Ferill 175. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 865 – 175. mál.



Nefndarálit



um frv. til vopnalaga.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, og Jón H. B. Snorrason og Jón Bjartmarz frá embætti ríkislögreglu stjóra. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Landsbjörg, undirbúningsnefnd hagsmuna samtaka skotvopna- og skotfærasala á Íslandi, Sýslumannafélagi Íslands, Skotfélagi Reykja víkur, Lögreglustjóranum í Reykjavík, Skotveiðifélagi Íslands, Skotíþróttasambandi Íslands, Landhelgisgæslunni, Slysavarnafélagi Íslands, Neytendasamtökunum, Skotfélagi Austur lands, ríkislögreglustjóra, Verslunarráði Íslands, veiðistjóraembættinu, sýslumanninum á Eskifirði, sýslumanninum í Bolungarvík og Vinnueftirliti ríkisins.
    Í frumvarpinu er að finna heildstæðar reglur um vopn og er að miklu leyti byggt á núgild andi löggjöf um skotvopn, sprengiefni og skotelda, en lagt er til að settar verði víðtækar regl ur sem nái til allra tækja sem telja má til vopna. Helstu nýmæli frumvarpsins eru að þar er hugtakið vopn skilgreint og er skilgreiningin nokkuð víðtæk. Þá er að finna í frumvarpinu reglur um iðkun skotfimi, en ekki hafa verið ákvæði í lögum um þá íþrótt. Einnig eru þar ákvæði um söfnun og sýningar vopna, ákvæði um hnífa og önnur árásarvopn, auk þess sem kveðið er á um sérstaka samræmda landsskrá yfir skotvopn. Lagt er til að heimilaður verði rekstur skotvopnaleiga og að sú meginregla verði lögfest að ekki skuli veitt leyfi fyrir öðrum skotvopnum en þeim sem eru lögleg samkvæmt veiðilöggjöfinni. Þá er frumvarpinu ætlað að tryggja öruggari meðferð skotelda, þar sem að lagt er til að lögfest verði ákvæði sem hingað til hafa verið í reglugerð, m.a. um lágmarksaldur þeirra sem selja má skotelda. Einnig eru í frumvarpinu fyllri ákvæði um upptöku vopna, en nokkuð hefur skort á slíka heimild varð andi hnífa. Loks er lagt til að ríkislögreglustjóri taki við þeim stjórnsýsluverkefnum sem ráð herra fer með samkvæmt gildandi lögum.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem gerð er grein fyrir í sérstöku þingskjali. Helstu efnisatriði breytinganna eru eftirfarandi:
     1.      Lagt er til að táragasi verði bætt inn í upptalningu í e-lið 1. mgr. 2. gr. til áréttingar því að lögunum er ætlað að taka til þess konar vopna. Sams konar breyting er lögð til við 30. gr.
     2.      Lögð er til breyting á 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins, þess efnis að til lögreglu teljist opinberir erlendir öryggisverðir sem leyfi fá til þess að flytja inn og bera skotvopn undir stjórn lögreglunnar. Þannig er lagt til að slíkir öryggisverðir falli undir undanþágu ákvæði 3. gr., og því gildi lögin ekki um vopn, tæki og efni í þeirra eigu, en gert er ráð fyrir að ráðherra setji sérstakar reglur um slík vopn.
     3.      Við 5. gr. eru lagðar til tvær breytingar. Annars vegar er lögð til breyting á 6. mgr. þar sem kveðið er á um bann við því að flytja inn, framleiða eða eiga sérstaklega hættulegar tegundir vopna sem eingöngu eru ætluð til nota í hernaði. Lagt er til að ákvæðið taki ekki aðeins til vopna heldur einnig til hluta þeirra. Hins vegar er lagt til að reglugerðar heimild 8. mgr. nái einnig til þess að settar verði reglur um prófun, merkingar og gæða eftirlit efna og tækja sem heimilað verður að flytja til landsins.
     4.      Þá eru lagðar til tvær breytingar á 13. gr. frumvarpsins. Annars vegar breyting þess efnis að lögreglustjóri geti veitt manni búsettum erlendis tímabundið leyfi fyrir skotvopni, enda uppfylli hann skilyrði laganna fyrir veitingu skotvopnaleyfis. Með hinni breyting unni er lagt til að bætt verði við 3. mgr. ákvæði þess efnis að ráðherra setji í reglugerð, auk ákvæða um námskeið, ákvæði um próf í meðferð og notkun skotvopna áður en skot vopnaleyfi er veitt. Þykir rétt að reglur verði settar um að tilteknum árangri skuli náð áður en slíkt leyfi er veitt.
     5.      Við 16.gr. er lagt til að bætt verði við undanþáguheimild ákvæðisins reglu þess efnis að ef vikið er frá meginreglunni, um að sá sem erfir skotvopn skuli hafa skotvopnaleyfi, skuli vopnið gert óvirkt.
     6.      Þá er lögð til orðalagsbreyting á 20. gr. og á 21. gr. er lögð til breyting þar sem hnykkt er á því hvernig fara skuli með vopn sem flutt eru á milli staða. Þannig er lagt til að mælt verði fyrir um að við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Einnig er lagt til að ákvæði verði bætt við frumvarpið þess efnis að við umræddar aðstæður sé óheimilt að bera vopn á sér innanklæða.
     7.      Lagt er til að bætt verði við ákvæði 4. mgr. 34. gr. um haldlagningu heimild til að leggja hald á öll þau vopn sem lögin taka til, en ekki eingöngu ákveðin vopn sem talin eru upp í frumvarpstextanum.
     8.      Einnig er lögð til breyting á 37. gr. frumvarpsins er varðar geymslu og ráðstöfun vopna sem gerð hafa verið upptæk eða hald lagt á, en nefndinni bárust ábendingar um nauðsyn þess að í lögunum sé kveðið á um að ríkislögreglustjóri setji reglur um þetta efni.
     9.      Loks er lögð til breyting á gildistökuákvæði og lagt til að lögin taki gildi 1. september 1998.
    Valgerður Sverrisdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.


Alþingi, 27. febr. 1998.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.



Jóhanna Sigurðardóttir.




Árni R. Árnason.


Guðný Guðbjörnsdóttir.


Kristján Pálsson.



Guðrún Helgadóttir.



Hjálmar Jónsson.