Ferill 51. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


122. löggjafarþing 1997–1998.
Nr. 7/122.

Þingskjal 971  —  51. mál.


Þingsályktun

um takmörkun á hrossabeit og fjölda hrossa.


    Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra, að höfðu samráði við umhverfisráðherra, að móta tillögur um aðgerðir og nauðsynlegar lagabætur til að takmarka fjölda hrossa og hrossabeit í úthaga með tilliti til jarðvegsverndar og hóflegrar nýtingar gróðurlendis. Tillögurnar liggi fyrir á haustþingi 1998.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 1998.