Ferill 510. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 880 – 510. mál.



Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 142/1996, um póstþjónustu.

(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)




    

1. gr.


    1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
    Íslenska ríkið hefur einkarétt á póstmeðferð eftirfarandi póstsendinga:
     1.      Bréfa í umslögum eða sambærilegum umbúðum með sýnilegri áritun, allt að 350 g að þyngd án tillits til innihalds. Einkarétturinn fellur þó niður sé burðargjald slíkra send inga meira en fimmfalt burðargjald fyrir bréf sem falla undir lægsta gjaldflokk sam kvæmt gjaldskrá.
     2.      Annarra ritaðra orðsendinga eða prentaðra tilkynninga með utanáskrift og sérstöku innihaldi sem eru innan þeirra marka um þyngd og burðargjald er greinir í 1. tölul., þar með talinna póstkorta.

2. gr.

    Við 12. gr. laganna bætist ný málsgrein sem verður 2. mgr. og orðast svo:
    Póst- og fjarskiptastofnun getur, þegar sérstakar ástæður mæla með því, heimilað einstak lingum og lögaðilum, öðrum en einkaréttarhafa, póstmeðferð á póstsendingum skv. 1. mgr. 6. gr., enda sé slík starfsemi til almannaheilla og ekki í atvinnuskyni.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta var lagt fram á 121. löggjafarþingi en varð ekki útrætt.
    Í 1. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir því að ákvæði 1. mgr. 6. gr. laganna, þar sem skil greindur er einkaréttur til póstmeðferðar innan lands, verði breytt til samræmis við skilgrein ingu þá sem fram kemur í tilskipun ESB nr. 97/67 um sameiginlegar reglur um þróun póst þjónustu Evrópusambandsins og aukin gæði póstþjónustunnar. Tilskipunin var samþykkt eft ir að lög nr. 142/1996, um póstþjónustu, voru samþykkt á Alþingi. Nú þegar hafa fjölmörg Evrópuríki tekið skilgreininguna upp í sína löggjöf.
    Í samræmi við tilskipunina er gert ráð fyrir að einkaréttur til póstmeðferðar taki til bréfa í umslögum og sambærilegum umbúðum með sýnilegri áritun, allt að 350 g að þyngd og ann arra ritaðra orðsendinga og prentaðra tilkynninga með utanáskrift og sérstöku innihaldi, þar með talinna póstkorta, sem eru innan fyrrgreindra þyngdarmarka. Með umslögum í 1. tölul. er átt við bréf sem lokað er aftur, hvort sem þau eru límd eða þeim lokað með öðrum hætti. Einkaréttur fellur þó niður ef burðargjald póstsendinga er meira en fimmfalt burðargjald fyr ir bréf sem falla undir lægsta gjaldflokk samkvæmt gjaldskrá. Lægsti gjaldflokkur einkaréttarhafa er nú 20 g bréf, en burðargjald þeirra er 35 kr. Er því gert ráð fyrir að einkaréttur falli niður á sendingum þar sem heildarburðargjald vegna póstsendinga er hærra en 175 kr. (5 sinnum 35), ef miðað er við núgildandi gjaldskrá.
    Er aðgreining þessi mun nákvæmari en samkvæmt gildandi lögum þar sem meginviðmiðið er lokaðar sendingar. Hefur það viðmið valdið vandkvæðum í framkvæmd þegar reynt hefur verið að aðgreina og skilja að þann póst sem er í einkarétti og þann póst sem telst utan einka réttar, m.a. í því skyni að skilja að fjárhagslega einkaréttarþjónustu annars vegar og sam keppnisþjónustu hins vegar. Samkvæmt frumvarpinu er lagt til að viðmiðið verði annars veg ar þyngd og hins vegar burðargjald sem hvort tveggja eru mælikvarðar sem ekki eiga að valda vandkvæðum í framkvæmd þegar greint er á milli pósts innan og utan einkaréttar eða við fjárhagslegan aðskilnað.
    Engin breyting verður með þessu frumvarpi á póstmeðferð verðlista, bæklinga, blaða og tímarita með utanáskrift sé innihald allra sendinga eins og án umbúða eða um þær búið í gagnsæjum umbúðum. Þessar póstsendingar verða eftir sem áður utan einkaréttar.
    Í 2. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að sú breyting verði gerð á 12. gr. laganna að við bætist ný málsgrein þar sem Póst- og fjarskiptastofnun geti, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 6. gr., heimilað einstaklingum og lögaðilum, öðrum en einkaréttarhöfum, póstmeðferð á póstsend ingum sem eru undir 350 g að þyngd og þar sem burðargjald er lægra en fimmfalt burðar gjald fyrir bréf sem falla undir lægsta gjaldflokk samkvæmt gjaldskrá.
    Með undanþáguheimild þessari er fyrst og fremst verið að horfa til þess þegar íþróttafé lög, hjálparsveitir og ýmis góðgerðarsamtök sjá um að dreifa pósti í fjáröflunarskyni, en nokkuð hefur borið á því í framkvæmd.
    Það er Póst- og fjarskiptastofnun sem veitir undanþágu þessa. Verður undanþágan ekki veitt aðilum sem hafa póstmeðferð að atvinnu og einungis aðilum sem hafa að markmiði al mannaheill. Fara skal varlega með veitingu undanþáguheimildar þessarar, sbr. orðalagið „þegar sérstakar ástæður mæla með því“, og túlka ákvæðið þröngt. Þegar Póst- og fjar skiptastofnun fær til meðferðar beiðni um undanþágu fer um afgreiðslu hennar eftir stjórn sýslulögum, nr. 37/1993, og almennum stjórnsýslusjónarmiðum.



Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu


á lögum nr. 142/1996, um póstþjónustu.


    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að 1. mgr. 6. gr. laganna, þar sem skilgreindur er einka réttur til póstmeðferðar innan lands, verði breytt til samræmis við skilgreiningu þá sem kemur fram í tilskipun nr. 97/67, um sameiginlegar reglur um þróun póstþjónustu Evrópu sambandsins.
    Þar sem hér er um þrengingu á einkaréttinum að ræða er lögð til sú breyting á gildandi lögum að Póst- og fjarskiptastofnun geti, þegar sérstakar ástæður mæla með því, heimilað einstaklingum og lögaðilum, öðrum en rétthafa, póstmeðferð á póstsendingum skv. 1. mgr. 6. gr., enda sé slík starfsemi til almannaheilla og ekki í atvinnuskyni. Í greinargerð með frumvarpinu er ítrekað að fara skuli varlega með veitingu undanþáguheimildar þessarar.
    Ekki verður séð að frumvarp þetta leiði til kostnaðar fyrir ríkissjóð verði það óbreytt að lögum.