er unnið á vegum nefndarinnar að svipuðu samkomulagi er varðar köfnunarefnissambönd. Enn fremur er unnið af miklum krafti að rannsóknum sem lagt geta grunn að samkomulagi um þrávirk lífræn efni og þungmálma en margt er enn óþekkt um hegðun þeirra, sérstaklega á norðurslóðum. Þessar rannsóknir eru mjög dýrar og því nauðsynlegt að vinna skipulega að þeim. Ákveðið var að styrkja norrænt starf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að ýta undir rannsóknir þar að lútandi. Fylgst er náið með störfum Evrópusambandsins að því er varðar reglur um losun mengandi efna í loft og haf með sérstakri áherslu á aðgerðir til að takmarka myndun oxandi lofttegunda.
    Á þessu ári veitti nefndin um 1,5 millj. kr. til verkefna í íslenskri umsjón en íslensk þátttaka var í nokkrum verkefnum til viðbótar. Stefnumörkun ráðherranefndarinnar gerir það að verkum að nánast er ógerningur að fá fjármagn til annarra verkefna en þeirra sem ljóslega styrkja reglugerðarvinnu og stefnumörkun.

Vinnunefnd um umhverfisvöktun og meðferð gagna (NMD).
    Starfsemi NMD var með svipuðu sniði árið 1997 og á árinu 1996. Ísland lætur af for mennsku í NMD í árslok 1997 eftir þriggja ára formennsku. Það verkefni sem hæst ber, er vinna við skýrslu um fjölbreytileika náttúrunnar (biodiversity) sem á að koma út árið 2000. Af öðrum verkefnum á vegum NMD árið 1997 sem snerta Ísland má nefna:
        lok vöktunarverkefnis á strandsvæðum, samstarfsverkefni milli Íslands, Færeyja og Noregs en Breiðafjörður er vöktunarstaður á Íslandi,
        skipulagning á vöktun ferskvatns með tilliti til væntanlegrar ESB tilskipunar.

    Hluti af starfsemi NMD er að hafa umsjón með verkefnum á grannsvæðunum og þá einkum og sér í lagi að koma á vöktun og stuðla að góðri meðferð á gögnum í Eystrasaltsríkjunum.
    Helstu verkefni NMD á árinu 1998:
        áframhaldandi vinna við gerð skýrslu um fjölbreytileika,
        vöktun ferskvatns og
        úttekt á vöktunarverkefni á strandsvæðum en því skal ljúka með vinnufundi hér á landi þar sem niðurstöður verða skoðaðar og tillögur að framhaldi ræddar.

Efnavörunefndin.
    Vinnunefndin um efnavörur (NKG) er í forsvari fyrir norrænu samstarfi á sviði eiturefna og hættulegra efna. Nefndin er stjórnvöldum til ráðgjafar við stefnumótun. Hún vinnur að öflun og úrvinnslu gagna sem undirbyggja ákvarðanir og aðgerðir heima fyrir, í Evrópusam starfi og á alþjóðavettvangi. Hún stuðlar að samvinnu stjórnvalda og að samræmingu verkefna þannig að tiltækt fjármagn nýtist sem best. Nefndin hefur í vaxandi mæli beint starfi sínu að verkefnum sem nýtast í alþjóðlegri samvinnu. Meðal verkefna sem unnin eru á þeim vettvangi má nefna samvinnu þjóða um takmörkun á notkun eiturefna og aðgerðir til að draga úr áhættu við notkun og meðferð eiturefna og hættulegra efna. Á síðustu árum hafa verkefni er nýtast Norðurlandaþjóðunum vegna aðildar þeirra að samningnum um Evrópska efnahags svæðið og Evrópusambandinu fengið aukið vægi. Ísland hefur tekið þátt í starfi efnavöru nefndarinnar frá árinu 1989. Ísland fór með formennsku í nefndinni árið 1997 en þrír fundir voru haldnir á árinu.
    Verkefnin sem unnið hefur verið að á árinu eiga sér stoð í norrænu umhverfisverndar áætluninni fyrir árin 1996–2000. Í grófum dráttum skiptast verkefni vinnunefndarinnar í fjóra flokka, þ.e. flokkun hættulegra efna, skilgreiningu á áhættu vegna efnanotkunar, áhættumat og takmörkun áhættu. Undir vinnunefndinni starfa ráðgefandi verkefnahópar og átti Ísland fulltrúa í átta þeirra, þ.e. nefndum um eftirtalin málefni;
        varnarefni sem notuð eru í landbúnaði og garðyrkju,
        önnur varnarefni en þau sem notuð eru í landbúnaði og garðyrkju, svo og um framkvæmd nýrrar Evrópusambandstilskipunar um viðkomandi efni,
        takmörkun á notkun ósoneyðandi efna,
        efni sem geta valdið skaða á taugakerfi,
        efni sem geta verið hættuleg heilsu fólks,
        hættuflokkun umhverfisskaðlegra efna,
        þróun aðferða til að flokka efni sem eru hættuleg fyrir umhverfið og
        aðferðir við mat á áhættu vegna efnanotkunar.
    Meðal þeirra verkefna sem unnið hefur verið að í verkefnahópum á árinu 1997 má nefna eftirfarandi: Þróun aðferða til að meta áhættu, söfnun upplýsinga og skipulögð samvinna þeirra rannsóknastofnana á Norðurlöndum sem koma að slíkum verkefnum, könnun á bindingu varnarefna í ólíkum tegundum af jarðvegi og könnun á efnum sem hafa svipuð áhrif og hormónar. Á vegum viðkomandi starfshóps hafa verið gefnar út skýrslurnar: „Development of Ecotoxicity and Toxity Testing of Chemicals“ (TemaNord 1997:524) og „Non-mutagenic carcinogens: mechanisms and tests methods“ (TemaNord 1997:601). Aflað hefur verið upplýsinga og unnar úttektir varðandi eiturefni og umhverfiseitur og efnafræðilega eiginleika varnarefna. Könnuð var útbreiðsla skaðlegra efna svo sem óson-eyðandi efna og samræmdar áætlanir og aðgerðir til að draga úr magni hættulegra efna í umhverfinu. Gefin var út skýrslan „Alternatives to Methyl Bromide“ (TemaNord 1997:513) og fræðslubæklingurinn „Verndun ósonlagsins – norræn viðhorf“. Unnið var að verkefnum varðandi prófunaraðferðir á efnum sem áhrif hafa á taugakerfi manna. Lokið var við íslenskt verkefni sem hófst árið 1996 varðandi rannsókn á aðferð til að mæla hugsanleg áhrif af notkun leysiefna á fólk sem hefur unnið með slík efni. Unnið hefur verið að verkefnum um flokkun hættulegra efna hvað varðar áhrif á umhverfi og/eða heilsu manna. Þessar upplýsingar hafa verið mikilvægt framlag í samstarf við þjóðir Evrópusambandsins. Gefnar voru út skýrslurnar „Health effects of selected chemicals – Volume 4“ (TemaNord 1997:599) og „Environmental Hazard Classification“ (TemaNord 1997:549). Lokið var verkefni er tengdist Evrópusamstarfi varðandi aðferðafræði við áhættumat. Gefin var út skýrslan „The use of decision-aid methods in the assessment of risk reduction measures in the control of chemicals“.

Vinnunefnd um náttúruvernd og útivistarmál.
    Náttúruverndar- og útivistarnefndin hefur það hlutverk að skilgreina samnorræn markmið og leiðir í náttúruvernd, útivist og verndun menningarlandslags. Verksvið nefndarinnar spannar allt frá faglegri stefnumótun til tillagna um framkvæmd og stjórnsýsluaðgerðir ásamt því að benda á stöðu vísindalegrar þekkingar á hverju sviði. Nefndin starfar í umboði norrænu ráðherranefndarinnar í samræmi við norræna stefnu í umhverfismálum (Den Nordiske Miljøstrategi 1996–2000).
    Á árinu 1997 var lögð áhersla á verkefni sem einkum snerta verndun líffræðilegrar fjölbreytni, þar undir verndun búsvæða og tegunda, útivistarmál og verndun menningar landslags. Markmið einstakra verkefna er fyrst og fremst að gefa yfirlit yfir stöðu einstakra málaflokka innan náttúruverndar, hugsanlega þróun, ógnir gegn búsvæðum og tegundum sem og að koma með tillögur um hvernig best sé staðið að verndun þeirra.
    Í samræmi við þá stefnu sem tekin var á árinu 1996 var stofnaður nýr hópur um verndun heimskautasvæða. Hópnum er ætlað það hlutverk að leggja fram áætlun, árið 1999, um verkefni sem stuðla að náttúruvernd og sjálfbærri nýtingu á þeim sviðum náttúruverndar og útivistar sem aðrar alþjóðlegar stofnanir eða samtök taka ekki til. Í fyrstu er aðeins miðað við sameiginleg verkefni milli Grænlands, Íslands og Svalbarða.
    Á árunum 1996 og 1997 hefur verið lögð meiri áhersla á verkefni sem stuðla að verndun menningarminja. Þetta er einkum mikilvægt þar sem landslag er sífellt að breytast bæði vegna ýmissa framkvæmda og hefðbundins landbúnaðar. Nú þegar hafa ein fjögur verkefni verið sett í gang þar sem m.a. er tekið á þáttum eins og „menningarminjar og mat á umhverfisáhrifum“ og „menningaminjar í landbúnaðarlandslagi”.
    Lokið var við nokkur verkefni á árinu m.a. verkefni um þá hættu sem vistkerfum getur stafað af sleppingu og dreifingu erfðabreyttra lífvera en sérstök ráðstefna verður haldin um þetta efni á næsta ári. Einnig var lokið verkefni um stofnstærðir fugla á Norðurlöndum og framtíðarhorfur á því sviði.
    Á sviði útivistar var lokið við verkefni um almannarétt árið 1996. Í kjölfar þeirra útgáfu var ákveðið að gefa út bækling um sama efni á Norðurlöndum fyrir hinn almenna ferðamann og mun bæklingurinn koma út á næsta ári. Nú um þessar mundir er einnig verið að leggja síðustu hönd á útgáfu um „Græna ferðamennsku“ (Økoturisme i Norden) en í þeirri skýrslu er reynt að skilgreina hvað sé græn ferðamennska og hvaða kröfur sé hægt að gera til þeirra ferðaþjónustuaðila sem telja sig reka náttúruvæna ferðaþjónustu.
    Á sviði landslagsverndar var lokið við verkefnið „Israndslinier í Norden“ og stendur til að gefa út úrdrátt úr verkinu sem hægt er að nota við kennslu í skólum.
    Nefndin mun á árinu 1998 styðja um 18–20 verkefni þar á meðal verkefni sem heyra undir samvinnu milli hinna ýmsu sviða, sérverkefni sem fjalla um heimskautssvæðin og samvinnuverkefni við Eystrasaltríkin.

Samstarfsnefnd um umhverfis- og orkumál.
    Þessi nefnd samanstendur af fulltrúum frá orku- og umhverfisráðuneytunum. Þátttaka Íslands í störfum nefndarinnar hefur verið takmörkuð og hafa íslensku fulltrúarnir aðeins tekið þátt í tveimur nefndarfundum á þessu ári en nefndarfundir hafa alls verið 8.
    Starf nefndarinnar beindist einkum að samningviðræðum um bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og hvernig mætti tryggja að bókunin hefði ákvæði sem gerði það kleift að ná markmiðum samningsins á sem hagkvæmastan hátt. M.a. hefur verið unnið að verkefnum sem varpa betra ljósi á með hvaða hætti viðskipti með losunarkvóta fyrir gróðurhúsalofttegundir geta farið fram og hvaða efnahagslegur ávinningur fylgir slíku fyrirkomulagi. Þá hefur verið unnið að útfærslu á hugmyndum um reglur fyrir sameiginlega framkvæmd (joint implementation) vegna aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig hefur verið unnið að gerð vísitalna til að meta árangur af aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og settar hafa verið í gang rannsóknir á aðferðum til að bera saman gróðurhúsaáhrif mismunandi lofttegunda.
    Nefndin stóð fyrir sérstakri ráðstefnu í Ósló í maí þar sem fjallað var um rammasamning Sameinuðu þjóðanna og leiðir til að taka tillit til aðstæðna einstakra ríkja með mismunandi losunarskuldbindingum (byrdefordeling). Þá voru haldnir sérstakir vinnufundir um bindingu koltvíoxíðs í gróðri og sameiginlega framkvæmd. Ísland átti fulltrúa á þessum fundum og þóttu þeir afar gagnlegir sem undirbúningur fyrir samningaviðræðurnar í Kyoto.
    Ráðherranefndin samþykkti á haustdögum 1997 nýtt erindisbréf (mandat) fyrir samstarfs nefndina.
    Á næsta ári fyrirhugar samstarfsnefndin að beina athyglinni sérstaklega að Kyoto-bókuninni og þeim áhrifum sem hún kann að hafa á orku- og umhverfismál og efnahag Norðurlandanna. Á þessu ári hafa Norðmenn gegnt formennsku í nefndinni en um áramótin taka Svíar við stjórn.

Vinnuhópur um mat á umhverfisáhrifum (MKB ad-hoc).
    Skipulag ríkisins hefur tekið þátt í starfi norræns vinnuhóps um mat á umhverfisáhrifum (MKB ad-hoc) árið 1997. Gert er ráð fyrir að hópurinn starfi út árið 1998. Helstu verkefni hans á þessu tímabili hafa verið og verða að undirbúa samskiptanet um mat á umhverfis áhrifum á Norðurlöndum sem taka muni við af þeim samskiptavettvangi sem vinnuhópurinn hefur verið til þessa. Í því skyni hafa verið styrkt verkefni sem snúa beint að uppsetningu og þróun slíks samskiptanets, sem væntanlega yrði fyrst og fremst á veraldarvefnum. Einnig verkefni sem snúa að þróun umhverfismatsáætlana, m.a. með hliðsjón af fyrirliggjandi drögum að tilskipun Evrópusambandsins þess efnis og verkefni varðandi mat á umhverfisáhrifum sem ná til annarra landa (transboundary impact assessment), m.a. með hliðsjón af svokölluðum Espoo samningi um það efni. Einnig hefur vinnuhópurinn fjallað um áhrif nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins um mat á umhverfisáhrifum (97/11) á lög og reglur um mat á umhverfisáhrifum á Norðurlöndum.

Hópur um hreinni tækni.
    Hópur um hreinni tækni starfar undir embættismannanefnd um umhverfismál (EK–Miljø) á vegum norrænu ráðherranefndarinnar. Verkefni hópsins er að vinna að samræmingu og skil greina sameiginleg verkefni á sviði hreinni framleiðslutækni og sorphirðu. Við vinnu sína hefur hópurinn lagt áherslu á þær meginreglur sem gilda á sviði umhverfismála, þ.m.t. mengunarbótaregluna, ábyrgð framleiðenda, varúðarregluna, líftímagreiningu (frá vöggu til grafar) og sjálfbæra þróun. Hópurinn tekur fyrst og fremst mið af hlutverki stjórnvalda á framangreindu sviði með tilliti til þess að hlutverk þeirra er að setja ramma til að innleiða hreinni tækni og bæta sorphirðu. Í störfum sínum tekur hópurinn mið af norrænu umhverfisstefnunni.
    Þau verkefnasvið sem hópurinn um hreinni tækni hefur fengist við á árinu 1997 eru m.a. eftirfarandi:
        Ábyrgð framleiðenda. Haldin var tveggja daga námstefna í Stokkhólmi í maí sl. Jafnframt var undirbúin skýrsla „Producentansvar i Norden“.
        Hreinni framleiðslutækni og umhverfisstjórnun og umhverfismálakerfi (EMAS). Haldin var tveggja daga námstefna í Ósló í september sl. Góð þátttaka var frá Íslandi.
        Sjálfbær framleiðsla og neysla, m.a. framleiðsluvöruháð umhverfisstefna. Undirbúin var námsstefna sem haldin verður í janúar 1998 í samvinnu við embættismannanefndir sem fara með málefni neytenda og atvinnulífs.
        Umhverfisáætlanir sveitarfélaga. Lokið var við verkefni sem unnið var í Færeyjum og á Íslandi (á Egilsstöðum) og gefin út handbók um umhverfisáætlanir sveitarfélaga, „Plan for miljøet i kommunene - Kommunale miljøhandlingsplaner i småsamfunn“ (TemaNord 1997:576). Haldin var námsstefna í Færeyjum í maí sl. og ráðstefna fyrir fulltrúa sveitarstjórna á Íslandi í júní sl. Tæplega áttatíu þátttakendur sóttu ráðstefnuna á Íslandi.
        Vinna á sviði bestu fáanlegu tækni (BAT). Á árinu kom út skýrsla um bestu fáanlegu tækni í fiskiðnaði „Best Available Technology i Fiskindustrien“ (TemaNord 1997:580), sem unnin var á árinu 1996. Áfram var unnið að verkefni um bestu fáanlegu tækni í málmiðnaði og í rafmagnsiðnaði. Auk þess var unnin skýrsla um framkvæmd hreinnar framleiðslutækni í litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

    Vinna hópsins um hreinni tækni fer að stærstum hluta þannig fram að settar eru á laggirnar verkefna- og tengiliðahópar, sem annars vegar hafa það hlutverk að stýra tilteknum verkefnum og hins vegar að styrkja norræna samvinnu og auka upplýsingastreymi milli aðila sem vinna innan málaflokksins. Vinnan í hópnum um hreinni tækni og undirhópum hans er að miklu leyti tengd starfi vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta á bæði við þegar nýjar gerðir eru að koma fram og einnig á sviði framkvæmdarinnar. Á árinu 1997 hefur m.a. verið fjallað um framkvæmd rammatilskipunar um spilliefnalista, tilskipun um umbúðir og umbúðaúrgang, umhverfisstjórnun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, reglugerð um flutning spilliefna, og tilskipanir um urðun úrgangs, sorpbrennslu og brennslu spilliefna.

8.2. Samstarfsverkefni Noregs og Íslands um snjóflóð.
    Eftir snjóflóðið á Súðavík í janúar 1995 sótti Jarðtæknistofnun Noregs (Norges geotekn iske institut, NGI) til norrænu ráðherranefndarinnar um styrk til verkefnis sem fæli í sér sam vinnu milli Norðmanna og Íslendinga um snjóflóðarannsóknir. Veittur var styrkur að upphæð 1 millj. n.kr. 1995 og síðan var veittur framhaldsstyrkur 1,25 millj. n.kr. 1996. NGI hefur tekið þátt í verkefninu af hálfu Noregs en Veðurstofa Íslands af hálfu Íslands. Styrkjum áranna 1995 og 1996 var skipt jafnt milli Norðmanna og Íslendinga.
    Árið 1996 var sótt til norrænu ráðherranefndarinnar um framhaldsstyrk til verkefnisins árið 1997. Alls var sótt um 1.25 millj. n.kr. styrk til 15 undirverkefna en einungis var veittur styrkur til þriggja verkefna, alls 470 þús. n.kr. Verkefnin ásamt veittum styrk eru:

1.     Ritun handbókar fyrir snjóeftirlitsmenn          350 þús. n.kr.
2.     Áframhaldandi þróun íslensks snjóflóðalíkans           60 þús. n.kr.
3.     Áframhaldandi þróun NIS líkans (norskt snjóflóðalíkan)           60 þús. n.kr.

    Þriðja verkefnið er unnið af Norðmönnum og verður það ekki frekar rætt hér. Ekki hefur gefist tækifæri til að hefjast handa við annað verkefnið ennþá, en það á að vera í umsjón Íslendinga. Inntak þess er framhaldsþróun eðlisfræðilega snjóflóðalíkansins sem þróað var á Íslandi og notað í verkefní HÍ 1995 og 1996, nefnt „Mat á meðaltíðni snjóflóða“. Gerð handbókar er samstarfsverkefni Noregs og Íslands og nokkuð hefur áunnist þar. Sett hefur verið saman handrit með nokkurri aðstoð frá Veðurstofunni. Gert er ráð fyrir að bókin komi út í Noregi í vor eða sumar. Væntanlega verður stór hluti þessa handrits síðan þýddur á íslensku og gefinn út í sumar ásamt öðru efni fyrir íslenska snjóeftirlitsmenn sem að nokkru leyti er þegar fyrirliggjandi.

9. Réttindi þegnanna.


9.1. Heilbrigðis- og félagsmál.
Ráðherrafundur.
    Norrænu heilbrigðis- og félagsmálaráðherrarnir héldu sumarfund sinn á árinu 1997 í Kalmar í Svíþjóð þann 12. maí. Á fundinum var gerð grein fyrir áformum Norðmanna í for mennskutíð þeirra í ráðherranefndinni. Ráðherrarnir töldu mikilvægt að á norrænum vettvangi væri fjallað um mat á læknisfræðilegum aðferðum og lækningatækjum. Enn fremur væru stjórnun og skipulag heilbrigðismála atriði sem æskilegt væri að skoða betur í ljósi þess hve fyrirkomulag þessara mála er breytilegt frá einu landi til annars.
    Í tilefni af því að ákveðið hafði verið að koma á 3 mánaða hámarksbið eftir sjúkra húsþjónustu í Noregi óskuðu Norðmenn eftir að ræða möguleika á að kaupa þjónustu annars staðar á Norðurlöndum, þ.e. ef ekki væri unnt að framkvæma einhverjar aðgerðir í Noregi á tilsettum tíma og ef möguleikar væru á hagkvæmari aðgerðum. EES-samningurinn gefur jafnframt íbúum á Evrópska efnahagssvæðinu ákveðna möguleika á að sækja sér þjónustu til annarra landa sé ekki unnt að fá hana í heimalandinu.
    Ráðherrarnir fjölluðu einnig um menntun heilbrigðisstarfsfólks og sameiginlegan mennt unarmarkað, reyklausar ferjur á Norðurlöndum, rannsókn á fátækt á Norðurlöndum, athugun á lífskjörum í Eystrasaltslöndunum og heilbrigðis- og félagsmál innan ESB/EES.
    Ráðherrafundurinn var haldinn í tengslum við ráðstefnu um velferð á Norðurlöndum sem haldin var í Kalmar. Þar var fjallað um breyttar forsendur í velferðarmálum, þverfaglega sam vinnu á norrænum vettvangi og hvort unnt yrði að varðveita norræna velferðarmódelið í framtíðinni.

Embættismannanefndin.
    Norræna embættismannanefndin á sviði heilbrigðis- og félagsmála (ÄK–S) hélt þrjá fundi á árinu. Á fundi í Reykjavík 21. mars var fjallað um breytingar á samvinnu landanna í mál efnum fatlaðra, samvinnu í baráttunni gegn eiturlyfjum, verkefni í Eystrasaltslöndunum, aðgerðir í framhaldi af ráðstefnu ráðherranefndarinnar um „Velferðarsamfélag morgun dagsins“ og mál tengd Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Einnig var sérstak lega gerð grein fyrir dönsku verkefni sem snýr að félagslegri ábyrgð fyrirtækja.
    Á fundi í tengslum við ráðherrafundinn í Kalmar 13. maí ræddi embættismannanefndin, auk undirbúnings fundar ráðherranna, nýjar verkefnatilögur, skýrslu frá vinnuhópi um velferðarmál, úrvinnslu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 1995 og undirbúning norrænnar ráðstefnu um baráttu barna og ungmenna gegn glæpum, eiturlyfjaneyslu og ofbeldi.
    Haustfundur embættismannanefndarinnar var í Stokkhólmi 26. september. Þar voru á dagskrá fjárveitingar til rannsóknar- og samvinnuverkefna, þjónustusamingar við norrænar stofnanir, endurskoðun samnings um sameiginlegan vinnumarkað heilbrigðisstarfsfólks og gagnkvæm réttindi þeirra, skýrsla frá Norrænu menntamiðstöðinni á sviði daufblindu og málefni sem efst voru á baugi innan Evrópusambandsins. Í tengslum við fundinn var haldin dagsráðstefna um aukinn fjölda hjónaskilnaða á Norðurlöndum og afleiðingar þess fyrir börn.

9.1.1. Norræni heilbrigðisfræðaháskólinn (NHV).
    Nordiska hälsovårdshögskolan í Gautaborg í Svíþjóð er samnorræn menntastofnun um æðri menntun og rannsóknir á sviði heilbrigðisfræða. Skólinn hefur starfað frá árinu 1953 en á árinu var því fagnað að 10 ár eru liðin síðan skólinn flutti í Nya Varvet, þar sem hann er nú staðsettur.
    Gerður var nýr samningur um rekstur skólans við norrænu ráðherranefndina til þriggja ára (1998–2000). Samkvæmt samningnum skuldbindur skólinn sig til að kenna 112 námsvikur á ári og að 20 nemendur ljúki meistaraprófi árlega sem er tvöfalt meira en verið hefur undan farin ár. Þá er lögð áhersla á að styrkja norræna stöðu skólans m.a. með jafnari norrænni dreifingu kennara eftir heimalandi.
    Allt frá árinu 1987 hefur skólinn verið samstarfsaðili Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunar innar (WHO Collaborating Centre) varðandi stefnu í heilbrigðismálum, skipulag og menntun (Health Policies, Planning and Education) en á árinu 1997 hófust viðræður milli skólans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að skólinn yrði einnig gerður að samstarfsaðila varðandi réttindi sjúklinga.
    Dr. med. Guðjón Magnússon hefur verið rektor skólans frá ársbyrjun 1996 og er það álit margra að bæði námið og stjórnun skólans hafi tekið breytingum til batnaðar eftir að hann tók við því starfi. Á annan tug Íslendinga stunduðu nám við skólann á árinu 1997 auk þeirra sem sóttu þar ráðstefnur og þeirra sem fengu stuðning og leiðsögn við rannsóknarverkefni.
     Nemendur. Heildarfjöldi nemenda við skólann árið 1997 var um áttahundruð. Nemendur voru frá öllum norrænu löndunum og hefur hvert land ákveðið fyrirfram hve mörg námskeið það ætlar að greiða fyrir. Ísland ákvað fyrir nokkrum árum að standa straum af kostnaði fyrir sem svarar til 13 námskeiða á ári. Þau námspláss voru öll notuð á árinu 1997 auk nokkurra til viðbótar. Þannig stunduðu fjórtán Íslendingar nám við skólann, þ.e. tveir læknar, fjórir hjúkr unarfræðingar, þrír stjórnendur sjúkrastofnana, einn heilbrigðisfulltrúi, einn félagsráðgjafi, einn manneldisfræðingur, einn næringarfræðingur og einn lögfræðingur.
    Heildarfjöldi umsækjenda um nám í skólanum var yfir 3500 manns sem er langt umfram þann fjölda sem skólinn getur annað. Nokkur fækkun varð í fjölda umsækjenda á árinu 1997 miðað við árið 1996 þó það sýni engan veginn hliðstæða fækkun og milli áranna 1995 og 1996. Ástæður þess að færri hafa sótt um á síðustu árum eru nokkrar og hefur stjórn skólans og kennarar reynt að leita skýringa og bregðast við þeim. Meginástæðan fyrir fækkun umsækjenda er aukið framboð á námi í heilbrigðisfræðum við aðra háskóla á Norðurlöndum, en einnig miklar kröfur í námi miðað við hliðstætt nám á Norðurlöndum og víðar svo og hert inntökuskilyrði til náms við skólann. Einnig hafa vinnuskilyrði starfsfólks heilbrigðis þjónustunnar víða breyst þannig að einstaklingar eiga erfiðara en áður með að fá leyfi frá störfum til að stunda nám.
     Kennsla. Námið við Norræna heilbrigðisfræðaháskólann er byggt upp í formi námskeiða. Þannig er ekki um samfellt nám að ræða heldur taka nemendur námskeið við skólann jafnhliða starfi innan heilbrigðisþjónustunnar í sínu heimalandi. Að loknu átta mánaða námi hlýtur viðkomandi viðurkenningu í heilbrigðisfræðum. Þeir sem stunda rannsóknir í framhaldi af slíku námi og fá þær metnar sem fullnægjandi öðlast meistaragráðu í heilbrigðisfræðum og þeir sem stunda enn víðtækari vísindastörf, undir leiðsögn kennara skólans, geta hlotið doktorsgráðu frá skólanum.
    Við skólann er einnig mikið framboð af einstökum stuttum námskeiðum fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar á Norðurlöndum og umfangsmikið fræðslustarf er á vegum skólans fyrir starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar í Eystrasaltslöndunum.
    Enginn Íslendingur lauk á þessu ári meistaragráðu né doktorsgráðu frá skólanum. Hins vegar fengu sex Íslendingar viðurkenningu eða diplom fyrir að hafa lokið átta mánaða námi frá skólanum.
    Á árinu 1996 hóf skólinn samstarf við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands varðandi nám í stjórnun og rekstri heilbrigðisstofnana. Það samstarf jókst enn á árinu 1997 og komu nemendur frá Endurmenntunarstofnun m.a. í námsferð til skólans.
    Ný námsskipan var staðfest af stjórn skólans á árinu. Helstu breytingar eru skýrari skil milli almenns náms og rannsóknanáms, en skólinn gerir sambærilegar kröfur og gerðar eru í þeim skólum sem taldir eru bestir á sviði heilbrigðisfræða.
     Rannsóknir. Ný rannsóknastefna var samþykkt af stjórn skólans á árinu. Mest áhersla er lögð á norrænar og alþjóðlegar samanburðarrannsóknir. Samtals var unnið að um 60 rann sóknarverkefnum.
    Ísland tekur þátt í nokkrum norrænum rannsóknum, þ.e. á heilsufari barna, þróun hjarta sjúkdómatíðni og breytingum á meðferð magasára.
    Þá má nefna umfangsmikla rannsókn á afleiðingum sameiningar sjúkrahúsa.
    Á árinu ákvað stjórn skólans að leggja niður svokallað Vísindaráð þar sem ekki þótti lengur vera vettvangur fyrir slíkt ráð. Hins vegar var ákveðið að tilnefna nokkra vísindalega ráðgjafa við skólann.

9.1.2. Norræn stofnun til prófunar efna til tannlækninga (NIOM).
    Fyrir íslenska tannlækna eru tengslin við NIOM hagkvæm vegna upplýsinga um gæði og aukaverkanir efna til tannlækninga. Ekki síst til þess að koma í veg fyrir að verið sé að nota efni áður en þau eru fullreynd.
    Verkefnum NIOM er skipt í fjóra meginþætti:
        stöðlun („standariseringu“),
        prófun efna,
        rannsóknir og
        fræðslu.
    Á alþjóðlegum vettvangi tekur NIOM þátt í mótun staðla varðandi gæði og öryggi í tannlækningum með þátttöku í ISO (International Organization for Standardization), CEN (Comité Européen de Normalisation) og FDI (Federation Dentaire Internationale).
    NIOM starfar nú ekki aðeins á norrænum vettvangi heldur hefur stofnunin fengið heimild til starfsemi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Í ljósi þess er í auknum mæli reynt að fjármagna rekstur stofnunarinnar með því að selja þjónustu hennar á þeim markaði.
    Haldnir voru þrír stjórnarfundir á árinu.

9.1.3. Norræna lyfjanefndin (NLN).
    Norræna lyfjanefndin er samstarfsvettvangur Norðurlanda í lyfjamálum.
    Einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna situr í nefndinni, þ.e. alls fimm manns og jafnmargir varamenn, skipaðir til þriggja ára í senn. Nefndin heldur fundi tvisvar á ári.
    Skrifstofa NLN er í Uppsölum í Svíþjóð. Starfsmenn nefndarinnar eru fjórir.
    Kostnaður við störf nefndarinnar er um 3 millj. s.kr. og greiðist að mestu með framlagi frá norrænu ráðherranefndinni en einnig með sértekjum nefndarinnar.
    Verkefni nefndarinnar eru m.a.:
        að stuðla að samræmingu laga, reglugerða og framkvæmd lyfjamála á Norðurlöndum.
        að stuðla að norrænni samvinnu um samstarf Evrópu um lyfjamál, innan Evrópsku lyfjaskrárnefndarinnar, EFTA, ESB og Lyfjamálastofnunar Evrópu (EMEA).
        að stuðla að norrænum rannsóknum og samvinnu um lyfjamál og vera ráðgefandi fyrir ríkisstjórnir Norðurlanda og norrænu ráðherranefndina.
        að gera reglulega samanburð á lyfjanotkun og kostnaði milli Norðurlanda (þar með talið ATC, DDD og ATCvet).
    Innan NLN eru starfandi starfshópar á eftirtöldum sviðum:
        Lög og reglugerðir.
        Norræn lyfjatölfræði.
        ATC-vet.
    Innan NLN hafa auk þess starfað til skemmri tíma starfshópar um ýmis afmörkuð málefni, svo sem um samnorræna skráningu, flokkun lyfja, klíniskar prófanir, lyfjaeftirlit, lyfjanotkun o.s.frv.
    NLN heldur námskeið, bæði norræn og alþjóðleg, um lyfjafræðileg efni og hefur staðið fyrir ýmsum merkum ráðstefnum, ýmist ein sér eða í samstarfi við aðra.
    Norræna lyfjanefndin hefur gefið út fjölda bóka og bæklinga með leiðbeiningastöðlum um framkvæmd lyfjamála og ýmis afmörkuð svið er varða lyf. Nýjasta útgáfan (NLN Publication No 44) nefnist: „NLN Baltic Conference 1997“ og fjallar um ráðstefnu um lyfjanotkun og lyfjatölfræði sem norræna lyfjanefndin stóð fyrir í Ríga í Lettlandi dagana 16.–17. júní 1997.
    NLN tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi og hefur fengið áheyrnarfulltrúa í ýmsa mikilvæga vinnuhópa um lyfjamál innan ESB. Nýjar tilskipanir ESB um lyfjamál eru sendar NLN til umsagnar. Skrifstofa NLN varðveitir öll skjöl ESB um lyfjamál og þangað geta heilbrigðis yfirvöld og lyfjafyrirtæki sótt þjónustu varðandi málefni ESB. NLN tekur virkan þátt í samstarfi Evrópsku lyfjaskrárnefndarinnar. NLN hefur með styrk frá norrænu ráðherra nefndinni tekið að sér aðstoð við Eystrasaltslöndin, Eistland, Lettland og Litháen við að skipuleggja lyfjamál í löndunum. Fulltrúar landanna hafa t.d. verið hér á landi á vegum NLN til að kynna sér hvernig skipulagningu lyfjaskráninga og lyfjaeftirlits er háttað hér.
    Starfsemi norrænu lyfjanefndarinnar hefur nýlega verið metin útfrá „norrænu notagildi“ (Nordisk nytte) eins og aðrar stofnanir ráðherranefndarinnar og fékk nefndin ágætiseinkun eins og hún hefur reyndar einnig fengið í öðrum athugunum sem gerðar hafa verið á undan förnum árum.
    Norræna lyfjanefndin hefur ótvírætt mikla þýðingu fyrir Íslendinga. Við skipulag lyfjamála á Íslandi hefur einkum verið tekið mið af skipulagi þessara mála á hinum Norðurlöndunum en það hefur einmitt verið talið vera til fyrirmyndar fyrir önnur lönd. Flokkun lyfja samkvæmt svokölluðu ATC-kerfi og mælikvarði á lyfjanotkun með skilgreindum dagskömmtum (DDD) er tilkomin í norrænu samstarfi og NLN hefur unnið ötullega að útbreiðslu þessara kerfa á alþjóðavettvangi. Mikill vinnusparnaður er fólginn í því að geta fengið aðgang að upplýsingum og þeirri vinnu sem lögð er í skráningar lyfja, gerð laga og reglugerða á hinum Norðurlöndunum. Einnig hefur samanburður á milli Norðurlanda á lyfjanotkun og kostnaði á vegum starfshóps NLN um lyfjatölfræði nýst heilbrigðisyfirvöldum hér á landi í verulegum mæli á undanförnum árum við ákvarðanatöku um aðgerðir til að draga úr lyfjanotkun og lækka lyfjakostnað.

9.1.4. Norræna rannsóknarnefndin á sviði vímuefna (NAD).
    Norræna rannsóknarnefndin á sviði vímuefna er norræn stofnun á sviði félags- og heilbrigðismála. Aðalmarkmið nefndarinnar er að efla rannsóknir í áfengis- og vímuefna málum. Nefndin á einnig að stuðla að þverfaglegum rannsóknum á notkun vanabindandi lyfja. Auk þess skipuleggur nefndin vísindaráðstefnur og stuðlar að bættri menntun vísindamanna og auknum samskiptum þeirra bæði innan Norðurlanda og víðar. Jafnframt sér hún um upplýsingarmiðlun, bókaútgáfu og skýrslugerð.
    Fjárframlög til nefndarinnar fyrir tímabilið 1995–1997, voru áætlaðar 6,6 millj. finnskra marka samkvæmt þriggja ára rammaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar. Fjárframlög fyrir árið 1997 voru 2.351.047 finnsk mörk. Áætlað er að þessi upphæð muni lækka og samkvæmt tillögum mun NAD fá 1,92 millj. finnskra marka árið 1998.
    Í nefndinni sitja nú einn aðalmaður og einn varamaður frá hverju landi en auk þess var mynduð vísindaleg ráðgjafarnefnd á þessu ári sem í er einn aðili frá hverju landi auk varamanns. Breytingar voru gerðar á stjórn nefndarinnar á þessu ári en áður höfðu setið í nefndinni þrír nefndarmenn og þrír varamenn frá hverju landi. Þetta var gert í samræmi við tillögur norrænu ráðherranefndarinnar um að fækka í stjórnum einstakra nefnda. Nefndin fundar að jafnaði tvisvar á ári og situr þá aðalmaður og fulltrúi vísindanefndarinnar fundinn. Þeir fundir sem haldnir hafa verið á árinu 1997, annars vegar í Ósló og hins vegar í Kaupmannahöfn, einkenndust fyrst og fremst af umræðum um stjórnunarlegar skipulags breytingar hjá nefndinni. Skrifstofa nefndarinnar er í Helsingfors og þar starfa framkvæmda stjóri og tveir aðrir starfsmenn nefndarinnar.
    Hér á eftir fer yfirlit um helstu verkefni nefndarinnar árið 1997.
    Dagana 13.–14. mars 1997 var haldin ráðstefna í Ósló sem fjallaði um misnotkun fíkniefna og þungun og var skipulögð af NAD. Á þessari ráðstefnu voru þátttakendur og fyrirlesarar frá öllum norrænu löndunum og Bandaríkjunum. Von er á bók um efni ráðstefnunnar. Vinnufundur var haldinn dagana 2.–3. apríl 1997, til að ræða verkefni NAD (SNAPS) um hagsmunaaðila og breytingar á fyrirkomulagi áfengismála á Norðurlöndum. Í þessu verkefni var unnið að rannsóknum á þeim breytingum sem eru að verða á norrænum áfengismálum t.d á einkasölu áfengis.
    Fundir voru haldnir dagana 7.–9. mars og 25.–26. apríl í svokölluðu Baltikaverkefni.
    Á árinu komu út nokkrar bækur þar á meðal Diversity in Unity, Studies of Alcoholics Anonymous in Eight Societies; Narkotikasituationen i Norden; Perception of Social Problems in Societies under Transition, Survey around the Baltic Sea; Substance Abuse and Pregnancy (skýrsla frá ráðstefnunni um þetta efni).
    NAD studdi auk þess nokkurn fjölda vísindamanna til áframhaldandi rannsókna og greiddi fyrir ferðakostnað varðandi rannsóknir og norrænt samstarf. NAD hafði frumkvæði að því að samræma spurningalista varðandi kannanir á áfengisneyslu sem nota á í evrópskum saman burðarrannsóknum. Því miður gat Ísland ekki tekið þátt í þessari könnun eins og hin norrænu löndin þar sem ekki fékkst fjármagn til þess.
    Í október var ráðgert að halda fund um stefnu í áfengismálum á Norðurlöndum en ákveðið var að hætta við fundinn vegna þeirrar óvissu sem var ríkjandi varðandi úrskurð Evrópudóm stólsins í máli varðandi áfengissölu í smásöluverslunum. Áætlað er að þessi ráðstefna verði haldin á næsta ári þegar menn hafa kynnt sér niðurstöður dómstólsins og unnið úr þeim.
    NAD styrkir norræna tímaritið „Nordisk alkoholskrift“ fjárhagslega og tilnefnir fulltrúa í ritstjórn. Ritstjórn skipa 6 manns þar af einn Íslendingur.
    Mörg þeirra mála sem fá umfjöllun hjá NAD snerta Ísland að miklu leyti, svo sem stefnumörkun varðandi sölu og dreifingu áfengis og ýmis rannsóknarverkefni sem NAD hefur kostað, stutt og aðstoðað við. Fulltrúar Íslands í nefndinni hafa haldið fram séríslenskum sjónarmiðum.

9.1.5 Norræna hagskýrslunefndin (NOSOSKO).
    Norræna hagskýrslunefndin á sviði félagsmála, NOSOSKO, er fastanefnd sem starfað hefur frá árinu 1946. Meginverkefni NOSOSKO er að vinna að samanburðarhæfri skýrslu gerð um félagsmál á Norðurlöndum og gefa árlega út skýrslu um það efni. Hér er átt við félagsmál í víðri merkingu, þar sem veigamestu útgjaldaliðirnir eru heilbrigðismál og lífeyris tryggingar. Af öðrum verkefnum má nefna að nefndinni ber að fylgjast með alþjóðlegu sam starfi í hagskýrslugerð og vinna að samræmingu upplýsinga sem frá þátttökulöndunum koma.
    Allar Norðurlandaþjóðirnar fimm eru aðilar að samvinnu Evrópulanda á sviði hagskýrslu gerðar, Eurostat, ýmist vegna aðildar sinnar að Evrópusambandinu eða EES. Eurostat vinnur að bættri hagskýrslugerð á sviði heilbrigðis- og félagsmála og sundurliðun útgjalda eftir svonefndri ESSPROS-flokkun. Í þeirri vinnu hafa Norðurlandaþjóðirnar verið leiðandi, enda byggir ESSPROS-flokkunin að mestu leyti á norrænum fyrirmyndum. Frá og með þeirri skýrslu sem út kom á árinu 1997 er leitast við að tryggja að samræmi sé milli þeirra upplýsinga sem birtast í norrænu skýrslunni og skýrslum Eurostat.
    Á fundum nefndarinnar var auk fastra dagskrárliða fjallað m.a. um upplýsingar um hvenær menn hætta störfum á vinnumarkaði, ráðstefnu um notkun sambærilegra norrænna upplýsinga, kannanir á fátækt á Norðurlöndum og gerð heimasíðu fyrir NOSOSKO. Í mars stóð NOSOSKO fyrir fundi um tölfræðilegar upplýsingar í Ríga í Lettlandi fyrir embættismenn og sérfræðinga í Eystrasaltslöndunum þremur.
    Í tengslum við sumarfund NOSOSKO var haldin sameiginleg ráðstefna nefndarinnar og NOMESKO (Norrænnar nefndar um heilbrigðistölfræði). Viðfangsefni ráðstefnunnar var heilsufar og félagslegur ójöfnuður. Þar kom fram að í öllum löndunum er verulegur munur á heilbrigðisástandi eftir félagslegri stétt og atvinnu fólks.

9.1.6. Norræna heilbrigðistölfræðinefndin (NOMESKO).
    Norræna heilbrigðistölfræðinefndin var stofnuð árið 1966 að tillögu Norðurlandaráðs. Eftir tilkomu norrænu ráðherranefndarinnar árið 1978 var NOMESKO gerð að fastanefnd um heilbrigðistölfræði með sérstakan fjárhag. Frá 1979 hefur NOMESKO haft skrifstofuaðstöðu í Kaupmannahöfn.
    Markmið nefndarinnar er að skapa grundvöll fyrir heilbrigðistölfræði, sem hægt er að nota í samanburði milli Norðurlandanna og að hafa frumkvæði að þróunarverkefnum á sviði heilbrigðistölfræði. Þá hefur nefndin einnig aðstoðað Eystrasaltsríkin í heilbrigðistölfræði á undanförnum árum.
    Nefndin gefur út ítarlega heilbrigðistölfræðibók árlega og er texti hennar bæði á ensku og dönsku. Einnig önnur rit eftir því sem tilefni gefst.
    Samræmd skráning og flokkun í heilbrigðistölfræði hefur jafnframt verið eitt af helstu verkefnum nefndarinnar. Þannig hefur hún haft með höndum gerð norrænnar slysaskráningar. Á síðustu árum hafa verkefni af þessu tagi þó færst meira til norrænu miðstöðvarinnar um flokkun sjúkdóma og annarra heilbrigðismála í Uppsölum í Svíþjóð (samanber hér að neðan).
    Vegna sérhæfðra verkefna hafa ýmsir sérfræðingar verið fengnir til liðs við nefndina og hafa þeir sótt norræna fundi á afmörkuðum sviðum. Samantekið má segja að gagnsemi NOMESKO felist einkum í því að þeir sem vinna með heilbrigðistölfræði á Norðurlöndum kynnist innbyrðis og læri hver af öðrum og að heilbrigðistölfræðin verði samburðarhæf innan Norðurlandanna, en þar er heilbrigðistölfræði af óvenju háum gæðaflokki.

Flokkunarmiðstöð sjúkdóma og heilbrigðisvandamála í Uppsölum.
    Segja má að ofangreind stofnun sé afsprengi NOMESKO-nefndarinnar. Hún fæst við flokkun sjúkdóma og skyld mál og starfar sem miðstöð á Norðurlöndum fyrir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. Í þessum málum kemur stofnunin fram gagnvart WHO fyrir hönd Norðurlandanna. Miðstöðin er sjálfstæð stofnun og fjármögnuð af löndunum sameiginlega samkvæmt samningi við heilbrigðisyfirvöld í hverju landi. Aðsetur miðstöðvarinnar er nú við félagslækningadeild háskólans í Uppsölum í Svíþjóð.
    Verkefni nefndar er á sviði flokkunar sjúkdóma og heilbrigðisvandamála. Slík verkefni, sem áður heyrðu undir NOMESKO-nefndina, munu smám saman flytjast til þessarar stofnunar. Nefndin hefur látið gera samræmda norræna skrá um flokkun skurðaðgerða, kostnaðarflokkun sjúkdóma (s.k. DRG) fyrir Norðurlöndin o.fl.
    Markmiðið með starfi stofnunarinnar er að gera sjúkdómaflokkun og aðra flokkun sem notuð er í heilbrigðisþjónustunni áreiðanlegri. Við það auðveldast samanburður milli svæða og landa og milli ólíkra tímabila. Þá verður skýrslugerð um heilsufar og heilbrigðisþjónustu byggð á traustari grunni. Flokkunin er jafnframt undirstaða margskonar vísindavinnu og rannsókna í heilbrigðisþjónustunni.

9.1.7. Norræna menntamiðstöðin á sviði daufblindu (NUD).
    Aðalverkefni NUD er að mennta starfsfólk sem vinnur með daufblindum, að þjóna sem þekkingarmiðstöð, vinna að söfnun og þróun þekkingar og sinna alþjóðlegu samstarfi á sviði daufblindu.
    Í stjórn NUD er einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna. Þrír stjórnarfundir og tveir símafundir voru haldnir á árinu. Sérstakt skólaráð er skipað af stjórn til tveggja ára í senn. Einn fundur var í skólaráðinu á árinu 1997.
    Fjárveiting frá norrænu ráðherranefndinni til NUD er eftir rammasamningi til þriggja ára í senn 1995–1997. Árið 1997 fékk NUD 6.138 þús. d.kr. Starfsemin var aukin á árunum 1995 og 1996 auk þess sem NUD fékk ekki fulla fjárveitingu eftir samningi 1996, sem leiddi til þess að draga varð saman starfsemi á þessu ári og aflýsa námskeiðum til þess að vera innan ramma fjárveitingar í lok tímabilsins. Núverandi þriggja ára samningur var framlengdur um eitt ár, til ársloka 1998, en síðan verður gerður nýr þriggja ára samningur.
     Starfsemi: Haldin voru þrjú þemanámskeið, þrjú grunnnámskeið og tvær námsvikur. Enn fremur hélt NUD einnar viku þemanámskeið í samvinnu við „Institutionen for Døvblinde“ í Álaborg.
    Sex þátttakendur voru frá Íslandi á námskeiðum á árinu. Þar af var enginn daufblindur þátttakandi en íslenskir umsækjendur voru samtals 12.

9.1.8. Norðurlandasamningur um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir ákveðnar heilbrigðisstéttir og dýralækna.
    Norðurlandasamningur sá er hér um ræðir var undirritaður í Arjeplog í Finnlandi í júní 1993 og var hér um að ræða endurskoðaðan eldri samning frá 25. ágúst 1981 um heilbrigðisstéttir og dýralækna. Endurskoðun fór fram vegna EES-samnings og miðaði fyrst og fremst við að taka út úr samningnum ákvæði sem voru í andstöðu við hann.
    Samningurinn fjallar um gagnkvæmar viðurkenningar prófskírteina ákveðinna starfsstétta innan heilbrigðisþjónustunnar og dýralæknaþjónustunnar og á að tryggja aðgang norrænna ríkisborgara að norrænum vinnumarkaði á þessum sviðum.
    Aðilar samningsins töldu að þrátt fyrir samning frá 2. maí 1992 um Evrópska efnahags svæðið þá verði áfram þörf á norrænum reglum um viðurkenningu starfsgreina. Í fyrsta lagi að því er varðar sérgreinar sem EES-reglur ná ekki til. Í öðru lagi að því er varðar einstaklinga er hlotið hafa menntun sína í þriðja landi og í þriðja lagi vegna norrænna ríkisborgara sem ella hefðu lakari möguleika á að stunda starfsgrein sína í öðru norrænu landi. Samningurinn er því í raun og hefur á árinu 1997 verið í stöðugri endurskoðun og Norðurlöndin ræða á þessum vettvangi þau vandamál sem upp koma vegna hins sameiginlega vinnumarkaðar. Eftirlits nefndin er auk þess vettvangur kvartana sem fram koma um meint brot á samningnum og kvartana vegna framkvæmdar hans að öðru leyti. Samningurinn gildir nú á Íslandi um: lækna, tannlækna, hjúkrunarfræðinga, lyfjafræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, ljósmæður, sjón tækjafræðinga, sálfræðinga, aðstoðarlyfjafræðinga, röntgentækna, tannfræðinga, aðstoðar menn tannlækna, sjúkraliða, dýralækna og hnykkja.
    Eftirlitsnefndin hefur auk framangreinds unnið að því á árinu 1997 að endurskoða samninginn með tilliti til þess að fjölga þeim heilbrigðisstéttum sem undir samninginn heyra. Nefndin hefur í því skyni borið saman nám ýmissa heilbrigðisstétta sem nú eru ekki í samningnum og liggja nú fyrir drög að breytingu á samningnum sem unnið verður frekar að á árinu 1998, en gert er ráð fyrir að endurskoðun samningsins ljúki á því ári.
    Eftirlitsnefndin tekur saman tölulegar upplýsingar um flutning heilbrigðisstétta milli Norðurlandanna svo og um fjölda innritaðra og útskrifaðra nemenda á þeim sviðum sem undir samninginn heyra. Nefndin fylgist auk þess með framkvæmd á tilkynningarskyldu vegna sviptingu eða takmarkana starfsleyfa á Norðurlöndum.

9.2. Neytendamál.
Samstarfsáætlun um neytendamál.
    Samstarf Norðurlanda á sviði neytendamála hefur byggst á samstarfsáætlun um neytenda mál fyrir árin 1994–1998. Á undanförnum árum hefur samstarfið byggst á megináherslum samstarfsáætlunarinnar þ.e:
        að bæta lagalega stöðu neytanda, einkum að því er varðar fjárhagsmálefni, heilsu þeirra og öryggi,
        að fylgja eftir kröfum neytenda um að tekið sé aukið tillit til umhverfissjónarmiða,
        að stuðla að því að rannsóknir um málefni neytenda verði auknar frá því sem verið hefur og
        að taka virkan þátt í umræðum og þróun neytendamála á vettvangi Evrópusambandsins.
    Á fundi ráðherra sem haldinn var 1. júlí 1997 í Ósló var norrænu embættismannanefndinni falið að leggja drög að nýrri samstarfsáætlun fyrir Norðurlönd sem taki við af þeirri áætlun sem starfað hefur verið eftir og sem myndi gilda til ársins 2004.

Norræna umhverfismerkið.
    Ráðherrar ræddu einnig á fundi sínum um norræna umhverfismerkið, Svaninn, og voru þeir sammála um að styrkja ætti það samstarf enn frekar, m.a. með hliðsjón af því að Danir hafa nú ákveðið með lögum sem samþykkt voru 30. maí 1997 að taka þátt í norræna umhverfismerkinu. Áhersla hefur verið lögð á hina jákvæðu reynslu sem Norðurlönd hafa haft af umhverfismerkinu og að staða merkisins verði tryggð gagnvart því umhverfismerki sem Evrópusambandið vill að tekið verði upp í Evrópu. Samkomulag var um að auka ætti fjárframlög frá norrænu ráðherranefndinni til að styrkja hið sameiginlega norræna framlag til umhverfismerkisins en í dag er 95% af starfseminni rekin á grundvelli framlaga í hverju ríki fyrir sig.

Neytendarannsóknir.
    Unnið hefur verið að því að auka veg rannsókna á sviði neytendamála og samþykktar reglur um með hvaða hætti styrkir skuli veittir af norrænu fé til þeirra sem vilja stunda rannsóknir og ljúka doktorsnámi eða öðru sambærilegu námi sem nýtist til eflingar á grunnrannsóknum á sviði neytendamála. Á vegum norrænu embættismannanefndarinnar starfar ráðgjafi sem á árinu 1997 heimsótti m.a. Háskóla Íslands í því skyni að kynnast rannsóknastarfi á háskólastigi sem fram fer hér á landi. Á næsta ári er ráðgert að halda þverfaglega ráðstefnu um neytendarannsóknir og áréttuðu ráðherrarnir nauðsyn þess að rannsóknir á sviði neytendamála verði efldar.

Neytendafræðsla.
    Á árinu hefur verið unnið markvisst að því í öllum norrænu löndunum að framfylgja norrænu framkvæmdaáætluninni um neytendafræðslu í skólum 1996–1999. Hér á landi skipaði viðskiptaráðherra samráðshóp um framkvæmd áætlunarinnar og hefur hópurinn unnið að gerð tillagna sem lagðar verða fram í byrjun árs 1998.

Evrópusamstarfið.
    Innan norrænu embættismannanefndarinnar er rætt um ýmis málefni sem eru á döfinni á vettvangi Evrópusambandsins hverju sinni og sjónarmið Norðurlanda samræmd eftir því sem unnt er. Í því sambandi má nefna að á fundi ráðherranna var m.a. rætt um grænbók ESB er fjallar um auglýsingar (Commercial Communication) og þau sjónarmið sem koma fram um hana í skýrslu útgefinni af norrænu ráðherranefndinni (TemaNord 1997:505). Ráðherrar lýstu yfir nauðsyn þess að náið samstarf héldi áfram milli norrænu ríkjanna um Evrópumálin svo og önnur mál sem gætu verið til þess fallin að norrænu ríkin hefðu frumkvæði að tekin yrðu upp t.d. innan Evrópusambandsins. Ráðherrarnir óskuðu eftir því að embættismannanefndin athugaði hvort grundvöllur sé fyrir því að Norðurlönd geri tillögu um setningu sameiginlegra reglna um markaðsfærslu á veraldarvefnum sem einkum beinist að börnum og unglingum, sbr. einnig um þetta efni skýrsluna TemaNord 1996:618 (Konsumenten i det nya medielandskabet – et seminarium om mediepolitikk).

Norðurlönd og grannsvæðin.
    Samstarf og stuðningur hefur verið veittur til grannsvæðanna m.a. með því að veita styrki til þess að halda kynningarfundi fyrir fulltrúa þeirra og var t.d. haldinn slíkur fundur í Reykjavík 6. október 1997. Á þessum fundi kynntu norrænir fulltrúar í lögfræðilega stýri hópnum um neytendamál samstarf Norðurlanda á sviði neytendamála og jafnframt með hvaða hætti Norðurlöndin gætu aðstoðað fulltrúa grannsvæðanna í því að styrkja neytendavernd á þeim slóðum.

Virk norræn samvinna á sviði neytendaverndar.
    Loks má nefna að undanfarið hefur samstarf Norðurlanda á sviði neytendamála einnig verið kynnt í Færeyjum og Grænlandi og er þess vænst að þessi ríki muni í framtíðinni taka meiri þátt í norrænu samstarfi um neytendamál.
    Af framansögðu er ljóst að á sviði neytendamála hefur samstarfið verið virkt á öllum þremur meginstoðum hins norræna samstarfs, þ.e. á sviði norrænnar samvinnu, Evrópu málefna og aðstoðar við grannsvæðin.

9.3. Norrænn vinnumarkaður.
Samstarfið á vinnumálasviðinu.
    Samstarfið á vinnumálasviðinu á árinu 1997 hefur mótast mikið af umræðum um stefnu í atvinnumálum í víðu samhengi og samstarfi við önnur verkefnasvið Norðurlandaráðs m.a. um velferðarmál. Í framhaldi af Velferðarráðstefnunni í Reykjavík í júní 1996 skipuðu norrænu vinnumálaráðherrarnir samstarfsnefnd um velferðarmál sem lagði fram skýrslu um „Norræna velferðarþjóðfélagið“ í október 1997. Þá var unnin norræn skýrsla um atvinnumál á árinu sem lögð var fram sem umræðugrundvöllur um atvinnumál á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Starfshópur á vegum embættismannanefndarinnar lauk við skýrslu um samstarfssamninga Norðurlandanna á vinnumarkaðssviðinu á árinu.

Skipulag norræna vinnumálasamstarfsins.
    Nýtt skipulag fyrir samstarf Norðurlandanna um vinnumál tók gildi 1. janúar 1997 en það leysir af hólmi eldra skipulag sem er frá því í janúar 1992. Hlutverk embættismanna nefndarinnar (EK–A), sem skipuð er einum fulltrúa frá hverju landi, er að vera stefnumarkandi í vinnumálum.
    Undir embættismannanefndina heyra nú fimm fastanefndir, 2 verkefnahópar og 2 sam skiptahópar. Auk þess heyrir ein stjórnarnefnd stofnunar, þ.e. NIVA, undir embættismanna nefndina. Fastanefndirnar eru skipaðar sérfræðingum til að fjalla um einstaka málaflokka. Þetta eru nefndir um atvinnu- og vinnumarkaðsmál, vinnuverndarmál, vinnuverndarrann sóknir, vinnuréttarmál og atvinnulíf og um fólksflutninga. Sérstök samskiptanefnd undirbýr fundi embættismannanefndarinnar í samráði við skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar en auk þess annast hún vinnumálasamskipti við grenndarsvæði Norðurlanda.
    Nefndirnar hafa allar gert nákvæma grein fyrir hlutverkum sínum og verkefnum í sérstökum stefnu- og verkefnaskjölum.
    Enn fremur eru starfandi starfshópar um afmarkaðri verkefni. Einn slíkur er NIAL sem sér um „Informationsprojektet“, sem er fjölbreytt útgáfustarfsemi um vinnumál. Á vegum þessa verkefnis er m.a. tímaritið „ARBETSLIV I NORDEN“. Þá er einnig starfshópur um evrópsk vinnumál og sérstakur samskiptahópur um vinnumarkaðsþjónustu.

Vinnumarkaðssamstarf.
    Vinnumarkaðsnefndinni er ætlað að vera vettvangur fyrir umræður um atvinnumál, vinnumarkaðssmál og vinnumarkaðsrannsóknir í norrænu samstarfi. Sérstakur samstarfshópur um vinnumarkaðsþjónustu annast samstarf um vinnumiðlun, atvinnuleysistryggingar og starfsmenntun í atvinnulífinu.
    Nefndin hélt ráðstefnu í Hveragerði þann 12. september sl. um gæðastjórnun í starfi stofnana á sviði vinnumála. Sérstaklega var rætt um hvort gæðastjórnun ynni með eða móti stefnumarkandi stjórnun að öðru leyti.
    Nefndin tók einnig þátt í ráðstefnu um atvinnumál fatlaðra. Meginumræðuefnið var hvernig Norðurlöndin hafa skipulagt þjónustu sína fyrir fatlaða í atvinnulífinu bæði með tilliti til fyrirkomulags og aðferða og hvernig núverandi þjónusta kemur til móts við væntingar atvinnuleitenda og vinnuveitenda.
    Eitt helsta verkefni á vegum vinnumarkaðsnefndarinnar er NORDJOBB, sem byggir á atvinnuskiptum ungs fólks milli Norðurlandanna en Norræna félagið hefur annast þessi samskipti fyrir Ísland og hefur hlutur Íslands jafnan verið stór í þessu verkefni. Norrænu félögin hafa reyndar verið að yfirtaka þessi samskipti alls staðar á Norðurlöndum. Á árinu hafa 275 íslensk ungmenni farið í vinnu á Norðurlöndum á vegum NORDJOBB með einum eða öðrum hætti og 115 norræn ungmenni hafa komið til vinnu á Íslandi.
    NORDPRACTIC er sambærilegt verkefni fyrir Eystrasaltslöndin á vegum Norðurlanda ráðs og hafa 7 einstaklingar komið frá Eystrasaltsríkjunum á þessu ári.
    Þau verkefni sem einkum eru í gangi á vegum nefndarinnar nú eru rannsókn á samspili milli launa og atvinnuleysis á Norðurlöndum, rannsókn á samspili milli virkrar vinnumarkaðsstefnu og dagpeningakerfisins með tilliti til hagþróunar og rannsókn á sveigjanleika vinnumarkaðarins á Norðurlöndum.
    Nefndin gefur árlega út árbækur annars vegar um vinnumarkaðsrannsóknir á Norður löndum og hins vegar um stöðu og þróun vinnumarkaðar á Norðurlöndum.

Starfsmenntun.
    Eftir að NAMU-verkefninu lauk árið 1996 hefur samstarfið á sviði starfsmenntunar verið til endurskoðunar. Framhald þessa samstarfs var rætt á fundi vinnumarkaðsnefndarinnar í mars 1997 og var samstarfshópi um vinnumarkaðsþjónustu falið að meta þörfina á áframhaldi samstarfsins. Samstarfshópurinn hefur unnið að þessu verkefni á árinu.
    Samstarfshópurinn ákvað að halda seminar/sérfræðingafund á næsta ári um hvernig vinnumarkaðskannanir eru nýttar í löndunum við að móta skipulag starfsmenntanámskeiða.

Atvinnuleysistryggingar.
    Norrænt samstarf vegna atvinnuleysistrygginga hefur farið fram í tveim nefndum á vegum norrænu ráðherranefndarinnar, þ.e. í norrænum samstarfshóp um atvinnuleysistryggingar og fastanefndinni vegna ráðstefna um atvinnuleysistryggingar auk þess sem þessi málefni hafa heyrt undir vinnumarkaðsnefndina og samstarfshóp um vinnumarkaðsþjónustu.
    Á árinu var haldin norræn ráðstefna um atvinnuleysistryggingar í Majviks í Finnlandi en ráðstefna þessi er haldin til skiptis í löndunum á tveggja ára fresti. Meginumræðuefnið var annars vegar hvaða áhrif atvinnuleysisbótareglur hafa á atvinnuleysið og hins vegar hvaða áhrif vinnumarkaðsaðgerðir hafa.

Vinnuréttur og atvinnulíf.
    Norræna samstarfsnefndin um vinnurétt og atvinnulíf er ætlað að vera vettvangur fyrir kynningu, umræður og samræmingu norrænna sjónarmiða í málefnum á sviði vinnuréttar og atvinnulífs bæði innan og utan Norðurlanda.
    Vinnuréttarnefndin hefur lagt megináherslu á að fjalla um áhrif nýrra tillagna á sviði vinnuréttarmála sem hafa verið til umfjöllunar hjá Evrópusambandinu og framkvæmd annarra sem þegar hafa verið samþykktar af Evrópusambandinu og fyrirhugað er að nái til Evrópska efnahagssvæðisins. Í öðru lagi hefur verið lögð rík áhersla á samstarf við aðila vinnumarkaðarins ekki síst um vinnuréttartilskipanir Evrópusambandsins. Umfjöllunin hefur einnig náð til annarra þátta í evrópsku og alþjóðlegu vinnumálasamstarfi.

Vinnuvernd.
    Norræna samstarfsnefndin um vinnuvernd hefur það hlutverk að vinna að samræmingu reglna og staðla á sviði vinnuverndar sem og aðferðafræði sem beitt er til þess að bæta aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Mikil hagræðing hefur náðst með sam ræmdri þátttöku í staðlastarfi á vettvangi Evrópusambandsins sem nefndin hefur staðið fyrir.
    Meðal verkefna eru fundir og ráðstefnur til að miðla reynslu og samræma reglur, staðla og aðferðir sem beitt er á Norðurlöndum og samræma sjónarmið Norðurlanda í þessum málum innan Evrópusambandsins. Einnig er fjármunum varið til þróunarverkefna af ýmsu tagi og má sem dæmi taka verkefni sem nýlega er lokið og miðaði að því að draga úr skaðlegum áhrifum einhæfrar vinnu og síendurtekinna hreyfinga við vinnu.
    Nefndin hefur unnið að því að samræma aðstoð Norðurlanda á sviði vinnuverndar við Eystrasaltsríkin. Þannig hafa verið haldin fræðslunámskeið í öllum Eystrasaltsríkjunum um leiðir til að skipuleggja aðgerðir stjórnvalda til að draga úr slysum og heilsutjóni á vinnu stöðum. Vinnueftirlit ríkisins stýrir verkefni sem fengið hefur um 2,3 millj. ísl. kr. fjárveitingu og felst í því að fræða og þjálfa starfsmenn Vinnueftirlitsins í Eistlandi í vinnuverndarmálum fiskvinnslu.
    Meðal stærstu verkefna nefndarinnar er könnun á vinnuframlagi barna og ungmenna á Norðurlöndum og hefur verið varið til þess um 15 millj. ísl.kr. Vinnueftirlit ríkisins fer með verkefnastjórn þess. Niðurstöður eru væntanlegar fyrir mitt þetta ár.
    Í júní nk. verður haldin hér á landi ráðstefna norrænna Vinnueftirlita og gert ráð fyrir um 80 þátttakendum.

Vinnuverndarrannsóknir.
    Hlutverk samstarfsnefndarinnar um vinnuverndarrannsóknir er að vinna að samræmingu rannsókna og að sameiginlegum rannsóknarverkefnum á sviði vinnuverndar. Auk þessa styrkir nefndin rannsóknir á sviði vinnuverndar.
    Eitt af þeim verkefnum sem nefndin styrkir er ráðstefna vinnuverndarsérfræðinga sem haldin er árlega í norrænu löndunum til skiptis. Í september á þessu ári verður þessi ráðstefna haldin í Reykjavík. Áætlað er að hingað komi um 250 sérfræðingar alls staðar að á Norðurlöndum og kynni niðurstöður sínar á vinnuverndarrannsóknum. Á vegum nefndarinnar starfar undirnefnd sérfræðinga um grundvöll mengunarmarka fyrir vinnustaði.

NIVA (Nordisk institution for videreutdanning inom arbejdsmiljöområdet).
    Stofnunin hefur það hlutverk að halda framhaldsnámskeið fyrir háskólamenntaða sérfræðinga í vinnuverndarrannsóknum. Haldin eru 12–14 námskeið á ári. Þátttaka Íslendinga er sérstaklega styrkt af stofnuninni, sem niðurgreiðir ferða- og uppihaldskostnað íslenskra þátttakanda á námskeiðum sem haldin eru annars staðar á Norðurlöndum. Áætlað er að námskeið á vegum stofnunarinnar um heilsufarsáhrif vinnu á konur verði haldið hér á landi á árinu 1999.

9.4. Starfsmannaskipti á Norðurlöndum.
    Enn eru starfsmannaskiptin við lýði þótt tillögur hafi komið fram um að fella starfsemina niður. Því var mótmælt og rökstutt af samstarfsnefndinni, sem annast hefur úthlutun fjárins, að starfsemin hafi reynst hið besta og verið samstarfi ríkisstofnana, sem hlut áttu að máli, til eflingar. Þá hefur einnig verið stutt við bakið á samtökum sveitarstjórna á Norðurlöndum með starfsemi af líku tagi. Starfsemin mun enn halda áfram í óbreyttu formi árið 1998. Framlag er hins vegar hið sama og verið hefur um alllangt skeið, þ.e. 1,8 millj. d.kr., og hefur því farið lækkandi að raungildi. Hlutur Íslands var óbreyttur á árinu 1997 eða 5%.
    Styrkþegar á árinu 1997 voru sex talsins og er þeirra að jafnaði getið í greinargerð fjármálaráðuneytisins til Skrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda.
    Sú skipulagsbreyting sem gerð var á skrifstofu ráðherranefndarinnar í árslok 1996 hefur reynst þessari starfsemi vel að áliti samstarfsnefndarinnar. Starfsemin heyrir undir menn ingarmála-, rannsókna- og menntamáladeild skrifstofunnar þar sem nú hvílir meginþungi starfsemi ráðherranefndarinnar. Þess má geta að lík starfsemi og hér um ræðir hefur um fimm ára skeið verið við lýði hjá Evrópusambandinu (svonefnd Karolus-áætlun), en óvíst er um framhald þessarar áætlunar eftir árið 1999.

9.5. Jafnréttismál
    Norrænt samstarf á sviði jafnréttis kvenna og karla byggir á norrænni samstarfsáætlun sem tekur til tímabilsins 1995 til 2000. Jafnréttisráðherrar Norðurlanda héldu tvo fundi á árinu og var í tengslum við þann seinni haldinn fundur með þeim ráðherrum frá Eystrasaltslöndunum sem fara með jafnréttismál. Norræna embættismannanefndin um jafnréttismál (ÄK–Jäm) hélt fjóra fundi á árinu.

Norræn samstarfsáætlun á sviði jafnréttismála.
    Samstarfsáætlunin var samþykkt í byrjun ársins 1995 og gildir til ársins 2000. Markmiðið með samstarfi Norðurlanda í jafnréttismálum er:
        að samstarfið leiði til þess að haldið verði áfram að þróa sameiginlega lífsýn Norðurlandaþjóða, svo og sameiginlega stefnu þeirra í víðara samstarfi innan Evrópu og á alþjóðavettvangi.
        að samstarfið stuðli að árangursríkara og öflugra jafnréttisstarfi á innanlandsvettvangi í hverju og einu Norðurlandanna.
        að það verði sjálfsagt að gæta jafnréttissjónarmiða í starfi á mismunandi sviðum stefnumótunar í þjóðfélaginu. Einnig skal gæta jafnréttissjónarmiða á þeim sviðum stefnumótunar sem starfsemi norrænu ráðherranefndarinnar tekur til.

    Ráðherranefndin mun á gildistíma áætlunarinnar beina samstarfi sínu að starfsemi sem:
        stuðlar að því að konur og karlar fái jafnan aðgang að ákvarðanatöku í stjórnmálum og efnahagsmálum.
        stuðlar að jafnri stöðu og áhrifum kvenna og karla í efnahagsmálum. Aðgerðir sem stuðla að launajafnrétti kynja eru mikilvægar í slíku starfi.
        stuðlar að jafnri stöðu kynjanna í atvinnulífinu.
        gefur konum og körlum bætt tækifæri til að sameina foreldrahlutverk og launavinnu.
        hefur áhrif á þróun jafnréttismála innan Evrópu og á alþjóðavettvangi.

    Í því skyni að ná árangri með starfi sínu á sviði forgangsverkefnanna mun ráðherranefndin vinna að:
        þróun aðferða sem stuðla að virku jafnréttisstarfi.

    Ein aðferð sem ráðherranefndin leggur einkar ríka áherslu á, er að jafnréttissjónarmiða sé gætt á öllum sviðum stefnumótunar, í nánasta umhverfi, í sveitarstjórnum, við stjórn landsins og á vettvangi Norðurlanda. Aðrar áhrifaríkar aðferðir eru gerð hagtalna um konur og karla, kvenna- og jafnréttisrannsóknir, menntun í jafnréttismálum ásamt upplýsinga- og fræðslustarfsemi.

Verkefni samkvæmt samstarfsáætluninni.
     Norræn ráðstefna „Konur, vinna og efnahagsmál“. Grundvallarmarkmiðið í starfi að jafnréttismálum er að bæta efnahagslega stöðu og áhrif kvenna þar sem slíkt hefur áhrif á jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum. Efnahagsleg völd og áhrif kvenna og karla eru því eitt meginviðfangsefni norrænu samstarfsáætlunarinnar.
    Norræna ráðherranefndin stóð fyrir tveggja daga ráðstefnu vorið 1997 um þetta efni. Ráðstefnan var haldin í Reykjavík og voru ráðstefnugestir um 220, frá Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum.
    Þrjú meginþemu ráðstefnunnar voru:
        Rétturinn til starfa og réttra launa.
        Konur í kjarasamningum.
        Ólíkir hópar kvenna – styrkur, ekki veikleiki.
    Á ráðstefnunni komu fram tillögur að áframhaldandi norrænu samstarfi á þessu sviði. Þær ásamt skýrslu frá ráðstefnunni verða gefnar út á skandinavísku í TemaNord-seríunni í byrjun ársins 1998.
    Bókin „Halva makten – nordiska kvinnor på väg“. Bókinni er ætlað að fylgja eftir því verki sem hófst með útgáfu bókarinnar „Den ofärdiga demokratin“ sem kom út árið 1983. Tilgangur verkefnisins er að lýsa stöðu kvenna á Norðurlöndum hvað varðar völd og áhrif og hvernig norrænar konur og norræn stjórnvöld í hverju landi hafa náð þeim árangri sem raun er. Í ritinu verður m.a. fjallað ítarlega um ábyrgð, skipulag og þátttöku stjórnvalda og opinberra stofnana í jafnréttismálum og hvernig samvinna frjálsra félagasamtaka og stjórnvalda hefur þróast. Að verkinu koma konur frá öllum norrænu löndunum og er stefnt að útgáfu hennar vorið 1998.
     Karlar og jafnrétti kynja. Jafnréttisráðherrar Norðurlanda samþykktu á árinu sérstaka framkvæmdaáætlun fyrir tímabilið 1997 til 2000 um karla og jafnrétti kynja. Í áætluninni eru samtals fimmtán verkefni sem öll hafa það að markmiði að auka virka þátttöku karla í þessu starfi. Framkvæmdaáætlunin ásamt greinargerð frá starfshópnum sem hana vann, hefur verið gefin út á íslensku. Á árinu 1997 hófst undirbúningur ráðstefnu um feðrahlutverkið sem haldin verður í Finnlandi á árinu 1998. Í tengslum við ráðstefnuna verður sérstaklega hugað að því hvernig karlar nýta rétt sinn til feðraorlofs. Auk framangreindra verkefna hefur verið ákveðið að næstu verkefni samkvæmt áætluninni verði rannsókn á feðrahlutverkinu, hugmyndarit um karla og jafnrétti í atvinnulífinu og viðamikið verkefni um ofbeldi karla. Þá varð á árinu mikil umræða um stofnun sérstakrar stöðu um karlarannsóknir hjá NIKK og tóku jafnréttisráðherrarnir það mál sérstaklega upp við norrænu samstarfsráðherrana.
     Jafnréttissjónarmið á alla þætti samfélagsins. Eitt af forgangsverkefnunum samkvæmt samstarfsáætluninni er að þróa og prófa aðferðir og tæki sem stuðla að því að jafnréttissjónar miða sé gætt á öllum stjórnsýslustigum landanna við alla málaflokka. Hið sama á við um stjórnsýslu norrænu ráðherranefndarinnar. Til þess að stuðla að slíkri þróun aðferða eru nú í gangi sérstök verkefni í öllum norrænu ríkjunum sem byggir á hugmyndum um „main streaming“.
    Markmiðið með verkefninu er að þróa aðferðafræði og tæki til þess að gera sjónarmið kynjajafnréttis miðlæg í allri almennri stefnumótun. Verkefnið nær til tveggja málaflokka, til starfs og stefnumótunar í málum ungmenna og til starfs og stefnumótunar í vinnumarkaðs málum. Verkefnið er til þriggja ára og mun ná til allra Norðurlandanna og Skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar. Starfandi er norrænn verkefnisstjóri og innlendur verkefnisstjóri í hverju landi. Á Íslandi var ákveðið að einskorða verkefnið við stefnumótun og starf í mál efnum ungmenna. Skrifstofa jafnréttismála stýrir verkefninu en þátt í því taka Íþrótta- og tóm stundaráð Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar.
     Norrænt fréttabréf um jafnréttismál. Frá árinu 1996 hefur verið gefið út norrænt fréttabréf um jafnréttismál. Tilgangur þess er að miðla fréttum um jafnréttisstarfið á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og á Norðurlöndum. Fréttabréfið er gefið út á finnsku, íslensku, skandinavísku og á ensku í 3000 eintökum, þar af eru 200 eintök á íslensku. Blaðið kemur út þrisvar á ári.
     Upplýsingabanki á netinu um kvennahreyfinguna á Norðurlöndum og í baltnesku löndunum. Norrænu rannsóknarstofnuninni í kvenna- og jafnréttisfræðum hefur verið falið að safna upplýsingum um kvennahreyfingar á Norðurlöndum og í baltnesku löndunum og koma þeim á internetið. Kvenréttindafélag Íslands er tengiliður rannsóknarstofnunarinnar hér á landi.

Önnur verkefni.
     Norræn rannsóknarstofnun í kvenna- og jafnréttisfræðum, NIKK. Norræn rannsóknarstofnun í kvenna- og jafnréttisfræðum var stofnuð á árinu 1995. Rannsóknarstofnunin, sem er þverfagleg, hefur aðsetur í Ósló. Stjórnin er skipuð til þriggja ára fulltrúum frá hverju Norðurlandanna. Hlutverk norrænu rannsóknarstofnunarinnar er að samhæfa norrænar kvenna- og jafnréttisrannsóknir, byggja upp gagnagrunn um rannsóknir á þessu sviði, samræma gagna- og upplýsingaþjónustu á Norðurlöndum og skipuleggja og standa fyrir ráðstefnum og námskeiðum fyrir fræðikonur/menn. Á stofnuninni er aðstaða til að halda námskeið fyrir fræðimenn og nemendur og aðstaða fyrir gestafræðimenn. Einnig skal rannsóknarstofnunin skipuleggja og veita aðstöðu vegna stúdenta- og fræðimannaskipta. Stofnunin er tengiliður við ýmis alþjóðasamtök og stofnanir og hefur sem slík orðið til að auka alþjóðlegt samstarf og styrkja tengsl við erlenda fræðimenn og stofnanir.
    Á þeim rúmlega tveimur árum sem NIKK hefur starfað hefur stofnunin skapað sér sess bæði á norrænum og á alþjóðavettvangi. Á þessum stutta tíma hefur hún staðið fyrir mörgum fjölbreytilegum verkefnum þar sem áherslan hefur verið á að draga fram norrænt notagildi og norræna sérstöðu. Mikil áhersla er á að tengja starf stofnunarinnar við grannsvæðin. Þá hefur eftirspurn eftir þjónustu NIKK, sem að stórum hluta byggist á nýjustu upplýsingatækni, aukist stöðugt. Mörg verkefni NIKK eru fjármögnuð með utanaðkomandi styrkjum.
    Nokkur viðamikil verkefni fóru af stað á árinu 1997 m.a. um kynferði og stjórnmál (kjönn og politikk). Önnur verkefni voru undirbúin og fara af stað á árinu 1998, m.a. verkefnið „Kyn, ungmenni og kynlífshegðun (HIV/Aids) í Eystrasaltsríkjunum og Norðvestur-Rússlandi“ en það verkefni er fjármagnað af norrænu ráðherranefndinni. Þá var á árinu lokið stóru rannsóknarverkefni sem nefnist „Konur, stríð og ást“. Stofnunin hvetur einnig aðra til að koma á fót nýjum rannsóknarverkefnum og veitir þeim stuðning. Mikil áhersla er lögð á að auka samstarf milli fræðafólks á Norðurlöndunum. Íslendingar eru þátttakendur í flestum rannsóknarverkefnum sem stofnunin stendur fyrir og hefur tilkoma hennar stórlega aukið þátttöku okkar í norrænum rannsóknum á þessu sviði. Á árinu voru haldin nokkur rannsóknarnámskeið fyrir fræðafólk bæði á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Undirbúningur heimsþings um kvennarannsóknir sem haldið verður í Tromsö í Noregi í júní 1999 er hafinn en NIKK er ein þeirra stofnana sem stendur að þeim undirbúningi. Þetta verður í fyrsta sinn sem heimsþingið verður haldið á Norðurlöndum.

Samstarf við Eystrasaltsríkin.
     Baltnesk/norræn jafnréttisráðstefna. Í samstarfsáætlun Norðurlanda við Eystrasaltsríkin frá árinu 1995 var ákvæði um að haldin skyldi stór ráðstefna um jafnrétti kynja í einu af Eystrasaltsríkjunum. Undirbúningur að baltneskri/norrænni jafnréttisráðstefnu hófst síðan á árinu 1996. Ráðstefnan var haldin í Valmiera í Lettlandi í ágúst 1997 og stóð í fjóra daga. Yfirskrift hennar var „Konur og karlar tala saman“. Tilgangur ráðstefnunnar var að kalla saman konur og karla frá baltnesku og norrænu löndunum til virkrar umræðu um stöðu kynjanna, um þörf lagasetningar um jafnrétti kynja, um þörf aðgerða og samstarfs milli baltneskra og norrænna félagasamtaka og fræðimanna um jafnrétti kynja. Ráðstefnuna sóttu um 1000 til 1200 manns frá Norðurlöndum, Eystrasaltsríkjunum og norðurhéruðum Rússlands. Frá Íslandi fóru um 50 manns, þar af um 14% karlar. Ísland átti fjóra af 27 aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar en það voru þau Guðrún Agnarsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Sigrún Stefánsdóttir og Þórólfur Þórlindsson. Þá átti Ísland fulltrúa í menningardagskrá ráðstefnunnar. Haldin var kvennamessa undir leiðsögn sr. Auðar Eir og vakti hún mikla athygli ekki síst vegna bágrar stöðu kvenna innan kirkjunnar í Eystrasalts ríkjunum. Tvær ungar leikkonur, Sigrún Sól og Vala Þórsdóttir, voru með einþáttunga og Val gerður Andrésdóttir flutti tónverk á píanó eftir norræn og baltnesk tónskáld. Þar að auki voru um 30 manns virkir í málstofum. Félagsmálaráðherra Íslands flutti opnunarræðu ráðstefn unnar í Eistlandi.
    Ríkisstjórn Íslands veitti undirbúningsnefndinni hér á landi sérstakan styrk sem leiddi til þess að hægt var að styrkja einstaka þátttakendur og auðvelda þannig félagasamtökum að taka þátt.
    Sem lið í undirbúningi þessarar stóru ráðstefnu voru haldnar tvær minni, í Litháen og í Eistlandi.
     Baltnesk-norræn framkvæmdaáætlun. Norrænu jafnréttisráðherrarnir ákváðu að unnin skyldi sérstök verkefnaáætlun fyrir samstarfið við Eystrasaltsríkin á sviði jafnréttismála. Skipaður var sérstakur starfshópur sem skilaði tillögum sínum á miðju árinu. Norrænu jafnréttisráðherrarnir áttu síðan fund um áætlunina með ráðherrum Eystrasaltsríkjanna sem fara með jafnréttismál. Áætlunin var svo samþykkt á fundi norrænu jafnréttisráðherranna í Ósló í lok ársins. Hún tekur til tímabilsins 1998 til 2000. Meginþemu áætlunarinnar eru:
        Samstarf stjórnvalda/embættismanna sem vinna að jafnrétti kynja.
        Samstarf um fræðslu/miðlun upplýsinga.
        Samstarf um kvenna- og jafnréttisrannsóknir.
        Samstarf félagasamtaka.
        Samstarf um að vinna gegn ofbeldi gagnvart konum.
    Þessi áætlun mun leggja grunninn að samstarfi á sviði jafnréttismála ekki aðeins við Eystrasaltsríkin heldur einnig við héruð Norðvestur-Rússlands.

9.6. Vímuefnamál.
    Þann 18. desember 1996 ákvað norræna ráðherranefndin að setja á fót þverfaglega embættismannanefnd á sviði fíkniefnavarna (EK-NARKOTIKA), sem tók við af norrænni samstarfsnefnd af svipuðum toga er lauk störfum um þær mundir. Bar sú nefnd heitið „Nordiska kontaktmannaorganet för narkotikafrågor“. Var skipað í hina nýju nefnd af hálfu Norðurlandaþjóðanna allra, en hún heyrir beint undir ráðherranefndina. Fjárveitingar af norrænum fjárlögum til fíkniefnamála jukust um 600.000 d.kr. til að styrkja betur þau verkefni sem embættismannanefndin mat brýnust á þeim tíma.
    Mörg og gagnleg verkefni hafa komið til kasta EK-NARKOTIKA og hún lagt til við ráðherranefndina að styrkja nánari tengsl við Eystrasaltsríkin, en mikið flæði fíkniefna streymir frá Austur-Evrópu um þau lönd vestur á bóginn. Eitt meginverkefni nefndarinnar er að leggja til hvernig peningum skuli varið til baráttunnar gegn fíkniefnabölinu og byggir hún tillögur sínar til ráðherranefndarinnar á umsóknum, skýrslum og vettvangsupplýsingum.
    Starf EK-NARKOTIKA snertir meira eða minna alla þá aðila, sem af einhverri alvöru starfa að fíkniefnavörnum á Norðurlöndum, í Eystrasaltsríkjunum og sunnar í álfunni.
    Fyrsti fundurinn í norrænu ráðherranefndinni um vímuefnamál (MR-NARK) var haldinn í tengslum við 49. Norðurlandaráðsþing í nóvember sl. Páll Pétursson, félagsmálaráðherra flutti innlegg Íslands og gerði grein fyrir vaxandi eiturlyfjaneyslu og hve ný efni væru fljót að berast til landsins. Taldi ráðherra aukið atvinnuleysi stuðla að meiri neyslu meðal yngri kynslóðarinnar. Ráðherra sagði næst af markvissara forvarnarstarfi, eflingu lögreglu og tollgæslu auk sérstakrar áherslu á yngri áhættuhópa hvað fíkniefni, áfengi og tóbak snerti. Hann lauk máli sínu með frásögn af samstarfsverkefni ríkisstjórnar Íslands og Reykjavíkur borgar í Evrópuátakinu „European Cities Against Drugs“, sem hefur að markmiði að Ísland verði án eiturlyfja árið 2002. Þar er áherslan lögð á börn, unglinga og foreldra.
    Sömu fulltrúar félagsmála- og heilbrigðismálaneytis sitja í ECAD-hópnum og í norrænu embættismannanefndinni um vímuefnamál (EK-NARK). Tveir fundir voru haldnir í nefndinni á árinu. Hinn fyrri var haldinn í Stokkhólmi sl. vor til undirbúnings ráðherrafundinum í Helsingfors í nóvember.

10. Efnahagsmál.

10.1. Efnahags- og fjármál.
    Samstarf efnahags- og fjármálaráðherra Norðurlandanna á yfirstandandi starfsári hefur verið fjölbreytt. Auk hefðbundinna verkefna á sviði efnahags- og ríkisfjármála hafa á undan förnum árum bæst við sérstök verkefni, m.a. á sviði umhverfismála og atvinnumála auk þess sem málefni Eystrasaltsríkjanna hafa hlotið mikla umfjöllun, sérstaklega í tengslum við norrænu fjárfestingaráætlunina. Á árinu 1997 hafa málefni Norræna fjárfestingarbankans verið ofarlega á baugi svo og Evópska myntsamstarfið (EMU) og hugsanleg áhrif þess. Jafn framt var á vegum ráðherranna unnin skýrsla þar sem fjallað var um áhrif af aðgerðum í ríkis fjármálum á Norðurlöndum (sjá umfjöllun um starf embættismannanefndar). Hér á eftir verður gerð grein fyrir fundum og helstu áherslum í starfi efnahags- og fjármálaráðherra Norðurlandanna á árinu 1997. Auk þess verður fjallað um störf ýmissa nefnda á sviði þeirra, helstu verkefni og greinargerðir.

Ráðherrafundir.
    Efnahags- og fjármálaráðherrar Norðurlandanna héldu þrjá fundi á árinu 1997. Í maí héldu ráðherrarnir óformlegan fund í París í tengslum við ráðherrafund OECD-ríkjanna þar sem rætt var um undirbúning ráðherrafundar EFTA- og ESB-ríkjanna. Í lok júnímánaðar funduðu ráðherrarnir í Noregi. Á fundinum var rætt um stöðu og horfur í efnahagsmálum á Norður löndum, umhverfisskattlagningu, fjárfestingaráætlun fyrir Eystrasaltsríkin og áhrif Evrópska myntsamstarfsins (EMU). Enn fremur fjölluðu ráðherrarnir um skýrslu sem fjallar um áhrif af aðgerðum í ríkisfjármálum á Norðurlöndum. Í nóvember var haldinn ráðherrafundur í Helsinki í tengslum við fund Norðurlandaráðs. Þar var fjallað um réttarstöðu og skattamál NIB, efnahagsmál á Norðurlöndum, skýrslu um aðgerðir í ríkisfjármálum og umhverfismál. Jafnframt var rætt Evrópska myntsamstarfið og önnur Evrópumál.
    Megináherslur í starfi ráðherranefndarinnar á sviði efnahags- og fjármála á yfirstandandi starfsári voru eftirfarandi:
          Samstarf á sviði atvinnumála.
         Norræna fjárfestingaráætlunin fyrir Eystrasaltsríkin.
         Myntbandalag Evrópu.
         Stuðningur við rússnesku nærhéruðin.
         Umhverfismál.
         Starfsemi og verksvið Norræna fjárfestingarbankans.


Áhrif aðgerða í ríkisfjármálum á Norðurlöndum.
    Auk ofangreindra atriða hafa ráðherrafundirnir verið vettvangur almennrar umræðu um ástand og horfur í efnahagsmálum, bæði á Norðurlöndum og á alþjóðavettvangi. Í nóvember kom út árleg skýrsla ráðherranna um efnahagsmál á Norðurlöndum, Økonomiske udsigter i Norden (sjá umfjöllun um starf efnahagsnefndar fjármálaráðherra).

Helstu nefndir, skýrslur o.fl.
a)          Embættismannanefndin (EK-Finans). Nefndina skipa háttsettir embættismenn í fjármálaráðuneytum landanna, einn frá hverju landi. Verkefni nefndarinnar eru fjölþætt. Meginverkefnið er að undirbúa ráðherrafundi og vera ráðgefandi í öllum málefnum sem varða starf ráðherranna á norrænum vettvangi. Nefndin hefur þannig haft yfirumsjón með skýrslugerð og greinargerðarskrifum fyrir ráðherrafundina. Jafnframt hafa gjarnan starfað sérstakir vinnuhópar á vegum nefndarinnar til að sinna ákveðnum verkefnum. Á árinu 1997 voru málefni Norræna fjárfestingarbankans mikið til umfjöllunar bæði hjá nefndinni og ráðherrunum. Umræðan snérist um tvennt, annars vegar að NIB fái viður kennda alþjóðlega stöðu og hins vegar að fá á hreint skattamál bankans og starfmanna hans. Á árinu 1997 var á vegum nefndarinnar gefin út skýrsla (Budgetkonsolidering i de nordiska länderna) sem fjallar um áhrif aðgerða í ríkisfjármálum á Norðurlöndum á hagvöxt og velferð.
b)          Eystrasaltsnefndin (Baltikumudvalget). Árið 1992 samþykkti Norðurlandaráð norræna fjárfestingaráætlun fyrir Eystrasaltsríkin sem miðaði að því að hjálpa litlum og meðalstórum fyrirtækjum og koma á fót sérstökum fjárfestingarbönkum í þessum ríkjum. Hlutverk þessarar nefndar er að hafa eftirlit og yfirumsjón með þessu verkefni. Nefndina skipa að mestu sömu fulltrúar og sitja í embættismannanefndinni. Starf nefndarinnar hefur að mestu falist í að greiða fyrir og leitast við að tryggja framgang fjárfestingaráætlunarinnar. Í þessu skyni hefur nefndin haft náin samskipti við fulltrúa Norræna fjárfestingarbankans (NIB), Evrópubankans í London (EBRD) og Norræna verkefnaútflutningssjóðsins (Nopef). Nefndin hefur sent árlegar skýrslur til Norðurlandaráðs um stöðu og framkvæmd fjárfestingaráætlunarinnar. Á árinu 1996 var samþykkt framlenging á fjárfestingaráætluninni fram til ársins 1999.
c)          Efnahagsnefndin (Konjunkturgruppen). Helsta verkefni þessarar nefndar er að fjalla um ástand og horfur í efnahagsmálum, einkum á Norðurlöndum. Auk þess hefur nefndin iðulega fjallað um afmörkuð verkefni á sviði efnahagsmála sem eru ofarlega á baugi hverju sinni. Nefndin hittist tvisvar á ári og hana skipa embættismenn úr fjármálaráðuneytum landanna. Á hverju hausti skilar nefndin sérstakri skýrslu (Økonomiske udsigter i Norden) til fjármálaráðherranna sem síðan er lögð fram á þingi Norðurlandaráðs.
d)          Ráðgjafanefnd í gjaldeyris- og peningamálum (Nordiskt finansielt udvalg). Eins og nafnið ber með sér er nefndin ráðgefandi aðili fyrir fjármálaráðherrana í gjaldeyris- og peningamálum. Enn fremur annast nefndin undirbúning og samræmingu norrænna sjónarmiða á þessu sviði á alþjóðavettvangi, einkum fyrir fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Einnig hefur nefndinni verið falið að fylgjast náið með framvindu og undirbúningi vegna evópska efnahags- og myntbandalagsins og gera ráð herrunum grein fyrir stöðu mála. Nefndina skipa embættismenn frá fjármálaráðuneytum og seðlabönkum landanna. Af Íslands hálfu hefur Seðlabankinn að mestu sinnt þessu starfi til þessa. Fyrirhugað er að fjármálaráðuneytið komi í meira mæli inn í þetta starf á næstunni, meðal annars í ljósi aukins vægis peninga- og lánamála í starfi ráðuneytisins.
e)          Vinnuhópur á sviði umhverfismála (Kontaktgruppe for miljø og økonomi). Á vegum tveggja embættismannanefnda, þ.e. þeirra sem fjalla um efnahagsmál (EK-Finans) og umhverfismál (EK-Miljø), starfar sérstakur vinnuhópur sem einkum fjallar um hagrænar aðgerðir á sviði umhverfismála. Fjármálaráðuneytið og umhverfisráðuneytið eiga fulltrúa í þessum hópi. Meginverkefni hópsins eru almenn skoðanaskipti um umhverfis mál út frá hagrænu sjónarmiði og notkun á hagrænum stjórntækjum í umhverfismálum. Á árinu 1997 var haldin ráðstefna þar sem annars vegar var rætt um umhverfismál og atvinnumál og hins vegar um hagræn stjórntæki á sviði samgangna og verða skýrslur um hvort efni um sig gefnar út fljótlega.
f)          Sérfræðinganefnd um norræn fjárlög (Budgetexpertgruppen). Hlutverk nefndarinnar er að skila faglegri umsögn um tillögu samstarfsráðherra um frumvarp til norrænu fjár laganna, bæði tæknilegri og efnislegri. Nefndin tekur einnig til umfjöllunar afmörkuð mál sem samstarfsráðherrar vísa til hennar. Á árinu 1997 var m.a. gerð úttekt á fyrirkomulagi samningsstjórnunar í norrænum rekstri og hafin er vinna við að skoða og gera tillögur um breytta framsetningu norrænu fjárlaganna. Fundi hópsins sitja einnig starfsmenn frá Skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar.
g)          Norræna launa- og starfsmannanefndin (Löne- och personaleutskottet). Norræna launa- og starfsmannanefndin er ráðgefandi fyrir ráðherranefnd Norðurlanda (samstarfs ráðherra) og stjórnarnefnd Norðurlandaráðs. Nefndin veitir ráðgjöf í launa-, ráðningar- og lífeyrismálum þeirra sem starfa við norrænar stofnanir og skrifstofur nefndanna í Kaupmannahöfn. Nefndin fær þessi mál til umfjöllunar ýmist frá samstarfsnefndinni, ráðherranefndinni, Norðurlandaráði eða skrifstofum þeirra. Nefndin getur að eigin frum kvæði skotið málum varðandi ráðningar- og starfskjör til ráðherranefndarinnar og stjórnarnefndarinnar. Hún ákveður þóknanir til stjórnarmanna við norrænar stofnanir. Nefndin á að ábyrgjast að um málefni er varða stofnanirnar fari eftir 5. gr. sáttmála þjóð anna um réttarstöðu norrænna stofnana frá 9. desember 1988 og að starfsmannafélög njóti umsagnarréttar áður en ákvörðun er tekin. Nefndin heldur 4–5 fundi á ári. Stundum er málum, eftir kynningu og umræðu, skotið til lokaafgreiðslu hjá starfsmannahaldi ráð herranefndarinnar og viðkomandi nefndarfulltrúa þegar erindið varðar stofnun í landi hans. Greinargerð um niðurstöðu er þá lögð fyrir næsta nefndarfund. Starfið árið 1997 einkenndist af sérstakri heildarúttekt á launasetningu starfsmanna á skrifstofu ráðherra nefndarinnar sem og umfjöllun um ráðningarformið þar og ráðningarmál í norrænum stofnunum. Þá voru einnig áberandi sem fyrr mál sprottin af stofnanaúttektinni. Mörg mál af ýmsum toga, einstaklingsmál/endurskoðun lífeyrissamnings o.fl., komu til umfjöllunar og túlkunar í nefndinni en verða ekki sundurgreind hér frekar.

Norræni fjárfestingarbankinn.
    Norræni fjárfestingarbankinn var stofnaður árið 1976. Afkoma bankans árið 1996 var líkt og undanfarin ár mjög góð. Á árinu 1996 nam hagnaður bankans um 114 milljónum ECU, eða sem svarar til 12,2% af eigin fé, samanborið við 103 milljóna ECU hagnað árið 1995. Bankinn greiddi eigendunum 35 milljónir ECU í arð, eða sem nemur 10% af innborguðu stofnfé bankans. Á árinu 1996 veitti NIB lán til Íslands fyrir um 4,6 milljarða króna sem svarar til 5% útborgaðra lána bankans og er hlutur Íslands í heildarútlánum nú um 8%. Eignarhlutur Íslands í bankanum nemur um 1%. Nánar er fjallað um starfsemi bankans í kafla 15.

Önnur starfsemi á vegum fjármálaráðherra.
    Auk þeirra verkefna sem hér hafa verið nefnd er rétt að vekja athygli á að fjármálaráðherrar Norðurlanda hafa um árabil haft náið samstarf og samráð á vettvangi ýmissa alþjóðastofnana. Þannig hafa ráðherrarnir samráð fyrir fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eins og áður hefur verið minnst á. Enn fremur má nefna hliðstætt samráð vegna funda á vegum OECD. Meginlínurnar eru gjarnan lagðar á norrænum ráðherrafundum og þeim er fylgt eftir á hinum ýmsu fundum innan OECD, jafnt ráðherrafundum sem öðrum. Þá má nefna starfsemi Evrópubankans í London. Norðurlöndin eiga þrjá fulltrúa í stjórn bankans sem hafa náið en óformlegt samráð þar sem leitast er við að samræma norræn sjónarmið.

10.2. Atvinnu- og iðnaðarmál.
    Á árinu 1997 önnuðust Norðmenn formennsku í hinu norræna samstarfi og þar með á sviði orku-, iðnaðar- og atvinnumála. Haldnir voru tveir stefnumarkandi ráðherrafundir. Annar í Ósló í febrúar og hinn í Kalmar í ágúst. Einnig fundaði embættismannanefndin til þess að framfylgja ákvörðunum ráðherranna og Norðurlandaráðs. Forustuhlutverkið flyst á árinu 1998 til Svía, frá 1. janúar 1998.
    Höfuðáherslan í starfsemi ráðherranefndarinnar árið 1997 hefur verið á eftirtöldum þrem sviðum: Bættri samkeppnisstöðu norrænu landanna til atvinnuaukningar og hagsældar. Samræmingu atriða er varða Evrópska efnahagssvæðið og Evrópusambandið. Áframhaldandi aðgerðir í samstarfsmálum í þágu grannsvæðanna í austri.

Á Norðurlandavettvangi.
    Á fundi sínum í Kalmar í ágúst sl. ákváðu ráðherrarnir að hrinda af stað víðtækri úttekt á hinu norræna samstarfi og samstarfskostum að því er tekur til nýsköpunar og þróunar. Verkið er hafið og skal því lokið í september 1998. Áform og tillögur skulu einnig varða Norræna iðnaðarsjóðinn og hlutverk hans, en sú stofnun heyrir undir ráðherranefndina. Að verkinu koma m.a. utanaðkomandi ráðgjafaraðilar og hljóðar kostnaðaráætlunin við úttektina upp á 900 þús. d.kr.
    Á árinu var lokið könnun og skýrslugerð um það með hverjum hætti atvinnulífið á Norðurlöndum notfærir sér upplýsingatæknina. Einkum var tekið mið af litlum og meðalstórum fyrirtækjum, en tilgangurinn var að bera kennsl á sameiginlega þætti og þar með skyggnast eftir nýjum hugmyndum og aðgerðum á norrænum vettvangi.
    Síðla árs var rekinn endahnútur á skýrslugerð um samverkun atvinnulífs, vinnumarkaðar og byggðasvæða. Fyrir dyrum stendur að efna til ráðstefnu um þessi mál í ársbyrjun 1998.
Starfshópur hefur haft með höndum undirbúning norrænnar ráðstefnu á árinu 1998 um iðnað og umhverfi. Verður þar einkum fjallað um samþætta stefnu í umhverfis- og framleiðslu málum.
    Síðla árs skoruðu iðnaðarráðherrar Norðurlanda sameiginlega á viðskiptaráðherra Banda ríkjanna að staðfesta snarlega samþykkt OECD um afnám styrkveitinga til skipasmíða iðnaðarins.
    Fundir ráðherranefndarinnar svo og embættismannanefndarinnar um iðnaðar- og atvinnumál hafa verið mikilsverður vettvangur ráðuneytanna á Norðurlöndum til upplýsinga og skoðanaskipta og jafnframt til að ýta undir margt vænlegt samstarfsframtakið. Sem dæmi mætti nefna, að á fundi embættismannanefndarinnar, í ágúst 1997, voru veittar 200 þús. d.kr. til samstarfsverkefnis Iðntæknistofnunar Íslands og Færeyinga til eflingar ferðamannaiðnaði sem byggir á menningarlegum og umhverfisvænum grundvelli.

EES/ESB.
    Á fundum iðnaðarráðherranna svo og embættismannanefndarinnar er jafnan fastur dagskrárliður þar sem skipst er á skoðunum og veittar óformlegar upplýsingar af vettvangi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins um þau mál sem efst eru á baugi. Svo dæmi séu tekin mætti nefna OECD samþykktina um afnám undirboða og til skipasmíða iðnaðar. Einnig atriði er taka til samkeppnishæfni og viðmiðunar (benchmarking).

Grannsvæðin.
    Á vegum ráðherranefndarinnar hafa átt sér stað talsverð samskipti við stjórnvöld grann svæðanna til eflingar þeirri viðleitni Eystrasaltsríkjanna og grenndar Pétursborgar að aðlaga sig ESB og EES á sviði iðnaðar- og atvinnumála. Samskiptin hafa verið í formi málþinga, námsferða og þjálfunar sérfræðinga frá grannsvæðunum. Sérstaklega skal tilgreint verkefnið Nordpraktik, en til þess voru veittar samtals 3,5 millj. d.kr. á árinu 1997 (en 5 millj. d.kr. árið áður). Þar er um að ræða aðstoð og þjálfun um 150 sérfræðinga frá grannsvæðunum. Í tengslum við það verkefni efndi Norræni iðnaðarsjóðurinn til námsstefnu í Lettlandi í því augnamiði að efla viðskiptasambönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem og grenndar þeirra í Rússlandi.
    Á árinu 1997 voru veittar 100 þús. d.kr. til sérstaks ráðstefnuhalds á grannsvæðunum, með tilstuðlan OECD, til eflingar verslunar og viðskipta.

Stofnanir.
    Heildarúttekt og endurskoðun á starfsemi Norræna iðnaðarsjóðsins lauk á fyrri hluta ársins. Þá var unnið að mótun nýrrar stefnu fyrir sjóðinn, sem lögð var fyrir iðnaðarráðherrana í Kalmar í ágúst sl. til samþykktar. Til grundvallar var lagður styrkur norrænnar samvinnu á sviði iðnaðarrannsókna og þróunar í evrópsku samhengi. Sjóðurinn mun hér eftir fást við fjármögnun á frumskeiði nýsköpunarferlis í enn ríkari mæli og hvetja til verkefnahugmynda á norrænum vettvangi, verkefna sem ýmist væri hægt að fjármagna frá Evrópu eða í viðkomandi landi. Megináherslan var sem fyrr lögð á starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem og þróun og framleiðslu þar sem höfð er hliðsjón af umhverfisvernd, lífsgæðum og heilbrigði.
    Ný framkvæmdaáætlun fyrir Nordtest var samþykkt af iðnaðarráðherrum Norðurlanda í ágúst 1997. Helstu áherslusvið eru upplýsinga- og rafeindatækni, gæðakröfur, efnistækni og umhverfismál. Samkvæmt áætluninni stuðlar Nordtest áfram að öryggi, góðu umhverfi og gæðum með því að efla norræna samvinnu um prófunartækni. Vert er að geta þess sérstaklega, að aðferðir og tækniskýrslur Nordtest eru gjarnan lagðar til grundvallar í alþjóðlegu og evrópsku þróunar- og stöðlunarstarfi á sviði prófunartækni. Það hefur svo leitt til þess að norrænar aðstæður og sjónarmið í þessum efnum eru mjög ríkjandi. Áfram verður mikil áhersla lögð á Evróputengslin og samstarfið við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og stofnana þess.

10.3. Orkumál.
Norrænn raforkumarkaður.
    Á þessum áratug hafa átt sér stað miklar breytingar á skipan raforkumála á Norðurlöndum. Norðmenn riðu á vaðið með breytingar og gáfu viðskipti með raforku frjáls og síðan hafa bæði Svíar og Finnar gert breytingar sem stefna í sömu átt. Í Danmörku er nú unnið að skipulagsbreytingum. Þessar breytingar hafa haft talsverð áhrif á viðskipti með raforku milli ríkjanna.
    Um árabil hefur verið gott samstarf og mikil viðskipti með raforku milli Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar. Þetta samstarf hefur leitt til betri nýtingar á orkulindunum og dregið úr umhverfisáhrifum vegna orkuvinnslu auk þess að hafa í för með sér fjárhagslegan ávinning. Samstaða er um að mikilvægt sé að þróa raforkuviðskipti á milli landanna enn frekar í ljósi áðurnefndra skipulagsbreytinga og í samræmi við yfirlýsingu sem orkumálaráðherrar samþykktu í júní 1995. Það á meðal annars við um gjald fyrir flutning á orku milli landanna og kauphallarviðskipti með raforku.
    Fjallað hefur verið um leiðir til að samræma eða samhæfa skattlagningu á raforku á milli landanna og lauk starfshópur á vegum embættismannanefndarinnar störfum á árinu. Haldin var námsstefna um það mál dagana 23. til 24. apríl 1997. Athuganir sem gerðar hafa verið staðfesta að umhverfisskattar og umhverfisgjöld, sérstaklega á raforkuvinnslu, geta stuðlað að bættum umhverfisáhrifum. Svo virðist þó að ef koma á í veg fyrir aukningu í losun CO2 vegna raforkuframleiðslu á Norðurlöndum þurfi að leggja á há gjöld eða skatta nema önnur stjórntæki verði notuð samhliða. Athuganir sýna jafnframt að ekki er hægt að samhæfa skattlagningu á raforku á Norðurlöndum án þess að taka tillit til ýmissa annarra mála á sviði orkumála, svo sem þróunar jarðgasmarkaðar, lokun kjarnorkuvera í Svíþjóð og efnahagslegs jafnvægis á milli landanna. Sömuleiðis skiptir þróun raforkumála á evrópska efnahagssvæðinu miklu, ekki síst þar sem viðskipti með raforku við Þýskaland og Holland eru vaxandi. Ráðherrarnir hafa því lagt áherslu á mikilvægi víðtæks samstarfs í þessu efni.

Markaður fyrir jarðgas.
    Gerðar hafa verið athuganir á aukningu markaðar fyrir jarðgas á Norðurlöndunum og grannsvæðum þeirra í austri. Sérstakur vinnuhópur með fulltrúum ráðuneyta og fyrirtækja hefur fjallað um þýðingu jarðgass í orkukerfi Norðurlandanna (annarra en Íslands) og grannsvæðanna. Ísland á ekki fulltrúa í hópnum. Ráðherranefndin telur að þróun markaða með jarðgas verði fyrst og fremst að meta af þeim fyrirtækjum sem stunda viðskipti með gas. Á vegum vinnuhópsins hefur verið unnin viðamikil skýrsla um hlutverk jarðgass í Norðurlöndum og grannsvæðunum og var rætt um skýrsluna á ráðstefnu í desember 1997. Ráðherranefndin fylgist einnig með því sem gert er á vegum Evrópusambandsins á þessu sviði, en sem kunnugt er hefur verið unnið að gerð tilskipunar um innri markað fyrir jarðgas. Fyrirhugað er að athuga mikilvægi jarðgass til að draga úr umhverfisáhrifum orkuvinnslu á Norðurlöndum og í öðrum löndum við Eystrasalt.

Orku- og umhverfismál.
    Á ráðherrafundi í Reykjavík árið 1995 var skipaður starfshópur sem einkum var falið að vinna að sameiginlegu tilraunaverkefni (Joint Implementation) til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Markmið verkefnisins var að varpa ljósi á möguleika og hindranir við framkvæmd slíkra verkefna milli Norðurlanda og grannríkjanna í austri. Hópurinn hefur einnig unnið að verkefnum er lúta að mismunandi skuldbindingum ríkja varðandi takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda, viðskipti með losunarkvóta og loks áhrifum innflutnings og útflutnings á jarðgasi og raforku á losun gróðurhúsalofttegunda.
    Á árinu 1997 hefur einnig verið samstarf við ráðherranefndina á sviði umhverfismála um þessi mál og hefur sameiginlegur starfshópur nefndanna unnið að margvíslegum verkefnum sem tengjast rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Starfshópurinn gekkst m.a. fyrir ráðstefnu í maí og vinnufundi í september sl. um þessi mál vegna undir búnings fyrir loftslagsráðstefnuna í Kyoto. Íslendingar áttu fulltrúa bæði á ráðstefnunni og vinnufundinum, hvort tveggja var afar gagnlegt. Ákveðið hefur verið að starfshópurinn starfi áfram á næsta ári.

Orkusparnaður, bætt orkunýting.
    Á þessum áratug hafa eins og áður segir átt sér stað miklar breytingar á skipan raforkumála á Norðurlöndunum. Ráðherranefndin hefur látið kanna hvort þessar breytingar hafi í för með sér neikvæð áhrif hvað varðar hagkvæma orkunýtingu eða orkusparnað og hrundið af stað verkefnum með það fyrir augum að vinna gegn því að slíkt eigi sér stað.

Orkurannsóknir.
    Norræna orkurannsóknaráætlunin hefur frá árinu 1987 verið skipulögð sem markáætlun til þriggja eða fjögurra ára í senn. Markmiðið hefur verið að styrkja grunnþekkingu og efla samstarf háskóla, rannsóknastofnana o.fl. með það fyrir augum að stuðla að bættri samkeppnisstöðu landanna. Núverandi rannsóknaáætlun lýkur á næsta ári, en þegar hefur verið ákveðið að hrinda nýrri áætlun af stað og er unnið að undirbúningi hennar.

Evrópusambandið, Evrópska efnahagssvæðið og alþjóðaorkumál.

    Á fundum ráðherranefndarinnar, embættismannanefndarinnar og starfshópa á hennar vegum er að jafnaði fjallað um mál er varða evrópska efnahagssvæðið og þróun á sviði orkumála innan Evrópusambandsins.
    Ráðherranefndin hefur styrkt vinnu Alþjóða orkumálastofnunarinnar varðandi sameiginlega framkvæmd til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Samstarf við grannsvæði Norðurlanda.
    Í yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna frá 27. júní sl. um sjálfbæra þróun á sviði orkumála umhverfis Eystrasaltið fólu þeir orkumálaráðherrum Norðurlanda að vinna að tilteknum verkefnum. Þessi verkefni lúta að möguleikum til að auka nýtingu endurnýjanlegra orkulinda, nota jarðgas í stað olíu eða kola, samvinnslu raforku og varma, orkusparnaði o.fl. Í nóvember sl. var lögð fyrir forsætisráðherra Norðurlanda skýrsla þar sem fjallað er um fyrstu niðurstöður þessara verkefna, en gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki á fyrri hluta ársins 1998. Í tengslum við þetta starf hefur starfshópur sá er vinnur að málinu meðal annars sótt Eystrasaltsríkin heim og gengist fyrir ráðstefnu um orkumál á Norðurlöndunum og í ríkjunum við Eystrasaltið.
    Á vegum ráðherranefndarinnar hefur verið komið upp þjálfunaráætlun annars vegar fyrir verk- og tæknifræðinga sem starfa hjá orkufyrirtækjum og hins vegar fyrir kennara við háskóla og tækniskóla í Eystrasaltsríkjunum. Áætlunin miðar einkum að því að tengja betur hagræna þætti inn í áætlanagerð og rekstur á orkusviðinu.
    Ráðherranefndin hefur m.a. í framhaldi af ályktun Norðurlandaráðs nr. 34/1995 unnið að verkefni er miðar að því að kanna möguleika til nánara samstarfs milli Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og ríkjanna í Austur-Evrópu.

Niðurlag.
    Starf norrænu ráðherranefndarinnar á sviði orkumála er gagnlegt fyrir Ísland, þó svo að orkulindir okkar, orkuvinnsla og orkunýting sé verulega frábrugðin því sem er annars staðar á Norðurlöndum og raforkukerfi landsins einangrað. Mikilvægt er að fylgjast með þróun raforkumarkaðarins í löndunum og fá yfirlit yfir skatta og gjöld á orkuvinnslu og orkusölu. Hvort tveggja kemur að góðu gagni í sambandi við þá endurskoðun á framtíðarskipan raforkumála sem nú er unnið að sem og athugun á tengingu raforkukerfis landsins við grannríkin. Starf ráðherranefndarinnar að verkefnum er lúta að umhverfishlið orkumálanna, einkum hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda, hefur stuðlað að betri og víðtækari þekkingu á því sviði og létt undirbúning Íslands vegna vinnu í tengslum við loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægt er að því starfi verði haldið áfram m.a. í ljósi bókunarinnar sem samþykkt var í Kyoto. Íslendingar hafa notið góðs af orkurannsóknaráætluninni og hefur af Íslands hálfu verið lögð áhersla á að því samstarfi verði haldið áfram. Þá eru fundir á vegum ráðherranefndarinnar mikilvægir til að skiptast á skoðunum varðandi orkumál er tengjast evrópska efnahagssvæðinu.

10.4. Samgöngumál
    Eins og fram hefur komið í fyrri skýrslum samstarfsráðherra fer norrænt samstarf um samgöngumál að mestu fram í norrænni embættismannanefnd um samgöngumál (NET) en í henni eiga sæti ráðuneytisstjórar samgönguráðuneytanna á Norðurlöndum, ásamt aðstoðar fólki. Á undanförnum árum hafa ráðherrar samgöngumála hist tvisvar á ári að jafnaði í tengslum við þing Norðurlandaráðs, en í ár og á fyrra ári var þó aðeins haldinn einn fundur ráðherranna. Fundurinn í ár var í Málmey 1. október.
    Á árinu voru eftirtalin mál m.a. til umfjöllunar:

1. Efst á baugi í samgöngumálum Norðurlanda.
    Á fundum NET kynnir hvert land það sem efst er á baugi í samgöngumálum hvers lands. Í ár voru mál er varða frelsi í fjarskipta- og póstmálum ofarlega á blaði í Noregi, á Íslandi og í Finnlandi, framkvæmdir í vegamálum og við flugvallagerð í Finnlandi, á Íslandi (Hvalfjarðargöng og fyrirhugaðar framkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll), í Danmörku (Stórabeltis- og Eyrarsundsframkvæmdir) og í Noregi (Gardemoen-flugvöllur sem opnaður verður í október 1998).

2. Málefni, er varða EES/ESB og Norðurlöndin, svo og annað erlent samstarf.
    Á fundum ráðherranna og NET voru kynnt og rædd þau mál sem til umræðu voru á árinu í samskiptum EES/ESB og Norðurlanda. Af einstökum málum má nefna umhverfismál flugsins, einkum hávaðamál, þrengsli í flugumferðinni, gjöld á þungar bifreiðar, 4. og 5. rammarannsóknaráætlun ESB og fjármögnun TEN framkvæmda m.a. með einkafjármögnun.
    NET samþykkti á fundi sínum í Málmey 30. september að koma á fót starfshópi með fulltrúum frá öllum hinum norrænu löndum til þess að leggja línurnar og ræða evrópsk samgöngumálefni til undirbúnings formennsku Finnlands í Evrópusambandinu 1999. Ráðherrarnir samþykktu á fundi sínum 1. október að veita 100 þús. d.kr. til þessa verkefnis.
    Hvað snertir annað erlent samstarf voru á fundum NET rædd mál er varða Eystrasaltsríkin og samgöngur milli ríkja í Austur- og Vestur-Evrópu.

3. Umferðaröryggismál.
    Eftir að nefnd um umferðaröryggismál (SNT) var lögð niður í upphafi árs 1997 hefur starfað óformlegur vinnuhópur fulltrúa þeirra ráðuneyta sem fara með umferðaröryggismál á Norðurlöndum. NET samþykkti að veita til þessa starfs 307 þús. d.kr. á þessu ári. Verkefni hópsins skal vera m.a. að sjá um Norræna umferðaröryggisdaga á árinu 1998.

4. Verkefnaáætlun um norrænt samstarf á sviði samgöngumála.

    Á fundi sínum í Málmey samþykktu samgönguráðherrarnir að óska eftir því við NET að nefndin ynni að verkefnaáætlun um norrænt samstarf á sviði samgöngu- og umferðarmála fyrir árin 1998–2000, sem lögð yrði fyrir þing Norðurlandaráðs á árinu 1998.

5. Mögulegir fjárfestingakostir fyrir stórframkvæmdir í samgöngumálum.
    Ræddir voru mögulegir kostir við fjármögnun stórframkvæmda í samgöngumálum. Þar voru nefndir kostir eins og fjármögnun með vegatollum (bompengar) og færslu frá því kerfi til umferðargjalda (road pricing).

10.5. Húsnæðis- og byggingarmál.

    Húsnæðisráðherrar Norðurlandanna samþykktu á fundi í Álasundi þann 3. júní 1997 tillögu að nýrri samstarfsáætlun fyrir tímabilið 1998–2001. Samstarfið hefur haft að leiðarljósi miðlun reynslu og þekkingar varðandi leiðir og lausnir í húsnæðismálum. Á árinu var unnið að rannsóknarverkefnum varðandi stefnumótandi þætti húsnæðismála, gefnar út skýrslur og haldnar námsstefnur auk þess sem unnið var að undirbúningi fyrir ný verkefni.
    Með norrænt notagildi að leiðarljósi lögðu húsnæðisráðherrarnir áherslu á eftirfarandi atriði varðandi samstarfið í næstu framtíð: Félagslegir þættir húsnæðismála, sjálfbær þróun húsnæðis- og byggingarmála og samvinna við grannsvæði Norðurlanda. Í samstarfsáætluninni er lögð áhersla á breyttar áherslur á þessum vettvangi síðastliðin ár. Félagslegir þættir, staða og aðskilnaður ólíkra hópa á húsnæðismarkaði og aðstæður þeirra sem verst eru settir hafa verið í brennidepli. Þannig hefur dregið úr vægi tæknilegra þátta er lúta að nýbyggingum að öðru leyti en því sem viðkemur vistvænum byggingum, umhverfi og sjálfbærri þróun sem fengið hefur sífellt meira vægi.
    Á húsnæðisráðherrafundinum í Álasundi 3. júní 1997 var kynnt skýrsla með niðurstöðum á úttekt á stöðu félagshópa og aðskilnaði á húsnæðismarkaði (Bostadspolitik mot segregation. TemaNord 1997:544). Markmiðið með verkefninu var að kanna hvaða möguleikar og takmarkanir væru í hverju landi á því að fyrirbyggja aðskilnað á húsnæðismarkaði og hvernig hægt sé að komast hjá mismunun á húsnæðismarkaði. Skýrslan fékk góðar viðtökur og hefur þegar verið ákveðið að fylgja þessu verkefni eftir með því að taka saman yfirlit um góðar lausnir í þessum málum. Verkefnið verður unnið í samstarfi við sambönd sveitarfélaga á Norðurlöndum sem sýnt hafa málinu mikinn áhuga.
    Á árinu lauk rannsóknarverkefni með skýrslu undir heitinu „Norrænn húsnæðismála réttur“. Skýrslan „Nordisk bustadsrett“ er samanburðargreining á gildandi réttarreglum um húsnæðismál á Norðurlöndum (TemaNord 1997:594). Skýrslan var kynnt á fjölmennri námsstefnu í Noregi. Einnig var haldin námsstefna um byggingarlöggjöf á Norðurlöndum. Samanburðarrannsókn á byggingarkostnaði lauk með útgáfu skýrslu sem ber heitið: „Bygg kostnader i Norden“ (TemaNord 1997:508).
    Unnið var að rannsóknarverkefni sem ber heitið „Housing in the Nordic Countries“ sem er ætlað að draga upp heildarmynd af fyrirkomulagi og stöðu húsnæðismála á Norðurlöndum. Markmið þessa verkefnis er að gefa út rit með upplýsingum um húsnæðismál á Norðurlöndum sem yrði aðgengilegt fyrir Eystrasaltslöndin, Austur-Evrópu og einnig gagnlegt í Evrópusamstarfi. Skýrslan verður gefin út á ensku á næsta ári. Einnig hefur farið fram undirbúningsvinna fyrir samnorrænt verkefni um húsnæðismál eldra fólks sem verður unnið á árinu 1998. Tekið verður saman yfirlit um reynslu Norðurlandanna hvað varðar skipulag, fyrirkomulag og mismunandi lausnir í húsnæðismálum aldraðra.
    Undirbúningur hefur einnig farið fram á árinu fyrir námsstefnur sem fyrirhugað er að halda á næsta ári. Fjallað verður um húsaleigubætur og greiningu á þróun á leigumarkaði. Fulltrúi Íslands hefur lagt til að fjallað verði um þær breytingar er orðið hafa og eru í bígerð á hús næðislánakerfum, stjórnun og fyrirkomulagi húsnæðismála. Embættismannanefndin hefur samþykkt tillöguna og verður námsstefnan haldin hér á landi á vormánuðum 1998.

10.6. Byggðamál.

10.6.1. Embættismannanefndin um byggðamál.
    Samstarf Norðurlandanna í byggðamálum byggist aðallega á þremur þáttum. Mestum fjármunum er varið til samstarfshéraðanna, síðan er samstarf um menntun og rannsóknir á sviði byggðaþróunar og skipulagsmála. Þriðji þáttur samstarfsins er samskipti embættismanna um byggðastefnu og mótun hennar.
    Svo sem getið var um í skýrslu um samstarf Norðurlanda árið 1996 er samstarf landamærahéraða Norðurlanda í örri breytingu eftir að Svíþjóð og Finnland gengu í Evrópusambandið. Á vegum þess eru umfangsmiklar stuðningsáætlanir til landamærahéraða, svokallað INTERREG. Norðmenn taka þátt í þessu samstarfi en greiða alla þátttöku sína sjálfir. Er nú svo komið að viðhorf og vinnuaðferðir ESB ráða lögum og lofum í flestum samstarfshéruðunum utan norræna Atlantssamstarfinu, sem er hið eina sem er alveg utan við ESB. (Um það er fjallað í kafla 10.6.2.)
    Áður hefur verið getið um samstarf Norðurlandanna annars vegar og Skotlands hins vegar í byggðamálum. Nokkrir íslenskir aðilar hafa tekið þátt í verkefnum innan ramma þess samstarfs. Nú hefur Evrópusambandið einnig tekið yfir fjármögnun þessa samstarfs sem nú heitir Northern Periphery. Norðmenn taka fullan þátt í verkefninu en greiða sinn hlut að fullu. Ísland hefur möguleika á þátttöku í einstökum verkefnum innan ramma verkefnisins og er fullur áhugi á því hjá flestum þeim aðilum sem hafa tekið þátt í hinu norræna samstarfi með Skotum.
    Á árinu 1997 tók til starfa ný norræn stofnun á sviði byggðamálasamstarfsins. Stofnunin heitir Nordregio og hefur aðsetur í Stokkhólmi. Verkefni hennar er menntun og rannsóknir á sviði byggða- og skipulagsmála. Nordregio stendur á grunni þriggja eldri stofnana: Nordplan, sem var norræn menntastofnun á sviði skipulagsmála; NordREFO, sem var norræn rannsóknastofnun í byggðamálum og NOGRAN, sem var starfshópur um úttektir og tölfræðiupplýsingar í byggðamálum sem var NERP, norrænu embættismannanefndinni í byggðamálum til ráðuneytis. Nordregio mun efla eftir því sem kostur er þekkingaröflun og -miðlun á sviði byggða- og skipulagsmála. Allar forsendur eru fyrir því að stofnunin geti gegnt forustuhlutverki á sínu sviði innan Evrópu.
    Lánasjóður Vestur-Norðurlanda (sjá nánar kafla 15.6.) heyrir undir samstarfið í byggðamálum. Nú hefur reglugerð um starfsemi sjóðsins verið breytt og er þess að vænta að áherslubreytingar verði í starfsemi hans í kjölfarið þannig að hann beini lánveitingum sínum til Færeyja og Grænlands í auknum mæli og styðji NORA samstarfið með beinum fjárfram lögum.
    Á árinu var fram haldið samstarfi embættismannanefndanna í byggðamálum og landbúnaðarmálum.

10.6.2. Norræna Atlantsnefndin NORA (áður samstarfsnefnd Vestur-Norðurlanda).
    Árið 1997 var annað starfsár Norrænu Atlantsnefndarinnar NORA, en nefndin er sam starfsvettvangur Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga og Norðmanna og heyrir nefndin undir Norrænu embættismannanefndina í byggðamálum (NERP). Skrifstofa nefndarinnar er staðsett í Þórshöfn í Færeyjum. Hér á landi er skrifstofa Byggðastofnunar á Egilsstöðum í forsvari fyrir nefndina, en að auki annast skrifstofur í Nuuk, Stavanger og Bodø málefni nefndarinnar.
    Meginmarkmið með starfi nefndarinnar eru eftirfarandi;
        að hvetja til og efla samvinnu innan svæðisins með áherslu á eftirfarandi atriði; (1) auðlindir og umhverfismál sjávar, (2) landbúnað, (3) verslun og viðskipti, (4) ferðaþjónustu og (5) samgöngur.
        að koma á samstarfi milli nefndarinnar og annarra aðila sem vinna að hliðstæðum og tengdum verkefnum innan samstarfssvæðisins. Einkum skal þó lögð áhersla á samvinnu við atvinnuþróunar- og rannsóknarstofnanir í löndunum fjórum.
        að miðla reynslu og þekkingu í byggða- og atvinnumálum milli landanna.
        að stuðla að rannsóknum og þróun á framangreindum sviðum, þar sem löndin geta notið góðs af reynslu hvers annars með því að koma á samskiptum stofnana, fyrirtækja og fólk í millum.

    Þrír fulltrúar frá löndinum fjórum eiga sæti í nefndinni og eru fulltrúar Íslands skipaðir í nefndina af forsætisráðherra. Síðustu ár hefur verið lögð áhersla á að fulltrúar sveitarstjórna taki þátt í starfi nefndarinnar.
    Á þessu öðru starfsári nefndarinnar hafa borist margar umsóknir um styrki frá öllum löndunum, en skilyrði fyrir styrkveitingu er að í það minnsta kosti tvö aðilarlönd séu umsækjendur að hverjum styrk.
    NORA hefur á árinu 1997, eins og á árinu 1996, haft frumkvæði að nokkrum fjölda samstarfsverkefna sem tengjast markmiðum nefndarinnar. Fjárveiting til nefndarinnar á árinu 1997 var um fimm milljónir danskra króna og hefur stórum hluta þess verið ráðstafað bæði til styrkja og til þess að setja af stað verkefni sem tengjast áður nefndum markmiðum.
    Árið 1997 var formaður nefndarinnar Kaj Egede fyrrverandi ráðherra í grænlensku heima stjórninni, en á árinu 1998 munu Íslendingar fara með formennsku í nefndinni.

10.7. Landbúnaður og skógrækt.
    Norrænt samstarf á sviði landbúnaðar og skógræktar stendur á gömlum merg og hefur verið mjög virkt frá upphafi aldarinnar. Þetta samstarf skilar stöðugt hugmyndum að nýjum viðfangsefnum og áherslum inn í það starf sem unnið er á vettvangi norrænu ráðherranefndarinnar. Á liðnu ári var unnið áfram eftir þeirri starfsáætlun fyrir tímabilið 1996–2000 sem samþykkt var í Kuopio í Finnlandi á 47. þingi Norðurlandaráðs. Eins og í öðrum starfsáætlunum innan hins norræna samstarfs er gengið út frá meginmarkmiðunum þremur, norrænu notagildi, tengingu við alþjóðamál einkum innan Evrópusamstarfsins og tengslum við svonefnd grannsvæði í Eystrasaltsríkjunum og Norðvestur-Rússlandi.
    Megináherslur í hinni nýju samstarfsáætlun er á verkefni sem hafa skírskotun og tengsl til eftirfarandi fjögurra sviða:
        Gæði í landbúnaðarframleiðslunni með áherslu á umhverfið.
        Varðveisla erfðafræðilegs fjölbreytileika.
        Byggðaþróun á landssvæðum sem eru sérstaklega háð landbúnaði og skógrækt.
        Sjálfbær skógrækt.
    Náttúrulegar forsendur til landbúnaðar og skógræktar skera sig nokkuð úr því sem er í flestum löndum álfunnar og öflugt norrænt samstarf á þessum sviðum er því sérlega verðmætt t.d. við sókn Norðurlandanna inn í rannsóknaáætlanir Evrópubandalagsins. Af þeim ástæðum er meðal annars lögð mikil áhersla á þau beinu tengsl sem eru milli Norrænu embættismannanefndarinnar um landbúnað og skógrækt (NEJS) og verkefna sem lúta að rannsóknum og þróun. Landbúnaðarráðherrar Norðurlanda hafa því lagst eindregið gegn þeim hugmyndum sem lúta að því að færa sem mest af samstarfi á þessu sviði til samráðsnefndar menntamálaráðuneytanna og telja að málaflokknum sé betur fyrir komið í núverandi kerfi og þjóni sem mjög gott verkfæri í þróun allrar samvinnu innan atvinnuvegarins.
    Ráðherrafundirnir eru nú tveir á ári og skipt í tvær málstofur þar sem fjallað er annars vegar um landbúnað og hins vegar um skógrækt auk sameiginlegrar umræðu. Á síðasta ári var sumarfundurinn haldinn í Kolding í Danmörku og haustfundurinn í Oslo. Á sumarfundinum var sérstaklega fjallað um norræna virkni innan FAO gagnvart World Food Summit og tillaga lögð fyrir Norðurlandaráð þar sem gert er ráð fyrir að Norðurlandaráð fái það hlutverk að fylgja áætluninni eftir.
    Stofnanir sem heyra undir ráðherranefnd landbúnaðar og skógræktar (MR–JS) hafa fengið háa einkunn með hliðsjón af „norrænu notagildi“ og virðist það jafnvel styrkjast vegna hlut verks þeirra í að fylgja málum eftir í alþjóðlegri umræðu svo sem gagnvart varðveislu erfðaefnis og líffræðilegum fjölbreytileika og sjálfbærri nýtingu lands í matvælaframleiðsl unni. Norræni genbankinn kemur með mjög virkum hætti að þessum málaflokkum gagnvart alþjóðlegu samstarfi og er einnig mjög virkur í samstarfi við Eystrasaltsríkin og Rússland. Efling hefur einnig orðið í starfsemi Norræna genbankans fyrir húsdýr. Stofnanir og helstu langtímaverkefni á vegum NEJS er:
        Norræni genbankinn fyrir nytjaplöntur (NGB).
        Norræni genbankinn fyrir húsdýr (NGH).
        Norræna samstarfsráðið fyrir landbúnaðarrannsóknir (NKJ).
        Norræna bútækniráðið (NTS).
        Samstarfsnefndin um norrænar skógræktarrannsóknir (SNS).
        Samstarf landbúnaðarháskólanna (NOVA).
        Norræna dýralæknasamstarfið (NKVet).
        Samstarfsnefnd um plöntusjúkdóma og samræming um innflutning.
    Auk þessara viðfangsefna veitir NEJS fjármagni til ýmissa verkefna sem rekin eru á verkefnagrundvelli á grundvelli umsókna. Þar má nefna gæðastýringu í landbúnaði með sérstaka áherslu á umhverfismál, varðveislu erfðaefnis, þróun landbúnaðar og skógræktar með hliðsjón af þróun landbúnaðarins og sjálfbæra framleiðslu skógarnytja. Embættisnefndin hefur fjármagnað verkefni í samvinnu við embættismannanefndina um umhverfismál (EK–Miljø) og embættismannanefndina fyrir byggðaþróun (NERP). Þessum verkefnum er ekki lokið. Þá hefur embættismannanefndin lagt mikla áherslu á matvælaöryggi þar á meðal þá hættu sem stafar af lyfjaleyfum í matvælum og öryggi matvæla með hliðsjón af salmonellu mengun. Þessi verkefni verða áfram ofarlega á verkefnaskrá nefndarinnar. Þá hefur nefndin haft til umræðu landbúnaðarstefnumörkun ESB og tók ákvörðun um að láta sérstaka umræðu fara fram á óformlegan hátt um þróun viðskipta með landbúnaðarvörur á alþjóðlegum vettvangi. Á árinu var að mestu lokið við fjögur viðamikil rannsóknarverkefni sem styrkt voru af umhverfisáætlun norrænu ráðherranefndarinnar og stýrt af NKJ og SNS. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í þremur þessara verkefna sem snúa að hringrás næringarefna í jarðvegi og áhrifum breytinga í samsetningu lofthjúpsins á vöxt plantna. Í báðum verkefnaflokkum hefur þátttaka íslenskra vísindamanna gert þeim fært að taka þátt í umsóknum í fjórðu rammaáætlun Evrópusambandsins og einnig skapað mikilvægan þekkingargrunn vegna þátttöku í alþjóðlegri umræðu um umhverfismál svo sem hnattrænar loftslagsbreytingar.

11. Sjávarútvegsmál.

    Í norræna sjávarútvegssamstarfinu var á árinu 1997 annars vegar horft til þess hvernig hægt er að styrkja innviði sjávarútvegsins í löndunum með stuðningi við ýmiskonar rannsóknir honum tengdar. Áhersla á þennan þátt er ekki ný af nálinni og hefur verið eins og rauður þráður í samstarfinu undanfarin ár. Hins vegar var sjónum beint út á við í ríkari mæli en verið hefur, m.a. með því að horfa til markaðslanda fyrir sjávarafurðir og reynt að gera sér grein fyrir hvaða kraftar eru þar mest áberandi eða muni hafa áhrif á norrænan sjávarútveg.
    Norræna samstarfið á sjávarútvegssviðinu er ekki lengur sjálfstætt samstarfssvið heldur fellur það undir efnahags- og atvinnusamstarf í samræmi við breytingar sem gerðar voru á heildarskipulagi norrænu ráðherranefndarinnar árið 1996. Sjávarútvegssamstarfið heldur þó sínum hlut í fjárveitingum frá fyrra ári og hafði til ráðstöfunar árið 1997 alls 7,2 millj. d.kr. Sem fyrr var ein milljón lögð í samstarfsverkefni á sviði sjávarútvegs- og umhverfismála. Hafin er endurskoðun á fyrirkomulagi þess samstarfs og má reikna með að henni ljúki á fyrri hluta ársins 1998. Væntanlega verður þessu samstarfi haldi áfram, þó til þess kunni að koma að skipulag þess breytist.
    Umsóknir um 27 sameiginleg norræn verkefni voru teknar til umfjöllunar. Alls var farið fram á styrki til rannsókna sem námu 27 millj. d.kr. sem svarar til rétt rúmlega fjórðungs heildarkostnaðar við þær rannsóknir. Búið er að úthluta styrkjum til 17 verkefna. Þar á meðal er framhaldsverkefni í merkingu fiska með rafmerkjum, grálúðurannsóknir í Norður-Atlantshafi og samanburðarverkefni hagfræðinga á fiskveiðistefnu Dana, Norðmanna og Íslendinga.
    Í framhaldi af starfi nefndar sem fylgdist sérstaklega með umræðum um umhverfis merkingar bæði innan Norðurlanda og annars staðar í Evrópu, var stofnað til upplýsinga herferðar um sjávarútveg í norrænu ríkjunum. Þá hefur norrænt ráðgjafarfyrirtæki verið fengið til að taka út það sem kallað er ný markaðstaða sjávarútvegsins, með því að reyna að greina hvaða kröfur neytendur muni gera til sjávarútvegs á Norðurlöndum á næstu fimm árum. Búist er við að þar verði umhverfiskröfur, kröfur um neytendavald og aukið upplýsingastreymi efstar á blaði en niðurstöðu er að vænta í vor.
    Í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki í nóvember var haldinn fundur sjávarútvegsráðherra Norðurlanda. Þrír fundir voru í embættismannanefndinni á árinu, í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Norðmenn höfðu á hendi formennsku í starfinu á þessu ári en Svíar taka við um áramót.
    Í samstarfsáætlun fiskveiðisamstarfsins til ársins 2000 er það meginmarkmið að stuðla að því að efla sjávarútveg sem mikilvægan þátt þjóðlífs í löndunum. Það telst sérstaklega mikil vægt að styðja verkefni sem snerta þau lönd eða þá landshluta sem háðastir eru sjávarútvegi. Markmiðið felur í sér áherslu á verndun auðlinda sjávar og skynsamlega nýtingu þeirra. Skipulagi starfsseminnar hefur ekki verið breytt, formlegt samstarf fer fram innan ráðherra nefndar og embættismannanefndar sem felur vísindanefnd að meta umsóknir og vinnunefnd umsjón starfsins. Mikilvægur þáttur er starf fiskveiðiráðgjafa norrænu ráðherranefndarinnar sem sér um daglegan rekstur og samræmingu.

12. Samstarf við grannsvæði Norðurlanda.

    Til grannsvæða Norðurlanda teljast Eystrasaltsríkin og Norðvestur-Rússland, þ.e. Murmansk-, Arkhangelsk- og Pétursborgarsvæðin auk Kaliningrad og Karelen.
    Norðurskautssvæðið telst einnig til grannsvæða Norðurlanda en samstarfið um málefni Norðurskautssvæðisins fer fram samkvæmt sérstakri starfsáætlun.
    Starfsemi norrænu ráðherranefndarinnar á grannsvæðum Norðurlanda hefur staðið frá árinu 1990. Samkvæmt starfsáætlun fyrir grannsvæðin sem samþykkt var árið 1995 er sam starfið við grannsvæðin ein af þrem meginvíddum norræns samstarfs. Veitt var 51 millj. d.kr. til grannsvæðasamstarfsins samkvæmt grannsvæðaáætluninni fyrir árið 1997. Auk þess var umtalsverðum fjárhæðum veitt til samstarfsins af öðrum fjárlagaliðum þannig að nærri lætur að 100 millj. d.kr. hafi runnið til þess af norrænum fjárlögum árið 1997.
    Meginmarkmið norræns samstarfs við grannsvæðin er að:
        stuðla að friði, öryggi og stöðugleika í Evrópu,
        stuðla að þróun lýðræðis og markaðsbúskapar, mannréttindum og ábyrgri nýtingu auðlinda.
    Samstarf og samskipti við grannsvæðin á sér stað á nánast öllum sviðum norræns samstarfs. Það fer fram á vegum Norðurlandaráðs, norrænu ráðherranefndarinnar, embættis mannanefndanna, sérfræðinga- og starfshópa og norrænu stofnananna. Með þessu móti verða tengsl Norðurlanda við grannsvæðin mjög víðtæk og til þess fallin að stuðla að jákvæðri þróun þar.
    Á grundvelli óska frá Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi er lögð áhersla á starfsemi og verkefni þar sem Norðurlönd geta boðið sérstaka þekkingu og kunnáttu og þar sem framlag Norðurlandanna er mikilvæg viðbót við starfsemi heimamanna.
    Áherslusvið starfsáætlunarinnar fyrir grannsvæðin hafa verið:
        Upplýsingastarfsemi og samskipti.
        Styrkjakerfi.
        Menningar- og umhverfissamstarf.
        Réttindi þegnanna.
        Iðnaðar- og efnahagsmál.
        Umhverfissamstarf.
        Landbúnaðarsamstarf.

    Starfshópur um stefnumörkun fyrir samstarf Norðurlanda við grannsvæðin skilaði árið 1996 úttekt á samnorrænu starfsáætluninni og á samstarfsverkefnum landanna hvers um sig við grannsvæðin, svo og tillögum um samnorræna stefnumörkun og áherslusvið í norrænu grannsvæðaáætluninni. Á grundvelli þessarar úttektar samþykktu samstarfsráðherrar Norður landa á fundi sínum í október 1996 að áherslur í starfsemi norrænu ráðherranefndarinnar á grannsvæðunum verði á sviðum þar sem norrænt samstarf gefi aukið gildi og að stærri og sýnilegri verkefni fái forgang. Enn fremur að áhersla verði á samstarf sem stuðli að þróun lýðræðis og á stuðning við samtök vinnumarkaðar og almennings. Önnur áherslusvið verði stuðningur við þróun frjálsra félagasamtaka, norræn tungumálakennsla svo og stuðningur við Eystrasaltsríkin í viðleitni þeirra til að aðlaga löggjöf og stjórnsýslu að væntanlegri þátttöku í ESB. Meðal markmiða ráðherranefndarinnar fyrir grannsvæðasamstarfið er einnig aukin samræming aðgerða við starfsemi norrænna fjármögnunarstofnana og markvissara samstarf við önnur svæðisbundin samtök á Eystrasalts- og Barentssvæðinu.
    Samstarfsráðherrar Norðurlanda (MR-SAM) bera ábyrgð á starfsemi ráðherranefndarinnar á grannsvæðum Norðurlanda og taka ákvarðanir um starfsáætlun og fjárveitingar á þessu sviði.
    Fundur samstarfsráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna var haldinn í Brussel í mars mánuði. Til umfjöllunar var m.a. hlutverk upplýsingaskrifstofanna, stuðningur Norðurlanda við undirbúning Eystrasaltsríkjanna fyrir inngöngu í ESB og samstarf á sviði menntunar, jafn réttis, menningar og umhverfismála.
    Verkefni innan starfsáætlunarinnar á fyrstu þremur ársfjórðungum voru alls 36. Tveimur nýjum verkum var ýtt úr vör, verkefni um stjórnsýslu og lýðræði og verkefni um þriðju stoðina. Fjórum verkefnum var lokið á tímabilinu, m.a. verkefni um nýjar leiðir í fullorðins fræðslu. Í sumum verkefnum hefur í upphafi reynst örðugt að gera rússneska þátttöku að veru leika þó gert hafi verið ráð fyrir henni. Ástæðan er fyrst og fremst sú að baltneskir og rúss neskir þátttakendur hafa ólíkar forsendur og þarfir.

Norrænu upplýsingaskrifstofurnar.
    Meðal þess sem upplýsingaskrifstofan í Tallinn stóð að á árinu var norræn menningarhátíð með þátttöku 21 listamannahóps og norræn-baltnesk jafnréttisráðstefna með 620 þátttak endum svo og heimsókn félagsmálaráðherra Íslands í tengslum við ráðstefnuna. Skrifstofan hefur þar að auki komið að fjölda grannsvæðaverkefna með tengslamyndun, upplýsingamiðlun o.fl. Á vegum skrifstofunnar var á árinu unnið að verkefnum um m.a. menningarmiðlun, fjölmiðlasamstarf, jafnréttismál og almenna upplýsingastarfsemi. Veittir voru styrkir til norrænnar tungumálakennslu og starfsemi frjálsra félagasamtaka. Upplýsingaskrifstofan í Vilníus kom einnig að undirbúningi jafnréttisráðstefnunnar í Valmieri í Lettlandi en gott samstarf eistneskra og norrænna embættismanna hefur komist á í framhaldi af ráðstefnunni. Norræn-baltnesk námsstefna „Information and Communication Technology as a Tool for Learning“ var haldin í Tallinn í september. Skrifstofan átti þátt í undirbúningi námsstefnunnar „The Cultural Image of Small Countries in Europe“ sem haldin var í september. Áhuginn á Nordpraktik-verkefninu og þýðingarstyrk NORDBOK hefur verið mikill. Tíu eistneskir kennarar í líffræði, efnafræði og landafræði tóku þátt í námskeiði um umhverfisfræðslu sem haldið var á Álandseyjum í september. Tengslanet hefur myndast á mörgum sviðum í framhaldi af verkefnum sem skrifstofan hefur komið að.
     Upplýsingaskrifstofan í Ríga hafði umsjón með norrænu menningarhátíðinni í Lettlandi en í apríl voru settar upp rúmlega 40 sýningar á öllum listasviðum. Hátíðin tókst í alla staði mjög vel, hún var vel sótt og fékk mikla og jákvæða fjölmiðlaumfjöllun. Viðamikið verkefni skrifstofunnar á árinu var undirbúningur og framkvæmd jafnréttisráðstefnu sem haldin var í ágúst með hátt í 1200 þátttakendum frá Norðurlöndum, Eystrasaltsríkjunum og norðurhéruðum Rússlands. Ráðstefnan þótti takast mjög vel. Jafnréttisráðherrar Norðurlanda tóku þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni og héldu jafnframt ráðherrafund. Skrifstofan hefur aðstoðað tungumálamiðstöð ríkisins í Lettlandi við menntun sænsku- og norskukennara. Haldin var námsstefna um skartgripalist með 100 þátttakendum frá Norðurlöndum, Eystrasaltsríkjunum og Bandaríkjunum. Upplýsingamiðlun, bókasafn og tungumálanámskeið voru sem áður mikilvægir þættir í starfsemi skrifstofunnar.
     Upplýsingaskrifstofan í Vilníus skipulagði og framkvæmdi einnig norræna menningarhátíð í apríl með allt að þrem sýningum af ýmsu tagi á degi hverjum. Þar ber hæst rokkóperuna „Peer Gynt“. Hátíðin fékk góða umfjöllun í norrænum og litháískum fjölmiðlum. Baltneskir og norrænir listamenn stóðu í sameiningu að fjölmörgum atriðum og standa vonir til að samstarfið hafi orðið kveikjan að nýjum verkefnum. Upplýsingaskrifstofan tók þátt í undirbúningi norrænu-baltnesku jafnréttisráðstefnunnar í Valmieri í Lettlandi en litháískir þátttakendur voru 145. Skrifstofan hefur einnig komið að öðrum verkefnum innan grannsvæðaáætlunarinnar. Verkefnið „Teacher Training in the Baltic States“ er hafið og námskeiðin fara fram samkvæmt áætlun. Einnig hafa verið haldnar námsstefnur á sviði félags- og heilbrigðismála og um umferðaröryggi. Skrifstofan hefur gert samning við ríkisútvarp Litháens um að styrkja u.þ.b. 100 útvarpsþætti um norrænar bókmenntir. Ríkissjónvarp Litháens hefur lokið sýningum á norrænum kvikmyndum sem norrænar sjónvarpsstöðvar hafa lánað án endurgjalds. Enn fremur hefur skrifstofan styrkt þátt í ríkisútvarpi Litháens um íslenska list og byggingarlist. Stofnun Norræns félags í Litháen er í undirbúningi. Skrifstofan styrkti fimm norræna listmálara til þátttöku í tveggja vikna alþjóðlegri námsstefnu í Vilníus fyrir listmálara og styrkur var einnig veittur til sýningar í Reykjavík í október á list frá Litháen. Í september var í Reykjavík frumsýnt leikritið „Þrjár systur“ eftir Tsjekhov en það var samstarfsverkefni milli leikhúsa. Mjög góð aðsókn hefur verið að námskeiðum í norrænum tungumálum á vegum skrifstofunnar og annar hún engan veginn eftirspurn. Upplýsingafundur hefur verið haldinn um Nordpraktik.
     Upplýsingaskrifstofan í Pétursborg hefur á undanförnum árum unnið að því að móta sér starfsvettvang. Hún var formlega opnuð í október sl. og þá fyrst var unnt að auka starfsemi hennar, m.a. með því að hefja starfsemi á Barentssvæðinu. Í febrúar- og marsmánuði stóð skrifstofan fyrir finnskum og dönskum tungumáladögum og hefur þar með kynnt fimm norræn tungumál. Tungumálanámskeiðum skrifstofunnar var fram haldið og um mitt ár 1997 voru þátttakendur alls 350 í 25 hópum. Skrifstofan styrkir einnig námskeið í eistnesku í Pskov, sem mikill áhugi er fyrir, en vonast er til að þau muni stuðla að bættum samskiptum milli Eystrasaltsríkjanna og landamærasvæða Rússlands. Á Barentssvæðinu voru haldin norræn tungumálanámskeið fyrir háskólanema í hagfræði, þjóðhagfræði og lögfræði. Meðal menningarviðburða á árinu má nefna umfangsmikla sýningu á verkum norrænna og rússneskra listamanna en viðtökur voru slíkar að sýningin var framlengd um tvær vikur. Gestir voru rúmlega tíu þúsund og sýningin fékk mikla og jákvæða umfjöllun í þarlendum fjölmiðlum. Skrifstofan hefur einnig staðið fyrir sýningum á barnabókum og norrænni list og veitt styrk til norrænnar námsstefnu um barnabókmenntir. Í Pretrozavodsk háskóla hefur verið opnað norrænt bókasafns- og upplýsingaherbergi með upplýsingamiðlun um styrkjakerfi ráðherranefndarinnar en herbergið nýtist einnig háskólalektorum við kennslu í norrænum tungumálum. Lögð hafa verið drög að samstarfi um bókasafn við háskóla á Archangelsk-svæðinu. Skrifstofan býr sig undir að taka í notkun upplýsingatækni sem felur í sér mikla möguleika á mörgum sviðum, ekki síst hvað varðar tengslin við háskólalektora í norrænum tungumálum. Á sviði fjölmiðlunar má geta þess að skrifstofurnar í Tallinn, Riga og Pétursborg stóðu í sameiningu fyrir ferð blaðamanna frá Norðurlöndum og Pskov um Eistland og Lettland.

13. Lagaleg mál.


13.1. Löggjafarmál.
    Samstarf Norðurlandanna um löggjafarmál byggist á samstarfsáætlun um norrænt lög gjafarsamstarf sem dómsmálaráðherrar Norðurlanda samþykktu sumarið 1996. Á fundi dómsmálaráðherranna í Bodø í júní 1997 var þessi áætlun endurskoðuð, svo og vinnuáætlun með henni, og þá m.a. bætt við nýjum viðfangsefnum er varða brotastarfsemi bifhjólagengja, kynferðislega misnotkun barna og efnahagsbrot. Í vinnuáætluninni eru tilgreind ýmis önnur svið, svo sem samstarf innan ESB á réttarvörslusviði, löggjöf um réttarfar og endurskoðun Lúganó-samningsins, löggjöf um upplýsingaskyldu stjórnvalda, upplýsingatækni og brotastarfsemi sem tengist upplýsingum í tölvum, vernd persónuupplýsinga, reglur um alþjóðlegan sifjarétt, löggjöf á sviði fjármunaréttar með hliðsjón af neytendavernd o.fl. Samstarfsáætlunin inniheldur fyrst og fremst leiðbeiningar um vinnuferli og tilhögun samstarfs, m.a. til að tryggja samhæfingu og samræmingu ráðstafana sem grípa þarf til til að framkvæma ESB tilskipanir.
    Samstarf um löggjafarmál fer einkum fram með fundum dómsmálaráðherranna og embættismannanefndarinnar um löggjafarsamstarf þar sem unnið er að samræmingu á samstarfinu og sameiginleg málefni rædd.
    Á sumarfundi dómsmálaráðherra var auk endurnýjunar samstarfsáætlunarinnar og vinnu áætlunar með henni fjallað um málefni er varða brotastarfsemi í tengslum við bifhjólagengi og gerð verkáætlun um samstarf og samráð lögreglu og um löggjöf til að vinna gegn þeirri brotastarfsemi, mál er tengjast ESB og Amsterdam samkomulaginu, framtíðarþróun dómstólaskipunar, samstarf um baráttu gegn efnahagsbrotum og samstarfið við Eystrasaltsríkin.
    Embættismannanefndin hittist reglulega en auk þess hittast fulltrúar dómsmála ráðuneytanna, eða annarra fagráðuneyta á viðkomandi sviði þar sem það á við, formlega eða óformlega, og er þar skipst á upplýsingum og einstök löggjafarviðfangsefni rædd. Þetta sam starf fer og fram í tengslum við alþjóðlega fundi, hvort heldur er á vettvangi ESB eða annars staðar, þar sem norrænir fulltrúar hafa náið samstarf og samræma sjónarmið sín eftir því sem unnt er.
    Meðal viðfangsefna sem rædd hafa verið á fundum embættismannanefndarinnar eða ein stakra samráðshópa má nefna alþjóðleg einkaréttarmálefni á sviði sifjaréttar, málefni þriðju stoðar ESB almennt, refsilög og refsiréttarfar, viðbrögð gegn bifhjólagengjum en ítarleg skýrsla var gerð um tiltæk úrræði í því sambandi, kynferðisleg misnotkun barna, samstarf um þróun hlutafélagalöggjafar, tilskipun um neytendakaup og ábyrgðir, Schengen samstarfið o.fl.
    Embættismannanefndin hefur á árinu stuðlað að nokkrum málþingum. Í Reykjavík var haldið málþing um lögtöku EES gerða, málþing var halið í Noregi um umhverfisbrot, um hlutafélög í Stokkhólmi og annað um sifjarétt í ársbyrjun 1998. Þá hefur nefndin gert starfs reglur fyrir starf tengiliða um rannsóknir á Evrópurétti og samþykkt fjárstuðning við verkefni á því sviði, svo sem varðandi áskilnað um upptöku lagaskuldbindinga í landsrétt og áhrif þess að landsrétti ef þeim áskilnaði er ekki fullnægt, um opinber útboð og um rétt neytenda til upplýsinga er varða umhverfisáhrif.

13.2. Málefni flóttamanna
    Samráðsnefnd æðri embættismanna um málefni flóttamanna fjallar um stefnumótun í málefnum er varða flóttamenn. Þar fara og fram víðtæk upplýsingaskipti milli stjórnvalda um þróun löggjafar um útlendinga almennt, um móttöku flóttamanna, um breytingar á framkvæmd mála er varða flóttamenn, ákvarðanatöku í slíkum málum o.fl. Viðfangsefni nefndarinnar hafa að verulegu leyti snúist um málefni fyrrum Júgóslavíu og aðstoð við heimflutning flóttamanna þaðan. Víðtækt samstarf er og um öflun upplýsinga vegna aðstæðna í löndum þaðan sem flóttamenn koma, m.a. með miðlun skýrslna sem einstakar sendinefndir til þessara landa gera. Málefni Eystrasaltsríkjanna hafa einnig verið til meðferðar en ríkjunum hefur verið veitt margvíslega aðstoð við uppbyggingu landamæraeftirlits, þjálfun starfsfólks í því sambandi, gerð vegabréfaskráa o.fl. Á árinu luku öll Norðurlöndin gerð samninga við Eystrasaltsríkin um gagnkvæmt afnám vegabréfsáritana og um endurviðtöku eigin borgara sem og annarra sem komið hafa beint frá einu ríki til annars. Haft er samráð vegna samninga um afnám vegabréfsáritana, með hliðsjón af norræna vegabréfasambandinu og Schengen samstarfinu. Þróun mála eftir gildistöku Dublin-samnings Evrópusambandsríkjanna um mál flóttamanna hefur verið rædd og staða Íslands og Noregs í því sambandi. Samstarf á þessu sviði nær og til þeirra ráðherra sem fara með málefni er varða flóttamenn og innflytjendur. Á árinu áttu þeir m.a. fund með samráðherrum frá Eystrasaltsríkjunum um sameiginleg málefni.

14. Norrænar stofnanir á Íslandi.


14.1. Norræna húsið.
    Formlegt hlutverk hússins er að „koma til móts við og örva áhuga á norrænum málefnum á Íslandi og miðla þekkingu um Ísland á öðrum Norðurlöndum“. Hefur þetta verið hlutverk stofnunarinnar frá því hún hóf störf árið 1968.
    Norræna húsið er norræn menningarmiðstöð á breiðum grunni og heyrir undir norrænu ráðherranefndina. Það er að mestu leyti rekið af ráðherranefndinni og þar með af Norðurlöndunum sameiginlega.
    Starfsemin á árinu 1997 var svipuð umfangs og árið 1995 og uppfyllti á öllum sviðum kröfur samningsins um verkefnavísa sem gerður var við norrænu ráðherranefndina fyrir tíma bilið 1995–98. Starfsemin fer aðallega fram í Norræna húsinu en á starfsárinu skipulagði stofnunin sýningar í Reykjavík (3) og á landsbyggðinni (á Akureyri, í Stykkishólmi og á Sauðárkrók), í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð (3) og í Frakklandi (sýning um sögu Íslands sem lánuð var sendiráði Íslands í Frakklandi).
    Enn fremur hefur verið lánað efni úr bókasafni Norræna hússins um allt land og lánaðar hafa verið grafíksýningar á myndum úr vegamiklu grafíksafni bókasafnsins.
    Fréttablaðið „Islands-Kontakt“ kom út þrisvar sinnum á árinu, en það miðlar pólitískum, menningarlegum og öðrum upplýsingum um Ísland til u.þ.b. 2.000 lesenda á Norðurlöndum, áskrifendum að kostnaðarlausu.
    Á árinu hefur verið boðið upp á 367 opinber dagskráratriði í Norræna húsinu, en þau skiptast þannig: 184 fyrirlestrar/ráðstefnur (89 á vegum hússins og 95 á vegum leigutaka), 58 tónleikar (14/44), 59 kvikmyndasýningar (43/16), 30 leiksýningar (21/9), 13 námskeið (2/11), 19 listsýningar (14/5) og 4 kynningarsýningar (4/0).
    Húsið er opið alla daga vikunnar; á starfsárinu hefur því aðeins verið lokað í 6 daga. Bókasafn Norræna hússins er eina bókasafnið á landinu sem er opið alla daga.
    Talning gesta í sal, anddyri og fundarherbergi sýnir 7% fækkun á árinu í samanburði við árið 1996 sem var metár. Útlán úr bókasafni hefur aukist lítillega en fjöldi gesta á listsýningum er nokkurn veginn stöðugur og sama máli gegnir um veltu kaffistofunnar.
    Í starfsemi hússins á árinu skal sérstaklega lögð áhersla á eftirfarandi:
    Í febrúar og mars mánuði voru að venju haldnir norrænir bókmenntadagar, en til þeirra er á hverju ári boðið rithöfundum frá Norðurlöndum og frá sjálfstjórnarsvæðunum til skiptis. Einnig voru haldnir íslenskir bókmenntadagar á skandínaviskum málum, sem voru sérstaklega ætlaðir Norðurlandabúum sem búsettir eru hérlendis en skilja ekki íslensku. Eftirfarandi rithöfundar tóku þátt í bókmenntadögunum: Dorrit Willumsen frá Danmörku, Olli Jalonen frá Finnlandi, Vigdís Grímsdóttir, Hallgrímur Helgason, Gyrðir Elíasson og Kristín Ómarsdóttir frá Íslandi, Kjell Askildsen frá Noregi, Göran Tunström frá Svíþjóð og Leo Löthman frá Álandi. Alls sóttu 575 gestir bókmenntadagana.
    Æskulýðsverkefnið „Vestnorræn fjölmiðlaverkstæði“ hélt áfram starfsemi sinni. Á árinu hefur verkefnastjórn verið í höndum Norðurlandahússins í Færeyjum en meginábyrgð á verk efninu ber forstjóri Norræna hússins í Reykjavík sem þróaði hugmyndina á árunum 1994–1995. Áþreifanlegur árangur af verkefninu er m.a. útgáfa tímaritsins OZON en á árinu komu út 3. og 4. tbl. þess. OZON er skrifað á dönsku af unglingum á aldrinum 16–20 ára og er dreift í 25.000 eintökum til framhaldsskóla í hinum vestnorrænu löndum. OZON er mikið notað í dönskukennslu íslenskra menntaskóla. Verkefnið „Vestnorræn fjölmiðlaverkstæði“ er fjármagnað af norrænu ráðherranefndinni og vestnorrænu stofnununum þremur, Norður landahúsinu í Færeyjum, Norræna húsinu í Reykjavík og Norrænu stofnuninni á Grænlandi.
    Norræna húsið er í nánu samstarfi við Háskóla Íslands en norrænir sendikennarar við háskólann eiga aðsetur og kenna í Norræna húsinu, Háskóli Íslands notar salinn til kennslu u.þ.b. 30 sinnum á ári og um 15 háskólatónleikar eru haldnir í húsinu á hverju ári.
    Dagana 19.–21. september var haldin norræn námsstefna um búsetulandslag, en þátt takendur voru 55 frá Íslandi og 35 annars staðar að á Norðurlöndum.
    Haldin voru tvö tveggja vikna sumarnámskeið um íslenska tungu og menningu en í þeim tóku þátt 43 einstaklingar frá öllum Norðurlöndum.
    Á hverju ári á tímabilinu 1996–98 fær Norræna húsið í grunnstyrk u.þ.b. 55 millj. ísl.kr. frá norrænu ráðherranefndinni en veltan verður um 77 millj. ísl.kr. á árinu. Mismunurinn felst í svonefndum ytri framlögum en af þeim eru um 75% frá hinum ýmsu styrkjakerfum norrænu ráðherranefndarinnar. Enn fremur fær Norræna húsið á hverju ári umtalsverða óbeina styrki með samningum, sérstaklega við Samskip, Eimskip og Flugleiðir.
    Starfsmenn hússins eru 17, þar af 2 verkefnaráðnir vegna NORDMÅL-verkefnisins, í 11,5 stöðugildum.
    Í stjórninni eiga sæti 7 manns, 3 frá Íslandi og 1 frá hverju landanna Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð.

14.2. Norræna eldfjallastöðin.
    Norræna eldfjallastöðin er samnorræn stofnun sem heyrir undir norrænu ráðherranefndina. Samræmd reglugerð fyrir norrænar stofnanir tók gildi 1. janúar 1997 og jafnframt hófst skipunartími nýrrar stjórnar með einum fulltrúa frá hverju þátttökulandanna.

Hlutverk.
    Í reglugerð sem tók gildi 1. janúar 1997 er hlutverk stofnunarinnar skilgreint:
    „Meginhlutverk Norrænu eldfjallastöðvarinnar er að stunda rannsóknir í jarðvísindum með áherslu á eldvirkni, flekahreyfingar og umhverfisrannsóknir þeim tengdar. NORDVULK á að þróa norrænt samstarf í grundvallarvísindum á sínu sviði. Stofnunin á að hafa greinilega norræna ásýnd (profil), og skapa með þeim hætti norrænt gildi til viðbótar við faglegar niðurstöður samvinnunnar.
    Til að ná þessum markmiðum á NORDVULK að:
a)         móta og vinna að rannsóknarverkefnum, viðhalda tengslum við aðrar stofnanir og tryggja á þann hátt að stofnunin fylgist með framþróun á sínu sviði.
b)         skapa aðstöðu til rannsókna fyrir norræna vísindamenn, sem heimsækja stofnunina í lengri eða skemmri tíma, og koma á samstarfi og tengslum við vísindamenn á Norðurlöndum og í öðrum heimshlutum,
c)         annast framhaldsmenntun ungra norrænna vísindamanna, m. a. með því að bjóða dvalarstyrki (stipendiatprogram),
d)         eiga þátt í skipulagi og rekstri sumarskóla, vinnufunda og ráðstefna á Norðurlöndum,
e)         birta eða á annan hátt gera afrakstur starfsins aðgengilegt almenningi.“

Rannsóknir.
    Á starfstíma Norrænu eldfjallastöðvarinnar hefur fræðigreinin, sem stofnunin er kennd við, eldfjallafræðin, tekið miklum breytingum. Þegar stofnunin hóf störf beindist athyglin einkum að virkum eldfjöllum og ferlum, sem tengdust eldgosum. Sívaxandi skilningur á hnattrænu mikilvægi efnisflutnings frá möttli til yfirborðs og aðgreiningu möttulefnis milli efnisgeyma mannlegs umhverfis olli mikilli fjölgun viðfangsefna, sem eldfjallafræðin var betur í stakk búin að fást við en aðrar fræðigreinar. Á umliðnum 20 árum hafa því myndast skil milli tvenns konar viðfangsefna eldfjallafræðinnar. Annars vegar eru viðfangsefni, sem lúta að vöktun eldvirkra svæða í þeim tilgangi að meta og vara við hættu vegna eldgosa, hins vegar viðfangsefni sem leitast við að auka skilning á orsökum eldvirkninnar og hnattrænum áhrifum hennar á umhverfið. Í upphafi tók Norræna eldfjallastöðin virkan þátt í verkefnum, sem heyra undir fyrri hóp viðfangsefna, en í seinni tíð hafa rannsóknirnar beinst í auknum mæli að þeim síðari.
    Helstu rannsóknarverkefni stofnunarinnar árið 1997 í jarðefnafræði og bergfræði fjölluðu um uppruna bergs á gliðnunarbeltunum. Sem dæmi má nefna að líkanreikningar benda til þess að möttullinn í grennd við möttulstrókinn byrji að bráðna á 100 km dýpi og að kvikan skiljist frá möttulefninu á dýpi sem er minna en 30 km. Annað dæmi er verkefni, sem hófst á þessu ári og miðar að því að afla gagna til að meta áhrif eldgosa á efnahvörf í heiðhvolfinu, og enn önnur verkefni miða að því að rekja feril mengunarefna í efri hlutum lofthjúpsins með því að tengja forsöguleg gos á Íslandi við mengun á Grænlandi, en efnin geta aðeins borist til Græn lands eftir að hafa farið einu sinni eða oftar umhverfis hnöttinn. Á umliðnum tveimur árum hefur verið unnið að því að afla fjár til að kaupa nýtt tæki til þessara rannsókna. Hér er um að ræða tæki til greiningar á samsætuhlutföllum í ýmiss konar jarðefnum. Verð tækisins er um 40–50 millj. kr. Rannsóknarráð Íslands veitti stofnuninni upphaflega 10 millj. kr. til þessa verkefnis en sá styrkur skipti sköpum við öflun fjár frá erlendum aðilum. Knut och Alice Wallenberg Stiftelse hljóp undir bagga með framlagi sem nam öðrum tíu milljónum og sama gerði danska rannsóknarráðið. Norræna ráðherranefndin hefur síðan veitt stofnuninni verk efnastyrk sem mun að hluta renna til kaupa á umræddu tæki, en stofnunin greiðir það sem á vantar af eigin fé. Þetta tæki (ICP multicollector mass spectrometer) mun ef vel verður á haldið valda straumhvörfum í möguleikum til umhverfisrannsókna á Íslandi og vonir standa til að það nýtist sem flestum vísindamönnum á Íslandi og öðrum Norðurlöndum, en sam bærilegt tæki er ekki til annars staðar á Norðurlöndum.
    Sem dæmi um verkefni í jarðeðlisfræði má nefna notkun radarmynda, sem eru teknar úr gervihnöttum til að meta hreyfingar jarðskorpunnar. Samanburður tveggja mynda, sem eru teknar með nokkru millibili (mánuðir, ár) gefur samfellda mynd af hreyfingum á mjög stóru svæði, en það er mikil framför frá fyrri aðferðum, sem byggjast á landmælingum á jörðu niðri. Beiting þessarar aðferðar á flekaskilin um Ísland mun leiða til stóraukins skilnings á þeim kröftum sem ráða hreyfingum jarðskorpuflekanna, og sömuleiðis er nú mögulegt að fá skýra mynd af hægfara skorpuhreyfingum umhverfis helstu eldstöðvar landsins.
    Verkefni í rafeindatækni er beinast að þróun sjálfvirks búnaðar til umhverfisvöktunar. For senda og markmið verkefnisins er þróun tækni til vöktunar eldvirkra svæða en flestir þættir verksins eru þess eðlis að niðurstaðan nýtist til alhliða vöktunar á ólíkum umhverfisþáttum við erfiðar aðstæður. Þessi verkefni eru styrkt úr sjóðum Evrópubandalagsins.

Alþjóðleg tengsl.
    Af þeim alþjóðlegu samvinnuverkefnum, sem stofnunin á aðild að, ber mest á verkefnum sem eru fjármögnuð af Evrópusambandinu. Vinnu við þessi verkefni lýkur á miðju ári 1998.

Norrænir styrkþegar.
    Styrkþegar vinna að verkefnum sem tengjast rannsóknarstefnu stofnunarinnar hverju sinni, en langflestir styrkþeganna kjósa að starfa að verkefnum í jarðefnafræði og bergfræði. Áherslan í rannsóknum stofnunarinnar til lengri tíma litið ræðst mjög af því á hvaða sviði styrkþegar kjósa að starfa, enda mynda styrkþegar stóran hluta þess mannafla til rannsókna, sem stofnunin hefur yfir að ráða. Eins er á það að líta að norrænu styrkþegarnir eru mikilvægur hornsteinn í starfi stofnunarinnar.

Sumarskóli Norrænu eldfjallastöðvarinnar.
    Þriðji sumarskóli Norrænu eldfjallastöðvarinnar, 1997, var nú haldinn með fjárstuðningi frá US National Science Foundation. Hver skóli fjallar um þröngt, sérhæft efni á sviði sem höfðar til hnattrænna fyrirbrigða, en leitast við að velja efnið þannig að náttúra Íslands gefi möguleika á fræðslu úti í náttúrunni. Þátttakendur eru ungir vísindamenn, sem eru að fást við doktorsverkefni eða hafa nýlokið slíku námi, en fyrirlesarar eru þekktustu sérfræðingar sem völ er á til að fjalla um efni skólans. Skólinn er haldinn síðsumars í grennd við náttúrufyrir brigði tengd efni skólans.
    Sumarskólinn 1997 var haldinn við Mývatn og fjallaði um jarðeðlisfræðileg ferli á fleka skilum og tæknilegar úrlausnir við að aðhæfa mæliaðferðir á yfirborði jarðar að aðstæðum á miklu sjávardýpi. Sumarskólinn 1998 er í undirbúningi og efni þess skóla mun tengjast rann sóknum á grænlensku ískjörnunum og loftslagsbreytingum á Norður-Atlantshafi. NorFA og Evrópubandalagið hafa þegar veitt fé til skólans 1998.

15. Norrænir sjóðir.


15.1. Norræni fjárfestingarbankinn (NIB).

Almennt um starfsemina.
    Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) er í eigu Norðurlanda og árið 1997 er 22. starfsár hans. Eignaraðild Íslands að bankanum er um 1%. Hlutverk Norræna fjárfestingarbankans er að veita lán og ábyrgðir á markaðskjörum til fjármögnunar fjárfestinga sem uppfylla kröfur um norræna hagsmuni, jafnt innan sem utan Norðurlanda. Bankinn veitir einnig lán til verkefna í Eystrasaltslöndum samkvæmt sérstakri fjárfestingaráætlun þeirra vegna. Auk þess annast bankinn nýja fjárfestingaráætlun á sviði umhverfismála á grannsvæðum Norðurlanda. Höfuð stöðvar bankans eru í Helsingfors, en auk þess hefur bankinn svæðisskrifstofur í Kaupmanna höfn, Ósló, Reykjavík, Stokkhólmi og Singapore. Hjá NIB starfa nú alls 119 starfsmenn og þar af fjórir Íslendingar.

Fjárhagur.
    Hagnaður af starfsemi Norræna fjárfestingarbankans fyrstu átta mánuði ársins 1997 nam ECU 80 millj. (ISK 6,4 milljarðar) sem er betri afkoma en á sama tíma ári fyrr (ECU 74 millj.). Þróun starfseminnar bendir jafnframt til þess að afkoma bankans á árinu 1997 verði svipuð og árið áður, en þá var hagnaður bankans ECU 114 millj. (ISK 9,1 milljarðar), hinn hæsti í sögu bankans. Hreinar vaxtatekjur NIB fyrstu átta mánuði ársins námu ECU 87 millj. (ISK 7,0 milljörðum) en námu ECU 82 millj. á fyrra ári. Þessi góði rekstrarárangur hefur náðst með vönduðum vinnubrögðum við lánshæfismat og fagmennsku á sviði bankaviðskipta. Bankinn hefur leitast við að finna lánshæf verkefni sem eru í samræmi við norræna hagsmuni um leið og þátttaka bankans treystir stöðu lántakandans. Bankanum hefur tekist þetta. Það sést annars vegar á auknum samruna norræns atvinnulífs og hins vegar í sterkri heildarmynd útlánastofnsins, en bankinn hefur ekki orðið fyrir útlánatöpum undanfarin ár. Útlánastofn bankans hefur vaxið um 8% að meðaltali á ári undanfarin fjögur ár, reyndar mun meira síðustu tvö árin, og nam ECU 6,6 milljörðum (ISK 528,7 milljörðum) í lok ágúst 1997.
    Eigið fé bankans jókst um rúm 8,9%, úr ECU 940 millj. í ágúst 1996 í ECU 1.024 millj. (ISK 82,0 milljarða) í lok ágúst 1997. Arðsemi eigin fjár bankans fyrstu átta mánuði ársins 1997 var 11,9%, en 12,0% á sömu mánuðum 1996. Grunnfé bankans nemur nú ECU 2.809 millj. (ISK 225,0 milljörðum), og á þeim grundvelli getur bankinn lánað jafnvirði ECU 7.022 millj. (ISK 562,5 milljarða) sem norræn fjárfestingarlán, en útlánaramminn til Norðurlanda samsvarar 2,5 földu grunnfé bankans. Þessu til viðbótar koma síðan sérstakir lánarammar fyrir verkefnafjárfestingarlán (PIL) sem nema ECU 2.000 millj. (ISK 160 milljörðum) og lán til Eystrasaltslanda að fjárhæð ECU 60 millj. (ISK 4,8 milljarðar) auk fjárfestingaráætlunarinnar á sviði umhverfismála sem svarar ECU 100 millj. (ISK 8,0 milljörðum). Heildarútlánageta bankans nemur því nú um ECU 9.182 millj. (ISK 734,6 milljörðum). Niðurstaða efnahagsreiknings bankans nam ECU 8.985 millj. (ISK 720 milljörðum) í lok ágúst 1997. Útborgaður arður til eigenda bankans á árinu 1997 vegna hagnaðar 1996 er ECU 35 millj. (ISK 2,8 milljarðar).

Lánveitingar NIB til Norðurlanda.
    Lánveitingar NIB til Norðurlanda (norræn lán) eru umfangsmesti þátturinn í starfsemi bankans, og námu þær alls ECU 5.979 millj. (ISK 480 milljörðum) í árslok 1997 eða ríflega 83% af heildarútlánastofni bankans. Bankinn hefur nýtt u.þ.b. 80% af núverandi útlánaramma sínum til Norðurlanda. Nýjar lánveitingar bankans á árinu 1997 námu ECU 2.980 millj. (ISK 240 milljörðum). Útlán bankans til umhverfisfjárfestinga bæði í iðnaði og innviðum hafa vaxið hröðum skrefum. Þá hefur orðið verulegur vöxtur í lánveitingum sem tengjast fjárfestingum norrænna fyrirtækja yfir landamæri og samruna norrænna fyrirtækja. Frá upp hafi hefur starfsemi NIB miðast við að eiga gott samstarf við aðrar norrænar fjármála stofnanir. Á liðnu ári vann bankinn áfram að því að efla samvinnu við norræna bankakerfið. Annars vegar hefur NIB ásamt öðrum norrænum fjármálastofnunum tekið þátt í fjármögnun einstakra stærri verkefna, jafnt á Norðurlöndum sem utan þeirra, og hins vegar lagt bönkum og lánastofnunum í einstökum löndum til lánaramma. Innan þessara lánaramma hefur bankinn fjármagnað fjölda smárra og meðalstórra verkefna sem fyrirtæki og sveitarfélög hafa hrundið í framkvæmd. Lánarammar af þessu tagi hafa verið meðal verkefna NIB um langt skeið, en vægi þeirra hefur aukist umtalsvert að undanförnu, jafnt á Norðurlöndum sem annars staðar. NIB stefnir að því að auka samstarf af þessu tagi við banka og fjármálastofnanir. Bankinn hefur m.a. veitt slíka lánaramma til sjö stofnana á Íslandi: Iðnlánasjóðs, Ferðamálasjóðs, Lánasjóðs sveitarfélaga, Búnaðarbanka Íslands, Landsbanka Íslands, Íslandsbanka og SPRON.
    Veruleg auking hefur orðið í útlánum bankans til Norðurlanda undanfarin þrjú ár í tengslum við bætt efnahagsástand og aukinn vilja til fjárfestinga. Heildarútlán bankans til Norðurlanda jukust um tæp 25% á árinu 1997 eða úr ECU 4.787 millj. í ECU 5.979 millj. Aukna útlánastarfsemi má einnig án efa rekja að hluta til þeirrar aðlögunar bankans að breyttum markaðsaðstæðum sem unnið hefur verið að. Má þar nefna endurskoðun og útvíkkun á hugtakinu norrænir hagsmunir, en norrænir hagsmunir eru eitt af grundvallarskilyrðum fyrir öllum lánveitingum NIB. Meginreglan við lánveitingar NIB er að fjárfesting sú sem fjármögnuð er gagnist a.m.k. tveim norrænum löndum. Endurskoðunin fól m.a. í sér að bankinn gat hafið lánveitingar til innviðafjárfestinga í mun ríkara mæli en áður, þar sem allar stærri innviðafjárfestingar féllu nú undir kröfuna um norræna hagsmuni, enda þótt fjárfestingin varðaði einungis eitt land. Þessi breyting hafði einnig þýðingu vegna þeirrar stefnu stjórnvalda að veita aðilum í einkageiranum aukna heimild til að annast tilteknar innviðafjárfestingar. Jafnframt var gerð sú breyting að bankanum var gert kleift að taka þátt í fjármögnun erlendra fjárfestinga á Norðurlöndum þótt aðeins eitt landanna eigi beina aðild að verkefninu, enda efli fjárfestingin atvinnulíf og fjölgi störfum í viðkomandi landi. Að lokum má einnig nefna þá ákvörðun bankans að hefja þátttöku í svokölluðum "syndicated loans" í samstarfi við aðra banka. Þá hefur NIB á undanförnum tveim árum lagt ríka áherslu á aukið samstarf við aðra banka og fjármálastofnanir eins og áður hefur verið nefnt, m.a. með veitingu lánaramma til einstakra banka og lánastofnana sem síðan eru endurlánuð af viðkomandi bönkum/fjármálastofnunum til verkefna sem uppfylla kröfur NIB um norræna hagsmuni.

    Útistandandi lán NIB til Norðurlanda skiptust þannig 31. desember 1997:

Millj. ECU %
Danmörk
792,0 13
Finnland
1.694,4 28
Ísland
486,1 8
Noregur
792,1 13
Svíþjóð
2.214,3 38

    Fjármagns til lánveitinga aflar bankinn með lántökum á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði og nýtur þar hæsta mögulegs lánstrausts, AAA/Aaa hjá þeim alþjóðlegu fyrirtækjum sem fremst fara við mat á lánstrausti.

Lánveitingar NIB til Íslands.
         Á árinu 1997 var gengið frá átta nýjum lánssamningum við íslenska lántakendur að fjár hæð ríflega 10 milljarðar kr. Útistandandi lán bankans til íslenskra lántakenda nema nú ríflega ISK 39 milljörðum. Þessu til viðbótar koma síðan samningsbundin óútborguð lán að jafnvirði ISK 4,5 milljarðar sem væntanlega koma til útborgunar á næstu tólf mánuðum. Útborguð ný lán til Íslands á árinu 1997 námu um ISK 6,5 milljörðum, en það er mun meiri fjárhæð en undanfarin ár. Árleg útborgun nýrra lána til Íslands á árunum 1990–1994 nam þannig ríflega ISK 3 milljörðum og á árunum 1995 og 1996 tæplega 4,5 milljörðum kr. hvort ár. Virkir lánssamningar við íslenska lántakendur eru nú 88 og lántakendur 40.
    Útistandandi lán bankans til íslenskra lántakenda hafa aukist um tæplega 96% frá árslokum 1990 til ársloka 1997 eða úr ECU 250,5 millj. í árslok 1990 í ECU 490 millj. í árslok 1997. Heildarútlán bankans til Norðurlanda í árslok 1997 nam tæpum ECU 6 milljörðum eða jafnvirði ISK 483 milljarða og þar af voru lán til íslenskra lántakenda að jafnvirði ríflega ISK 39 milljarðar eins og áður sagði sem samsvarar ríflega 8% hlutdeild í norrænnum lánum bankans. NIB er langstærsti einstakur erlendur lánveitandi til Íslands með um 15% af öllum erlendum langtímaskuldbindingum þjóðarbúsins í lok september 1997, sbr. eftirfarandi töflu:

    Hrein erlend skuldastaða í lok september 1997 og útstandandi lán NIB til Íslands í árslok 1997:

Milljarðar ISK 1) Útlán NIB %
Löng erlend lán alls
261,6 39,3 15,0
Ríkissjóður
126,0 7,5 6,0
Sveitarfélög
6,9 3,6 52,2
Innlánsstofnanir
25,4 2,4 9,4
Aðrar lánastofnanir
43,9 12,5 28,5
Atvinnufyrirtæki 2)
59,5 13,3 22,4
1) Bráðabirgðatölur samkvæmt Hagtölum mánaðarins í desember 1997, bls. 19.
2) Fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga, svo og einkafyrirtæki.

    Á árinu 1997 voru samþykkt 8 ný lán til Íslands að fjárhæð ISK 8,3 milljarðar. Nánar tiltekið er hér um að ræða lán til orkuframleiðslu í tengslum við nýja stóriðju, bæði til Lands virkjunar ISK 3.600 millj. og Hitaveitu Reykjavíkur ISK 2.450 millj., lán til Marels hf. ISK 200 millj. í tengslum við fjárfestingu yfir landamæri, þ.e. kaup á danska fyrirtækinu Carnitech A/S, lán til Flugleiða hf. vegna kaupa á nýjum Boeing 757-200 þotum ISK 1.080 millj. og til stækkunar á Grundartangahöfn vegna stækkunar Járnblendifélagsins og byggingu nýs álvers ISK 205 millj. Lán til Grindavíkurbæjar vegna hafnarendurbóta nam ISK 80 millj., lánarammi til SPRON nam ISK 290 millj. til endurlána og lánarammi til Íslandsbanka hf. nam ISK 500 millj.
    Útlán bankans til íslenskra lánþega eru í háum gæðaflokki. Vanskil hafa verið nánast óþekkt, og bankinn hefur aldrei tapað neinu á útlánum sínum til Íslands. Á eftirfarandi töflu má sjá samandregið yfirlit yfir íslenska lántakendur NIB í árslok 1997:


Lántakendur Fjöldi
lántakenda
Upphæð
í milljörðum
Fjárfestingarlánasjóðir 6 12,5
Fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga 8 10,7
Ríkissjóður 1 7,5
Sveitarfélög 4 3,6
Einkafyrirtæki 17 2,6
Bankar 4 2,4
Samtals 40 39,3

Alþjóðleg lán.
    Lán alþjóðadeildar NIB hafa verið veitt til 30 landa, og nema útistandandi lán og samningsbundin óútgreidd lán nú um ECU 1,7 milljarði. Um er að ræða u.þ.b. 300 verkefni þegar lánarammar eru meðtaldir. Nú liggja fyrir ákvarðanir stjórnar um veitingu nýrra lána til 30 verkefna sem nema alls um ECU 350 millj. Á vegum alþjóðadeildar eru þessir lánaflokkar helstir:
     PIL (Projektinvesteringslån): Langmestur hluti alþjóðalána NIB er veittur í gegnum PIL- lánaflokkinn. Þessi lán eru veitt til verkefna í þróunarlöndum og löndum sem bjuggu áður við áætlunarbúskap í Mið- og Austur-Evrópu. PIL-lánaramminn samsvarar ECU 2 milljörðum, og ábyrgjast aðildarlönd NIB 90% af þeirri fjárhæð. Um 70% af PIL-lánarammanum hefur þegar verið ráðstafað. Stofnað var til PIL-lánaflokksins árið 1982, og aldrei hefur komið til þess að nýta þyrfti ábyrgðir aðildarlandanna.
     BIL (Baltiska Investeringslån): Þessi lánaflokkur var settur upp til stuðnings uppbyggingu markaðskerfis í Eystrasaltsríkjunum, en ásamt honum hefur NIB veitt tæknilega aðstoð á fjármálamarkaði í þessum ríkjum með þátttöku í stofnun og uppbyggingu fjárfestingarbank anna þriggja í þessum ríkjum. Lánarammi BIL nemur ECU 60 millj., og eru lán aðallega veitt til einkafyrirtækja, bæði beint og í gegnum fjárfestingarbankana. Aðildarlönd NIB ábyrgjast BIL-lánin að fullu. Aldrei hefur komið til þess að þessar ábyrgðir hafi verið leystar út.
    Umfangsmestu fjárfestingar norrænna fyrirtækja í Eystrasaltsríkjunum hafa verið í Eistlandi, enda hafa Eistlendingar náð lengst í uppbyggingu markaðshagkerfis af Eystrasalts þjóðunum þremur.
     MIL (Miljöinvesteringslån): Þessi nýi lánaflokkur var formlega settur á laggirnar 1997, og er tilgangur hans að taka þátt í fjármögnun umhverfisverkefna á grannsvæðum Norður landa. Markmiðið er að draga úr mengun sem berst út í Eystrasalt og mengun í norðvestur héruðum Rússlands. MIL-lán eru með 100% ábyrgð frá eigendum bankans. Þessum lánum skal varið til eflingar fjárfestinga á sviði umhverfismála á grannsvæðunum í austri, þ.e. landsvæðum við Eystrasalt, Barentshaf og á Kólaskaga. Á þessum svæðum eru umhverfismál í ólestri og mikil þörf á að draga úr mengun sem berst út í Eystrasalt og mengun í norðvestur héruðum Rússlands.
    Nikkelbræðslurnar í Pechenka á Kólaskaga er meðal þeirra verkefna sem hafa verið til sérstakrar athugunar í bankanum. Markmiðið með þátttöku Norðurlanda í endurbótum á þessu fyrirtæki er að draga úr efnamengun á þessu svæði.
    Bankinn hefur eflt frekar samstarf sitt við aðrar fjölþjóðlegar fjármálastofnanir, ekki síst Evrópska fjárfestingarbankann í Lúxemborg (EIB), Evrópubankann í London (EBRD), Alþjóðabankann (IBRD) og Alþjóðafjármögnunarstofnunina (IFC) í Washington. Bankinn vill með þessu samstarfi stuðla að fullri fjármögnun verkefna sem eru mikilvæg bæði frá þjóðhags- og umhverfissjónarmiði. Grannsvæði Norðurlanda við Eystrasalt og á Barents svæðinu njóta forgangs í þessu efni.

Íslensk útrás og alþjóðadeild NIB.
    Áhugi íslenskra fyrirtækja á lánum bankans utan Norðurlanda virðist fara vaxandi. Það er í samræmi við aukna alþjóðavæðingu og útrás atvinnulífsins á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum. NIB hefur átt í viðræðum við nokkur íslensk fyrirtæki sem hyggja á markaðs sókn á alþjóðamarkaði og mun leggja sitt af mörkum til að styðja við bakið á álitlegum útrásarverkefnum í íslensku atvinnulífi. Aðildarlönd NIB taka ábyrgð á alþjóðlegum lánum bankans miðað við eignarhlut sinn í honum. Þetta þýðir að Ísland tekur ábyrgð á um 1% af þessum útlánum. Heildarútlán til verkefna með þátttöku íslenskra fyrirtækja námu um 0,3% af heildarútlánum alþjóðadeildar NIB árið 1986. Öll aðildarlönd NIB, að undanskildu Finnlandi, eru með nokkru lægri hlutdeild í útlánum en nemur útlánaábyrgðum. Nokkur lánaverkefni vegna íslenskrar útrásar eru í athugun og undirbúningi hjá alþjóðadeild NIB, en þau kunna að auka hlut Íslands í heildarútlánum deildarinnar.
    Þau lán sem þegar hafa verið veitt eru til Ilsanta-lyfjafyrirtækisins í Litháen og jarð hitaveitu í borginni Tianjin í Kína sem verkfræðifyrirtækið Virkir-Orkint átti aðild að. Jafn framt ganga þau til hitaveitu í Galanta í Slóvakíu. NIB lánaði til jarðhitaveitunnar í Tianjin í Kína í samvinnu við NDF (Nordic Development Fund). Auk þess hefur NIB í samvinnu við NDF lánað til fiskveiðiverkefnis í Namibíu (Íslenskar sjávarafurðir hf.).
    Meðal verkefna sem eru til skoðunar hjá NIB um þessar mundir eru ný háhitaverkefni sem Virkir-Orkint á aðild að. Þessi verkefni eru i Tianjin og i Yuannan í Kína. Þá er Silfurtún ehf. með verkefni í Kína sem unnið er að í samráði við samgönguráðuneyti Kína. Loks má nefna að kínversk stjórnvöld hafa leitað eftir samstarfsaðila á Norðurlöndum á sviði fiskvinnslu sem íslensk fyrirtæki gætu hugsanlega orðið aðilar að og NIB fjármagnað. NIB mun eftir fremstu getu koma til móts við þessi fyrirtæki og efla þannig íslenska hagsmuni í alþjóðlegri markaðssókn.

15.2. Norræni iðnaðarsjóðurinn (NI)
    Hlutverk Norræna iðnaðarsjóðsins er að stuðla að tækniþróun og nýsköpun í atvinnulífi Norðurlanda og stuðla að því að samkeppnishæfar afurðir, ferli og þjónusta sé í boði. Sjóðurinn nær markmiðum sínum með því að styðja rannsókna- og þróunarverkefni sem eru samstarf innan Norðurlanda og stuðla að auknum tengslum og þróun nýrra hugmynda meðal norrænna fyrirtækja.
    Fjárveiting Norræna iðnaðarsjóðsins frá norrænu ráðherranefndinni á árinu 1997 nam 63,8 millj. n.kr. Fyrir þessa fjárveitingu var hægt að hrinda í framkvæmd norrænum rannsókna- og þróunarverkefnum samtals að fjárhæð 132 millj. n.kr. Sjóðurinn veitti til þessara verkefna 58,8 millj. n.kr. eða 47%, atvinnulífið lagði fram 47% en norrænu rannsóknarráðin um 9%. Hinum umfangsmiklu norrænu rannsóknarverkefnum hefði varla verið hrint í framkvæmd án stuðnings frá sjóðnum bæði faglega og með fjárframlögum.
    Á árinu 1997 hafa yfir 200 aðilar, fyrirtæki, rannsóknarstofnanir og háskólar á öllum Norðurlöndum tekið þátt í verkefnum á vegum Norræna iðnaðarsjóðsins og er fjöldi einstak linga sem tekið hefur þátt í þessari starfsemi verulega meiri.
    Mestur hluti starfsemi sjóðsins beinist að rannsóknar- og þróunarstarfsemi á milli Norðurlanda en á síðasta ári hefur einnig verið leitast við að efla samstarf Norðurlanda við grannsvæðin (Eystrasaltsríkin og Norðvestur-Rússland).
    Á árinu 1997 lauk fjórum umfangsmiklum þróunaráætlunum sem beinst hafa að ákveðnum starfssviðum en unnið hefur verið að þessum áætlunum frá því á árunum 1993–1994. Verkefnaáætlanir þessar eru: NordFood (matvælaiðnaður), NordList (beinist að léttum byggingarhlutum sérstaklega í flutningatækni), NordPap (pappírsiðnaður) og Nordic Wood (tréiðnaður).
    Ekki hefur enn verið skilað lokaskýrslu um öll verkefni innan þessara áætlana en þegar er ljóst að af þeim hafa leitt yfir 200 endurbætur á framleiðsluvörum og framleiðsluferlum í norrænum iðnaði og um 50 frumgerðum nýrra framleiðsluvara sem hafa verið þróaðar. Mörg hundruð vísindalegar skýrslur hafa verið gefnar út og auk þess birtar greinar í blöðum og tímaritum.
    Í byrjun ársins voru lagðar fram niðurstöður úttektar sem norræna ráðherranefndin beitti sér fyrir að gerð væri á starfsemi sjóðsins. Í úttektarskýrslunni er því haldið fram að Norræni iðnaðarsjóðurinn hafi hvetjandi áhrif og stuðli að aukinni samvinnu milli hinna ýmsu aðila sem aftur á móti bæta hver aðra upp. Talið er að verkefni þau sem sjóðurinn styður leiði til tækniþróunar, nýsköpunar, uppbyggingar þekkingar og þróunar og endurbóta á framleiðsluferlum. Í skýrslunni er bent á að verkefnin séu almennt mjög hagnýt. Af verkefnum leiðir einnig oft fjárhagslegur ávinningur og sparnaður eða aukning tekna vegna hagræðingar í framleiðsluferlum. Fyrirtækin ná beinum ávinningi með sparnaði í framleiðslu eða aukinni veltu í u.þ.b. þriðjungi verkefna.
    Á árinu tók stjórn sjóðsins ákvörðun um stefnumörkun sjóðsins til næstu þriggja ára eða fram til ársins 2000. Samkvæmt þeirri ákvörðun, sem staðfest hefur verið af iðnaðarráðherrum Norðurlanda, mun sjóðurinn einbeita sér að 5 áherslusviðum, þ.e. matvælaiðnaði, tréiðnaði, umhverfismálum, lífsgæðum og hollustu og þróun smárra og meðalstórra fyrirtækja ásamt samstarfi við grannsvæðin (Eystrasaltsríkin og Norðvestur-Rússland). Stjórn sjóðsins hefur sett á laggirnar samstarfsnefndir til að hraða undirbúningi og framkvæmd rannsókna- og þróunarverkefna á ofangreindum sviðum. Nefndir þessar munu ásamt starfsfólki sjóðsins undirbúa tillögur í sumar og haust um hvernig styrkjum og aðstoð á ofangreindum áherslusviðum verður varið.

15.3. Norræni verkefnaútflutningssjóðurinn (Nopef).
Samstarf um útflutningsverkefni.
    Markmið Norræna verkefnaútflutningssjóðsins, (Nopef) er að efla alþjóðlega samkeppnishæfni norrænna fyrirtækja og stuðla að þátttöku þeirra í verkefnum á alþjóðavettvangi. Þetta gerir sjóðurinn með því að styðja for- og arðsemisathuganir á verkefnum sem talið er að geti leitt til nýrra viðskiptatækifæra á erlendum mörkuðum. Í þessu skyni veitir Nopef lán á hagstæðum kjörum. Jafnframt stendur sjóðurinn fyrir almennum athugunum sem geta komið norrænu viðskiptalífi að gagni í þessu samhengi.
    Nopef styður við forathuganir vegna útflutningsverkefna eftir tveimur meginleiðum. Annars vegar er um að ræða almennan stuðning við slík verkefni utan aðildarríkja ESB og EFTA. Hins vegar styður sjóðurinn samstarf norrænna og baltneskra fyrirtækja með því að veita lán til stofnunar lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Eistlandi, Lettlandi og Litháen (BIP-lán). Að auki hefur Nopef með höndum nokkur smærri verkefni, m.a. stuðning við grann svæðin í Norðvestur-Rússlandi og samstarfsverkefni við ESB.

Almenn verkefni.
    Nopef veitir fyrirtækjum áhættulán til for- og arðsemisathugana á verkefnum sem til þess eru fallin að efla útflutning frá Norðurlöndum og stuðla að alþjóðavæðingu norrænna fyrir tækja. Lánin geta svarað til allt að 50% af kostnaði við gerð slíkra athugana og getur sjóðurinn breytt þeim í styrk reynist ekki grundvöllur fyrir verkefninu en annars ber að endurgreiða þau. Lánin eru vaxtalaus.
    Helstu forsendur fyrir stuðningi Nopefs eru:
        Verkefnið verður að vera vel skilgreint og byggt á viðskiptalegum grunni.
        Verkefnið verður að tengjast löndum utan ESB og EFTA.
        Norrænir hagsmunir þurfa að liggja að baki verkefninu.
        Raunhæf fjárhagsáætlun vegna verkefnisins þarf að liggja fyrir.
    Verkefnin geta verið af margvíslegu tagi og er lögð megináhersla á að viðunandi líkur séu á að þeim verið hrint í framkvæmd.

Lán vegna baltnesku ríkjanna (BIP).
    Í tengslum við fjárfestingaráætlunina fyrir baltnesku ríkin (BIP) hafa norrænu löndin falið Nopef að styðja norræn fyrirtæki til að stofna lítil og meðalstór fyrirtæki í þessum löndum. Í vissum tilvikum kemur einnig til greina að styrkja fyrirtæki frá umræddum ríkjum ef það er í samstarfi við norrænan aðila. Stuðningurinn samkvæmt þessari áætlun, sem nær til ársloka 1999, er í formi vaxtalauss láns eins og þegar um almennan stuðning er að ræða. Lánin geta hins vegar numið allt að 60% af áætluðum kostnaði við athuganirnar og, ef verkefnið leiðir til árangurs, er hægt að sækja um 20% viðbótarlán. Ef verkefni er ekki hrint í framkvæmd getur lántaki sótt um niðurfellingu lánsins. Verkefnin eru jafnframt skilgreind víðar en almennu verkefnin, m.a. ná þau til undirbúnings viðskiptaáætlana og samstarfssamninga, tillögugerðar um endurskipulagningu fyrirtækja o.fl. Hámarksstuðningur við hvert verkefni er 600 þúsund finnsk mörk.

Verkefnin 1997.
    Nopef studdi 105 verkefni á árinu 1997 og nam stuðningurinn við þau rúmlega 290 millj. ísl.kr. Þar af voru 2 íslensk verkefni sem fengu samtals 8,3 millj. ísl.kr. Hér á eftir er sýndur fjöldi verkefna eftir löndum og fjárhæðir fyrir árin 1996 og 1997.

Fjöldi Fjárhæð (millj. ísl. kr.)
1996 1997 1996 1997
Danmörk
22 39 83,3 12,0
Eistland
0 1 0 3,3
Finnland
14 24 42,6 61,1
Ísland
6 2 21,4 8,3
Noregur
20 15 73,9 47,8
Svíþjóð
25 23 86,4 56,7
Almennt
0 1 0 1,3
Samtals 87 105 307,6 90,5

    Enginn vafi er á því að starfsemi Nopef hefur verið að styrkjast undanfarin ár og árang urinn að aukast, sérstaklega hefur áherslan á grannsvæðin verið að skila sér. Verkefnum hefur fjölgað sem leitt hafa af sér viðskipti og jafnframt hefur eftirspurn eftir stuðningi frá sjóðnum aukist. Þannig var fjöldi umsókna 242 á árinu 1997 borið saman við 197 í fyrra.
    Alls hefur sjóðurinn fjallað um 1660 verkefni á fjórtán ára starfstíma og þar af samþykkt lán og styrki til 840 verkefna. Nopef, sem sett var á stofn árið 1982, er systurstofnun Norræna fjárfestingarbankans (NIB), Norræna þróunarsjóðsins (NDF) og Norræna umhverfissjóðsins (NEFCO). Þessar stofnanir eru allar staðsettar í Helsingfors.

15.4. Norræni þróunarsjóðurinn (NDF).
    Norræni þróunarsjóðurinn tók formlega til starfa 1. febrúar 1989. Hann hefur aðsetur hjá Norræna fjárfestingarbankanum (NIB) í Helsinki og nýtur samrekstrar með honum að mörgu leyti. Ákvörðun var tekin vorið 1996 um tvöföldun stofnfjár sjóðsins og er það nú 515 millj. SDR (um 51 miljarður ísl.kr.) sem greiðist af Norðurlöndunum í samræmi við „norræna deililykilinn“.
    Markmið sjóðsins er að styrkja efnahagslegar og félagslegar framfarir í þróunarríkjunum í samvinnu við aðrar lánastofnanir. Fyrst og fremst er lánað til fátækustu ríkja heims. Lánskjörin eru með þeim bestu sem þekkjast. Lánin eru til 40 ára, afborganalaus fyrstu 10 árin, vaxtalaus, en með 0,75% þjónustugjaldi á ári. Einnig er í litlum mæli veitt áhættulán til einkafyrirtækja.
    Á árinu 1997 veitti stjórn sjóðsins vilyrði fyrir 26 lánum samtals að upphæð 82 millj. SDR (um 8 miljarðar ísl.kr.). Um miðjan desember 1997 höfðu verið undirritaðir lánasamningar um 95 þróunarverkefni í 32 löndum samtals að upphæð 313 millj. SDR eða um 31 miljarðar ísl.kr.
    Fimm lán hafa verið undirrituð þar sem íslensk fyrirtæki eiga beinna hagsmuna að gæta:
a)         Lán var veitt til fiskveiðiverkefnis í Malawi að upphæð 2,8 millj. SDR (um 280 millj. ísl.kr.). Sjóðurinn tekur þátt í verkefninu ásamt Alþjóðabankanum og Þróunarsamvinnu stofnun Íslands. Verulegur hluti lánsins var notaður til byggingar tveggja skipa á Íslandi, rannsóknarskips og togveiðiskips. Frekari kaup á tækniaðstoð og búnaði frá Íslandi eru til athugunar.
b)         Fiskveiðiverkefni í Namibíu hlaut 1,5 millj. SDR lán (150 millj. ísl.kr.). Sjóðurinn tók þátt í fjármögnun verkefnisins ásamt Norræna fjárfestingarbankanum (NIB). Verkefnið er samstarfsverkefni Íslenskra sjávarafurða hf. og Ríkisútgerðarfélags Namibíu, sem í sameiningu standa í verulegum fjárfestingum vegna uppbyggingar á veiðum og vinnslu í sameiginlegu fyrirtæki, Seaflower Whitefish Corporation í bænum Luderitz. Lán NDF var notað til kaupa á tækjabúnaði í frystihús og í frystitogara fyrirtækisins. Mestur hluti lánsins fór til kaupa tækjabúnaðar frá Íslandi.
c)         Á Grænhöfðaeyjum tekur sjóðurinn þátt í fjármögnun fiskveiðiverkefnis í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Veitt hefur verið lán að upphæð 2,1 millj. SDR (um 210 millj. ísl.kr.) til að kosta fræðslustarfsemi, ráðgjöf og tækjabúnað. Verkefnið var að hluta undirbúið af íslenskum ráðgjöfum fyrir hönd NDF. Tækjabúnaður verður keyptur árin 1998 og 1999. Möguleikar eru á að hluti búnaðarins komi frá Íslandi.
d)         Þá tekur sjóðurinn þátt í hitaveituverkefni í Tanggu í Kína í samvinnu við NIB. Lán NDF til verkefnisins er 700 þús. SDR (um 70 millj. ísl.kr.). Verkefninu er að mestu lokið. Íslenskir ráðgjafar störfuðu við verkefnið á árinu og töluvert af búnaði var keypt á Íslandi. Frekari jarðhitaverkefni eru til athugunar.
e)         Sjóðurinn hefur veitt rammalán til Þróunarbanka Austur-Afríku (East African Development Bank), sem er í eigu ríkissjóða Kenya, Tanzaníu og Uganda og hefur aðsetur í Kampala. Þessum lánaramma er ætlað að styðja við smáar og meðalstórar fjárfestingar. Lánsupphæðin er 5,6 millj. SDR (um 560 millj. ísl.kr.). Íslenskum aðilum var veitt lán að upphæð 500 þús. Bandaríkjadala (um 35 millj. ísl.kr.) til fjárfestinga í fiskveiðum og vinnslu við Viktoríuvatn.
f)         Sjóðurinn hefur veitt lán í fiskveiðiverkefni í Mozambique í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands og dönsku þróunarstofnunina DANIDA. Lán sjóðsins er 3,6 millj. SDR (um 360 millj. ísl.kr.) og er að hluta notað til að fjármagna rekstur á Feng, rannsóknarskipi Þróunarsamvinnustofnunar, en einnig til fjárfestinga í skipum og búnaði til fiskveiða og fiskvinnslu í landinu. Breytingar á Feng og smíði lítils sérhæfðs rannsóknarbáts fyrir liðlega 500 þús. Bandaríkjadali voru gerðar á Íslandi.
    Heildarlán til verkefna með beinum íslensku hagsmunum eru um það bil 16 millj. SDR (um 1,6 miljarðar ísl.kr.). Íslensk fyrirtæki hafa unnið samninga sem nema um 1,8% af heildarfjárhæð samninga við norræn fyrirtæki sem sjóðurinn hefur fjármagnað. Hlutdeild Íslands í fjármögnun sjóðsins er 1,06%. Auk þess hefur sjóðurinn í allnokkrum mæli keypt íslenska sérfræðiþjónustu til verkefnaundirbúnings og eftirlits.
    Norræni þróunarsjóðurinn hefur tíu starfsmenn. Meðal þeirra er einn Íslendingur, Engil bert Guðmundsson, hagfræðingur, en hann gegnir starfi aðstoðarframkvæmdastjóra sjóðsins.
    Í stjórn sjóðsins situr einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna.

15.5. Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO).
    Árið 1997 var sjöunda starfsár Norræna umhverfisfjármögnunarfélagsins (NEFCO). Stofnfé félagsins er nú 80 millj. ekna.
    Megintilgangur félagsins samkvæmt stofnsamningi Norðurlandanna er að stuðla að umhverfisbótum svo sem bættum mengunarvörnum í löndum Mið- og Austur-Evrópu. NEFCO tekur þátt í verkefnum með því að leggja fram fjármagn í formi hlutafjár eða lána til fyrirtækja. Þátttaka NEFCO er ákveðin á grundvelli mats á umhverfisáhrifum verkefna og rekstrarhorfum. Almenn skilyrði fyrir þátttöku NEFCO í umhverfisverkefnum er að fyrirtæki eða einstaklingar í því landi þar sem verkefnið er unnið og frá einu norrænu landanna eigi aðild að verkefninu og leggi til þess fjármagn. Hlutdeild NEFCO nemur að jafnaði ekki meiru en 25% af heildarhlutafé.
    Í árslok 1997 hafði stjórn NEFCO samþykkt þátttöku í alls 38 verkefnum með fjármögnun í formi hlutafjár og lána að upphæð 7,7 millj. ekna en áætluð heildarfjárfesting í þessum verkefnum er um 35,3 millj. ekna.
    Verkefnin skiptast þannig eftir löndum: Pólland 11, Tékkland 6, Slóvakía 2, Eistland 7, Lettland 7, Litháen 2 og Rússland 3. Aðild norrænna fyrirtækja skiptist þannig eftir löndum: Ísland 2, Danmörk 8, Finnland 11, Noregur 8 og Svíþjóð 9.

Styrktarsjóður NEFCO (Blødgøringsfaciliteten).
    Árið 1996 var tekin ákvörðun um að stofna styrktarsjóð við NEFCO og starfrækja hann næstu þrjú ár. Árið 1997 námu framlög til sjóðsins 35 millj. d.kr., 25 millj. d.kr. frá norrænu löndunum og 10 millj. d.kr. af norrænum fjárlögum.
    Frá stofnun sjóðsins hafa um 16 verkefni verið til umfjöllunar og ýmist verið tekin ákvörðun um styrk eða lýst yfir vilja til að styrkja. Fjögur þessara verkefna eru komin til framkvæmda. Samtals hefur sjóðurinn ráðstafað og samþykkt framlag að fjárhæð 81,58 millj. d.kr. og ef talin eru með þau verkefni sem lýst hefur verið vilja til að styrkja hefur um 100 millj. d.kr. verið ráðstafað.
    Þar sem ekki var ljóst hvert framhaldið yrði á starfrækslu sjóðsins eftir árið 1998 var ákveðið að gera úttekt á starfsemi hans fyrstu árin til að meta árangur af starfinu. Niðurstöður úttektarinnar munu liggja fyrir í byrjun febrúar 1998 og í kjölfar þeirra verður tekin ákvörðun um áframhaldandi rekstur sjóðsins.

15.6. Lánasjóður Vestur-Norðurlanda.
Útlán.
    Fjöldi umsókna í ár eru fleiri en árið 1996. Samþykkt lán til íslenskra verkefna í lok ársins eru álíka mörg og á síðasta ári, eða 11 talsins, þar af hafa 10 verið greidd út. Samþykkt lán til Færeyja og Grænlands á árinu eru 7, þar af er eitt lánið þegar greitt út. Hér er um töluverða aukningu að ræða.
    Útlán sjóðsins eru að mestu í skilum, vanskil eru færri nú en árið 1996.

Reksturinn.
    Starfsemi sjóðsins hefur aukist verulega á síðustu árum og eru starfsmenn fjórir en alls eru stöðugildin þrjú að forstjóranum meðtöldum. Tveir starfsmenn vinna hálfan daginn við bókhald og ritarastörf.
    Hagnaður hefur verið af starfseminni á hverju ári. Uppgjör á miðju ári sýndi 2,4 MDKK hagnað. Hagnaðurinn fyrir árið 1997 verður væntanlega eitthvað lægri en í fyrra, þótt endanlegar tölur séu ekki þekktar.
    Afskriftareikningi útlána er beitt af varúð og tengist stærð hans framtíðarhorfum útlána, en mat á öryggi þeirra er byggt á nýjustu upplýsingum um rekstur fyrirtækja og ástand veða.
    Nú er hafinn undirbúningur fyrir breytta starfssemi sjóðsins eftir að nýjar samþykktir um verksvið hans taka gildi um áramótin 1997/98.

Stjórn.
    Stjórn Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda skipa sjö menn, einn frá hverju aðildarlandi, og hefur hver þeirra einn varamann.

15.7. Norræni menningarsjóðurinn.
    Hlutverk norræna menningarsjóðsins er að efla menningarsamstarf Norðurlandanna en 1997 var 30. starfsár sjóðsins. Starfsemi sjóðsins nær til alls menningarsamstarfs norrænu landanna, þ.e. menntunar, rannsókna og menningarstarfsemi í víðri merkingu.
    Sjóðurinn veitir styrki til afmarkaðra verkefna, til verkefna sem stuðla að auknu samstarfi milli landamærahéraða Norðurlanda innbyrðis og við grannsvæði Norðurlanda og til upplýsingarstarfsemi um menningu og menningarsamstarf norrænu landanna.
    Markmið sjóðsins er að styrkja nýja hópa til samstarfs, að stuðla að nýjum samstarfsleiðum og tilraunaverkefnum. Lögð er áhersla á verkefni í þágu barna og unglinga og með þátttöku þeirra, verkefni sem stuðla að auknum tungumálaskilningi innan Norðurlanda, verkefni sem nýta sér nýja fræðslumiðla, verkefni sem hafa þann tilgang að draga úr útlendingahatri og kynþáttafordómum og verkefni sem hafa ljósa skírskotun til almennings.
    Árið 1997 bárust sjóðnum 943 umsóknir að upphæð samtals um 195 millj. d.kr. Veittir voru styrkir til 260 verkefna, samtals að upphæð um 26 millj. d.kr., sem er u.þ.b. 13% af heildarupphæð umsókna.
    Um þessar mundir er verið að auka skilvirkni skrifstofu Norræna menningarsjóðsins með því að taka í notkun sérhannað tölvukerfi sem auðveldar meðferð umsókna, einkum með tilliti til lýsinga og mats á umsóknum, úrvinnslu og gæðamats.
    Frá ársbyrjun 1998 er veitt úr sjóðnum aðeins tvisvar á ári en umsóknarfrestur er 15. mars og 15. september. Með því er þess vænst að betri yfirsýn náist yfir norræn menningarverkefni og að meðferð umsókna verði heildstæðari.