Ferill 466. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 894 – 466. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um mannréttindasáttmála Evrópu, nr. 62 19. maí 1994.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jónas Þór Guðmundsson frá dóms málaráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lagt til að lögfestur verði viðauki nr. 11 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis frá 4. nóvember 1950, mannréttindasáttmála Evrópu. Hinn 25. febrúar 1995 ályktaði Alþingi að heimila ríkisstjórninni að fullgilda þennan samnings viðauka fyrir Íslands hönd. Samningurinn ásamt samningsviðaukum var lögfestur í heild sinni hér á landi árið 1994.
    Í viðaukanum felst endurskipulag á eftirlitskerfi mannréttindasáttmálans og er meginefni breytinganna að mannréttindanefndin og mannréttindadómstóllinn eru lögð niður í núverandi mynd og stofnaður er nýr dómstóll, mannréttindadómstóll Evrópu, sem kemur í stað þessara stofnana. Í dómstólnum eiga sæti jafnmargir dómarar og aðildarríki Evrópuráðsins eru og eru þeir kosnir til sex ára í senn.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Guðný Guðbjörnsdóttir og Hjálmar Jónsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. mars 1998.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.



Jóhanna Sigurðardóttir.




Árni R. Árnason.



Jón Kristjánsson.



Bryndís Hlöðversdóttir.



Kristján Pálsson.