Ferill 179. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


122. löggjafarþing 1997–1998.
Nr. 4/122.

Þingskjal 918  —  179. mál.


Þingsályktun

um samræmda samgönguáætlun.


    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að skipa nefnd til að kanna hvort samræma megi gerð áætlana um uppbyggingu samgöngumannvirkja í eina samræmda samgönguáætlun og gera í framhaldi af því tillögur um nauðsynlegar breytingar á lögum og reglum.
    Nefndin skili niðurstöðu fyrir árslok 1998.

Samþykkt á Alþingi 9. mars 1998.