Ferill 547. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 932 – 547. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.

(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



1. gr.

    5. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi og skulu gilda um afdrátt staðgreiðslu frá og með árinu 1998.


Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

    Frumvarp þetta er lagt fram samhliða frumvarpi til laga um breyting á lögum nr. 75/ 1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum. Í 2. gr. þess frumvarps er lagt til að felld verði niður sú regla að reikna beri álagsstuðul á vexti af verðbréfum þegar þau eru ekki með árlegri greiðslu. Útreikningum þessum var ætlað að jafna skattlagningu ávöxtunarforma sem bundin eru til lengri tíma og þeirra þar sem vextir eru greiddir árlega. Komið hefur í ljós að ýmsum vandkvæðum er bundið að ákvarða slíkan stuðul og að mjög flókið yrði að framkvæma þessa jöfnun. Þar sem hér er ekki um að ræða verulegar fjárhæðir né stórfelldan mismun á skattlagningu er lagt til að felld verði niður skylda til útreiknings og útgáfu þessa sérstaka stuðuls. Breyting samkvæmt þessu frumvarpi er gerð til samræmis við fyrrgreinda breytingu á tekjuskattslögunum.


Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstof a:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 94/1996,
um staðgreiðsluskatt á fjármagnstekjur.

    Frumvarp þetta snýr að breytingu á ákvæði laga um staðgreiðsluskatt af fjármagnstekjum sem ekki mun hafa áhrif á útgjöld ríkissjóðs.