Ferill 72. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


122. löggjafarþing 1997–1998.
Nr. 5/122.

Þingskjal 939  —  72. mál.


Þingsályktun

um atvinnusjóð kvenna.


    Alþingi ályktar að fela félagsmálaráðherra að skipa nefnd sem endurskoði og geri tillögur um framhald á starfi atvinnusjóðs kvenna. Nefndin taki jafnframt mið af þeirri úttekt sem gerð hefur verið á vegum Vinnumálastofnunar og því hvernig styrkir hafa nýst.
    Félagsmálaráðherra skipi tvo nefndarmenn, Byggðastofnun einn og Kvenfélagasamband Íslands einn og einn komi úr hópi atvinnuráðgjafa.

Samþykkt á Alþingi 11. mars 1998.