Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 964 – 285. mál.


Breytingartillögur



við frv. til l. um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 1. gr.
       a.      Í stað orðsins „tilboðsmarkaða“ í 1. mgr. komi: skipulegra tilboðsmarkaða.
       b.      Í stað orðanna „eða tilboðsmarkaði“ í 2. mgr. komi: og skipulegum tilboðsmarkaði.
     2.      Við 2. gr. Orðin „nr. 13/1996“ í 1., 4. og 5. orðskýringu falli brott.
     3.      Við 4. gr.
       a.      Við 1. tölul. 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Taki starfsleyfi einungis til starfsemi skipulegs tilboðsmarkaðar er þó heimilt að veita starfsleyfi ef innborgað hlutafé nemur að lágmarki helmingi þeirrar fjárhæðar.
       b.      Í stað orðanna „svo og upplýsingar um væntanlega markaðsaðila“ í 2. tölul. 1. mgr. komi: svo og upplýsingar um þau skilyrði sem gilda um aðild að markaðnum og áætlun um væntanlega markaðsaðila.
     4.      Við 5. gr. Síðari málsliður 2. mgr. falli brott.
     5.      Við 6. gr. Fyrirsögn orðist svo: Virkur eignarhlutur.
     6.      Við 7. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Framkvæmdastjóri hlutafélags, sem starfar samkvæmt lögum þessum, skal auk þess uppfylla hæfisskilyrði laga um hlutafélög, hafa óflekkað mannorð, hafa aldrei verið sviptur forræði á búi sínu og hafa til að bera víðtæka reynslu til starfans að mati stjórnar.
     7.      Við 10. gr.
       a.      Í stað orðanna „markaði með verðbréf“ í 2. tölul. komi: skipulegum verðbréfamarkaði.
       b.      Í stað orðanna „markaði með verðbréf“ í 3. tölul. komi: skipulegum verðbréfamarkaði.
       c.      Orðin „og bankaeftirlit Seðlabanka Íslands metur gildan“ í 3. tölul. falli brott.
       d.      Í stað orðsins „mörkuðum“ í 4. tölul. komi: skipulegum verðbréfamörkuðum.
     8.      Við 13. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 2. mgr.:
       a.      Í stað orðanna „þessari grein“ í 1. málsl. komi: 1. mgr.
       b.      3. málsl. falli brott.
     9.      Við 14. gr. Við 3. og 4. tölul. bætist: og heimild hafa til að veita þjónustu hér á landi.
     10.      Við 15. gr. Í stað orðanna „sex mánuðum“ í 3. mgr. komi: þremur mánuðum.
     11.      Við 17. gr. Á eftir 2. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Áður en stjórn kauphallar samþykkir fyrir sitt leyti reglur um opinbera skráningu verðbréfa skal hún leita umsagnar um þær hjá bankaeftirliti Seðlabanka Íslands.
     12.      Við 18. gr.
       a.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tilkynna skal um slíka tímabundna stöðvun til bankaeftirlits Seðlabanka Íslands.
       b.      4. mgr. falli brott.


Prentað upp.

     13.      Við 19. gr.
       a.      Í stað tölunnar „33.%“ í 1. tölul. 1. mgr. komi: 50%.
       b.      Í stað orðanna „hafa veruleg áhrif á starfsemi félagsins“ í 3. tölul. 1. mgr. komi: stjórna félaginu.
       c.      Í stað orðsins „félag“ í fyrri málslið 2. mgr. komi: hlutafélag sem stofnað er og skrásett á Íslandi og.
     14.      Við 20. gr.
       a.      1. mgr. orðist svo:
                  Þegar tilboð um yfirtöku á hlutum er sett fram er skylt að semja og gera opinbert til boðsyfirlit þar sem fram koma allar upplýsingar um tilboðsgjafa. Þar skal koma fram til hvaða hlutabréfaflokka tilboðið tekur, fjárhagsatriði þess, svo sem upplýsingar um grundvöll fyrir því verði sem boðið er, greiðsluskilmála og hvort greiða eigi með öðrum verðbréfum, lágmark og hámark þess hlutafjár sem tilboðið tekur til. Auk þess skulu koma fram önnur skilyrði sem það er háð, þar með talinn sá frestur sem veittur er til þess að samþykkja tilboðið og áhrif yfirtökunnar á framtíðarstarfsemi félagsins, auk annarra upplýsinga sem telja má að séu nauðsynlegar svo að hluthafar geti fengið nægilega yfirsýn yfir tilboðið. Frestur til að taka tilboði má ekki vera styttri en fjórar vikur og ekki lengri en tíu vikur.
       b.      Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                  Taki tilboð sem skylt er að gera skv. 19. gr. ekki til allra hlutabréfa í félagi eða hluthafar bjóðast til að selja tilboðsgjafa meira af hlutafjáreign sinni en tilboð hans nær til skal gæta jafnræðis pro rata gagnvart hluthöfum.
       c.      Í stað orðanna „og hvernig birtingu þess skuli háttað“ í 3. mgr. komi: birtingu þess, hvernig því hafi lokið, með hvaða hætti unnt er að afturkalla tilboðið og hvernig skuli fara með tilboð sem ætlað er að keppa við yfirtökutilboðið.
     15.      Við 30. gr.
       a.      Í stað orðanna „10 milljónum króna“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: 32,5 milljónum króna.
       b.      Í stað orðanna „30 milljónum króna“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: 65 milljónum króna.
     16.      Við 31. gr. Í stað orðanna „skilyrði til skráningar verðbréfa eru vægari en þegar um er að ræða opinbera skráningu í kauphöll“ í 1. mgr. komi: viðskipti fara fram með verðbréf sem ekki eru opinberlega skráð í kauphöll.
     17.      Við 34. gr. Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Óheimilt er að gefa til kynna að verðbréfamarkaður sé skipulagður vegna viðskipta með eða tilboða í verðbréf sem ekki eru skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði, svo sem með því að birta skipulega upplýsingar um viðskiptin með sama hætti og kauphöll og skipulegur tilboðsmarkaður gera eða á nokkurn þann hátt að hætta skapist á ruglingi við slíka starfsemi.
     18.      Við 36. gr. Í stað orðanna „ekki eðlileg, traust eða heilbrigð“í 1. mgr. komi: óeðlileg, óheilbrigð eða ótraust.
     19.      Við 41. gr. Síðari málsliður 1. mgr. falli brott.