Ferill 151. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 966 – 151. mál.


Nefndarálit



um frv. til l. um verslunaratvinnu.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Atla Frey Guðmundsson og Tryggva Axelsson frá viðskiptaráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Félagi íslenskra stórkaupmanna, Neytendasam tökunum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kaupmannasamtökunum og Verslunarráði.
    Með frumvarpinu er lagt til að sett verði heildstæð löggjöf um verslunaratvinnu hér á landi og eru í því skyni felld úr gildi ýmis sérlög um verslun. Frumvarpið felur í sér þá meginbreyt ingu að ekki verður framar krafist sérstakra verslunarleyfa af þeim sem vilja stunda verslun, svo sem smásölu, heildsölu og umboðssölu. Þeir sem uppfylla skilyrði frumvarpsins og ákvæði gildandi laga um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, nr. 42/1903, eftir því sem við getur átt, hafa því rétt til að stunda verslunaratvinnu, en í þeim lögum eru ítarleg skilyrði um skrán ingu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lögð er til sú breyting að 3. mgr. 4. gr. verði felld brott og flutt í V. kafla frumvarpsins og verði þar 4. mgr. 12. gr. eftir frekari breytingar á frumvarpinu. Í V. kafla er sérstaklega fjallað um sölu notaðra ökutækja eins og í 3. mgr. 4. gr. og því þykir ákvæðið réttilega eiga heima í þeim kafla.
     2.      Lagðar eru til tvær breytingar á 5. gr. sem fjallar m.a. um skyldu þess að á fastri starfsstöð skuli vera nafnspjald með nafni, kennitölu og heimilisfangi þess sem hefur skráð verslunarrekstur. Þá segir í greininni að á bréfsefni, pöntunareyðublöðum og svipuðum skjölum þess sem skráð hefur verslun skuli greina heiti verslunar og í lokamálslið grein arinnar er kveðið á um þetta taki einnig til verslunar með fjarskiptatækni (fjarsölu). Annars vegar er lögð til sú breyting á greininni hvað snertir fjarsölu að framangreind krafa geti einungis átt við ef því verður við komið. Hins vegar er lagt til að 8. gr. verði umorðuð og gerð að síðari málsgrein 5. gr., en í 8. gr. er kveðið á um skyldu þess sem stundar farandsölu til að afhenda kaupanda nafnspjald með nafni, kennitölu og heimilis fangi þess sem skráð hefur verslunarrekstur.
     3.      Lögð er til sú breyting á 7. gr. að samþykktir sveitarstjórna gildi um réttindi og skyldur þeirra sem stunda farandsölu hvort sem hún er stunduð í atvinnuskyni eða ekki. Ekki þykir rétt að útiloka að slíkar samþykktir sveitastjórna geti tekið til farandsölu sem ekki er stunduð í atvinnuskyni, einkum ef slík farandsala kemur í veg fyrir að unnt sé að halda uppi reglulegri verslun með ákveðnar vörutegundir.
     4.      Lagt er til að kaflanúmer og kaflaheiti III. kafla um smásöluverslun utan fastrar starfsstöðvar eða farandsölu falli brott og II. og III. kafli verði þannig sameinaðir.
     5.      Lögð er til orðalagsbreyting á 12. gr. (er verði 11. gr).
     6.      Lögð er til sú breyting á 13. gr. (er verði 12. gr.) að við bætist ný málsgrein, sbr. 1. lið hér að framan. Eðlilegra þykir að ákvæði um hæfisskilyrði þeirra sem stunda sölu notaðra ökutækja sé í þessari grein. Auk þess er lögð til orðalagsbreyting þannig að kveðið verði skýrt á um að á hverri fastri starfsstöð þar sem sala notaðra ökutækja fer fram skuli fram kvæmdastjóri eða yfirmaður starfseminnar fullnægja öllum skilyrðum 1.–6. tölul. 1. mgr. 13. gr. Mikilvægt er talið að aðili, sem sótt hefur námskeið, sbr. ákvæði 6. tölul., og lokið þar prófi, starfi og beri ábyrgð á þeirri starfsemi sem fram fer á hinni föstu starfsstöð. Þegar rekin er starfsemi í formi hlutafélags eða einkahlutafélags á fleiri en einni starfs stöð (útibú) þykir eðlilegt að líta svo á að nægjanlegt sé að framkvæmdastjóri slíks félags hafi fullgilt leyfi og fullnægi kröfum skv. 6. tölul., enda er starfsemin rekin að öllu leyti undir umsjón hans og á ábyrgð félagsins.
     7.      Lagt er til að lokamálsliður 2. mgr. 14. gr. (er verði 13. gr.) falli brott þar sem sambærilegt ákvæði um hæfisskilyrði framkvæmdastjóra fyrirtækis eða yfirmanns stofnunar er þegar að finna í lokamálsgrein 12. gr. eftir breytingu sem gerð verður á þeirri grein, sbr. 1. lið hér að framan.
     8.      Lögð er til breyting á 21. gr. (er verði 20. gr.). Ákvæði 3. mgr. er fellt brott en þar er kveðið á um að sveitarstjórn sé heimilt að setja nánari reglur en getið er um í greininni um frjálst uppboðshald á grundvelli laganna. Ekki verður séð að þörf sé á slíku ákvæði þar sem ákvæði greinarinnar eru skýr. Með slíku ákvæði gæti skapast hætta á að þrengt yrði að frjálsum uppboðum sem virðist ganga gegn markmiðum frumvarpsins.
     9.      Lagt er til að VII. kafli frumvarpsins um samþykktir um lokunartíma sölubúða verði felldur brott. Með því verður afgreiðslutími verslana gefinn frjáls, en athuga ber að sérákvæði gilda um opnunartíma á helgidögum samkvæmt lögum um helgidagafrið, nr. 32/1997.
     10.      Loks er lagt til að gildistöku frumvarpsins verði breytt og hún miðist við 1. janúar 1999.

Alþingi, 5. mars 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Sólveig Pétursdóttir.



Pétur H. Blöndal.



Valgerður Sverrisdóttir.



Einar Oddur Kristjánsson.



Sighvatur Björgvinsson.



Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.