Ferill 449. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 881 – 449. mál.Svarheilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar um heilsugæslu í skólum.

     1.      Hvert er hlutverk skólalæknis og hver er starfslýsing hans?
    Hlutverk skólalæknis er að fylgja ákvæðum um heilsugæslu í skólum í reglugerð fyrir heilsugæslustöðvar, nr. 160/1982, með síðari breytingum, og hafa umsjón með að tilmælum og leiðbeiningum landlæknis um áhersluþætti í skólaheilsugæslu sé framfylgt. Skólalæknir skal einnig vera til ráðgjafar í skólunum um ýmsa þætti er lúta að heilsufari og vellíðan nemenda.
    Það er hlutverk hverrar heilsugæslustöðvar að setja starfslýsingu fyrir sitt starfsfólk eftir því sem þurfa þykir og því ekki til nein ein starfslýsing fyrir skólalækna sem hóp. Hins vegar er í tilmælum landlæknis um áhersluþætti í skólaheilsugæslu kveðið á um hvenær læknisskoðanir eiga að fara fram.

     2.      Hvert er hlutverk skólahjúkrunarfræðings?
     Hlutverk skólahjúkrunarfræðings er að fylgja ákvæðum um heilsugæslu í skólum í reglugerð fyrir heilsugæslustöðvar, nr. 160/1982, með síðari breytingum. Í starfi skóla hjúkrunarfræðings felst að hafa eftirlit með andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu skóla barna. Skólahjúkrunarfræðingur fylgir tilmælum landlæknis um áhersluþætti í skólaheilsu gæslu og er til ráðgjafar í skólunum um ýmsa þætti er lúta að heilsufari og vellíðan nem enda. Hann fylgist með börnunum sjálfum og leitast við að kynnast skólabarninu, fjölskyldu þess og umhverfi. Þá sinnir hann forvörnum, heilbrigðisfræðslu og heilbrigðishvatningu, svo og stuðningi, ráðgjöf og meðferð eftir því sem við verður komið. Skólahjúkrunarfræðingur er einn af tengiliðum heilsugæslunnar við fjölskylduna og skólann.

     3.      Hver er lágmarksviðvera eða starfshlutfall skólahjúkrunarfræðings?
     Heilsugæsla í skólum er hluti af verkefnum heilsugæslustöðva eins og t.d. mæðravernd, ungbarnavernd og heilsugæsla aldraðra. Hverri heilsugæslustöð er ætlað að sinna tilteknu svæði og er ekki ákveðið sérstaklega hversu miklum tíma hún ver til hvers þjónustuþáttar. Hver heilsugæslustöð hefur því ákvörðunarvald um forgangsröðun þeirra verkefna sem henni ber að sinna. Varðandi starfshlutfall skólahjúkrunarfræðinga hefur sú viðmiðun verið notuð síðustu ár að miða fulla stöðu við 600–1.000 börn. Í könnun sem gerð var árið 1988 á starfi og starfssviði skólahjúkrunarfræðinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu (Björg Eysteins dóttir hjúkrunarfræðingur) kom fram að skólahjúkrunarfræðingar töldu að miða bæri við 650 börn fyrir fullt starf. Lágmarksviðvera í skólunum sjálfum hefur ekki verið ákveðin.

     4.      Hver eru tengsl skólalæknis og hjúkrunarfræðings við nemendaverndarráð?
    Í reglugerð um nemendaverndarráð í grunnskólum er skólum ekki gert skylt að stofna nemendaverndarráð heldur er þeim það heimilt. Þar er heldur ekki fastákveðið hverjir eigi aðild að ráðinu heldur einungis tilgreint hverjir geti átt þar sæti og er fulltrúi heilsugæsl unnar einn þeirra. Svo virðist sem nemendaverndarráðum fari fjölgandi og má sem dæmi nefna að nemendaverndarráð munu vera við alla skóla í Reykjavík. Í langflestum tilvikum hafa skólastjórnendur óskað eftir því að fulltrúi heilsugæslunnar sitji fundi nemenda verndarráðs en það er þó ekki algilt. Oftast er það þá skólahjúkrunarfræðingurinn sem situr fundina. Tengsl skólahjúkrunarfræðings við nemendaverndarráð eru almennt meiri en skólalæknis. Dæmi eru þó um að bæði skólalæknir og skólahjúkrunarfræðingur sitji alla fundi nemendaverndarráðs og ekki er óalgengt að ef slíkir fundir eru haldnir vikulega sitji skólahjúkrunarfræðingurinn þá alla en skólalæknirinn einu sinni í mánuði. Skólastjórnendur á mörgum stöðum hafa lýst því yfir að seta fulltrúa heilsugæslunnar sé forsenda þess að nemendaverndarráð geti sinnt hlutverki sínu.

     5.      Hvers má vænta af heilsugæslu í geðverndarmálum barna og unglinga?
    Samkvæmt 19. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990, er geðvernd einn af heilsu verndarþáttum heilsugæslunnar. Að miklu leyti er það starf samofið öðru heilsuverndar starfi sem þar er unnið. Starfsfólk heilsugæslu er því vakandi fyrir þáttum er lúta að geðheilbrigði barna og unglinga í öllum samskiptum sínum við þau og foreldra þeirra. Einn af þeim þáttum er ungbarnaverndin. Þar hafa nú verið teknar upp nýjar skoðanir við þriggja og hálfs árs og fimm ára aldur með það einkum að markmiði að greina þroskafrávik hjá börnum. Með því að taka upp markvisst þroskamat við fimm ára aldur gefst tækifæri til að vinna með vanda þeirra barna sem greinast með frávik áður en skólaganga hefst.
    Samkvæmt lögum um grunnskóla, nr. 66/1995, annast heilsugæslustöðvar skólaheilsu gæslu. Skólaheilsugæslan hefur því heilsugæslustöðina sem sitt bakland og öll vinna sem þar fer fram er hluti af hinni heildstæðu þjónustu sem þar er veitt. Með því skapast grund völlur fyrir náið samstarf skólans (kennarans), skólalækna og skólahjúkrunarfræðinga. Víst má telja að enginn aðili utan heimilanna sé í svipaðri aðstöðu til að greina hegðunarvanda mál hjá börnum og unglingum og kennarar í grunnskólum. Með því að tryggja reglubundna samvinnu og greiðan aðgang kennara að skólalæknum og hjúkrunarfræðingum opnast möguleikar til að greina vandamál og áhættu fljótt og er það mjög mikilvægt til þess að ná árangri í meðferð. Í annan stað er heilsugæslan í lykilaðstöðu til þess að samhæfa nauðsyn lega meðferð vegna geðrænna vandamála barna og unglinga þar sem saman þurfa að vinna skóli, heilsugæsla, sérfræðingar, félagsráðgjafar og sálfræðingar og meðferðin beinist oft og tíðum ekki síður að foreldrum en barni. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni barna- og unglingageðdeildar er um að ræða geðræn vandamál hjá a.m.k. öðru foreldri 30–60% barna sem koma á deildina.
    Starfshópur heilbrigðisráðuneytisins um stefnumótun í málefnum fatlaðra skilaði 10. október síðastliðinn fyrstu tillögum um áherslur í geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga. Starfshópurinn vinnur nú að nánari útfærslu þeirra tillagna þar sem m.a. er fjallað um þátt heilsugæslunnar í geðverndarmálum.

     6.      Til hvaða úrræða geta skólahjúkrunarfræðingar gripið varðandi meðferð fyrir börn sem ánetjast hafa vímuefnum?
    Skólahjúkrunarfræðingar veita börnum sem ánetjast hafa vímuefnum ýmiss konar ráð gjöf og stuðning, viti þeir um vanda barnanna. Í öllum slíkum tilvikum er nauðsyn á víð tæku samstarfi við fjölskyldu, skóla og heilsugæslu til að finna þau úrræði sem henta best hverju sinni. Skólahjúkrunarfræðingar nýta sér ráðgjöf sérfróðra aðila, svo sem hjá Barna verndarstofu, Fjölskyldumiðstöð á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, SÁÁ og hjá félagsmála þjónustu sveitarfélaga, og vísa börnum í meðferð hjá þeim stofnunum/sérfræðingum sem fást við slíkan vanda.
    Í nokkrum sveitarfélögum vinna skólahjúkrunarfræðingar með fulltrúum félagsmið stöðva og lögreglu að því að finna og styðja börn í vanda.

     7.      Eru uppi áform um skipulagða heilsugæslu innan framhaldsskólanna eins og skýr lagaákvæði eru um?
    Heilsuvernd er sinnt innan nokkurra framhaldsskóla hér á landi en ekki nándar nærri allra. Sá heilsuverndarþáttur hefur hvorki verið skipulagður sem heild né samræmdur af heilbrigðisyfirvöldum. Hins vegar hefur t.d. verið farið með ýmiss konar heilbrigðisfræðslu í framhaldsskóla. Mikilvægt er að skilgreindir verði nánar meginþættir sem leggja ber áherslu á í heilsugæslu innan framhaldskólanna. Landlæknisembættið hefur hafið upplýs ingasöfnun frá nokkrum þeim aðilum sem vinna við heilsuvernd í framhaldsskólum og er þess að vænta að tilmæli komi frá landlækni síðar á þessu ári um að hverju ætti helst að huga í heilsuvernd framhaldsskólanema. Á vegum Heilsueflingar, sem er samstarfsverkefni heilbrigðisráðuneytisins og landlæknisembættisins, er stefnt að átaksverkefni um heilsu eflingu í framhaldsskólum.
    Einnig er rétt að geta þess að hafinn er undirbúningur heilbrigðisráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins að þátttöku Íslands í samstarfsverkefni Evrópuskrifstofu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, Evrópusambandsins og Evrópuráðsins, „Health Promoting Schools“, í þeim tilgangi að efla heilsuvernd í skólum. Mun það verkefni bæði ná til grunn skóla og framhaldsskóla.s
    Þótt í lögum um framhaldsskóla sé frá því greint að ef heilsugæslustöð er starfandi í ná grenni skóla sé heimilt að fela henni að annast heilsuverndina hefur ekki verið reiknað með því í fjárveitingum til heilsugæslunnar.