Ferill 572. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 977 – 572. mál.



Skýrsla



Íslandsdeildar ÖSE-þingsins fyrir árið 1997.

Saga ÖSE-þingsins.
    Aðild að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE (áður Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE), eiga 55 ríki Evrópu og Norður-Ameríku. Einu þeirra, Sambandslýð veldinu Júgóslavíu, hefur þó ekki staðið til boða að taka þátt í störfum þingsins síðan þátt taka þess í starfi ÖSE var felld niður árið 1992. Stofnunin starfar á grundvelli Helsinki-sátt málans frá árinu 1975. Henni er ætlað að stuðla að friði, öryggi og samvinnu ríkja í Evrópu og standa vörð um virðingu fyrir mannréttindum íbúa álfunnar.
    Í yfirlýsingu þjóðarleiðtoga RÖSE-ríkjanna í París 21. nóvember 1990 var hvatt til þess að komið yrði á fót reglulegum fundum þingmanna ríkjanna. Á fundi þjóðarleiðtoganna í Madrid í apríl 1991 var svo ákveðið að koma á fót RÖSE-þingi er kæmi saman einu sinni á ári (í júlí). Þar var samþykkt svokölluð Madrid-yfirlýsing sem er grundvallarskjal ÖSE-þingmannasamstarfsins. Að loknum tveimur undirbúningsfundum á árinu 1992 var fyrsti fundur RÖSE-þings haldinn í júlí 1992 í Búdapest. Í ársbyrjun 1995 breytti þingið síðan um nafn og kallast nú ÖSE-þingið.

Starf ÖSE-þingsins 1997.
    Framkvæmd Dayton-samkomulagsins í Bosníu og Hersegóvínu hefur á undanförnum árum verið langveigamesta verkefni ÖSE. Í því samkomulagi er ÖSE einkum falið að hafa umsjón með þremur málaflokkum við uppbyggingu Bosníu og Hersegóvínu: kosningum, mannrétt indamálum og aðstoð við gerð samninga um traustvekjandi aðgerðir og takmörkun vígbúnað ar. Framkvæmd Dayton-samkomulagsins og ástand mála á Balkanskaga almennt hafa því verið fyrirferðarmikil málefni á dagskrá ÖSE-þingsins undanfarin ár. Af öðrum verkefnum bar kosningaeftirlit að venju hæst í starfi ÖSE-þingsins á árinu 1997, en einnig má nefna um fjöllun um stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs og um framkvæmd aðildarríkja ÖSE á skuldbindingum sínum og virðingu þeirra fyrir þeim og samningum sem gerðir hafa verið á vettvangi ÖSE.

Íslandsdeild ÖSE-þingsins.
    Íslandsdeildin var skipuð sem hér segir árið 1997:
    Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, formaður, Ragnar Arnalds, Alþýðubandalagi, vara formaður, Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki, Guðjón Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðný Guðbjörnsdóttir, Kvennalista. Ritari deildarinnar er Gústaf Adolf Skúlason al þjóðaritari.

Starfsemi á árinu 1997.
a. Fundur stjórnarnefndar.
    Dagana 16.–17. janúar sl. var haldinn stjórnarfundur ÖSE-þingsins í Vín. Fundinn sótti af hálfu Íslandsdeildarinnar Pétur H. Blöndal, formaður deildarinnar, auk Gústafs Adolfs Skúlasonar, ritara hennar. Fundurinn einkenndist öðru fremur af umræðum um þau mikilvægu hlutverk sem ÖSE eru ætluð í að koma á friði og stöðugleika í Bosníu og Hersegóvínu annars vegar og hins vegar af umræðum um niðurstöður leiðtogafundar ÖSE-ríkjanna í Lissabon í desember 1996.
    Í upphafi fundarins kom upp vandi þar sem tveir fulltrúar gerðu kröfu um að sitja fundinn í nafni Hvíta-Rússlands, annars vegar fulltrúi hvít-rússneska þingsins, sem sæti átti í nefnd inni á þinginu í Stokkhólmi í júlí 1996, og hins vegar fulltrúi Lúkashjenkós forseta. Ákveðið var að báðir sætu fundinn í eigin nafni fyrri daginn en sérstök nefnd var skipuð til að úr skurða um málið fyrir upphaf fundarins daginn eftir. Niðurstaða nefndarinnar var sú að ekki bæri að taka mark á þjóðaratkvæðagreiðslu um aukin völd forsetans í Hvíta-Rússlandi sem m.a. Evrópuráðið hefði úrskurðað ólöglega og ólýðræðislega. Greint var frá því að þingið í Hvíta-Rússlandi kæmi enn reglulega saman við þröngan kost og því mælti nefndin með því að fulltrúi þess sæti fundinn í nafni Hvíta-Rússlands en að fulltrúa Lúkashjenkós forseta yrði leyft að sitja fundinn sem áheyrnarfulltrúi. Tillaga nefndarinnar var samþykkt gegn einu at kvæði Rússa, en fulltrúi Rússlands sagði þetta viðkvæmt mál og mælti með því að ákvörðun um málið yrði frestað þar sem ákvörðun á grundvelli niðurstöðu nefndarinnar gæti aukið enn á spennuna í stjórnmálum Hvíta-Rússlands.
    Fimmtudaginn 16. janúar héldu eftirfarandi embættismenn framsöguræður: Max van der Stoel, sérlegur erindreki um málefni minnihlutahópa, Audrey Glover, yfirmaður þeirrar stofnunar ÖSE sem fer með mannréttindi og lýðræði (ODIHR), og Giancarlo Aragona, fram kvæmdastjóri ÖSE, auk Niels Helvegs Petersens, utanríkisráðherra Danmerkur og formanns ráðherraráðs ÖSE.
    Embætti Max van der Stoels (High Commissioner on National Minorities) er ætlað að bregðast við eins skjótt og hægt er þegar hætta er á að þjóðernisdeilur þróist í átök innan ÖSE-svæðisins. Van der Stoel fjallaði m.a. um stöðu þjóðernislegra minni hluta í Eistlandi og Lettlandi, þar sem rússneskir íbúar hafa margir hverjir ekki hlotið ríkisborgararétt að fengnu sjálfstæði ríkjanna. Sagði van der Stoel hægar hafa gengið í þeim efnum en vonast hefði verið eftir, þótt rússneski minni hlutinn í ríkjunum vildi gjarnan aðlagast samfélaginu, einkum yngra fólkið, eftir því sem hann kæmist næst. Þá greindi hann frá því hvernig embætti hans hefði haft milligöngu um undirritun vináttusamnings Rúmeníu og Ungverjalands sem loks hefur verið undirritaður. Meðal helstu viðfangsefna embættisins nefndi hann einnig stöðu serbneska minni hlutans í Króatíu, einkum í Austur-Slavoníu. Aðspurður um hlutverk embættis síns í málefnum Bosníu og Hersegóvínu sagði van der Stoel það fremur takmarkað, enda ætlað að stunda fyrirbyggjandi aðgerðir.
    Giancarlo Aragona, framkvæmdastjóri ÖSE, sagði ÖSE-þingið mikilvægan hlekk í ÖSE-keðjunni þar sem það endurspeglaði stöðu mála innan þjóðþinga aðildarríkja stofnunarinnar og viðhéldi tengslum hennar við almenning í aðildarríkjunum. Hann sagði hlutverk ÖSE í framkvæmd Dayton-samkomulagsins um frið í Bosníu og Hersegóvínu vera mestu áskorun sem ÖSE hefði fengið frá upphafi, en í samkomulaginu er ÖSE einkum falið að hafa umsjón með þremur málaflokkum: kosningum, mannréttindamálum og aðstoð við gerð samninga um traustvekjandi aðgerðir og takmörkun vígbúnaðar. Í máli Aragonas kom fram að á árinu 1996 hefðu um 50% af fjárlögum ÖSE verið varið í uppbyggingu friðvænlegs og lýðræðis legs samfélags í Bosníu og Hersegóvínu. Almennt taldi hann að nokkuð vel hefði gengið á heildina litið, en enn væri verið að glíma við reglur um kjörskrár fyrir sveitarstjórnarkosn ingar sem fram fóru í september 1997 og væri það gífurlega flókið og viðkvæmt verkefni. Þá væri ýmsu enn ábótavant hvað snerti stöðu mannréttindamála, fjölmiðlun og framkvæmd samninga um takmörkun vígbúnaðar og traustvekjandi aðgerðir.
    Audrey Glover (Director of the Office for Democratic Institutions and Human Rights) ræddi einkum um hlutverk embættis síns við undirbúning og framkvæmd kosningaeftirlits annars vegar og í málefnum Bosníu og Hersegóvínu hins vegar. Embætti Glovers er ætlað að efla mannréttindi og lýðræði, en í því sambandi hefur hún á hendi samræmingu kosninga eftirlits, að útvega sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar og veita fræðslu á því sviði, en árið 1996 stóð ÖSE fyrir kosningaeftirliti í Albaníu, Rússlandi, Rúmeníu, Júgóslavíu og Bosníu og Hersegóvínu. Þá hefur embættið aðstoðað við stofnun fimm svonefndra „ombuds man“ embætta í Bosníu og Hersegóvínu, skipulagt námsstefnur um lýðræðisleg vinnubrögð og þjálfað embættismenn, aðstoðað við uppbyggingu frjálsra fjölmiðla, gefið út þýðingar á kosningalögum o.fl.
    Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur og formaður ráðherraráðs ÖSE, sagði það eitt af markmiðum sínum í formennsku ráðherraráðsins að efla ÖSE-þingið, sem hann sagði nauðsynlegan hluta ÖSE-keðjunnar. Petersen sagði árið 1996 hafa verið tíma mótaár í sögu ÖSE, þar sem stofnunin hefði fengist við krefjandi verkefni í Bosníu og Hersegóvínu og leiðtogar ÖSE-ríkjanna áréttað skuldbindingar sínar á vegum ÖSE á fund inum í Lissabon. Hann viðurkenndi að margir hefðu gert sér meiri vonir um árangur af leið togafundinum, t.d. í formi breytinga á ákvarðanatökureglum innan ÖSE, en þó mætti ekki gera lítið úr árangri fundarins. Þá fjallaði Petersen um öryggismódel 21. aldar, ástandið í sambandsríkinu Júgóslavíu, kosningarnar sem í nánd voru í Tsjetsníju o.fl. Breski þing maðurinn Michael Jopling kvartaði undan litlum viðbrögðum ráðherraráðsins við ályktunum ÖSE-þingsins og því að hvergi væri minnst á ÖSE-þingið í niðurstöðum leiðtogafundarins í Lissabon. Petersen svaraði því til að þingmenn mundu alltaf, alls staðar, kvarta undan skorti á „hinu og þessu“ í samtölum við ráðherra og að þannig ætti það að vera, þannig væri eðli stjórnmála. Hvað varðar niðurstöður leiðtogafundarins minnti Petersen á að stofnunin starfaði samkvæmt samstöðureglu og því þyrfti einungis atkvæði eins aðildarríkis til að fella einstakar málsgreinar í niðurstöðum funda, líkt og gerst hefði með umfjöllun um ÖSE-þingið í Lissabon. Sjálfur sagðist Petersen beita sér fyrir eflingu ÖSE-þingsins, m.a. með því að leyfa forseta þingsins að sitja svonefnda „Troiku-fundi“, en þar koma saman utanríkisráð herrar fráfarandi, núverandi og verðandi forusturíkja í ráðherraráðinu. Hann benti þó jafn framt á að í niðurstöðum leiðtogafundarins væri heldur ekkert minnst á embætti Max van der Stoels, en fullyrti að enga merkingu væri hægt að lesa út úr því, embætti hans hefði einfald lega unnið gott starf og ekki væri ástæða til að nefna alla hluti í niðurstöðum leiðtogafundar ins.
    Föstudaginn 17. janúar ávörpuðu fundinn Dr. Heinz Fischer, forseti austurríska þingsins, og Dr. Franz Vranitzky, kanslari Austurríkis, en þess má geta að Dr. Vranitzky sagði af sér embætti daginn eftir. Fulltrúi Georgíu greindi frá því að hann hefði farið þess á leit að sér stök skýrsla um ástand mála í Abkhasíu yrði unnin fyrir fund ÖSE-þingsins í júlí og ákveðið var að verða við þeirri beiðni.
    Framkvæmdastjóri ÖSE-þingsins, Spencer Oliver, greindi frá leiðtogafundi ÖSE í Lissabon, en framkvæmdastjórn þingsins sat fundinn og forseti þess ávarpaði hann. Í máli Olivers kom fram að ýmsar málsgreinar þar sem fjallað var um ÖSE-þingið hefðu verið felldar, oft af einu ríki í krafti samstöðureglunnar. Aðspurður sagði hann að m.a. Tyrkland hefði komið þar við sögu, líklega vegna ályktunar ÖSE-þingsins frá fundinum í Stokkhólmi sumarið áður þar sem hvatt var til að sendir yrðu fulltrúar til að kanna ástand mann réttindamála í Tyrklandi. Þá hafði Albanía einnig fellt ýmsar tilvísanir í ÖSE-þingið, líklega vegna þeirrar ákvörðunar þingsins að kalla heim sendinefnd sína sem fylgjast átti með sveitarstjórnarkosningum þar árið áður, vegna óviðunandi starfsaðstöðu. Loks hefðu ESB-ríkin fellt einhverjar slíkar tilvísanir en Oliver treysti sér ekki til að leggja mat á ástæður þess. Breski þingmaðurinn Bruce George lagði til að á fundi ÖSE-þingsins í Varsjá í júlí yrðu sendiherrar viðkomandi ríkja kallaðir fyrir þingið eða stjórnarnefnd þess og beðnir um að útskýra hvað væri „svo hættulegt við ÖSE-þingið að ekki væri óhætt að svo mikið sem nefna það á nafn í plaggi sem er hvort eð er útþynnt og innihaldsrýrt“, og hlaut hugmynd hans góðar undirtektir.
    Fulltrúi Hvíta-Rússlands fór þess á leit að ÖSE-þingið gerði úttekt á stjórnmálaástandinu í Hvíta-Rússlandi og fulltrúi Azerbaidjan fór þess á leit að svipuð úttekt yrði gerð á ástand inu í Ngorno-Karabakh. Engar ákvarðanir voru teknar þar að lútandi.
    Ruperez, forseti þingsins, fjallaði um að venjulega væri eitthvert eitt tiltekið málefni öðr um fremur á dagskrá þingsins á júlí-fundi þess, og lagði til að í júlí 1997 yrði athyglinni beint að framkvæmd ÖSE-skuldbindinga. Sir Peter Emery, gjaldkeri þingsins, greindi frá því að 38 ríki af 55 hefðu þegar greitt árgjöld sín til þingsins fyrir árið 1997, og að árið áður hefði 51 ríki greitt árgjöldin að fullu.
    Fyrir fundinum lá tillaga um að allar sendinefndir yrðu hvattar til að sjá til þess að í hverri þeirra væri a.m.k. ein kona. Tillagan hlaut misjafnar undirtektir og var einkum harðlega gagnrýnd af Bretum, sem sögðu engan veginn víst að hægt væri að verða við slíkri beiðni, allra síst í fámennari þingum. Hún var felld með þremur mótatkvæðum. Jafnframt lá fyrir til laga um aukinn fjárhagslegan stuðning við starf flokkahópa innan þingsins. Bandaríkjamenn höfðu þegar mótmælt henni bréflega þar sem starfið hentaði nær eingöngu meiri hluta þing manna Vestur-Evrópuríkja, og var ákveðið að ræða tillöguna frekar á fundi ÖSE-þingsins í júlí. Þá kynntu Frakkar hugmynd að ráðstefnu um svæðisbundið samstarf sem efnahags nefnd ÖSE-þingsins mundi standa fyrir í samstarfi við efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu. Fram kom að bæði Mónakó og Malta væru reiðubúin að vera gestgjafar og að kostnaður ÖSE-þingsins af ráðstefnunni yrði mjög takmarkaður. Tillagan fékk jákvæðar undirtektir en engin ákvörðun var tekin í málinu. Loks lögðu Javier Ruperez, forseti þingsins, o.fl. fram ályktun þar sem ógilding sveitastjórnarkosninganna í sambandsríkinu Júgóslavíu var fordæmd og hlaut hún einróma samþykki fundarins.

b. 5. fundur ÖSE-þingsins.
    
Sjötti árlegi fundur ÖSE-þingsins var haldinn dagana 5.–8. júlí, að þessu sinni í Varsjá. Fundinn sátu af hálfu Íslandsdeildarinnar Pétur H. Blöndal, formaður, Ragnar Arnalds, vara formaður, Hjálmar Árnason og Guðný Guðbjörnsdóttir, auk Gústafs Adolfs Skúlasonar, rit ara deildarinnar. Venjan er að þrír þingmenn sæki slíka fundi fyrir hönd Alþingis en þar sem einungis tveir úr Íslandsdeildinni áttu heimangengt árið 1996 sóttu fjórir fundinn að þessu sinni. Auk fulltrúa aðildarríkjanna sátu fundinn áheyrnarfulltrúar frá Japan, Egyptalandi, Ísrael, Evrópuráðsþinginu, VES-þinginu, Norður-Atlantshafsþinginu, Alþjóðaþingmanna sambandinu, Evrópuþinginu, Svartahafsþinginu og þingi Samveldis sjálfstæðra ríkja (CIS). Samhliða þingfundum funduðu stjórnarnefnd og málefnanefndir þingsins.
    Þema þingsins að þessu sinni var framkvæmd aðildarríkja ÖSE á skuldbindingum sínum og virðing þeirra fyrir þeim og samningum sem gerðir hafa verið á innan ÖSE. Af öðrum málefnum sem helst bar á góma má nefna framkvæmd Dayton-samkomulagsins í Bosníu og Hersegóvínu, stöðu mannréttindamála í Tyrklandi og stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs. Þá urðu miklar umræður um sjálft skipulag ÖSE-þingsins. Ýmsir urðu til að kvarta undan þeim mikla tíma sem á árlegum fundi þingsins fer í afgreiðslu ályktana sem síðan er steypt í eina langa ályktun, að margra mati allt of langa, en að þessu sinni var hún einar tutt ugu blaðsíður.
    Á fundi stjórnarnefndar gerði Sir Peter Emery, gjaldkeri þingsins, grein fyrir fjármálum þingsins. Rekstur þess var að venju innan fjárlagaramma starfsárið 1996–97 og fjárlagadrögin fyrir starfsárið 1997–98 gerðu ráð fyrir 1,7% hækkun frá árinu áður. Voru þau samþykkt einróma. Þá var rædd skýrsla sendinefndar ÖSE-þingsins sem heimsótti Tyrkland um mán aðamótin apríl–maí, undir formennsku Javiers Ruperez forseta þingsins. Nokkrar deilur urðu um skýrsluna en í henni er tyrkneskum stjórnvöldum mikið hrósað fyrir framfarir í mannrétt-indamálum undanfarin ár, þótt þau séu jafnframt hvött til að gera betur á ýmsum sviðum. Ákveðið var að vísa skýrslunni til 3. nefndar til frekari umræðu. Að frumkvæði danska vara forsetans, Helle Degn, voru lögð fram drög að ályktun um Tyrkland til að leggja fyrir þingið, m.a. með stuðningi Péturs H. Blöndal. Þar voru tyrknesk stjórnvöld hvött til að bæta tafar laust ástand mannréttindamála heima fyrir og láta m.a. lausa fjóra Kúrda og fyrrverandi þingmenn sem sitja í fangelsi. Ákvarðanir stjórnarnefndar eru teknar með reglunni „sam staða mínus einn“, en tyrkneska sendinefndin hafði stuðning fimm Kákasuslýðvelda og kom þannig í veg fyrir að ályktunardrögin yrðu lögð fyrir þingið. Sérstakri skýrslu pólska vara forsetans Wojciech Lamentowicz um ástand mála í Georgíu og Abkhasíu var vísað til 1. nefndar til frekari umræðu, en samþykkt var að leggja sérstaka ályktun um málið fyrir þing ið. Þá voru að frumkvæði sænskra þingmanna lögð fram sérstök ályktunardrög þar sem for dæmdar eru skipulagðar nauðganir í tengslum við stríðsátök, m.a. með stuðningi Péturs H. Blöndal, Ragnars Arnalds og Guðnýjar Guðbjörnsdóttur. Þar eru aðildarríki ÖSE m.a. hvött til að sjá til þess að þeir er fremji slík afbrot komi fyrir stríðsglæpadómstóla. Drögunum var vísað til 3. nefndar til frekari umræðu. Þá má geta þess að nefndin ítrekaði samþykkt frá fundi sínum í janúar þess efnis að þing Hvíta-Rússlands, sem skipað var af Alexander Lúkashenko forseta árið 1996, fengi ekki að senda fulltrúa á ÖSE-þingið, heldur sætu þingið áfram fulltrúar hins lýðræðislega kjörna þjóðþings sem forsetinn leysti upp. Loks var sam þykkt að 8. árlegi fundur ÖSE-þingsins, árið 1999, yrði haldinn í Moskvu, en áður hafði ver ið ákveðið að 7. fundur þess yrði haldinn dagana 7.–10. júlí 1998 í Kaupmannahöfn. Þann 30. júní, eða viku fyrir fundinn í Varsjá, hafði Pétur H. Blöndal sent forseta þingsins erindi þar sem hann lagði til að stjórnarnefnd ÖSE-þingsins héldi fundi með fjarfundatækni. Þannig gæti nefndin haldið fundi oftar með minni tilkostnaði, jafnt í fjármunum sem tíma talið. Framkvæmdastjórn þingsins vísaði erindinu til sérstakrar nefndar um starfsreglur sem mun kynna niðurstöður sínar á næsta fundi stjórnarnefndar í Vín, dagana 19.–20. febrúar 1998.
    Íslandsdeildin tók þátt í starfi málefnanefndanna þriggja sem hér segir:
         1. nefnd, um stjórnmál og öryggismál: Pétur H. Blöndal og Ragnar Arnalds.
         2. nefnd, um efnahags-, vísinda-, tækni- og umhverfismál: Guðný Guðbjörnsdóttir.
         3. nefnd, um lýðræði og mannréttindamál: Hjálmar Árnason.
    Lagðar voru fram skýrslur byggðar á fyrrnefndu þema í hverri nefnd en á grundvelli þeirra höfðu verið samin drög að ályktunum. Þessi drög voru rædd í viðkomandi nefnd og afgreidd ásamt breytingatillögum. Öllum var þeim síðan steypt saman í eina heildarályktun — Var sjáryfirlýsinguna — í fjórum köflum sem lögð var fyrir ÖSE-þingið. Fjórði kaflinn var unn inn úr fyrrnefndum ályktunardrögum gegn skipulögðum nauðgunum í tengslum við stríðs átök.
    Skýrsla nefndar um stjórnmál og öryggismál, 1. nefndar, fjallar einkum um þann vanda sem fólginn er í samþættingu sjálfsákvörðunarréttar þjóðanna annars vegar og hins vegar fullveldis ríkja og friðhelgi landamæra. Í ályktun nefndarinnar er m.a. lýst áhyggjum yfir lít illi virðingu ýmissa aðildarríkja fyrir skuldbindingum sínum innan ÖSE, og ráðherraráð ÖSE hvatt til að leita leiða til úrbóta. Sérstaklega er fagnað þeirri samvinnu ýmissa fjölþjóða stofnana sem komið hefur verið á fót í Bosníu og Hersegóvínu og hún talin gefa gott fordæmi um hvernig eigi að stöðva átök og stuðla að enduruppbyggingu stríðshrjáðra samfélaga. Loks eru aðildarríkin hvött til að hraða viðræðum um staðfestingu CFE-samningsins um takmörk un hefðbundins vígbúnaðar. Breytingartillaga Rússa, þar sem lýst var yfir stuðningi við samstöðureglu ÖSE, var felld. Gegn atkvæðum Rússa var samþykkt breytingartillaga Banda ríkjamanna þar sem áréttað er frelsi fullvalda ríkja til að velja sér bandalög. Þá ræddi nefnd in fyrrnefnda skýrslu um stöðu mála í Georgíu og Abkhasíu en sérstök ályktun um það mál var lögð fyrir þingið.
    Í skýrslu nefndar um efnahags-, vísinda-, tækni- og umhverfismál, 2. nefndar, er að mestu fjallað um árangur fyrrverandi aðildarríkja Varsjárbandalagsins í átt að settum markmiðum á sviði efnahagsmála. Meginniðurstöður skýrslunnar eru á þá leið að umrædd ríki hafi ekki hrint í framkvæmd öllum þeim breytingum sem nauðsynlegar séu á leið til markaðshagkerfis, og að þróunaraðstoð við umrædd ríki sé ekki nægilega markviss. Í ályktun nefndarinnar eru umrædd ríki hvött til að halda áfram aðlögun löggjafar um fjárfestingar, tolla, bankastarf semi o.fl., efla svæðisbundið samstarf og draga úr innbyrðis tollum og öðrum viðskiptahindr unum. Þá eru jafnt fjölþjóðastofnanir sem vestræn ríki hvött til aukinnar samræmingar að gerða á sviði þróunaraðstoðar. Loks eru aðildarríki Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) hvött til að veita hinum nýfrjálsu ríkjum inngöngu og Evrópusambandið hvatt sérstaklega til að lækka tolla á landbúnaðarafurðum. Á fundi nefndarinnar ræddi Guðný Guðbjörnsdóttir mikilvægi þess að lögð yrði áhersla á jafna aðstöðu borgaranna gagnvart einkavæðingu og þróun markaðshagkerfa án tillits til kyns, kynþáttar eða trúarbragða í umræddum ríkjum, og lagði áherslu á að slík sjónarmið bæri að hafa til hliðsjónar þegar vestrænn þróunaraðstoð er veitt. Þá voru ræddar hugmyndir um efnahagssáttmála ÖSE-ríkjanna, en á fundi fram kvæmdastjórnar þingsins var ákveðið að það skjal yrði unnið nánar fyrir fund þingsins að ári.
    Skýrsla nefndar um lýðræði og mannréttindamál, 3. nefndar, tók sérstaklega fyrir frelsi fjölmiðla í aðildarríkjum ÖSE, sem talin er nauðsynleg forsenda frjálsra og sanngjarnra kosninga, nauðsynlegt aðhald við stjórnvöld hverju sinni og grundvallarforsenda lýðræðis legrar stjórnskipunar almennt. Í ályktun nefndarinnar eru ríkisstjórnir aðildarríkjanna hvattar til að tryggja greiðan aðgang fjölmiðla (og annarra) að opinberum gögnum, fjölmiðlar hvattir til að tryggja sjálfstæði eigin blaðamanna, og varað við hringamyndunum í fjölmiðlun. Mikl ar deilur urðu í nefndinni vegna skýrslunnar um Tyrkland, en sem fyrr segir var tillaga um að sérstök ályktun um Tyrkland yrði lögð fyrir þingið felld í stjórnarnefnd. Nefndin setti saman annað skjal af svipuðum toga sem ákveðið var að leggja fyrir þingið.
    Við setningu þingfundar fluttu ávörp Javier Ruperez, forseti ÖSE-þingsins, Józef Zych, forseti pólska þingsins, Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, og Niels Helveg Peter sen, utanríkisráðherra Danmerkur og formaður ráðherraráðs ÖSE, sem jafnframt svaraði spurningum þingmanna. Hjálmar Árnason spurði Petersen, sem utanríkisráðherra Danmerk ur, hvernig hann hygðist bregðast við fréttum af hugmyndum um geymslu úreltra kjarna vopna á Grænlandi og hvort hann, sem formaður ráðherraráðsins, teldi úreldingu kjarna vopna almennt séð vera málaflokk þar sem ÖSE gæti látið til sín taka. Petersen sagðist telja aðrar stofnanir betur til þess fallnar, enda hefði ÖSE aldrei tekið þátt í viðræðum um tak mörkun eða eyðingu kjarnorkuvígbúnaðar. Hann neitaði hins vegar að svara fyrri spurningu Hjálmars þar sem ekki væri um að ræða ÖSE-málefni. Ýmsir þingmenn urðu til að láta í ljós óánægju sína með það, enda væri um að ræða mikilvæga spurningu er varðaði umhverfis- og efnahagsmál, og þannig öryggismál í víðum skilningi. Þá ávörpuðu þingið ýmsir helstu embættismenn ÖSE, m.a. Giancarlo Aragona, framkvæmdastjóri ÖSE, og svöruðu þeir spurningum þingmanna. Loks ávarpaði Juan Antonio Samaranch, forseti alþjóðaólympíu nefndarinnar þingið. Þá voru blaðamannaverðlaun ÖSE-þingsins veitt í annað sinn, en verð launin eru veitt fyrir störf í þágu lýðræðis og mannréttinda og er þeim ætlað að efla grund vallarregluna um frjálsa fjölmiðlun. Verðlaunin hlutu að þessu sinni samtökin Blaðamenn án landamæra, sem hafa höfuðstöðvar í París og einbeita sér að fréttum tengdum mannrétt indamálum.
    Á lokadegi þingsins var fjallað um fyrrnefnda Varsjáryfirlýsingu og hún samþykkt. Þá var greint frá nýafstöðnum þingkosningum (1. umferð) í Albaníu og kosningaeftirliti ÖSE þar, en framkvæmd þeirra þótti ásættanleg. Ruperez hafði formennsku í sendinefnd ÖSE-þings ins á vettvangi og greindi hann frá nánu samstarfi sendinefnda ÖSE- og Evrópuráðsþingsins, sem m.a. gáfu út sameiginlega yfirlýsingu um fyrirkomulag kosninganna í Albaníu.
    Sem fyrr segir samþykkti stjórnarnefnd að vísa sérstakri ályktun um stöðu mála í Georgíu og Abkhasíu til þingsins, en þar er m.a. hvatt til þess að hið fyrsta verði komið á fjölþjóð legri friðarráðstefnu undir stjórn Sameinuðu þjóðanna með þátttöku ÖSE og Rússlands. Ályktunin var samþykkt samhljóða. Þá var fyrrnefnd ályktun um Tyrkland frá 3. nefnd lögð fyrir þingið, en þar sem hún var einungis lögð fram á ensku var henni vísað frá. Loks fór á þinginu fram kjör forseta ÖSE-þingsins, gjaldkera og fimm varaforseta af níu. Spánverjinn Javier Ruperez var endurkjörinn forseti þingsins án mótframboðs, sem og Bretinn Sir Peter Emery í stöðu gjaldkera. Frambjóðendur til varaforseta voru níu en eftirfarandi náðu kosn ingu:
    Irena Lipowicz    Póllandi     til þriggja ára
    Gennady Seleznev     Rússlandi     til þriggja ára
    Willy Wimmer     Þýskalandi     til þriggja ára
    Claude Estier     Frakklandi     til tveggja ára
    Bill Graham     Kanada     til tveggja ára
    Loks héldu konur á meðal þingmanna sérstakan fund þar sem rædd var staða kvenna á vinnumarkaði og ræddar leiðir til að auka framlag kvenna til starfsemi ÖSE-þingsins. Þá átti íslenska sendinefndin fund með fulltrúum tyrknesku sendinefndarinnar um málefni Sophiu Hansen og dætra hennar. Uluc Gürkan, formaður tyrknesku sendinefndarinnar, var vel kunn ugur málinu en hann sat sams konar fund með Íslandsdeildinni á fundi ÖSE-þingsins árið 1995. Gürkan sagðist m.a. hafa beitt sér fyrir að kynna málið tyrkneskum fjölmiðlum og sagði nýlegan sjónvarpsþátt afrakstur þess. Hann sagði málstað Sophiu njóta mikils stuðn ings í Tyrklandi og sagði meiri hluta tyrknesku þjóðarinnar á máli Sophiu. Hins vegar væri erfitt að líta fram hjá þeim orðum stúlknanna að þær vildu ekki hitta móður sína, hvernig svo sem á þeim framburði stæði. Gürkan fullvissaði Íslandsdeildina um að Halim Al mundi ekki til frambúðar komast upp með að hunsa umgengnisrétt Sophiu.
    
c. Kosningaeftirlit.
    ÖSE-þingið ákvað frá upphafi að taka virkan þátt í kosningaeftirliti og leggja áherslu á það starf sem mikilvægan lið í að efla lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum. Jafnframt hefur ÖSE hvatt þingið til þess að sinna þessu starfi af fullum krafti. Árið 1997 tók ÖSE-þingið þátt í eftirliti með kosningum í Búlgaríu, Króatíu, Serbíu og lýðveldinu Srpska í Bosníu. Íslandsdeildin tók ekki þátt í kosningaeftirliti ÖSE-þingsins á árinu en þingmenn sem taka þátt í slíku kosningaeftirliti gera það á kostnað eigin þjóðþinga.

d. Annað.

    ÖSE-þingið hefur átt fulltrúa á ýmsum fundum embættismannanefnda ÖSE. Forseti ÖSE-þingsins hefur á árinu tekið þátt í fundum fyrrverandi, núverandi og verðandi formanna ráð herraráðsins, auk þess að veita forstöðu sendinefnd ÖSE-þingsins sem heimsótti Tyrkland í apríl og skrifaði skýrslu um stöðu mannréttindamála þar. Þá stóð ÖSE-þingið fyrir ráð stefnu um svæðisbundið öryggi og stöðu stjórn-, efnahags-, félags- og mannúðarmála í Mið-Asíu og Kákasushéraði. Ráðstefnan var haldin í Tashkent í Úsbekistan í september. Loks stóðu ÖSE-þingið og þing Mónakó sameiginlega fyrir ráðstefnu um hlutverk svæðisbundins samstarfs í evrópskum öryggismálum, og fór ráðstefnan fram í Mónakó í október. Íslands deildin tók ekki þátt í framangreindum ráðstefnum.

Alþingi, 10. mars 1998.



Pétur H. Blöndal,


form.


Ragnar Arnalds,


varaform.


Hjálmar Árnason.




Guðjón Guðmundsson.



Guðný Guðbjörnsdóttir.





Fylgiskjal I.


I. Markmið og skipulag ÖSE-þingsins.


    Samkvæmt starfsreglum ÖSE-þingsins eru því ætluð eftirfarandi hlutverk:
     1.      að meta árangurinn af ÖSE-samstarfinu,
     2.     að ræða mál sem eru á dagskrá funda leiðtoga og utanríkisráðherra ÖSE-ríkjanna,
     3.     að þróa leiðir til að koma í veg fyrir og leysa úr átökum,
     4.     að stuðla að eflingu lýðræðislegra stofnana í ÖSE-ríkjunum,
     5.     að leggja sitt af mörkum til þróunar, samskipta og samstarfs stofnana ÖSE.
    Samkvæmt starfsreglum ÖSE-þingsins er aðild að því miðuð við þing þeirra ríkja sem undirritað hafa Helsinki-sáttmálann frá 1975 og Parísaryfirlýsinguna frá 1990 og að ríkin taki þátt í ÖSE-samstarfinu. Í dag eiga 55 þing ÖSE-ríkjanna aðild að ÖSE-þinginu. Gert er ráð fyrir 317 fulltrúum á þinginu og þar af á Alþingi þrjá.
    Starfsreglurnar gera ráð fyrir að ÖSE-þingið komi saman í júlí ár hvert og standi fundur þess eigi lengur en fimm daga. Auk þingfunda er gert ráð fyrir að á þinginu starfi þrjár fasta nefndir er fjalli um mál er falla undir svið þeirra. Formaður, varaformaður og framsögumað ur hverrar nefndar eru kjörnir af nefndunum í lok allsherjarfundar ár hvert. Framsögumaður nefndar velur umræðuefnið sem tekið er fyrir í nefndinni það ár, í samráði við formann og varaformann nefndarinnar. Hann undirbýr skýrslu sem lögð er fyrir nefndina ásamt drögum að ályktun. Fastanefndirnar þrjár eru nefnd um stjórn- og öryggismál (fyrsta nefnd), nefnd um efnahags-, vísinda-, tækni- og umhverfismál (önnur nefnd) og nefnd um lýðræði og mann réttindamál (þriðja nefnd). Heimilt er forseta þingsins að boða til aukaþings ef stjórnarnefnd þingsins ákveður svo.
    Stjórnarnefnd þingsins (Standing Committee) er ætlað að undirbúa störf þingsins. Hún er skipuð forseta ÖSE-þingsins, varaforsetunum níu, gjaldkera, formönnum þriggja málefnanefnda þingsins og formönnum sendinefnda einstakra þjóðþinga, eða alls 69 fulltrú um. Framkvæmdastjórn þingsins (Bureau) er skipuð forseta þess, varaforsetum og gjaldkera. Henni er ætlað að fylgjast með að ákvörðunum þingsins sé framfylgt og ákvarða um málefni sem upp kunna að koma á milli funda stjórnarnefndar.
    Þingsköp ÖSE-þingsins gera ráð fyrir að þingið og framkvæmdastjórnin taki ákvarðanir sínar með meiri hluta atkvæða en ákvarðanir stjórnarnefndarinnar skuli teknar samkvæmt afbrigði af svokallaðri „samstöðureglu“ (consensus rule), en henni er fylgt á fundum fulltrúa ríkisstjórna ÖSE-ríkjanna. Stjórnarnefnd þingsins fylgir svokallaðri „consensus minus one“ reglu sem felur í sér að tvö eða fleiri ríki geta fellt einstök mál í nefndinni.
    Fulltrúi ráðherraráðs ÖSE ávarpar þingið á árlegum fundi þess og gefur skýrslu um mál efni ÖSE og verkefni sem verið er að vinna að á þeim vettvangi. Þá geta þingfulltrúar beint fyrirspurnum til þess ráðherra er mætir sem fulltrúi ráðherraráðsins.
    Opinber tungumál þingsins eru sex: enska, franska, þýska, ítalska, rússneska og spænska, og er þýtt samtímis.



Fylgiskjal II.


Skipan ÖSE-þingsins.



         Fjöldi þing-     Fjöldi
         sæta hvers     þingsæta
         aðildarríkis     alls

A.     Bandaríkin          17     17
B.     Rússland          15     15
C.     Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Bretland          13     52
D.     Kanada og Spánn          10     20
E.     Úkraína, Belgía, Holland, Pólland,
    Svíþjóð og Tyrkland          8     48
F.     Rúmenía          7     7
G.     Austurríki, Danmörk, Finnland, Grikkland, Ungverjaland,
    Írland, Noregur, Portúgal, Tékkland, Sviss, Hvíta-Rússland,
    Úsbekistan og Kasakstan          6     78
H.     Búlgaría og Lúxemborg          5     10
I.     Júgóslavía og Slóvakía          4     8
J.     Kýpur, Ísland, Malta, Eistland, Lettland, Litáen, Albanía,
    Slóvenía, Króatía, Moldavía, Tadsjikistan, Túrkmenistan,
    Georgía, Kirgisistan, Armenía, Aserbaídsjan, Bosnía og
    Hersegóvína og fyrrverandi Júgóslavíulýðveldið Makedónía          3     54
K.     Andorra, Liechtenstein, Mónakó og San Marínó          2     8
Samtals                         317



Fylgiskjal III.

Starfsreglur

fyrir Íslandsdeild ÖSE-þingsins

.



1. gr.

    Íslandsdeild ÖSE-þingsins (The Icelandic delegation to the OSCE Parliamentary As sembly) er skipuð fimm alþingismönnum. Íslandsdeildin sendir þrjá fulltrúa á ÖSE-þingið hvert ár, sbr. ákvæði Madrid-yfirlýsingarinnar frá apríl 1991 og viðauka við starfsreglur þingsins frá janúar 1993 um fjölda fulltrúa frá einstökum aðildarþingum.

2. gr.

    Þingflokkar skulu tilnefna í Íslandsdeildina eftir hverjar alþingiskosningar og gildir til nefningin út kjörtímabilið nema þingflokkar ákveði annað.

3. gr.

    Þingflokkur skal tilnefna í deildina eftir hlutfallsreglu jafnmarga þingmenn og hann á rétt til samkvæmt stærð flokksins nema samkomulag sé um aðra skiptingu fulltrúa. Þingflokki, sem ekki hefur styrkleika til að hljóta fulltrúa í Íslandsdeildina, skal heimilt að tilnefna áheyrnarfulltrúa til setu á fundum deildarinnar. Áheyrnarfulltrúi skal hafa rétt til þátttöku í starfi ÖSE-þingsins samkvæmt almennum reglum 7. gr.

    

4. gr.


    Fulltrúi stærsta þingflokksins skal kalla Íslandsdeildina saman til fyrsta fundar og skal þá kjósa formann og varaformann deildarinnar fyrir kjörtímabilið.
    Formaður situr í stjórnarnefnd (Standing Committee) ÖSE-þingsins, sbr. 32. gr. starfs reglna þess.

5. gr.

    Íslandsdeildin hefur ritara sem er nefndinni til aðstoðar, sbr. 3. mgr. 35. gr. þingskapa Al þingis.

6. gr.

    Íslandsdeildin skal árlega leggja fyrir forsætisnefnd Alþingis, innan þess frests sem nefnd in ákveður, tillögur um fjárveitingar til starfsemi deildarinnar. Tillagan skal við það miðuð að fjárveiting nægi til að greiða árgjald til aðalskrifstofu þingsins, ferðakostnað fulltrúa og annan kostnað sem af starfsemi deildarinnar leiðir. Reikningar skulu endurskoðaðir með sama hætti og önnur útgjöld Alþingis.

7. gr.

    Í upphafi hvers kjörtímabils skipuleggur Íslandsdeildin þátttöku deildarinnar í starfi ÖSE-þingsins fyrir kjörtímabilið í heild, sbr. 2. mgr.
    Formaður deildarinnar skal að jafnaði sækja öll þau þing sem Íslandsdeildin tekur þátt í. Við val á öðrum þátttakendum á þingin skal fylgja hlutfallsreglu eftir stærð þingflokka ef ekki er samkomulag um annað.

8. gr.

    Starfsreglur þessar taka þegar gildi.

(Samþykktar á fundi forsætisnefndar 28. apríl 1993.)